Tíminn - 06.06.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.06.1986, Blaðsíða 16
Leit að bifreið er ók útaf brú á Eldvatni í Skaftártungu á miðviku- daginn hefur enn engan árangur borið. Björgunarsveitarmenn hafa dregið siæðara eftir árbotninum með kröftugum vélum og gengið með árbakkanum en ekki enn fundið bílinn. Ýmislegt lauslegt úr bifreið- inni hefur þó borist að bökkunum og hefur það styrkt trú manna í því að í bílnum hafi verið stúlka sem hcfur verið saknað. Það var um kvöidmatarleytið á miðvikudaginn að ökumaður er ekið hafði yfir brúna lét lögregluna á Kirkjubæjarklaustri vita að brúar- handriðið væri brotið og svo virtist sem bíil hefði ekið fram af brúnni. Leit hófst þegar og hefur staðið síðan en leitarskilyrði eru mjög erfið, áin er straumhörð og um 12 metra djúp og 100 metra breið neðan við brúna. Leitarsvæðið nær um 100 metra niður eftir ánni allt að bugðu sem er lygnari en áin undir brúnni. Þaö hafa verið tíð umferðarslys við þessa brú og oft mátt litlu muna að bílar færu þarna fram af. 1 rigningu verður brúin mjög sleip en hún er úr tré eins og handriðin en þau eru nú fyrir löngu orðin fúin og eru lítil fyrirstaða fyrir bíla á sæmi- legri ferð. -gse Ráðherrar frá ríkjum EFTA-Fríverslunarsamtaka Evrópu hafa fundað af krafti í Reykjavík síðustu tvo dagana. Á myndinni að ofan eru Albert Guðmundsson iðnaðarráðhcrra og Per Kleppe aðalritari samtakanna í þungum þönkum. Hinir líka. ferslió meðVISA Sovétríkin - Frakkland 1-1 Ítalía - Argentína 1-1 Irminn BHMH :.. mKHeá. sosu; ■. -■ v.1-. ‘J. ■ Endurskoðuð rannsóknaráætlun um hvali: Engar href nur verða veiddar þetta sumar Fundur Alþjóða hvalveiðiráðsins hefst á mánudag Á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins sem hefst á mánudaginn í Malmö í Svíþjóð munu Svíar og Svisslending- ar endurflytja tillögu sína frá því í fyrra um takmörkun á hvalveiðum í vísindaskyni. Tillaga þessi fékk ekki afgreiðslu í fyrra þar sem hval- veiðiþjóðir þar á meðal íslendingar hindruðu framgang hennar. Tillagan setur ákveðnar skorður við veitingu leyfa á hvalveiðunt í vísindaskyni, og þar er einnig gert ráð fyrir að ekki verði verslað með hvalaafurðir. Þó hér sé um álytkun að ræða sem ekki er bindandi fyrir aðildaþjóðirnar væri það engu að síður áfall fyrir Islendinga ef hún næði fram að ganga. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra sagði í samtali við Tímann að hann gerði ráð fyrir að tekist yrði á um þessa ályktun á fundinum í Svíþjóð. Halldór sagði að fundi vísindanefndar ráðsins væri nú Jokið og undirbúningur í fullum gangi sjálfan ársfundinn. Rannsóknaráætl- un Hafrannsóknarstofnunar hefur verið endurskoðuð nteð tilliti til þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað síðan hún var fyrst lögð fram og á henni gerðar nokkrar breytingar. Helstu breytingarnar eru þær að nú er ekki gert ráð fyrir merkingum á hrefnum árin 1986 og 1987, og hætt hefur verið við að veiða í tilrauna- skyni hnúfubak og stevpireyði. Þá hefur verið ákveðið að auka við ýmsar rannsóknir sem byggjast á ljósmyndun og talningu hvala, bæði úr flugvélum og skipum. Enn hefur ekki verið gengið frá því hvernig að hrefnuveiðunum verður staðið þar sem vanhöld eru á um hvernig vísindamönnum verði best tryggður aðgangur að dýrunum þegar komið er með þau að landi. ■ Þess vegna hafa engin hrefnuveiði- leyfi verið gefin út og taldi Halldór Ásgrímsson óvíst hvort það yrði gert í sumar. Rannsóknaráætlunin gerir áfram ráð fyrir því að veiddar verði 80 langreyðar, 40 sandreyðar og 80 hrefnur á ári. Kostnaður við rann- sóknirnar eru áætlaður rúmar 50 milljónir króna og munu íslendingar standa straum af honum. -BG Útihús brenna við Álfgeirsvelli í Skagafirði: Óvátryggð útihús brunnu í eldsvoða Enginn slasaðist en fimm hænur og kettlingur brunnu inni Eldur kom upp í torffjárhúsi við bæinn Álfsgeirsvelli í Skagafirði um kvöldmatarleytið á miðviku- dagskvöldið. Ekkert fé var í húsinu þar sem því hafði verið hleypt út fyrr um daginn. Eldurinn barst í véla- geymslu og bragga sem er sam- byggður henni. Slökkviliðið á Var- malandi réð lítið við eldinn þegar það kom á staðinn og eru þessi hús að mestu brunnin niður. Traktor er var í vélageymslunni skemmdist mikið og ýmislegt annað er þar var geymt. Enginn slasaðist í brunanum en fimm hænur og kett- lingur brunnu inni. Þessi útihús voru ekki vátryggð og því ljóst að bóndinn á bænum hefur orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni. -gse Hátt á þriðja hundraö börn fræddust í gær um leyndardóma umferðarmenningar Islendinga umferðarskóla lögreglunnar og umferðarnefndar Reykjavíkur sem haldinn er í samvinnu við Umferðarráð. I umferðarskólanuin eru 5-6 ára gömul börn og tekur hvert námskeið tvo daga. Leiðbeinend- ur eru lYlaría Jónsdóttir og Svavar G. Jónsson.Þessi mynd var tekin af barnahópnum í gær þar sem hann sat og horfði á umferöar- mynd. Tímamynd: - Sverrir. Bíll ók útaf brúnni yfir Eldvatn í Skaftártungu: Leit að stúlku ber ekki árangur Leitarskilyrði slæm vegna straumþunga og mikillar dýptar EB og EFTA í hjónasæng? Samstarfið við ríki Evrópubandalagsins var helsta málið Líkur eru á enn auknu samstarfi milli ríkja Evrópubandalagsins (EB) og ríkja þeirra sem saman mynda EFTA-Fríverslunarsamtök Evrópu. Þessi vilji kom fram á fundi sem ráðherrar EFTA-ríkjanna áttu með Willy De Clercq, þeim meðlimi stjórnnefndar EB sem ábyrgur er fyrir utanríkistengslum og viðskipta- stefnu. Fundur þessi fór fram í Reykjavík í gær og var undir forsæti Matthíasar A. Mathiesen utanríkis- ráðherra. Á fundinum var ákveðið að hefja samningaviðræður strax í þessum mánuði milli samtakanna tveggja. Takmark þessara viðræðna er að samræma og einfalda lög og reglur þær sem gilda um viðskipti þessara þjóða. Vísindarannsóknir og samstarf um þær voru einnig til umræðu á fundinum en þar hefur samstarf EFTA og EB verið einna árangursrík- ast. Þá voru öryggisreglur í kjarnorkuverum ræddar og áhersla lögð á alþjóðlegt / samstarf undir eftirliti Alþjóða kjarnorkuráðsins í Vín. EFTA eru samtök sjö lítilla Evrópuríkja sem aðallega er umhug- að um að afnema innflutningstolla og aðrar hömlur í viðskiptum í Vestur-Evrópu þó starfsemi samtak- anna sé nú orðin víðtækari eins og fram hefur komið. Þau ríki sem mynda EFTA eru ísland, Austurríki, Nor- egur, Sviss, Svíþjóð, Finnland og Lichtenstein, sem raunar er í tolla- bandalagi við Sviss. Viðræður Willy De Clercq við ráðherra EFTA fóru fram samfara ráðherrafundi Fríverslunarsamtak- anna. Sá fundur fór fram undir forsæti Alberts Guðmundssonar iðn- aðarráðherra, starfandi viðskipta- ráðherra. hb Ekki opið á laugardögum Opið til kl. 21.00 á föstudögum Samkvæmt kjarasamningum opið verður á fimmtudögum til kl. verslunarmanna eiga verslanir að 19.30. vera lokaðar á laugardögum mánuð- Þær verslanir sem hafa opið á ina júní, júlí og ágúst. Heimilt er öðrum tíma en um getur í kjara- verslunum að hafa opið til kl. 21.00 samningum verslunarmannaeru að á föstudögum og til kl. 20.00 á brjóta samninginn með því, en svo fimmtudögum, en aðra daga vik- virðist sem einhverjir kaupmenn í unnar til kl. 18.30. Reykjavík muni semja við starfs- Stórmarkaðirnir í Reykjavík Hag- fólk sitt um að vinna á laugardög- kaup og Mikligarður munu hafa um og með því móti hafa þeir opnunartíma sinn samkvæmt verslanir sínar opnar á laugardög- samningum þessum, nema hvað um í sumar. ABS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.