Tíminn - 06.06.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.06.1986, Blaðsíða 3
Föstudagur 6. júní 1986 Tíminn 3 Kristján Jóhannsson syngur íslensk lög á plötu: Mörg íslensk lög líkust óperuaríum „Þetta á að geta orðið meiríháttar plata. Á henni syngur Kristján rjóm- ann af íslenskum sönglögum." „Mér er óhætt að lofa því að platan verður eins umdeild ef ekki umdeildari en platan sem Kristján söng inn á fyrir þrem árum.“ „íslensk lög eiga það sameiginlegt með mörgum ítölskum lögum að það eru ekki nema góðir söngvarar sem geta skilað þeim frá sér. Mörg íslensk lög eru líkust óperuaríum." Þetta eru tilvitnanir í Þorstein Hannesson óperusöngvara, Jón Karlsson og Kristján Jóhannsson, óperusöngvara á fréttamannafundi þar sem þeir kynntu útkomu nýrrar plötu á hausti komanda, þar sem Kristján hyggst syngja úrval af fall- egustu og vinsælustu sönglögum margra hinna þekktustu íslensku tónskálda. En Kristján kvaðst undanfarið ár hafa lagt sérstaka áherslu á að kynna sér íslensk söng- lög og túlkun þeirra. Þorsteinn Hannesson óperusöngvari hefur valið lögin í samráði við Kristján og annast list- „Hjá Lundúna sinfóníunni kom mönnum mjög á óvart að íslendingar ættu svo fallega mússík,“ sagði Kristján Jóhannsson, sem hér er lengst til vinstri ásamt konu sinni Sigurjónu Sverrisdóttur. Aðrir á myndinni eru: Björgvin Halldórsson, Þorsteinn Hannesson, Jón Karlsson frá Strandhöggi og Jónas Ólafsson. Tímamynd Gísli Egill. Leikári Þjóðleik- hússins að Ijúka: í sumar Leikári Þjóðleikhússins fer nú senn að Ijúka. Síðustu sýningar á í deiglunni, eftir Arthur Miller verða fimmtudaginn 12. júní og laugardag- inn 14. júní. í deiglunni, fjallar sem kunnugt er um galdraofsóknir sem áttu sér stað í Bandaríkjunum í lok 17. aldar, en sem gott leikrit höfðar- það einnig til annarra tíma og að- stæðna. Síðustu sýningar á Helgispjöllum, eftir Peter Nicols, verða 11., 13. og 14. júní. Það er Benedikt Arnason sem hefur þýtt leikritið og er hann jafnframt leikstjóri. Engin sýning verður á vegum Þjóðleikhússins um næstu helgi, því ' þá verða sýningar Dramaten frá Stokkhólmi, á Fröken Júlíu á vegum Listahátíðar. Starfi Þjóðleikhússins er þó ekki lokið þar með, því í lok júní verður farið í leikför með gamanleikinn Með vífið í lúkunum, um Vesturland og Vestfirði. ræna ráðgjöf og umsjón við gerð plötunnar. Jón Þórarinsson tónskáld útsetur lögin sérstaklega fyrir plötu- na, en Sinfónfuhljómsveit Lundúna annast undirleik. Stjórnandi hljóm- sveitarinnar verður Karsten Ander- sen. Tæknilega umsjón við gerð plötunnar og milligöngu við erlenda aðila mun Björgvin Halldórsson annast. Útgefandi er Strandhögg. Kristján Jóhannsson kvaðst löngu bókaður út allt þetta ár og raunar meira og minna mörg ár fram í tímann. Innan skamms mun hann syngja í Tosca í Ohio í Bandaríkjun- um. Þaðan mun hann fara beint til Lundúna til hljómplötuupptökunnar í ágúst n.k. Síðan er komið að stórum áfanga er Kristján syngur Mikilvægum áfanga í uppbyggingu fjórðungssjúkrahússins á Akureyri var náð fyrir skömmu, er Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráðherra opnaði formlega nýja geðdeild. Um er að ræða legu og göngudeild í tæplega 600 fermetra húsnæði. 10 sjúklingar rúmast í sólarhringsvist- un. Miðað er við að deildin sinni öllum sem þurfa á bráðri sjúkrahús- aðalhlutverkið í New York City Opera í La Boheme með Maria Spacanna undir stjórn Nicola Re- signo. New York City Opera fór þess síðan á leit fyrir skömmu að Kristján syngi aðalhlutverkið í Faust undir stjórn Nello Santi í október n.k. og er hann nýlega búinn að skrifa undir samning þar að lútandi. Strax að loknum sýningum í New York heldur Kristján til Milwaukee og syngur Tosca með Valery Pop- ova. í nóvember kemur Kristján til Islands til að syngja Tosca í Þjóð- leikhúsinu. í janúar heldur hann síðan til Chicago til æfinga á aðal- hlutverkinu í Grímudansleiknum, sem hann mun syngja þar á móti Luciano Pavarotti. vist að halda vegna geðrænna eða félagslegra vandamála. Frá því í desember 1985 og fram í febrúar 1986 er hluti deildarinnar var tekinn í notkun, með geðræna erfiðleika vistaðir á handlæknisdeild, og út- skrifuðust 53 sjúklingar á þeim tíma. Heildarkostnaður við hönnun og uppsetningu hinnar nýju geðdeildar er um 18 milljónir króna. Yfirlæknir er Sigmundur Sigfússon, en alls eru 14 stöðugildi við deildina. Bridgesveit Samvinnuferöa: Vann mót í Hollandi Bridgesveit Samvinnuferða/Land- sýnar gerði góða ferð til Hollands síðustu viku jregar hún vann sérstakt þriggja sveita mót sem í tóku þátt kvennalandslið Hollands og landslið yngri spilara . Samvinnuferðasveitin vann fyrst kvennalandsliðið með yfirburðum, 111-9 eða 25-0. Yngra liðið var yfir í hálfleik gegn Samvinnuferðum, 13-48 en síðari hálfleik unnu fs- lendingarnir 38-0 og leikinn 16-14. Mótið var haldið í Kempervennen en þar dvaldi sveitin í sumarhúsum. f sveitinni spiluðu Aðalsteinn Jörg- ensen, Jón Baldursson, Sigurður Sverrisson og Valur Sigurðsson. GSH Eldur í tvílyftu timburhúsi á Seyðisfirði: Bjargaðist naumlega Eldurinn breiddist út með leifturhraða Elín Frímann var hætt komin er eldur kom upp í íbúð hennar á annarri hæð í tvílyftu timburhúsi á Seyðisfirði á miðvikudagskvöldið. Grunur leikur á að kviknað hafi í út frá rafmagnshitapoka og barst eldurinn með málningu með leift- urhraða um húsið. Elín var að tala við tengdason sinn í síma er hún varð eldsins vör og hljóp þegar til dyra. Þegar hún kom á dyrapallinn kom Einar Harðarson á móti henni, en hann hafði verið að vinna við hús handan götunnar og orðið eldsins var. Þá hafði eldur læðst í hár Elínar en Einari tókst að slökkva hann. Þegar slökkviliðið kom að hús- inu var mikill eldur inni í einu herbergi og tókst því fljótlega að slökkva hann. fbúar á neðri hæð- inni fluttu meirihlutann af innbúi sínu út úr húsinu en miklar skemmdir urðu af vatni og reyk í húsinu. Elín brenndist á baki og Einar lítillega á höndum, en fleiri slys urðu ekki á fólki. -gse Akureyri: Ný geðdeild við sjúkrahúsið PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNIN Athygli símnotenda er vakin á því að við útgáfu nýrrar símaskrár 1986 verða gerðar númerabreyt- ingar hjá nokkur hundruð símnotendum sem tengdir eru við símstöðvarnar á Seltjarnarnesi, Árbæjarhverfi og í Garðabæ. Númerabreytingarnar sem tengjast símstöðvun- um á Seltjarnarnesi og Árbæjarhverfi verða fram- kvæmdar föstudaginn 6. og laugardaginn 7. júní 1986. Númerabreytingar sem tengjast símstöðinni í Garðabæ verða framkvæmdar laugardaginn 14. júní 1986. Enn eru ótengd símanúmer hjá um 100 handvirk- um símnotendum í Skagafirði og um 120 handvirk- um símnotendum í Öxarfirði þær breytingar verða framkvæmdar síðar. Þá verður símaskráin 1986 að fullu komin í gildi. Eru símnotendur hvattir til að nota skrána vegna fjölmargra breytinga frá fyrri skrá. Sérstök athygli er vakin á því að símanúmer Borgarspítalans er nú 68-12-00. Á blaðsíðu 3 í nýju símaskránni á að vera nýtt símanúmer fyrir neyðarvakt lækna í Reykjavík, Kópavogi og Seltjarnarnesi 68-12-00 fólk er beðið um að breyta þessu í símaskránni strax. Póst- og símamálastjórnin Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga við heilsu- gæslustöðvar eru lausar til umsóknar nú þegar: Dalvík, ein staða hjúkrunarfræðings Keflavík, ein staða hjúkrunarfræðings. Sandgerði, ein staða hjúkrunarfræðings. Húsnæði á staðnum Egilsstaðir, sumarafleysingar frá 1. júlí til 31. ágúst 1986. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 2. júní 1986. Notaðar dráttarvélar MF 265 m/moksturstækjum, aldrif, IHC 574 hydro, Ford 3000, IHC 444, IMT 577 m/aldrifi, MF 185 multipower m/moksturstækjum, Zetor 4911, o.m.fl. Búvélar, Sigtún 7, s. 687050 Laus staða Staöa bókavarðar í Landsbókasafni íslands er laus til umsóknar. Til greina kemur aö ráöa í tvær hálfar stööur. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist Menntamálaráöuneytinu fyrir 25. júní næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 4. júní 1986. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför Sigríðar J. Thoroddsen Kvigindisdal fyrir hönd aðstandenda Fríða Guðbjartsdóttir og Valur Thoroddsen

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.