Tíminn - 06.06.1986, Blaðsíða 1
KRISTJÁN JÓHANNSSON
mun hlaupa í skarðið fyrir rússneska
söngvarann Paata Burchuladze sem ekkl
fékk leyfi til að syngja á Listahátíð. Kristján
mun syngia ítalskar aríur með Sinfóníu-
hljómsveitlslandsíHáskólabíói á föstudags-
kvöldið. Kristján hætti við að fara til Bandarikj-
anna þar sem hann átti að byrja æfingar á
óperu.
DAUFBLINDIR verðaefniráðstefnu
sem haldin verður í dag í Harmahlíð 17, en
daufblindur er sá sem haldinn er af samsett-
um sjón- og heymarskaða í alvarlegum
mæli. Á fundinn koma sérfræðingar frá
Norðuriöndunum og halda erindi.
AUKASÝNING verður á Fröken
Júlíu eftir Strindberg í leikstjóm Ingmar
Bergman í Þjóðleikhúsinu á sunnudag kl.
16.00 og er miðasala þegar hafin. Mikil
aðsókn var á báðar sýningamar sem fyrir-
hugaðar voru því verður aukasýningin.
SKÓGARDAGUR verður á morg-
un á vegum Skógræktarfélags íslands og er
tilgangurinn sá að vekja athygli á málstað
skógræktar hér á landi. Skógræktarfélögin
sjá um að gróðursetja plöntur og fræða
landsmenn um skóg- og trjárækt.
VESTMANNAEYINGAR
fengu nýjan bæjarstjómarmeirihluta á miö-
vikudag og er hann myndaður af Alþýðu-
flokki, Alþýðubandalagi og Framsóknarflokki.
Rætt er um að Páll Zophoníasson fyrrum
bæjarstjóri taki það starf að sér aftur.
GRASKÖGGLAVERK-
SMIÐJUR í eigu ríkisins verða boðnar
til solu i haust og verður leitað til heima-
manna um að þeir taki við rekstri þessara
verksmiðja. Veri<smiðjumar sem um ræðir
eru fjórar.
MEIRIHLUTI var myndaður í Njarðvík
af Alþýðu- og Framsóknarflokki: Sjálfstæðis-
flokkur hafði áður hreinan meirihluta en
missti hann í kosningunum.
JÓN L. ÁRNASON á nú mögu-
leika á stórmeistaraáfanga á alþjóðlegu
skákmóti í Helsinki sem nú stendur yfir.
Þegar átta umferðum var lokið af 11 var Jón
efstur á mótinu ásamt Dananum Curt Hans-
en með 61/é vinning. Jón þarf 8 vinninga til
að fá stórmeistaraáfangann.
KENNARASAMBANDIÐ hef
ur sent frá sér ályktun þar sem, harmað er
að fulltrúar í Fræðsluráði Reykjavíkur skuli
vinna gegn ákvæðum laga um embættis-
gengi kennara og skólastjóra með því að
viðurkenna ekki tillit til umsagnar skólastjóra
Melaskóla um umsækjendur um stöðu yfir-
kennara við skólann. Fræðsluráð valdi ann-
an umsækjanda en skólastjóri mælti með.
28 MANNA HÓPUR frá hár
snyrtistofum víðs vegar af landinu sótti
nýlega námskeið hjá'Wella-snyrtivörufyr-
irtækinu í V-Þýskalandi. Kennsla fór fram
í einu fullkomnasta hárstúdíói heims þar
sem 22.000 gestir koma árlega og njóta
tilsagnar og leiðbeininga færustu sér-
fræöinga í meðferð á hári.
Hópurinn fékk sýnikennslu um ýmsar
nýjungar, svo sem permanent, litun, nýjar
vinnuaðferðir og hagkvæm vinnubrögð,
auk þess að fá þjálfun í notkun hársnyrti-
efna frá Wella.
KRUMMI
Hörð gagnrýni á
flugumferðarstjórn
- „vísa skýrslunni á bug,“ segir Jón Árni Þórisson flugumferðarstjóri
í skýrslu sem unnin var fyrir
flugmálastjórnina á íslandi árið
1984 en ekki hefur verið birt fyrr
en nú, kemur fram hörð gagnrýni
á flugumferðarstjórnun á íslandi.
Þar er meðal annars talað urn skort
á aga og þjálfun flugumferðar-
stjóra og því sé m.a. um að kenna
ónákvæmni í flugumferðarstjórn-
un á íslandi. Flestir varðstjórar
séu ekki gjaldgengir sem flugurn-
ferðarstjórar því þeir hafi hver sína
starfsreglu og telji hana besta.
Jón Árni Þórisson flugumferðar-
stjóri vísaði þessari gagnrýni á bug
í samtali við Tímann og sagði að
t.d. væru allar aðskilnaðarreglur
nákvæmlega eins, alveg sama hvar
menn hefðu lært þær reglur. Jón
Árni sagði ennfremur að íslenskir
flugumferðarstjórar hefðu aldrei
fengið að sjá upprunalegu skýrsl-
una sem David Andersen fyrrum
yfirmaður þjálfunar og hæfnis-
deildar bandarísku flugmálastjórn-
arinnar vann. Engu væri líkara, en
flugmálastjóri hefði matað hann á
þeim upplýsingum sem honum
hentaði og sjá mætti orðalag flug-
málastjóra í íslensku þýðingunni
sem flugumferðarstjórar hafa feng-
ið að sjá. „Eftir atvikið sem átti sér
stað yfir Austfjörðum um daginn
hefur flugmálastjóri gert það að
aðalatriði að við skráum okkur
ekki inn og úr stöðum þegar við
erum að stjórna umferð, en ég vil
vekja athygli á því að við tölum inn
í segulband með klukku í hvert
sinn sem við stjórnum umferð og
það hlýtur að vera betra sönnun-
argagn heldur en minnisblokkir,"
sagði Jón Árni.
Jón Árni sagði einnig að eftir að
skýrslan kom, hefði þremur varð-
stjórum verið vikið úr starfi vegna
þess að þeir voru ekki taldir hæfir,
en nú vill svo ti! að tveir þeirra eru
að koma aftur upp til starfa einmitt
á háannatímanum.
ABS
Stuðmenn hressir og kátir eftir vel heppnaða Kínaför.
Stuðmenn komnir
heim frá Kína
í gær stigu Stuðmenn aftur á
föðurlandið eftir mánaðardvöl í
Kína. Meðlimir hljómsveitarinnar
voru hinir hressustu, þrátt fyrir
strangt ferðalag og sögðust hafa
fengið konunglegar móttökur
hvert sem þau fóru. „Það hefur
aldrei verið gert svona mikið með
mann fyrr,“ sagði Jakob Magnús-
son við komuna til landsins.
Stuðmenn héldu 11 tónleika á 7
stöðum í Kína og áheyrendur voru
yfirleitt á bilinu 1700 til 2500 manns
á hverjum tónleikum. Eftir tón-
leika biðu venjulega framámenn
bæjarins og gáfu þeim blóm og
vottuðu þeim virðingu sína á alla
lund, að sögn Ragnhildar.
Maturinn í Kína kvað hafa verið
aldeilis frábær og sagðist Ragnhild-
ur ekki vita hvernig hún færi að
núna, þegar engan „alvöru" kín-
verskan mat væri lengur að fá.
Fyrsta kvöldið í Kína var Stuð-
mönnum haldin mikil veisla þar
sem borinn var fram rafvæddur
grís með leiftrandi augu og tilheyr-
andi og framhaldið eftir því.
Unglingar í Kína kunnu vel að
meta Stuðmannatónlistina, eða
eins og; Ragnhildur sagði: „Ung-
lingai í Kína hungrar alveg í svona
tónlist því þar er lítið framboð af
henni, þau sungu og skemmtu sér
alveg frábærlega vel.“ í Peking var
stemmningin orðin fjaðurmögnuð
og unglingar drifu sig upp á svið og
fóru að dansa en það hafði hins
vegar þær afleiðingar að næsta
kvöld var lögreglumönnum
fjölgað, til þess að það endurtæki
sig ekki.
Aðspurðir, um væntanlega
plötusölu í Kína í kjölfar heim-
sóknarinnar sagði Jakob að plötu-
fyrirtæki kínverska menningar-
flokksins hefði gert samning um
sölu á tvö hundruð plötum - og
glotti.
Egill kvaðst hafa haldið skallan-
um við í Kína með því að heim-
sækja frumstæðar rakarastofur þar
sem rakarinn sinnti hinum ýmsu
heimilisstörfum, t.d. að slátra
hænsnum til kvöldverðar.
Fagnaðarfundirhjá Agli
Og Tinnu. / (Tímamyndir Gísli Kgill)
lceland Seafood Corporation:
Söluaukning fyrstu
fimm mánuði ársins
- eftirspurn meiri en framboð
Iceland Seafood Corpora-
tion seldi fiskafurðir fyrir rúm-
lega 2,7 milljarða ísl. kr. fyrstu
fimm mánuði ársins, þar af í
maí fyrir 10.6 milljónir dollara
þetta er 525 milljónum ísl. kr.
meiri sala en fyrstu 5 ntánuði
síðasta árs.
Guðjón B. Ólafsson forstjóri
sölufyrirtækisins segir að salan (
hefði getað orðið meiri en
skortur á íslenskum fiskafurð-
um hefði dregið úr sölutnögu-
leikum fyrirtækisins, og erfitt
væri að gera sér grein fyrir
langtímaáhrifum þess að geta
ekki annað eftirspurninni.
Hann sagði að vöruskortur
hefði verið mikill að undan-
förnu, jafnvel hefði verið
skortur á þorskflökum, en
einnig hefði verið lítið af karfa
og grálúðu. Einnig hefði verið
hægt að selja meira af rækju ef
hún hefði verið fáanleg.
ABS
ABS