Tíminn - 06.06.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn:
SPEGILL
lllllillllllllll
Rainier prins, pabbi hennar, er dolfallinn yfir
þcssu. Hann vill helst að hún fari nú að gifta sig
einhverjum verðugum ungum manni.
Stefan „Lill-Lövis“ Johansson, 28 ára kappakst-
urshetja af sænskum ættum er búsettur i Monaco,
er sá sem Rainier prins helst sæi sem eiginmann
dóttur sinnar, en þau hafa átt vingott um tíma. Það
er þó ýmislegt sem mælir á móti því að svo fari,
því að Stephanie segist eiga eftir að skemmta sér
miklu meira áður en hún festi sig í hjónabandi, -
og Stefan er víst búinn að fá sér nýja vinkonu.
Stephanie prinsessu er margt til lista lagt, og
nú ræður hún sér sjálf og ætlar að prófa sitt
af hverju. Það nýjasta er að hún hefur sungið
inn á plötu.
„Allt sem éggeri
viröist vera
stórkostlegt
fréttaefni. Ég
spyr oft sjálfa
mig: Hvers
vegna?
Hreinskilnislega
sagt, þá hef ég
alltaf undrast
þaö hvers vegna
fólkerekkiorðið
hundleitt á aö
glápa á mig.
Stephanie
vill syngja
rokk
- og pabbi hennar fékk sjokk!
Stephanie prinsessa í Mónakó
í nýlegu amerísku blaði voru ýmis ummæli liöfð
cftir frægu fólki um lífið og tilveruna. Stephanie
prinsessa í Mónakó lét þá hafa eftir sér það sem
hér að ofan birtist, og er það skiljanlegt að hún
velti því fyrir sér, hvers vegna hún sé eftirsótt
fréttaefni, aumingja stúlkan. En það er bara
svona, - allt sem hún gerir virðist stórfréttir.
í blaðinu sem ummæli Stephanie birtast í er líka
löng grein um að nú sé hún orðin 21 árs og því
fjárráða. Hún er sögð hafa beðið spennt eftir
sjálfstæði sínu, og nú ætli hún að halda áfram að
sýna sjálf á tískusýningum baðföt, hönnuð af
henni sjálfri. En því varð hún að hætta vegna
banns föður hennar, sem fannst það ekki samboðið
prinsessu að striplast framan í sýningargestum.
Ekki nóg með það, heldur hefur Stephanie lýst
því yfir, að hún ætli að syngja inn á plötu! Hún er
mikill aðdáandi söngkonunnar Madonnu, og á
hún að vera fyrirmyndin. Listanafn Stephanie er
sagt að eigi að vera „Princess" - og þar hafi hún í
huga hinn fræga rokksöngvara Prince og eigi
hennar nafn að vera hliðstæða hans. Lagið, sem
Stephanie ætlar að syngja inn á plötu var sérstak-
lega gert fyrir hana af ítölskum lagasmið og nefnist
lagið „Hurricane" (Hvirfilvindur)
Prinsessan segist varla getið beðið eftir að platan
komi út, en hún hefur þegar sungið inn á hana í
París. Áætlað er að platan komi líka út í
Bandaríkjunum, en þar á hún víst að heita
„Irresistible“ (Hin ómótstæðilega).
Stephanie segist langa til að flytjast til New
York, a.m.k. um tfma. Hún segist vera orðin leið
á Monaco og París.
WiUiam prins, 3ja ára gamall, skálmar uni borö í herskip í opin berri heimsókn.
Heiðurs-
vörður
fyrir
ungan
herramann
Hinn ungi Bretaprins, William,
sonur Karls krónprins og Diönu,
kemur þarna í fyrsta sinn í heim-
sókn um borð í breskt sjóherskip,
HMS Brazen. Þar heilsuðu honum
yfirmenn með heiðurskeðju, og
sjóliðar flautuðu meðan hinn
þriggja ára snáði gekk um borð,
ákveðinn á svip og alvarlegur eins
og sjóliðsforingi. Hann er reyndar
- ef honum endist líf og heilsa -
tilvonandi hæstráðandi yfir öllum
breska sjóhernum!
Föstudagur 6. júní 1986
lllllllllll ÚTLÖND llllllHí
FRÉTTAYFIRLIT
VÍNARBORG — Embætt-
ismaður frá Austur-Evrópu
sagði að tilboð um verulega
fækkun hinna hefðbundnu
herja í Evrópu yrði lagt fram á
fundi Varsjárbandalagsins
sem hefst í Búdapest í næstu
viku.
STOKKHÓLMUR
Sænskir bændur mótmæltu
geislunarmagni því sem barst
í vörur þeirra í kjölfar kjarn-
orkuslyssins í Tsjernóbíl, með
því að stafla upp illa lyktandi
og geislavirku heyi fyrir utan
skrifstofu Ingvars Carlssonar
forsætisráðherra Svíþjóðar.
VÍNARBORG — Sovésk
yfirvöld hafa enn ekki látið
Alþjóða kjarnorkuráðið vita af
geislavirkni fyrir utan hættu-
svæðið í kringum Tsjernóbíl
kjarnorkuverið.
HAMBORG — Kjarnorku-
andstæðingar í Vestur-Þýska-
landi skipuleggja nú einar
stærstu mótmælaaðgerðir síð-
ustu ára. Þær eiga að fara fram
um helgina og tilgangurinn er
að reyna að stöðva gangsetn-
ingu nýjasta kjarnaofnins þar í
landi.
JÓHANNESARBORG
— Nóbelsverðlaunahafinn
Desmond Tutu strengdi þess
heit í gær að virða að vettugi
bann stjórnvalda í Suður-Afr-
íku á samkomur og kirkjufundi
þann 16. júní næstkomandi.
Þann dag eru tíu ár liðin frá
upþþotunum í blökkumanna-
borginni Soweto.
MEXÍKÓBORG — Allt var
kyrrt í Mexíkóborg í gærdag
enda hundruð lögreglu-
manna á götum úti. Þeirra verk
er að koma í veg fyrir endur-
tekningu á ofbeldinu er braust
út síðastliðið þriðjudagskvöld
en þá meiddust rúmlega 200
manns og 80 voru handteknir.
Margir óttast þó, að eftir eigi að
koma til átaka næstkomandi
laugardag er landslið Mexí-
kana mætir liði Paraguay í
öðrum leik þess í heimsmeist-
arakeþþninni í knattspyrnu.
MANILA — Corazon Aquino
forseti Filippseyja sagði
skæruliða kommúnista hafa til-
nefnt fulltrúa til undirbúnings-
viðræðna um vopnahlé í land-
inu. Hún sagðist ætla að til-
nefna fulltrúa sinn innan 48
klukkustunda og vonaðist til að
viðræðurnar gætu hafist mjög
bráðlega. Tilgangur viðræðn-
anna er að binda enda á 17 ára
ófrið á Filippseyjum.
BEIRÚT — Hersveitir í Lí-
banon og lögregla reyndu að
koma einhverri reglu á í Vest-
ur-Beirút í gær. Þar hafa staðið
yfir verstu átök milli andstæðra
fylkinga múhameðstrúar-
manna síðasta hálfa árið.
AUSTUR-BERLÍN
Ekkert samkomulag virtist vera
á leiðinni í gær milli Sovétríkj-
anna og bandamanna þeirra í
síðari heimsstyrjöldinni,
Bretlands, Bandaríkjanna og
Frakklands. Deilan sem snýst
um ákvörðun austur-þýskra
stjórnvalda að embættismenn
áðurnefndra þriggja ríkja verði
að sýna vegabréf þegar þeir
fara yfir landamæri borgarinn-
ar, hefur staðið í tíu daga.