Tíminn - 06.06.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.06.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 6. júní 1986 laðbera vantar / eftirtalin hverfi. Armúla Síöumúla Lindarbraut Vallarbraut Tírnirm SIÐUMÚLA 15 S 686300 Gluggakarmar opnanleg fög Útihurðir - Svalahurðir Rennihurðir úr timbri eða áli BTIskúrshurðir Bílskúrshurðarjárn Sólhýsi - Qarðstofur úr timbri eða áli Gluggasmiðjan Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd gatnamálastjórans í Reykjavík, óskar eftlr tilboöum í gerö stíga á nokkrum stööum í borgarlandinu. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 18. júní n.k. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGA8. Fríkirkjuv«gi 3 — Sími 2S800 ff) Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd gatnamálastjórans i Reykjavík, óskareftirtilboðum í „göng undir Reykjanesbraut sunnan „Álfabakka". Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboðin verðaopnuðásamastað.fimmtudaginn 19. júní n.k. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVlKURBORGAR Frtkirkjuvgi 3 — Sími 25800____ Framlengd sýn- ing Baltasars Fimm þemu til sýnis í gallerí Gangskör í viku í viöbót Undanfarið hefur Baltasar Samper, listmálari, sýnt verk sín byggð á fimm þemum, - sprek, amboð, fákar, lauf og ecce homo, - í gallerí Gangskör við Amtmanns- stíg. Sýning hans hefur hlotið góðar undirtektir og aðsókn verið mikil. Því hefur galleríið tekið þá ákvörð- un, að framlengja sýninguna um viku, eða til fimmtudags hinn 12. júnf. Sýningin er opin daglega frá klukkan 12.00 til 18.00. í sýningarskrá segir um þemun: „Teikningar Baltasars eru staðhæf- ingar um tilfinningar hans, ferðalög, fjölskyldu og heimili og-sem skiptir meira máli - stöðuga sjálfskönnun með aðstoð teikningar." „Frá því hann kom til íslands árið 1961, tuttugu og þriggja ára að aldri og síðastliðin 25 ár hefur Baltasar litið á sig sem sérvitring sem heldur sig utan við tískustrauma, utan við harðstjórn listatímarita í viðleitni sinni til að mála á frjálsari og persónulegri hátt!“ Þessi mynd eftir Baltasar er úr þemanu „ecce homo“ og er á sýn- ingu hans í gallerí Gangskör. BÓKMENNTIR Ljóðrænar abstraksjónir Göran Sonncvi: Mál; Verkfæri; Eldur, Ljóð, Sigurður Á. Friðbjófsson íslcnskuði. Svart á hvítu, 1986. Þetta er ljóðabók og dálítið sér á parti sem slík. Höfundurinn er sænskur, hálffimmtugur að aldri og sagður vel metinn sem ljóðskáld í heimalandi sínu. Það er vel kunnugt að ljóð geta verið með ýmsu móti. Venjulega er þó við það miðað að ljóðið hafi að geyma afmarkaða mynd af einhverju og þá oftast tengdu stað, atburði eða tilfinningalífi skáldsins. Ljóð geta líka verið með ýmsu móti að formi, þau geta verið þrælbundin í rím og stuðla þau geta verið í frjálsu formi þar sem ein saman hrynjandin bind- ur þau í afmarkað form og þau geta verið allt þama á milli. Ljóðin í þessari bók eru sérkenni- leg fyrir þá sök hvað þau eru óbundin og opin. Hefðbundið rím og stuðla- setning em ekki notuð í þeim og tæpast er hægt að tala um að þau séu ort undir nokkrum sérstökum brag- arháttum. Að því er form snertir eru þau því alfrjáls og óbundin. Og sama máli má einnig segja að gegni að því er varðar efni þeirra. Skáldið hefur þarna þann háttinn á að hann nánast úthellir tilfinningum og hughrifum úr hjarta sínu yfir lesandann, algjörlega ókerfisbundið og skipulagslaust. Efnislega eru þessi ljóð því galopin og laus í böndunum. Þau fjalla í rauninni hvorki um eitt né neitt, heldur eru þau tilfinningaspil og leikur með orð frá upphafi til enda. Það er kannski ekki út í hött að líkja þessum ljóðum við abstrakt málverk. Þau fjalla í rauninni ekki um nein afmörkuð yrkisefni, heldur höfða þau fyrst og wÉm\[Ri& líyiðNiysmHF Jámhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. Pósthólf 10180 fremst til ímyndunaraflsins hjá þeim sem les. Þau eru þeirrar gerðar sem ætlað er að vekja tilfinningar fremur en skilning. Þetta er kannski langsótt, en eigi á annað borð að taka bók á borð við þessa alvarlega þá verður trauðla annars kostur en að túlka hana eftir einhverjum leiðum á borð við þessa. Skáldið raðar saman orðum með það í huga að merking þeirra hvers um sig, svo og hljómur þeirra, veki tilfinningar og kveiki hughrif hjá lesanda. Nokkur dæmi má nefna hér til þess að skýra þetta nánar. í ljóða- bálki sem valið er úr og nefnist „Hundraðogeitt brot“, segir á ein- um stað: Mergd andlita í stórborgum Og þögnin hér, meðal ara - grúa trjáa, gróðurs dýra öll þessi andlit, tré, gróður dýr, mœla Skjótt, eins og þögnin leita ég eigin ásjónu Hér má segja að bregði fyrir mynd af mannfjölda í stórborg, en að öðru leyti verður þetta trúlega seint dreg- ið saman í rökrétt merkingarlegt samhengi. Þetta er engin dróttkvæð vísa sem hægt er að taka saman. Annað dæmi má grípa upp, og er það úr ljóðaflokki sem er samnefnd- ur bókinni og tekur yfir rúman helming hennar: Til er ótti sem gerir hlutina glœra Maður getur sokkið beint í gegnum Göran Sonnevi. gliðnandi form þeirra Pað verður ekkert eftir af þeim ég er ekki til gagnsœi þeirra hefur gleypt mig Hér er lýst tilfinningu, þ.e. ein- hvers konar ótta, en nánari útlistun er engin, heldur er lesanda eftirlátið það hlutverk að tengja þetta inn í samhengi í sinni eigin tilvist og fá í það sína eigin merkingu. Og eitt dæmi enn má nefna um galopið ljóð, þ.e. a.s. ljóð sem gefur lesanda ærið efni til að hugsa um, ef hann þá ekki afgreiðir þetta einfald- lega sem vitleysu: - þú bauðst mér upp á Mozart í forrétt, áður en þú myrtir mig Þá er ég illa svikinn af íslenskri ljóðhefð ef ekki verður einhver íslenskur ljóðavinur af gamla skólanum foxillur yfir því að nokkr- um skuli detta í hug að kalla svona lagað ljóð. En ljóðagerðin endurnýjast ekki nema menn séu stöðugt að gera tilraunir með nýjungar, og þá ekki síður að leita þeirra erlendis. íslensk ljóðagerð hefur á öllum tímum frjóvgast og þroskast fyrir erlend áhrif. Þess vegna held ég að Sigurður Á. Friðþjófsson hafi unnið heldur þarft verk með því að kynna þennan höfund hér á landi. Ég skal ekkert um það segja hvort ljóð hans falla íslenskum ljóðavinum í geð. Eftir því sem segir í formála er sænska bókin, sem þýtt er eftir, 300 blaðsíð- ur, en íslenska gerðin er 90. Þýðandi hefur því valið úr og stytt vericið um rúma tvo þriðju. Þar er, held ég, án alls efa rétt að staðið. Þessi bók er þess eðlis að í doðrantsformi er vægast sagt ósennilegt að nokkur hefði enst til að lesa hana hér á landi. Ég hef ekki lesið sænsku frumtext- ana og er því ekki í aðstöðu til að dæma um nákvæmni þýðingarinnar. Vafamál er líka hvort slíkur dómur eigi erindi á dagblaðssíður, því að það sem skiptir máli í tilviki sem þessu er búningur ljóðanna í ís- lenskri mynd og skírskotun hans til íslenskrar Ijóðhefðar. Ég gat ekki annað séð en hann væri allgóður frá hendi þýðanda. Ljóðin eru á vönd- uðu og nokkuð traustu máli og ambögulausu. - esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.