Tíminn - 28.06.1986, Blaðsíða 7
Laugardagur 28. júní 1986
Tíminn 7
VETTVANGUR
11111111
Guðmundur P. Valgeirsson.
Hvaðan kemur þeim vald?
Aðför fréttamanna ríkisfjöl-
miðlanna, þó einkum sjónvarps,
að Guðmundi J. Guðmundssyni
hefur hlotið þjóðarathygli. -
Áhrifamikill forustumaður verka-
lýðshreyfingarinnar er fyrirvara-
laust borinn þeim sökum að hann
hafi þegið mútufé úr höndum stór-
atvinnurekenda og þeir hampi því,
að þeir telji það hafa verið eina
bestu (!) fjárfestingu sína. Frétta-
menn grípa þessa fregn feginshendi.
Hér hafði rekið stóran hval á
þeirra fjörur. Það „happ“ skyldi
ekki ganga þeim úr greipum og hið
sjálfskipaða ákæru- og dómsvald
var sett í gang, og keyrt á fullu.
Hvernig þessum „fréttum" er
komið á kreik liggur ekki ljóst
fyrir. En það verður að teljast
fullkomið rannsóknarefni og full
ástæða til að Sjónvarpið helgaði
því einn rannsóknarfréttatíma, eða
jafnvel tvo, ef það mætti verða til
þess að upplýsa hverjir hafa svo
„heiðarlega" að verki staðið. Það
væri einnig ástæða til að „fjandvin-
ir“ Guðmundar J. innan forustu-
manna launþegasamtakanna, sem
Guðmundur hefur lýst í blaðavið-
tali, sæju sóma sinn í að hreinsa síg
af þeim heiðarleik (!) sem þar býr
að baki, eða átti þar hlut að máli.
Þó Guðmundur J. hafi oft verið
umdeildur og harka hans í leiknum
oft orkað tvímælis og stundum
orðið óbeint til skaða skjólstæðing-
um hans vegna spellvirkja í at-
vinnulífi þjóðarinnar, þá hefur
aldrei hvarflað að neinum að hann
hafi lagst svo lágt að taka við
fégjöfum frá höfuðandstæðingum
sínum í þeim tilgangi, sem þessi
sjálfskipaði rannsóknarréttur og
fréttamennska hefur látið liggja
að. - Hér er skotið svo langt yfir
markið að fáir trúa, en almenning-
ur fyllist réttlátri reiði í garð „rann-
Þeir gera sig aö sjálf-
skipuðum rannsóknar-
og dómsaöilum í mál-
um mannaframmifyrir
alþjóð og hafa þráfald-
lega gert sig seka um
vítavert athæfi á þess-
um vettvangi gagnvart
einstaklingum og hóp-
um manna
sóknarréttarins". - Vopnin hafa
snúist í höndum þeirra.
Skúli H. Norðdal skrifar rétt-
mæta og harðorða gagnrýni á þessa
fréttamenn sjónvarps og útvarps í
Tímann þann 19. þ.m. - Þökk sé
honum fyrir það. Allt er það rétt
og fyllilega tfmabært, sem Skúli
segir um þetta. - Frekja og sterti-
mennska fréttamanna við þessar
stofnanir eru oft gersamlega óþol-
andi og ámælisverð. - Þeir gera sig
að sjálfskipuðum rannsóknar- og
dómsaðilum í málum manna,
frammi fyrir alþjóð og hafa þrá-
faldlega gert sig seka um vitavert
athæfi á þessum vettvangi, gagn-
vart einstaklingum sínum með nær-
göngulum og ósvífnum spurning-
um, að engu er líkara en þeir séu
vísvitandi að gera tilraun til að
brjóta þá niður siðferðilega frammi
fyrir augum alþjóðar og skapa með
því múgsefjun þeim til sakfelling-
ar. - Þau svör, sem þeim tekst að
knýja fram með þessum hætti eru
svo oft notuð síðar til að vitna í þau
við önnur tækifæri, í sama tilgangi.
Nú við síðustu uppákomu, í
þessum efnum, vakna sem fyrr
spurningarum hvaðan fréttamönn-
um komi heimild og vald til að
haga sér eins og þeir hafa gert, og
of lengi komist upp með. - Ég dreg
fyllilega í efa að yfirmenn þessara
stofnana veiti þeim slíkt vald í
starfssamningi við þá, en sé það
svo á almenningur kröfurétt á að fá
það upplýst.
í skjóli stöðu sinnar hafa þessir
menn komist upp með að leika
hlutverk, sem ekki er öðrum ætlað
en lögskipuðum rannsóknardómur-
um fyrir luktum dyrum í löglegum
réttarhöldum. Með þessu, verður
ekki annað séð en verið sé að
fótum troða þá mannhelgi, sem
hverjum einstaklingi er tryggð í
stjórnarskrá lýðveldisins, ísland. -
Og ekki er látið við það sitja að
yfirheyra menn með þessum hætti
og flækja þá í neti þessara sjálfskip-
uðu rannsóknarmanna, heldur má
segja að dómar séu kveðnir upp á
staðnum, (líkt og á Torgi hins
himneska friðar, á sínum tíma, og
þótti fínt og til eftirbreytni at
vissum mönnum hér) eða þá í
sérstökum þáttum, sem settir eru á
svið í sömu fjölmiðlum, og látnir
heita umfjöllun viðkomandi máls.
Haldi því áfram sem
hingað til eru þessar
stofnanir á góöri leið
meö aö drepa niður
siðgæöisvitund og
mannhelgi almenn-
ings. Enginn veit hvar
staðar nemur verði
ekkert gert
- í raun vantar ekki annað í
sjónarspilið en að múgnum, sem
verið er að sefja, sé hleypt að til að
kóróna verkið. Allt er þetta svo
stórlega vítavert frá almennu sjón-
armiði séð, að það er með öllu
óþolandi að láta slíkt viðgangast,
jafnvel þó að erlendis sé gert! -
Haldi því áfram sem hingað til eru
þessar stofnanir á góðri leið með
að drepa niður siðgæðisvitund og
mannhelgi almennings. Enginn
veit hvar staðar nemur verði ekkert
gert.
í ljósi þessa, sem gömul og ný
dæmi sanna, er það réttlætiskrafa
almennings, að þeir fréttamenn,
sem brotlegir hafa gerst um þetta,
verði látnir svara til saka og gera
grein fyrir því frammi fyrir alþjóð
í þeim fjölmiðlum, sem þeir hafa
notað á aðra, hvaðan þeim kemur
það vald sem þeir hafa beitt í skjóli
starfsaðstöðu sinnar og þeir látnir
víkja úr starfi, ef í ljós kemur að
þeir hafi misnotað aðstöðu sína. -
Fleira er sök en að þiggja gjöf úr
hendi vinar, þegar um heilsu og líf
var að tefla.
Bæ, 20. júní 1986.
Guðmundur P. Valgeirsson.
VOTN OG VEIÐI
Aukin nýting silungsvatna
Aukin nýting
silungsvatna
„Ekki er nokkur vafi á því, að í
kringum veiðimálin eru möguleik-
ar fyrir íslenska bændur að auka
tekjur sínar og er ekki vanþörf á
að auka fjölbreytni í atvinnulífi í
sveitum, þegar herðir svo mjög að
í hinum hefðbundna landbúnaði,"
sagði Böðvar Sigvaldason, formað-
ur Landssambands veiðifélaga
m.a. á aðalfundi sambandsins fyrir
nokkru.
Formaður sagði í skýrslu sinni til
fundarins, að á síðastliðnum árum
hafi verið vaxandi áhugi á silungs-
veiði úr silungsvötnum, bæði mat-
fiskaframleiðsla og aukinn áhugi á
nýtingu silungsveiðivatna til stang-
veiði sem gleðigjafi fyrir fólk, sem
byggir þéttbýli landsins. Verulega
hefur áunnist á síðustu árum og má
þar nefna svæði eins og Skagafjörð-
inn, þar sem Tumi Tómasson,
fiskifræðingur, hefði komið mönn-
unt á stað við silungsveiðar úr
vötnum, sem áður voru lítið sem
ekkert notuð. En það hefði þýtt,
að bændur sem ættu sæmileg veiði-
vötn og stunduðu veiðar í þeim nú,
hefðu jafnvel tugi þúsunda á mán-
uði fyrir innlagðan silung. Bændur
á Austurlandi og víðar um land
hefðu sýnt silungsveiðum aukinn
áhuga. Þá sagði Böðvar að silung-
ur, sem rétt væri meðhöndlaður
eftir veiði, virðist veragóð söluvara
og jafnvel útflutningsvara fyrir
verð, sem viðunandi væri.
Silungsveiði og ferðamál
Böðvar Sigvaldason gat þess, að
Landssamband stangveiðimanna
hefði lýst stórauknum áhuga fé-
lagsmanna sinna til stangveiði í
silungsveiðivötnum. Markaðsdeild
Flugleiða teldi möguleika að stór-
auka ferðamannastraum til íslands
til silungsveiða.
Því næst gerði formaður að um-
talsefni hugmyndir sem fram hefðu
komið um að Landssambandið
kæmi á fót upplýsingabanka um
veiði á íslandi, sem geymdi upplýs-
ingar um veiðileyfi, hvar veiðileyfi
fengjust keypt, hvert væri verð
þeirra, hvaða þjónusta væri í boði
á hverjum stað og fleira í þá veru.
Þetta yrði ekki gert, nema því
aðeins að skrifstofa sambandsins
fengi tölvu til afnota og safni
upplýsingum, geymi þær, breyti
þeim eftir því sem aðstæður breytt-
ust, og miðli þeim til þeirra, sem
vildu nota þær, en það gætu verið
söluaðilar, einstaklingar, sem vildu
kaupa veiðileyfi, dagblöðin og
fleiri.
Landssambandið gaf út í vetur
7. hefti af ritinu „Vötn og veiði“,
en ritstjórn þess hefur annast Hinr-
ik A. Þórðarson. Þar er getið vatna
á Norður- og Austurlandi -frá
Skagafirði til Lagarfljóts, leigu
þeirra, hæð yfir sjó, fisktegunda,
vega, vegalengda, aðstöðu við
vötnin og fleira. Kort af hverju
vatni og yfirlitskort af því lands-
svæði, þar sem vötnin eru.
Ferðaþjónusta hefur aukist ört. Á myndinni sést gistiheimilið Langaholt, en þar er m.a. hægt að fá veiðileyfi í
vötnum á svæði Veiðifélagsins Lýsu.
Böðvar sagði að eitt rit vantaði
enn til að búið sé að fara tvær ferðir
í kringum landið og telja upp
helstu silungsveiðivötn. Sum væru
fræg og veiðisæl, önnur minna
þekkt. Mikið væri eftir af góðum
silungsveiðivötnum, sem ekki
hefði enn verið gerð skil í „Vötn
og veiði“. Ekki væri annað séð, en
útgáfa ritsins hafí verið nauðsyn
og það sé búið að leiðbeina mörg-
um veiðimanni. Hitt væri svo
spurning um, hvernig ætti að halda
áfram útgáfunni, þegar áttunda
ritið sem væntanlega kæmi út næsta
vetur, væri komið út. Á að halda
áfram að skrifa um silungsveiði-
vötnin? spurði Böðvar Sigvalda-
son. Hann sagði að það gæti einnig
verið verðugt verkefni að skrá og
rita helstu lýsingar á laxveiðiánum.
Þetta þyrfti að athuga og taka
ákvörðun um, áður en langt um
líður. eh
~ V v - r
I