Tíminn - 28.06.1986, Blaðsíða 1
f H ^ _ STOFNAÐUR1917
litntnti
^irva^Pf^
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
KÍNVERJAR hafa boöiö Stein-
grími Hermannssyni forsætisráðherra í
opinbera heimsókn og hefur Steingrímur
þekkst boðið. Farið verður í heimsóknina
síðari hluta októbermánuðar í haust.
HELGARÞJÓNUSTA fyrir
bændur hefst hjá Búnaðardeild Sam-
bandsins að Ármúla 3, og verður frá þeim
degi varahlutaverslun deildarinnar opin á
laugardögum frá kl. 10.00 til 14.00. Véla-
deild KEA á Akureyri býður einnig upp á
slíka þjónustu. Þjónustusími Búnaðar-
deildar fyrir landsbyggðina er 91-39811
og er það bein lína í varahlutaverslun.
PÁLL J. LÍNDAL hefur verið
skipaður deildarstjóri í iðnaðarráðuneyt-
inu frá 1. júlí nk.
SIGURÐUR GEIRDAL hefur
verið formlega ráð-
inn framkvæmda-
stjóri Framsóknar-
flokksins og mun
hann taka við stöð-
unni um miðjan
ágúst. Sigurður
hefur verið fram-
kvæmdastjóri
UMFÍ í rúm 16 ár
en útskrifaðist sem
viðskiptafræðingur
um síðustu ára-
mót. Hann er
kvæntur Ólafíu
Ragnarsdóttur og
eiga þau fimm
börn.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ í
Reykjavík hefur hætt við að halda sér-
stakan félagsfund um mál Guðmundar J.
Guðmundssonar, heldur var samþykkt í
stjórn félagsins að formanninum, Guðna
Jóhannssyni, falið að fylgja þessum mál-
um eftir innan æðri stofnana flokksins,
eins og það var orðað.
SKILAFRESTUR áhandritum í
unglingaskáldsögusamkeppni Stórstúku
íslands hefur verið framlengdur fram að
næstu áramótum af sérstökum ástæðum.
Áður var auglýstur skilafrestur til síðustu
áramóta. Verðlaun fyrir bestu skáldsög-
una eru 100.000 krónur auk venjulegra
ritlauna. Handritum á að skilatil Stórstúku
Islands, Templarahöllinni í Reykjavík
undir dulnefni.
RIKI EB (Evrópubandalagsins) náðu
ekki að koma sér saman um efnahagsleg-
ar refsiaðgerðir gegn Suður-Afríkustjórn
á ráðstefnu bandalagsins sem lauk í
Haag í gær. Leiðtogar ríkjanna tólf sam-
þykktuþó tillögu þar serr sagt var að
viðskiptapvmgunarleiðir.yt )i tekin upp að
nýju og rædd að þremur mánuðum
lionum. Margrét Thatcher forsætisráð-
herra Bretlands og Helmut Kohl kanslari
V-Þýskalands voru fremst í flokki þeirra
sem andmæltu efnahagslegum refsiað-
gerðum.
NORSK ferja og sænskt flutninga-
skip rákust á norður af Danmörku í gær
og var átta manns saknað eftir árekstur
skipanna. Þar með talin voru tvö börn.
Allir þeir sem saknað var voru um borð í
sænska skipinu en farþegar ferjunnar
voru allir ómeiddir. Þyrla og önnur skip
hófu þegar leit að hinum týndu farþegum.
KRUMMI
„Ætli Kínverjarnir
bjóði ekki upp á
hrí s grj ónagr aut
þegar Steingrímur
kemur í heimsókn? “
Járnöld í
Öskjuhlíð
í gær sýndi finnski leikhópurinn
Hongon Harrastajateatteri leikrit-
ið „Járnöldina" í Öskjuhlíðinni.
Höfundur verksins er Paavo Ha-
avikko, en efnið er byggt á hinu
fræga finnska sögukvæði Kalevala.
Mikilúðlegir leikarar fluttu há-
dramatískt efni, um morð og ástir
sifjaspell og dauða, auð, baráttu
og hetjuskap af fádæma krafti og
með miklum tilþrifum.
Umhverfi, búningar, föðrun og
leikhljóð hjálpuðu síðan til við að
skapa eftirminnilega sýningu, enda
var leikurum lengi klappað lof í
lófa að henni lokinni.
Tímainynd-Pctur
Bréf Guðmundar Einarssonar til forsætisráðherra:
Dauðaslys
íKjós
Kona lést í mjög hörðum
árekstri nokkrum mctrum norð-
an við brúna á Brynjudalsá f Kjós
í gær. Nokkur slys urðu á því
fólki sem var í hinum bílnum,
meðal annars handleggsbrotnaði
barn og aðrir hlutu minni háttar
meiðsl og skrámur.
Tilkynnt var um slysið til Hafn-
arfjarðarlögreglunnar um kl.
18^50 og fór sjúkrabifreið þegar á
staðinn. Rannsókn slyssins stóð
enn yfir hjá rannsóknarlögregl-
unni seint í gærkvöld.
-BG
Ekki lagalegur
grundvöllur
- til að krefjast afsagnar Alberts
Forsætisráðherra hefur sent
Guðmundi Einarssyni alþingis-
manni svar við bréfi hans, þar sem
hann fór fram á að Steingrímur
Hermannsson krefðist þegar af-
sagnar iðnaðarráðherra.
I bréfi sfnu segir Steingrímur.
„Eftir að hafa kynnt mér eftir
föngum tengsl iðnaðarráðherra við
svonefnt Hafskipsmál, hef ég kom-
ist að þeirri niðurstöðu að ekki sé
á þessu stigi lagalegur grundvöllur
til þess að ég krefjist afsagnar
iðnaðarráðherra. Rétt er að vekja
athygli á því að ég gerði formanni
Sjálfstæðisflokksins grein fyrir allri
vitneskju minni um málið og hefur
þingflokkur Sjálfstæðisflokksins
fjallað um það og tekið til þess
afstöðu. Það er eðlileg málsmeð-
ferð þar sem Albert Guðmundsson
er tilnefndur til setu í ríkisstjórn af
þeim flokki. Niðurstaða þing-
flokksins hefur komið fram í við-
tölum við formann hans.“
Bréfið var sent Guðmundi Ein-
arssyni alþingismanni í gær.
-ES
Aðalfundur Arnarflugs:
Frestað vegna
formgalla
Aðalfundi Arnarflugs, sem
halda átti í gær var frestað á
síðustu stundu, en á fundinum
átti m.a. að kjósa í nýja stjórn
félagsins og þeir sem gefið hafa
skuldbindandi hlutafjárloforð að
taka yfir félagið. Þegar komið var
að boðuðum fundartíma í gær,
var Ijóst aö ýmsir af forsvars-
mönnum hinna nýju hluthafa
voru ekki mættir. Hörður Einars-
son, sem hefur verið orðaður við
stjórnarformennsku í nýrri
stjórn, tilkynnti að sá hópur sem
hefur skuldbundið sig til hluta-
fjáraukningar upp á 95 milljónir
treysti sérekki til að láta fundinn
fara fram. Ástæðan var sú, að
síðdegis í gær uppgötvaðist aö
farist hafði fyrir að tilkynna innan
tilskilinna tímamarka til firma-
skrár, að hlutafé Arnarflugs hafi
verið fært niður í 10% af nafn-
virði.
Formlega var því ákvörðun
hluthafafundar um þetta frá því
fyrir u.þ.b. einum og hálfum
mánuði fallin úr gildi. Hópurinn
sem hefur nú skuldbundið sig til
95 milljón króna hlutafjáraukn-
ingar hefði því tæknilega getað
lent í minnihluta á aðalfundinum
sem halda átti í gær. Því var
aðalfundinum frestað til 17. júlí,
en fyrir þann sama dag verður
haldinn hluthafafundur þar sem
niðurfærsla núverandi hlutafjár í
10% af nafnvirði verður sam-
þykkt aftur.
-BG
Forsætisráðherra:
Eingöngu
aðild Alberts
- sem ég kynnti mér
„Ríkissaksóknari taldi sér
rétt og skylt að gera dómsmála-
ráöherra, og hann í framhaldi
af því. mér grein fyrir þessu máli
Að því er varðar meinta aðild
eins ráðherra eingöngu. Þetta
tcl ég að hafi verið rétt og ég
tel það skylt að fylgjast með
slíkum ásökunum sem bornar
eru á ráðherra í ríkisstjórninni.
Það hlýtur að vera skylda mín
að gera mér sem greinabesta
mynd af því sem rétt er í þessu
sambandi," sagði Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra
í samtali við Tímann í gær.
Á félagsfundi Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík sem hald-
inn var á fimmtudagskvöldið
kom fram sú skoðun að það
væri óeðlilegt að formenn
stjórnarflokkanna leituðu eftir
upplýsingum rannsóknaraðila
í málum sem Hafskipsmálinu,
og hefðu með því haft áhrif á
gang mála.
Steingríniur Hermannson
sagði það alrangt að hann hefði
á nokkurn hátt leitast við að
hafa áhrif á gang málsins. „Ég
hef hvorki spurt um málið eða
óskað eftir því að verða upp-
lýstur um það hvernig rann-
sóknarlögreglan hugsar sér að
halda á málinu, heldur ein-
göngu fengið upplýsingar um
ásakanir á hcndur iðnaðarráð-
herra,“ sagði Steingrímur.
-ES