Tíminn - 28.06.1986, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.06.1986, Blaðsíða 15
Laugardagur 28. júní 1986 llllllllllll MINNING llllllil Tíminn 15 Skúli Guðjónsson Ljótunnarstöðum Fæddur 30. janúar 1903 dáinn 21. júní 1986. Er Hel í fangi minn hollvin ber þá sakna ég einhvers afsjálfum mér. “ Vinur minn, Skúli Guðjónsson, fyrr- um bóndi á Ljótunnarstöðum í Hrútafirði, hvarf af vettvangi þessa lífs laugardaginn 21. þ.m. Hann dvaldi á vistheimili sjúkrahússins á Hvammstanga síðustu árin og var að ræða við einn vistmanna þar, er kallið kom, hann hneig útaf og var strax örendur. Að deyja þannig mitt í dagsins önn er dýrleg gjöf þreyttum manni eftir langan og strangan vinnudag. Og vinnudagur Skúla var orðin ærið langur, bæði við líkamleg og andleg störf. Það síðasta sem frá honum kom í rituðu máli voru minningar hans um fólkið í sveitinni hans, en fyrsti hluti þeirra birtist í Strandapóstinum, ársriti Átthaga- félags Strandamanna, á síðasta ári. Margt af því sem þar kemur fram er öðrum gleymt og því með öllu ómetanlegt að það skuli hafa verið skráð. Skúli missti sjón árið 1946, þá 43 ár gamall. Hann var þá þegar þekkt- ur fyrir skrif sín í blöð og tímarit, sem vakið höfðu verðskuldaða at- hygli. En sjónleysið varð honum um hríð fjötur um fót í þeim efnum. En þrátt fyrir það kom honum aldrei til hugar að gefast upp. Hann hélt búskapnum áfram og byggði meira að segja fjós og hlöðu með aðstoð sonar, þótt blindur væri. Og hann lærði að skrifa á ritvél, og eftir að hann hafði leyst þá þraut hóf hann ritstörf á ný. En Skúli átti hauk í horni þar sem frændi hans, Pétur Sumarliðason kennari var. Hann var mikill dreng- skaparmaður og hann og kona hans, Guðrún Gísladóttir, studdu Skúla með ráðum og dáð og hjá þeim hjónum dvaldi hann löngum, þegar hann kom til Reykjavíkur. Péturbjó bækur Skúla undir prentun, vann að sjöttu og síðustu bók hans er hann féll frá 65 ára að aldri. Hann flutti í útvarp hin bráðsnjöllu erindi Skúla um Daginn og veginn og gerði það á þann hátt, að unun var á að hlýða. Hann vann Skúla allt til þurftar sem hann mátti og varð því skarð fyrir skildi við fráfall hans. Eftir það hófst samvinna okkar Skúla og segja má að hún hafi staðið þar til yfir lauk. Jón Bjarnason blaðamaður og rit- stjóri við Þjóðviljann var mikill kunningi Skúla og um skeið birtust bréf Skúla til Jóns í blaðinu. Þann 24. des. 1953 birtist grein eftir Jón í Þjóðviljanum og var yfirskrift hennar: Það eru slíkir menn Þar segir hann meðal annars: „Jólin eru hátíð friðar, og hér norður á íslandi þó fyrst og fremst ljósa. Fagnaðarhátíð þess að nú fer vaxandi birta í hönd, að í ekki allt of miklum fjarska hillir uppi að liðnum vetri nóttlausa voraldar veröld. Ein- mitt á þessari hátíð ljósanna ætla ég að ræða við ykkur um manninn sem dvelur í myrkrinu - og þó í ljósi er lýsir í gegnum allt myrkur." Eftir að hafa heimsótt Skúla á Ljótunnarstöðum lýkur Jón grein- inni með þessum orðum. „Á leiðinni suður yfir snæþakta heiðina er næði til að hugsa um þrek mannsins sem við höfum kvatt. Manni sem ekkert myrkur, engin eingangrun fær yfirbugað. Blinda bóndann á ströndinni, sem aldrei gefst upp en hcldur æðrulaus vöku sinni meðan „sjáandi" menn sofna eða örvínlast og skríða í stundar- skjól. Heldur vöku sinni og trú á manninn, þrátt fyrir allt, trúr á sigur hins rétta málstaðar, sigur lífsins. Það eru slíkir menn sem sannfæra okkur hina um að ekkert fái bugað né villt alþýðu þessa lands, að hve illa sem horfir á stundum muni hennar verða sigurinn að lokum - og það fyrr en varir.“ „Pungt er tapið það er vissa - þó vil ég kjósa vorri móður: að œtíð megi hún minning kyssa manna er voru svona góðir - að œlíð eigi hún menn að missa meiri og belri en aðrar þjóðir. “ Þökk íyrir samfylgdina, Torfí Jónsson. IIIIIIIIIIIIBIIIII LESENDUR SKRIFA Afvopnum Island Kjarnorkulaus Norðurlönd eru í dag orð þeirra manna sem djarfast tala um frið og afvopnun. Meðal okkar sem höfum lifað þá tíð að hundrað milljónir manna hafa glatað lífi í styrjöldum, þarsem kjarnavopn urðu aðeins milli eitt og tvö hundruð þúsundum manna að bana, en sýndu það mikla yfirburði í manndráps- tækni, að önnur vopn hverfa að mestu í skugga þeirra. En ef talað er í alvöru um tak- markaðan vígbúnað, í takmörkuð- um heimshlutum, væri rétt að taka brot úr sögu íslands og íslendinga til meðferðar. Þegar íslendingar fengu heima- stjórn árið 1904, lýstu þeir yfir ævarandi vopnleysi, og hlutleysi í öllum hernaðarátökum. Og þegar ísland varð frjálst og fullvalda ríki árið 1918, var sú yfirlýsing endurnýj- uð og staðfest, án þess að mótmæli eða athugasemdir kæmu frá öðrum þjóðum. En 10. maí 1940 gerði breskur floti innrás á ísland og hertók höfuð- borgina í fyrsta áfanga, og síðan ísland allt á sama degi og næstu dögum. Og rúmu ári síðar gerði ríkisstjórn Islands svokallaðan her- verndarsamning við Bandaríki Norður-Ameríku. Þó skrifað stæði að herverndar- samningurinn væri gerður fyrir bæn- arstað Islendinga ber hann þess glögg merki að þar var aðeins orðið við kröfu stórveldanna sem hertóku landið, til að hafa sterkari vígstöðu, án þess að hirða um líf og hagsmuni íslendinga, sem hersetan skóp stórar hættur og mörg vandræði. Þó að Bandaríkjamenn hafi aug- sýnilega ráðið öllu efni og orðavali samningsins, voru þeir fljótir að svíkja flest eða öll loforð sem þar voru gefin íslendingum. Og í staðinn fyrir að hverfa af landi brott með herinn og allan vígbúnað, strax að stríði loknu, eins og þeir höfðu skuldbundið sig til, gerðu þeir þá kröfu að fá höfuðborgina og fleiri staði fyrir herstöðvar næstu 99 ár, til að byrja með! Flestir íslendingar voru andstæðir þessari kröfu Bandaríkjamanna, en þá tókst þeim að fá bæði þing og ríkisstjórn árið 1946, til að sam- þykkja áframhaldandi hersetu í landinu. Og svo gerðist sá atburður árið ' 1949, að stofnað var hernaðarbanda- lag, undir forystu Bandaríkja- manna, og með þátttöku hinna hlut- lausu íslendinga sem var sagt að yrðu tryggðir gegn því að hafa her á landi sínu á friðartímum. En tveimur árum síðar gerði meirihluti íslenskra þingmanna nýj- , an herverndarsamning við Banda- I ríki Norður-Ameríku. Þá var sagt að íslendingar réðu einir, bæði hvað herliðið yrði fjöl- mennt og hvaða vopnum það væri búið, og svo gætu þeir verið lausir við allt liðið með 18 mánaða fyrir- vara, hvenær sem þeir vildu heldur hafa landið varnarlaust. En nú í dag 35 árum síðar sést ekkert fararsnið á þeim her sem fjarlægt stórveldi hefur á íslandi, og gengur þar undir nafninu varnarlið, þó að íslenskum valdhöfum sé full- kunnugt að hlutverk hans er ekki að verja íslendinga og að herstöðvarnar setja þjóðina í útrýmingarhættu. Og þó er verið að fjölga hermönnum og bæta nýjum herstöðvum við þær sem fyrir voru, og gerðar mikið stærri og öflugri en þær voru áður, án þess að hirt sé um vitund og vilja íslendinga. Hlutleysisyfirlýsing íslendinga var ævarandi heit, gefið öllum heimsins þjóðum, sem hvorki Alþingi né ríkisstjórn höfðu vald til að rifta. Og þess vegna eru ógildar allar sam- þykktir þings og stjórnar um hernað- arsamvinnu og vígbúnað á íslandi, sem er og verður hlutlaust áfram, þrátt fyrir glæpsamlegan yfirgang stórvelda, og afglöp íslenskra at- kvæðamanna, sem virða hvorki al- þjóðalög né siðareglur. Hlutleysisyfirlýsingin var helgi- dómur fslendinga, sem þeim bar að gæta eins og sjáaldur augna sinna en öllum öðrum þjóðum að virða og treysta. Og ef hún á að tiggja dauð og ómerk fyrir stríðsglæpum stór- velda, sem hvorki virða alþjóðalög né annarra rétt, eru allar friðartil- raunir í nútíð og framtíð lagðar í sömu gröf, og það má aldrei verða hlutskipti heimsins. Þessvegna ber að lýsa ógild öll tengsl íslendinga við hernað annarra þjóða og að fjarlægja án tafar allan her og vígbúnað af landinu, hvað sem líður öllum samningum íslend- inga við Bandaríkjamenn, sem hafa beitt afli og fölskum fortölum sér til framdráttar og margsvikið alla gerða samninga, til viðbótar öðrum yfir- troðslum á íslendingum, sem voru ginntir og kúgaðir til þess að vinna óhæfuverk, sem geta orðið þeim sjálfum og öllum heiminum stór- hættuleg, ef þeir sem vinna að friði og afvopnun láta ógert að taka fast í taumana. ísland er hlutlaust enn og verður það áfram. Og þangað má ekki koma og þar má ekki vera her né vígbúnaður, eina örskotsstund um alla framtíð. Jón Þorleifsson. Útboð Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli óskar eftirtilboðum í lokað sjónvarpskerfi fyrir nýju flugstöðina í Keflavík og nefnist verkið Flugstöð á Keflavíkurflugvelli Lokað sjónvarpskerfi FK17 Verkið nær til: a) Lokaðs sjónvarpskerfis b) Hönnunar og smíði, uppsetningar, prófunarog viðhalds í flugstöðvarbyggingunni í samræmi við útboðsgögn. Verkinu skal lokiö eigi síðar en 15. mars 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Rafhönnun hf., Ármúla 42, Reykjavík, gegn 10.000.- króna skila- tryggingu frá og með miðvikudeginum 2. júlí 1986. Tilboðum skal skila til: Varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins Skúlagötu 63 105 Reykjavík eigi síðar en 22. ágúst 1986, kl. 16.00 Reykjavík 24. júní 1986 Byggingarnefnd flugstsöðvar ár Keflavíkurflugvelli Útboð Stjórn Landshafnar Þorlákshöfn, f.h. Landshafnar Þorlákshöfn óskar eftir tilboðum í dælingu á tuttugu og fimm þúsund rúmmetrum af sandi úr innsiglingu hafnarinnar í Þorlákshöfn, átímabilinu ágúst-september n.k. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu Hafnarmála- stofnunar ríkisins Seljavegi 32 Reykjavík. Tilboðum skal skila til skrifstofu Hafnarmálastofn- unar fyrir klukkan 15.00 miðvikudaginn 16. júlí 1986. Tilboðin verða opnuð klukkan 15.00 föstudaginn 11. júlí 1986 í húsakynnum Hafnarmálastofnunar Seljavegi 32 Reykjavík. Útboð Verzlunarmannafélag Reykjavíkur óskar eftir til- boðum í frágang lóðar V.R.-hússins að Hvassaleiti 56-58. Um er að ræða malbikun bílastæða, hellulagningu stétta, frágang gróðursvæða og uppsetningu Ijósa- búnaðar. Útboðsgögn verða afhent hjá Hönnun hf., Síðu- múla 1 ,gegn 5.000,- kr. skilatryggingu frá og með þriðjudeginum 1. júlí. Tilboð verða opnuð á skrifstofu V.R., Húsi verslun- arinnar, þriðjudaginn 8. júlí nk. V.R. Lausar stöður hjá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum: Starf safnvarðar við Árbæjarsafn er laust til umsóknar. Starfið verður veitt frá 1. sept. 1986. Umsækjandi skal hafa menntun á sviði þjóðháttarfræði, forn- leifafræði eða áþekka menntun. Starfsreynsla er æskileg. Upplýsingar um starfið veitir borgarminja- vörður í síma 84412. Umsóknum verður að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 30. júlí.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.