Tíminn - 28.06.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.06.1986, Blaðsíða 9
SVONA GERUM VIÐ Laugardagur 28. júní 1986 Tíminn 9 lllllllllllllllllllllll VEIÐIHORNIÐ ' illlllll Ums)°n E99ert Skúlason Tuttugupundari tóklðull „Vertíðin" er hafin í Hvítá í Árnessýslu. Þorgeir Jónsson veiddi fyrsta laxinn síðastliðinn miðviku- dag. Var það 14 punda hrygna, sem tók heimatilbúna flugu sem Þorgeir kallar Iðu II. í fyrradag bætti Þorgeir um betur og landaði 20 punda hængi sem einnig tók undrafluguna, sem til varð í vetur. Þaö telst frekar sjaldgæft að svo stórir hængar veiðist á Iðu svo snemma sumars. Þorgeir var um hálftíma að glíma við fiskinn, sem tók klukkan 21 á fimmtudags- kvöld. Áður hafði hann misst lax. Þriðja laxinn sem á land er kominn veiddi Ólafur Björgvinsson og var það tíu punda fiskur. Fyrsti fiskurinn sem Þorgeir veiddi, tók á milli tveggja loft- pressa, sem var verið að vinna með við Iðubrú, og sagði Þorgeir það hafa komið flatt uppá sig að hann skyldi taka þrátt fyrir allan gaura- ganginn. „Eg var staddur nokkra metra frá loftpressunni og það víbraði allt í kringum mig, og óneitanlega varð ég hissa að hann skyldi taka í þessum láturn," sagði Þorgeir í samtali við Veiðihornið í gær. Tuttugupundarinn var ekki bú- inn að vera lengi í ánni þegar hann tók Iðu II hjá Þorgeiri. Til sann- inda um það sást lús á laxinum. Þorgeir hefur veitt árum saman í Þorgeir með laxinn góða. Tuttugu sem Þorgeir hannaði sjálfur. Hvítá og jafnan komið með vænan feng. Gott Sportveiðiblað Sportveiðiblaðið er komið út fyrir nokkru, og selst blaðið vel. Fjöldi litmynda, frá liðnu veiði- sumri prýða blaðið, viðtal við Stef- án Guðjohnsen sem er í blaðinu punda hængur sem tók fluguna Iða II, l ímamynd Gísli hefur vakið verðskuldaða athygli. Þá má nefna fluguhnýtingar, um- fjöllun og greinar um refaveiðar og Rangár og Laxá í Refasveit fá sérstaka umfjöllun og kynningu. Gunnar Bender ritsjóri Sportveiði- blaðsins sagði í samtali við Veiði- hornið að salan á blaðinu væri mjög góð jafnt til sjávar sem sveita, „Þetta er sennilega besta blaðið til þessa,“ sagði Gunnar. Utboö VEGAGERÐIN Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboöum í efn- isvinnslu á Vestfjörðum. (Magn 27,500 m3) Verki skal lokiö 1. júlí 1987. Útboösgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 1. júlí n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 hinn 14. júlí 1986. Vegamálastjóri. Frá bæjarsjóði Selfoss Hér með er skorað á fasteignaeigendur á Selfossi að greiða nú þegar ógreidd fasteignagjöld ársins 1986 innan 30. daga frá birtingu auglýsingar þessarar. Að þeim tíma liðnum verður beðið um nauðugaruppboð á þeim fasteignum sem fast- eignagjöld hafa eigi verið greidd af, s.b.r. 1. gr. laga nr. 49 frá 1951, um sölu lögveða án undangengis lögtaks. Til sölu Hillusamstæða til sölu 3 einingar, einnig ertil sölu hjónarúm úr palesander án dýnu. Upplýsingar í síma 18300 á daginn en í síma 41082 eftirkl. 17.00. LANDSBANKASYNING 100ÁRA AFMÆLI LANDSBANKA ISLANDS OG ÍSLENSKRAR SEÐLAÚTGÁFU 28.JÚM-20.JÚLI í SEÐLABANKAHÚSINU A 7 808081 FIM.M -^»«1 iSIASIKS^SÉBlABM^g D°3070 °<6 I seou I tilefni 100 ára afmælis Landsbankans og íslenskrar seðlaútgáfu hefur verið sett upp vegleg sýning í nýja Seðlabankahúsinu við Kalkofnsveg. Þarerm.a. rakin saga gjaldmiðils á íslandi allt frá landnámsöld, fyrsta afgreiðsla bankans endurbyggð, skyggnst inn í framtíðarbankann, sýndar gamlar gullfallegar vélar og fylgst með hvernig peningaseðill verður til. sýningunni verða seldir sérstakir minnispeningarog frímerki, þarer vegleg verðlaunagetraun og léttur útibúaleikur og daglega eru sýndar kvikmyndir um Landsbankann og sögu íslenskrar seðla- og myntútgáfu. Þá eru einnig sýnd saman opinberlega í fyrsta sinn málverk í eigu bankans eftir marga bestu listmálara þjóðarinnar. Veitingasala erá sýningunni og leiksvæði fyrir börn. ýningin er opin virka daga frá kl. 16.00-22.00 og frá 14.00-22.00 um helgar. Við hvetjum alla til þess að sjá þessa stórskemmtilegu sýningu. Aðgangur er ókeypis. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna (100 ár é

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.