Tíminn - 28.06.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 28. júní 1986
lllllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR 111111111 lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll I II - Illlllllillllllllllllllllllllllllllllilllli
Gunnur Gyllason vcður hcr í gegnum vörn FH og skýtur í stöng. Hættulegt færi en Blikar áttu fleiri slík en FH.
Mynd Pétur
íslandsmótið í knattspyrnu - 1. deild:
Naumur sigur Blika
- Þorsteinn Hilmarsson kom inná sem varamaður og skoraði sigurmarkið undir lokin gegn FH
Blikarnir tryggðu sér sigur á FH á
síðustu stundu í viðureign liðanna á
Kópavogsvelli í gærkvöldi. Þor-
stcinn Hilmarsson sem kom inná
sem varamaður undir ■ lok leiksins
var réttur maður á réttum stað en
Gunnar Straumland markvörður FH
missti frá sér boltann á nokkuð
klaufalegan hátt og renndi boltanum
í netið. Þetta gerðist á lokainínútu
leiksins. Þetta reyndist sigurmark
Blika 2-1 í jöfnum Ieik sem hvorugt
liðið átti skilið að sigra. En svona er
knattspyrnan. Það sein gildir er að
koma knettinum í nctið.
STAÐAN
Staðan í 1. deild:
Fram .............. 8521 17-4 17
ÍBK................ 9 5 0 4 10-12 15
ÍA................. 8 4 2 2 15-6 14
Valur............ 8 4 2 2 9-4 14
Þór................ 9 4 2 3 14-16 14
KR ................ 8 3 4 1 11-5 13
Breiðabl............... 9324 8-12 11
FH ................ 9 3 15 13-16 10
Viðir.............. 8 2 2 4 3-9 8
ÍBV................ 80 1 7 5-21 1
Víðir er hér reiknað tapa gegn ÍBK
sem gæti breyst.
Markahæstir:
Guðmundur Torfason, Fram .............8
Ingi Björn FH.........................6
Valgeir Barðason, ÍA..................5
Jón Þórir Jónsson, Blikum.............5
Kristjón Kristjánsson, Þór ...........5
Blikar voru aðgangsliarðari í fyrri
hálfleik og áttu þau örfáu færi scm
talandi er um. Gunnar Gylfason átti
skot yfir úr ágætu færi eftir enn betri
sókn þar sem boltinn gekk manna á
milli. Undir lok hálfleiksins komust
Guðmundur Valur, besti maður
Blika, og Jón Þórir cinir í gegn cn
klikkuðu í ágætum færum. Það var
síðan á 44 mínútu sem Jón Þórir,
hver annar, skoraði fyrsta mark
leiksins. Hann pikkaði knettinum í
nctið úr þvögu sem myndaðist við
FH-markið eftir þunga sókn Blik-
ana. Þannig var staðan í leikhlé 1-0
en Blikar höfðu verið aðgangsharð-
ari.
FH-ingar byrjuðu betur í þeim
síðari og Ingi Björn, hver annar,
jafnaði leikinn á sjöttu mínútu hálf-
leiksins eftir að Benedikt hafði
klikkað illa á vítapunkti. Ingi renndi
tuðrunni í netið 1-1. Eftir þetta
mark voru FH-ingar aðgangsharðari
í leiknum án þess að skapa sér
afgerandi færi. Blikarnir voru hins-
vegar hættulegri í upphlaupum stn-
um og úr einu slíku átti Gunnar
Gylfason skot í stöng úr ágætu færi.
Jón Þórir óð upp völlinn í eitt sinn
en lagði boltann út á Guðmund Val
sem skaut beint á Gunnar. Sigur-
markið kom síðan eins og fyrr segir
undir lok leiksins er Gunnar, sem
spilað hafði vel í markinu, missti
boltann klaufalega frá sér og Þor-
steinn var á réttum stað til að renna
honum í netið.
Jafntefli hefðu verið sanngjörn
úrslit í þessunt leik en Blikarnir áttu
þó hættulegri færi allan leikinn og
tókst að nýta tvö þeirra sem dugði.
Guðmundur Valur var þeirra bestur.
Duglegur og mataði sína menn á
góðum sendingum. Vörnin stóðfyrir
sínu en Benedikt þyrfti að vanda sig
betur í háskalegum skriðtæklingum.
Vörn FH var þokkaleg með Guð-
mund og Henning báða góða.
Víkingssigur
Fyrir utan viðureign KA og
Njarðvíkur þá voru tveir aðrir
leikir í 2. deild: Víkingar fóru
erfiða ferð en ánægjulega til
Siglufjarðar og unnu heimainenn
2-0 og Einherjar gerðu ekki síðri
ferð til Húsavíkur og unnu heima-
menn þar 1-0.
VÍKINGAR NÁÐU AÐ NÝTA
SER tvö varnarmistök Siglfirð-
inga í leiknum á Siglufirði. Mis-
skilningur á milli varnarmanna
og markvarðar olli því að Atli
Einarsson kom Víkingum í 1-0
eftir 15 mínútna leik. Liðin skipt-
ust annars á að sækja og áttu
heimamenn ekki minna í leikn-
um. Síðari hálfleikur var hinsveg-
ar varia byrjaður er Jón Bjarni
náði að nýta sér önnur mistök í
vörn Siglfirðinga og skora annað
markið 2-0 og sigur Víkinga var ■
höfn. Þeir eru nú efstir í 2. deild
ásamt KA.
EINHERJAR UNNU SÆTAN
SIGUR á sterkum Völsungum á
Húsavíkurvclli. Það var Páll
Björnsson sem skoraði eina mark
leiksins. Völsungar sóttu mjög í
leiknum en þeim tókst ekki að
vinna á sprækum og leikglöðum
Einherjum.
í 3. deild sigraði ÍK lið Ár-
manns á gervigrasinu 4-2 en hefði
getað unnið stærra. Jóhann Páls-
son og Gunnar Guðmundsson
skoruðu tvö mörk hvor. Seinna
mark Gunnars var af 20 m færi í
vinkilinn. Smári Jósafatsson og
Ari Torfason gerðu mörk
Ármanns.
lsland-Færeyjar2-0
Kvennalandsleikur á Akranesi
sem íslendingar unnu 2-0 með
mörkum frá Erlu Rafnsdóttur og
Ástu Maríu Rcynisdóttur.
STADAN
Staðan í 2. deild:
KA ................ 8 4 4 0 25-6 16
Víkingur........... 8 5 1 2 26-8 16
Selfoss............ 74 3 0 13-3 15
Einherji........... 8422 11-12 14
Völsusngur......... 8 3 2 3 12-8 11
UMFN .............. 8 3 2 3 15-19 11
KS................. 8 2 3 3 13-12 9
ÍBÍ ............... 7 15 1 11-11 8
Þróttur............ 7 0 2 5 5-18 2
Skallar............ 7 0 0 7 3-37 0
Markahæstir:
Tryggvi Gunnarsson, KA..............13
Andri Marteinss., Víkingi ...........9
Jón Gunnar Bergs, Selfoss............6
íslandsmótið í knattspyrnu - 1. deild:
Kristján með tvö
og Þórsarar unnu
- Lögðu Keflvíkinga að velli í Keflavík 3-2 í spennandi leik
Frá Frímanni Óiafssyní á Suðurnesjum:
Þórsarar frá Akureyri gerðu góða
ferð í Keflavík í gærkvöldi. Þeir
íslandsmótið í knattspyrnu - 2. deild:
Oruggur sigur KA
Frá Gylfa Krístjónssyni á Akureyrí:
Tryggvi Gunnarsson markakóng-
ur f 2. deild var sannarlega á skot-
skónum 1 gærkvöldi er KA sigraði
Njarðvíkinga heldur auðveldlega 4-0
í 2. deild á Akureyrarvelli. Hann
skoraði þrívegis í leiknum og hefur
nú gert 13 mörk í 2. deild -
Leikurinn var einstefna allan tím-
ann og voru liðin nánast sem svart
og hvítt. KA spilaði nokkuð vel og
var sigur þeirra sanngjarn. Þeir eru
nú í efsta sæti 2. deildar en hvort þeir
halda því veltur á frammistöðu
spútnikliðs Selfoss á ísafirði í dag.
Tryggvi skoraði fyrst á 29. mínútu
eftir fyrirgjöf Árna Freysteinssonar
og hann bætti við keimlíku marki á
34. mínútu en nú var það Haraldur
Haraldsson sem sendi knöttinn fyrir
markið. Tryggvi á réttum stað sem
fyrr. Friðfinnur Hermannsson skoraði
þriðja markið á lokamínútu fyrri
hálfleiks eftir að Árni og Hinrik
höfðu komið boltanum til hans.
Árni var síðan enn á ferðinni með
fyrirgjöf í síðari hálfleik og enn var
Tryggvi á réttum stað og skoraði
þriðja mark sitt.
Leikurinn var aldrei spennandi.
Til þess voru yfirburðir KA heldur
miklir. Lið með markaskorara eins
og Tryggva er líka alltaf til alls
líklegt. Tryggvi skoraði fimm mörk
í síðasta leik gegn Sköllunum og nú
stefnir allt í að hann verði marka-
hæstur í 2. deild. Njarðvíkingar hafa
byrjað mótið betur en búist var við
en þeir áttu einfaldlega ekkert svar
við leik KA í gær.
hirtu þar þrjú stig í spennandi og
fjörugum leik. Keflvíkingar höfðu
verið óstöðvandi flugi í deildinni
sem nú var stöðvað skyndilega af
frískum Þórsurum. Lokatölur urðu
2-3 og gerði Kristján Kristjánsson
tvö af mörkum Þórs.
Fyrri hálfleikur var baráttuhálf-
leikur. Liðin skiptust á að sækja og
marktækifæri voru ekki ýkja mörg.
Skúli Rósantsson fékk þó opið færi
á markteig en skaut yfír. Það voru
síðan Þórsarar sem náðu forystunni
rétt fyrir lok hálfleiksins. Kristján
Kristjánsson skoraði þó með góðu
skoti eftir að hann og Hlynur Birgis-
son höfðu vaðið upp völiinn. Þannig
var staðan í leikhlé 0-1.
Keflvíkingar komu ákveðnir til
leiks en Þórsarar drógu sig aðeins til
baka. Skúli átti góða fyrirgjöf fyrir
Þórsmarkið á 56 mínútu og Einar
Ásbjörn kom æðandi úr öftustu vörn
og skallaði knöttinn í slána og inn.
Vel gert og staðan 1-1. Það tók
Þórsara ekki nema fimm mínútur að
jafna leikinn. Enn var Kristján
Kristjánsson að verki eftir góðan
samleik Hlyns og Halldórs Áskels-
sonar. Kristján skaut yfir Þorstein í
ÍBK - markinu 1-2. Nú færðust
Keflvíkingar aftur í aukana og enn
drógu Þórsarar sig til baka. Það var
síðan Freyr Sverrisson varnarmað-
urinn sterki, sem jafnaði enn á ný
fyrir heimamenn. Hann skallaði inn
fyrirgjöf Rúnars Georgssonar, 2-2.
Undir lokin skiptust liðin á að sækja
og Nói Björnsson fékk þann heiður
að tryggja Þórsurum sigri í leiknum
á 86. mínútu með marki af stuttu
færi, 2-3 og þar við sat.
Liðsheildin hjá Þór var sterkari en
einstaklingsframtak Keflvíkinga í
þessum leik. Vörn Norðanmanna
stóð fyrir sínu og þeir Kristján og
Hlynur ógnuðu vel frammi. Einar
Ásbjörn var yfirburðarmaður í liði
ÍBK sem annars var ekki alveg uppá
sitt besta í þessum leik.