Tíminn - 28.06.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.06.1986, Blaðsíða 3
Laugardagur 28. júní 1986 Tíminn 3 Stjórnvöld gagnrýnd í Fimmtudagsumræðu fyrir lítinn stuðning við fiskeldið: Erlend lán allt að 67% af fjármagnsþörf - engin önnur atvinnugrein fengið slíkar heim- ildir segir forsætisráðherra Talsvcrð gagnrýni á stjórnvöld kom fram í Fimmtudagsumræðunni í útvarpinu í fyrrakvöld. Var talað um að stjórnvöld hefðu lítið gert til að styðja fiskeldið, sem nýja og arðvæna atvinnugrein. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra var spurður um þessa gagnrýni. Hann benti á að sér fyndist það vera viðtekið álit meðal embættis- manna og sérfræðinga, að ekki væri nægilega mikið gert og að það álit næði ekki eingöngu til fiskeldisins. „Það er ótrúlega hversu fljótt það gleymist sem vel er gert.“ Hvað hefur verið gert? „Fyrir 25 árum kom fram hópur framsýnna manna sem stofnaði félag áhugamanna um fiskeldi. Þessir menn töluðu fyrir daufum eyrum atvinnurekenda. Menn trúðu þá á það eittað moka þorskinum, síldinni og loðnunni upp úr sjónum. Það var ekki fyrr en verulegur kippur kom í sjávarafla ’82-’83 að menn vöknuðu upp við þá staðreynd að aðrar þjóðir, eins og Norðmenn voru komnar langt fram úr okkur í fiskeldi. Að mínumati brugðust stjórnvöld nokkuð fljótt við þegar þess er gætt að við erum ekki með afgangsfjár- magn, og við erum skuldug þjóð. Arið 1984 var sérstakt fjármagn lagt til hliðar, til þess að veita því í fiskeldi. í öðru lagi ákvað ríkis- stjórnin að veita fiskeldisfyrirtækj- um miklu ríkari aðgang að erlendu fjármagni, en öðrum atvinnugrein- um. Þeir fengu heimild til þess að taka 67 af hundraði lán erlendis frá ekki bara í tækjakaup, heldur í allan stofnkostnað og þar með rekstrar- kostnað fyrstu tvö árin. Engin at- vinnugrein önnur hefur fengið slíkar heimildir. í þriðja lagi þá var lögum um Fiskveiðasjóð breytt þannig að hann má veita ábyrgðir vegna erlendra lána og hefur þegar veitt ábyrgðir fyrir lánum að upphæð um fjögur hundruð milljónir króna. í fjórða lagi var ákveðið að ráð- stafa 350 milljónum króna. nú í ár í gegnum Framkvæmdasjóð, Byggða- sjóð og Stofnlánadeild til útlána í þessu sambandi. Líkur eru á að ekki sé þörf á öllu því fjármagni. Þegar búið er að afgreiða allar umsóknir sem þykja lánshæfar þá er afgangur af þessari upphæð. í fimmta lagi, beitti ég mér fyrir því 1984 að fimmtíu milljónum króna yrði varið í sérstakan rann- sóknarsjóð hjá Rannsóknarráði ríkisins, og aftur sextíu milljónir á þessu ári. Verulegur hluti af því fjármagni hefur farið til styrkja vegna rannsókna á sviði fiskeldis og fiskræktar. í sjötta lagi skipaði ég sérstaka fiskeldisnefnd. Að tillögu hennar, voru tvö frumvörp samþykkt á síð- asta Alþingi. Annað um veðhæfni fiska í eldisstöðvum, sem vonandi leysir mikinn vanda í sambandi við viðskiptabankana og rekstrarlán frá þeim. Ég flutti frumvarp sem þessi nefnd útbjó, en í því er gert ráð fyrir sérstakri sjálfstæðri deild með til- raunarstöð í meinafræðum að Keldum, sem fjallar eingöngu um fisksjúkdóma. Þetta tel ég vera eitt stærsta málið, því með þessu er ætlunin að koma á föstu eftirliti með sjúkdómum og sjúkdómshættu og vörnum gegn þeim í fiskeldisstöðv- um.“ Hvenær er viðbúið að þessi stöð verði tekin í notkun? „Það tekur náttúrulega tíma að koma upp þessari deild, ráða sér- fræðinga og skapa henni aðstöðu, en það er í fullum gangi eftir því sem ég best veit.“ Menn hafa gagnrýnt undir hvaða ráðuneyti þessi mál eigi að heyra? „Það er að mínu mati algert aukaatriði. Það þarf einhver stofnun hér að veita leyfi þannig að stöðvarn- ar verði ekki of þétt staðsettar. Þörf er á stofnun sem gerir rannsóknir með fiska og eldi á fiskum. Að mínu mati er Hafrannsóknarstofnun lang- best til þess fallin. Loks þarf að vera aðili sem hefði sjúkdómaeftirlit á sinni könnu. Sá aðili er til í landinu og er að hluta undir Menntamála- ráðuneytinu og að hluta undir Land- búnaðarráðuneytinu. Það á ekkert að gera til þó að mismunandi þættir heyri undir hin ólíku ráðuneyti, ef ráðuneytin eru ekki að togast á um þetta og það á ekki að vera.“ -ES Stórstúka fslands 100 ára: Alþingi stuðli að auknu heilbrigði - segir í ályktun Stórstúkuþings Stórstúka íslands á 100 ára afmæli um þessar mundir. Haldið var Stór- stúkuþing fyrr í þessum mánuði og í tengslum við hann hátíðarfundur í Alþingishúsinu en þar var Stórstúk- an stofnuð 1886. í ályktunum Stórstúkuþings er að finna áskorun til Alþingis að beita sér fyrir lagasetningu sem taki mið af samþykktum alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunar Sameinuðu þjóð- anna í áfengismálum og stuðla þann- ig að minnkandi áfengisneyslu. Undirstrikuð var nauðsyn þess að hamla gegn fjölgun áfengisútsala og skorað er á opinbera aðila að hætta veitingu áfengra dirykkja í veislum. Framkvæmdanefnd Stórstúkunnar var falið að kynna og reka áróður fyrir nýjum lífsstíl sem margir hafa tileinkað sér og gengur undir kjör- orðinu Heilbrigði-Hollusta-Bindindi og lýst er yfir ánægju stofnunar samtakanna V ímulaus æska sem sýni að fólk hefur vaxandi áhyggjur af vímuefnaneyslu unglinga. ABS Engin atvinnugrein hefur fengið aðra eins fyrirgreiðslu og fiskeidið, á sviði lántaka. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að heimilt sé að taka að láni um 67 af hundraði fjárinagns erlendis frá. VID ERUM FLUTT ■OG FÓLKIB FYLOm OKKUR! Umfangið vexhjá ferðaskrifstofunni Polaris. Húsnæðiðí Bankastrætinu var orðið allt ofiítið. Þess vegna flytur Polaris í nýtt og rúmbetra húsnæði íKirkjuhvoli, Kirkjustræti4. Þarfermun betur um alla og viðskiptavinirnir njóta þess með okkur. Nýja símakerfið okkarræður við álagið sem varaðgeraútafvið það gamia.og nýja símanúmerið er tjgfc Q22 011 í Kirkjuhvoli ernýtt tölvubókunarkerfi og tryggirþað hraðaþjónustu og öruggari bókanir fyrir allt áætlunarflug. En mestu skiptir að við flytjum reynslu og þekkingu starfsfólksins með okkuríKirkjuhvol. VLBOö Polaris-persónuleg þjónusta byggð á þekkingu og reynslu. FERÐASKRIFSTOFAN ^Pantaðogesta°f% §?t^“'Zuom°9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.