Tíminn - 28.06.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.06.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 28. júní 1986 Upplagseftirlit Verslunarráösins: Mannlíf seldist best árið 1985 Upplagseftirlit Verslunurráðs ís- lands hefur birt upplýsingar um upplag tímarita og bíaða fyrir 1985. Það eru 9 þátttakendur í könnuninni og af þeim er Mannlíf mest selda tímaritið, hefur selst í 13.595 eintök- um. Næst á eftir kemur Gestgjafin með 9.961 eintak, Æskan með 6.223 eintök, Gróandinn með 5.676 ein- tök, Heilbrigðismál með 5.582 ein- tök og Skinfaxi með 1392 cintök en Skinfaxi tekur nú í fyrsta sinn þátt í könnuninni. Morgunblaðið hefur selst að meðaltali í 44.194 eintökum árið 1985 og Dagur í 4.852 eintökum að mcðaltali. Upplagseftirlitið er með nýjar tölur yfir fyrstu þrjá mánuði ársins fyrir Morgunblaðið- og Dag og hafa bteði blöðin aukið sölu sína að meðaltali. í næstu könnun Upplagseftirlitsins verða Heimsmynd og Stefnir einnig með, en vikublaðið Helgarpósturinn og tímaritið Lopi og band hafa hætt þátttöku. ABS Frá vinstri: Valgerður Matthíasdóttir arkitekt sem vinnur með samtökunum, Hermann Sveinbjömsson, ritari, Hans Kristján Arnason formaður, Skúli Pálsson varaform., og fyrir aftan standa Jón Ottar Ragnarsson meðstjórnandi og Sæmundur Bjarnason frá Borgamesi, einn af væntanlegum aðila að samtökunum. Tímamynd Sverrir Aðalfundur Blaðamannafeálgs fs- lands verður haldinn í Síðumúla 23 kl. 14.00 í dag og verður honum lokið fyrir beina útsendingu frá HM í Mexíkó. Á fundinum verða venju- leg aðalfundarstörf. Þjóðhagsstofnun: Aukin umsvif í verslun, samdráttur í þjónustu Aukning hefur orðið í verslun og hinum ýmsu vörugreinunt iðnaðar, en samdráttur í þjónustu og byggingavöruverslun fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tölum sem Þjóðhagsstofnun hefur sent frá Aðalfundur blaðamanna sér og eru byggðar á söluskattsfram- tölum. Heildarveltan í smásöluverslun á fyrsta ársfjórðungi 1986 nam rúmum 7,8 milljörðum og jókst um 37% frá sama tíma í fyrra. í heildverslun varð heildarveltuaukning 28,5% úr tæpum 3,6 milljörðum í um 4,6 milljarða. Veltan í bifreiða og vara- hlutaverslun var 1,3 milljarður eða 36% meiri en á sama tíma í fyrra. í þjónustugreinum varð veltuaukn- ingin 28% og nam 2,3 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi, og veltan í Vöru- greinum iðnaðar var 4,9 milljarðar sem er 38,5% aukning frá því í fyrra. Aukna sölu á bifreiðunt má fyrst og fremst rekja til tollalækkana í kjölfar kjarasamninga í febrúar, en áhrifa þeirrar lækkunar mun þó trúlega gæta í ríkari mæli þegar kemur fram á annan ársfjórðung. Þessar tölur sem hér hafa verið nefndar sýna heildarbreytingar, en til þess að fá raunsannari mynd af breytingu umsvifa þarf jafnframt að skoða verðlagsbreytingar. Vísitala vöru og þjónustu hækkaði um 31% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til þessara verðbreyt- inga má ætla að veltan í smásölu- verslun hafi aukist að raungildi um 4-4,5%, og um rúm 5,5% í vöru- greinum iðnaðar. Hins vegar virðist vera samdráttur í byggingavöru- verslun og þjónustugreinum. -BG Dragháls: Kastaðist fram af gilbarminum Mesta mildi verður að teljast að bílstjóri bifreiðar sem fór út af veginum á Draghálsi á fimmtudag slasaðist ekki stórlega. Bílstjór- inn missti vald á bifreið sinni í lausamöl við gilbarm uppi á háls- inum með þeim afleiðingum að bíllinn steyptist út af veginum, áður en hann stöðvaðist. Bíllinn sem var af VW rúgbrauð gerð, rakst á barð rétt utan vegar og kastaðist bílstjórinn þá út úr bílnum, áður en bíllinn fór fram af sjálfum barminum. Bílstjórinn var fluttur á Heilsugæslustöðina í Borgarnesi með smávægileg meiðsl. -BG Iðnaður á Blönduósi: Vilko-súpur koma núna að norðan Kf. Húnvetninga hefur keypt verksmiðjuna Kaupfélag Húnvetninga keypti í fyrrahaust verksmiðjuna Vilko í Reykjavík. Félagið rak hana þar syðra fram yfir áramótin, en síðan voru tækin flutt ncðrur. Núna er verksmiðjan rekin á Blönduósi í húsakynnum kaupfélagsins. Frá þessu er skýrt í nýútkomnu hefti af Fréttabréfi samvinnufélag- anna í Austur-Húnavatnssýslu. Þar segir einnig að verksmiðjustjóri sé Sigurður Sigurðsson, er gegnt hafi starfinu í Reykjavík. Eftir honum er haft í blaðinu að framleiðslan gangi vel og eftirspurn eftir Vilko-vörunum sé svo mikil að varla sé hægt að fullnægja henni. Þó starfa nú fleiri við verk- smiðjuna en í upphafi var gert ráð fyrir, eða sex manns auk forstöðu- manns. Fyrirtækið nýtur aðstoðar Iðn- tæknistofnunar íslands við upp- byggingu sína, og stefnt er að því að þoka framleiðslunni smám sam- an í fjölbreyttara horf en nú er. Meðal annars er stefnt að því að framleiða þar svokallaðar Mastro- vörur, sem ekki hefur reynst mögu- legt til þessa. Náist það takmark mun starfsliði fjölga í 9-10 manns. Núna er unnið til kl. 18 þrjá daga vikunnar. Einnig er í athugun að kaupa nýjar pökkunarvélar fyrir Vilko, en með þeim á að vera hægt að framleiða mun ódýrari umbúðir fyrir vörurnar en nú eru notaðar. -esig. Samtök um svæða- sjónvarpsstöðvar stofnuð á (slandi Landssamtök íslensks svæðasjón- varps voru stofnuð 26. júní. Þeir aðilar sem annast sjónvarpssending- ar til almennings og hafa tilskilin leyfi til slíks geta gerst stofnaðilar að samtökunum fram að næstu áramót- um. Hugmyndin með þessum samtök- um er að hafa milligöngu um kaup á tækjabúnaði, dreifa sjónvarpsefni um allt land og vinna að öðrum sameiginlegum hagsmunum aðila samtakanna, ksvo sem auglýsinga- málum, áskriftum, þýðingum, samn- ingum við Póst og síma um dreifi- kerfi í loftinu o.fl. Landinu er skipt upp í svæði, líkt og ITV hefur gert í Bretlandi. Meiningin er að einum aðila á hverju svæði verði boðin þátttaka í samtökunum, en mismun- andi aðilar innan sama svæðis verða síðan að koma sér saman innbyrðis. Á sumum svæðunum eru nú þegar til kapalkerfi og verða þau notuð sem dreifikerfi þar sem þau eru fyrir hendi en einnig er meiningin að senda þráðlaust út í loftið. Aðilar samtakanna munu hafa forkaupsrétt að efni sem framleitt er af stöðvum innan samtakanna. fslenska sjónvarpsfélagið í Reykjavík er upphafsaðili að Í.S.S. og mun það hefja sendingar í september í haust. Aðrir innan Í.S.S. sem hefja munu sendingar innan skamms verða trúlega í Borg- arnesi og á Ólafsfirði, en þar eru nú þegar kapalkerfi fyrir hendi sem hægt er að senda út í. Með tilkomu þessa verður því t.d. þriðju rásinni bætt við í Ólafsfirði, þar sem fyrir er íslenska sjónvarpið og Videóskann. Ekki er enn vitað hver áskriftar- gjöld þessara stöðva koma til með að verða, en einn af stofnendum sagði að ekki væri fjarri lagi að miða við sama verð og kostaði að leigja 5-6 videóspólur á mánuði. Hluti efnisins verður sendur út meö auglýsingum þar sem áskriftargjald verður ekki innheimt, en það efni sem tekið verður áskriftargjald fyrir verður sent út „brenglað", þ.e. aðe- ins þeir sem borga áskrift fá „af- brenglara" til þess að geta fylgst með þeim útsendingum. Stjórn um íslenskt svæðasjónvarp skipa: Hans Kristján Árnason, Reykjavík formaður, Skúli Pálsson, Ólafsfirði, varaformaður, Hermann Sveinbjörnsson, Akureyri, ritari, Þórarinn Ágústsson, Akureyri, gjaldkeri og Jón Óttar Ragnarsson, meðstjórnandi frá Reykjavík og for- maður íslenska sjónvarpsfélagsins í Reykjjavík, en aðrir aðilar sem lýst hafa yfir áhuga yfir að gerast aðilar að samtökunum eru frá Húsavík, Borgarnesi, Egilsstaðir, Höfn í Hornafirði, Vestmannaeyjum, Ólafsvík, ísafirði, Patreksfirði, Sauðárkróki og Siglufirði. ABS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.