Tíminn - 02.07.1986, Side 3
Miövikudagur 2. júlí 1986
Tíminn 3
Umferðarráð:
Landsmót hestamanna
hefst í dag á Hellu
Spáð er hlýju og björtu veðri sunnan og vestan lands
Landsmót hestamanna hefst á
Gaddastaðaflötum við Hellu í dag
kl. 13.00. Á Geysisvelli og Gadda-
staðavelli verða kynbótahross og
afkvæmahópar dæmdir allan daginn.
Búist er við fjölmenni á mótið og eru
hestamenn hvaðanæva af landinu að
fjölmenna á mótssvæðið og útlend-
ingar sem sækja mótið verða trúlega
á bilinu 1-2000.
f gær voru hópar hestamanna
staddir á Flúðum, m.a. frá Skaga-
firði og Húnavatnssýslu. í>eir lögðu
af stað á fimmtudagsmorguninn og
fóru um Kjöl.
í ferðinni voru samtals um 35
menn með 146 hesta og gekk ferðin
vel, þrátt fyrir að Kjölur sé nú rétt
að verða fær. Á Flúðum voru einnig
staddir hestamenn sem lögðu af stað
á sunnudag frá Laugarvatni á vegum
íshesta og voru þar 35 hestar í
förinni.
Kynnisferðir Búnað-
arsambands Suðurlands:
Sjö
hundruð
þátt-
takendur
Liðlega sjö hundruð manns
tóku þátt í hópferðum Búnaðar-
sambands Suðurlands, nú fyrir
nokkru. Ekið var um Suðurnes
og viðkomustaðir voru fjölmarg-
ir. Flestir þéttbýlisstaðir á Suður-
nesjum voru heimsóttir og einnig
var litið á nýju flugstöðina.
Strandarkirkja var heimsótt og
hlýddu ferðalangar á sögu kirkj-•
unnar. Orkuverið að Svarts- •
engi var heimsótt og litið á Bláa
lónið.
Stærsta kanínubú á landinu var
skoðað, en það er í Ytri-
Njarðvík.
Kynnisferðirnar stóðu yfir í
fjóra daga, og er þetta fimmta
árið sem Búnaðarsamband
Suðurlands efnir til slíkra ferða.
Hvern dag lauk ferðalaginu með
sameiginlegum málsverði í skíða-
skálanum í Hveradölum.
Aðsókn hefur farið vaxandi ár
frá ári, þau ár sem ferðir þessar
hafa verið í boði.
Veðrið ætti að verða heldur hvetj-
andi fyrir fólk að sækja mótið því
spáð er hægri austan átt og bjartviðri
um vestan og sunnanvert landið yfir
daginn en þokulofti um nætur.
Tölvuspá veðurstofunnar gerir síðan
Það var mikið um dýrðir þegar
minnst var aldarafmælis Landsbanka
íslands í gær. Hátíðahöld fóru fram
með miklum glæsibrag. Lúðrasveit
og skrúðganga gengu fylktu liði frá
Vegamótaútibúi bankans og niður í
aðalbankann, í Austurstræti. I af-
greiðslusal bankans, sem var þétt-
skipaður fólki, voru veitingar á boð-
ráð fyrir enn bjartara og hlýrra veðri
sunnan og vestan lands á laugardag
og sunnudag. Norðlendingar verða
hins vegar að bíta í það súra epli, að
hlýindin sem verið hafa þar eru
gengin yfir í bili og hiti þar einungis
stólum fyrir hvern sem þiggja vildi.
Börnum voru gefnar gjafir og þau
launuðu fyrir sig með því að syngja
hástöfum afmælissöng til heiðurs
bankanum. Eins og áður sagði var
salurinn þéttskipaður fólki og sagði
Jóhann Ágústsson, umsjónarmaður
hátíðahaldanna að um hádegisleytið
í gær hefðu um 5 þús. manns heiðrað
um 10-13 stig auk þess sem þokuloft
það sem gert hefur Sunnlendingum
gramt f geði að undanförnu er nú
flutt norður yfir heiðar um leið og
vindátt breyttist.
bankann með komu sinni og bjóst
hann við 8 þús. manns áður en
bankinn lokaði kl. 4.
Starfsfólk „vígði“ nýja einkennis-
búninga og þjónaði jafnframt við-
skiptavinum bankans af einstakri
lipurð. Veður var hið besta og sagði
Jóhann að Landsbankinn væri göntul
og traust stofnun sem hefði sambönd
víða og átti þar við veðurguðina.
Jóhann kvað hátíðahöldin hafa
Varúðvegna
landsmóts
- hestamenn á
ferö við Hellu
Umferðarráð hefur sent frá sér
fréttatilkynningu, þar sem veg-
farendur eru hvattir til sérstakrar
varúðar. „Vegna landsmóts
hestamanna, sem haldið verður á
Gaddastöðum við Heliu á Rang-
árvöllum, má vænta margra
hestamanna á ferð á vegum sunn-
an- og suðvestanlands," segir í
frétt frá Umferðarráði.
Ráðið vill minna fólk í umferð-
inni á að hestar haga sér ólikt í
umferðinni og manneskjur og er
því þörf á að aka varlega þegar
hrossahópum er mætt, eða farið
er fram úr þeim.
gengið einstaklega vel fyrir sig og
sagði að þessa dags yrði vafalítið
lengi minnst.
Reyndar var Austurstrætið og
aðalbankinn ekki eini vettvangur
hátíðahaldanna. Öll útibú bankans í
Reykjavík og úti á landsbyggðinni
héldu uppá daginn með svipuðum
hætti.
-geh.
-ABS
Lúðraþeytarar og merkisberar í Austurstræti í gær.
Landsbankinn 100 ára:
„Dagsins
minnst“
- segir Jóhann Ágústsson
umsjónarmaöur hátíðahaldanna
Mikill fjöldi fólks heiðraði bankann með komu sinni og þáði veitingar.
Tímamynd: Gísli Egill.
Samkeppni Námsgagnastofnunar:
Helgi Skúli verðlaunaður
Helgi Skúli Kjartansson, sagn-
fræðingur hlaut fyrstu verðlaun í
samkeppni Námsgagnastofnunarum
ritun bóka fyrir börn um fræðandi
efni. Hlaut Helgi verðlaunin fyrir
bókina Vesturfararnir, en hún fjallar
um fólksflutninga fslendinga vestur
um haf um síðustu aldamót.
í áliti dómnefndar, en hana skip-
uðu Sigríður Jóhannesdóttir form.,
Erla Kristjánsdóttir og Örnólfur
Thorlacius, segir að bókin sé vel
skrifuð og kunnáttusamlega og að
hún sé vel fallin til skipulegrar
kennslu.
í samtali við Tímann sagði Helgi,
að hér væri frekar um að ræða kver
en bók. Efni hennar væri að mestu
bundið við ísland, hann greindi frá
ástæðum fólksflutninga og hvernig
fólki hafið reitt af í Vesturheimi.
Helgi kvaðst hafa setið við dag og
nótt milli jóla og nýárs, við að skrifa
bókina enda hafi fyrsti frestur runnið
út þann 31. des. Aðalmunurinn á að
skrifa fyrir framhaldsskóla eða skrifa
fyrir grunnskóla, eins og hann hafi
gert núna, væri sá að þegar skrifað
væri fyrir yngri hópinn, þyrfti að
huga betur að framsetningu efnisins,
það væri meiri tæknivinna.
Önnur verðlaun hlaut Karvel Ög-
mundsson, útgerðarmaður af Suður-
nesjum fyrir bókina Refir, en hún
fjallar eins og nafnið segir til um, um
refi bæði á fræðilegan hátt og innan
ramma skáldsögunnar. Þriðju verð-
laun hlaut síðan Tómas Einarsson,
fyrir handritið Undir jökli.
Frá verðlaunaafhendingunni, frá vinstri: Helgi Jónasson form. námsgagna-
stjórnar, Sigríður Jóhannesdóttir, form. dómnefndar, þá verðlaunahafarnir,
Tómas Einarsson, Helgi Skúli og Karvel Ögmundsson og loks Ásgeir
Guðmundsson, námsgagnastjóri. Tímamynd Gísli
Alls var skilað inn 24 handritum, hlutu 6 aðilar viðurkenningu fyrir
en auk vinningshafanna þriggja handrit sín. phh