Tíminn - 02.07.1986, Side 8
8 Tíminn
Miðvikudagur 2. júlí 1986
NEYTENDASÍÐAN
Stöðugt vinnur Slysavarnafélag íslands aö slysavörnum á sjó og landi.
Nýlvga kom erindreki þess félags, Erna Antonsdóttir, til okkar hér á
blaöinu og viö báðum hana um ýmsar upplýsingar, sem hún veitti fúslega.
Erna hefur aö undanförnu mikiö unnið aö námskciöahaldi, bæöi við
kennslu í hjálp í viðlögum og sjúkradutninganámskeiö. Það eru aöallega
deildir Slysavarnafélagsins sem falast eftir námskeiðahaldi og sömuleiðis
hjörgunarsveitir. Stundum eru það líka vinnuhópar, fyrirtæki eða skólar.
Erna Antonsdóttir erindreki
benti á ýmsar hættur sem þyrfti að
varast nú t.d. í sumarbústaða- og
sveitadvöl.
Þó borgarbörnin hafi lært um-
ferðarreglur og vanist því að bjarga
sér í þéttbýlinu, þá verða þau að
læra margar nýjar varúðarreglur
fyrir sveitaveruna. Það eru ýmsar
nýjar hættur, sem þau hafa varla
gert sér grein fyrir.
„Byrgjum brunninn...“
Nú orðið tíðkast víða í görðum
og við sumarbústaði svokallaðir
heitir pottar eða smálaugar. Sums
staðar þar sem heitt vatn er til
staðar hefur fólk komið sér upp
einka-sundlaug. En það eru eink-
um heitu pottarnir, sent nú skal
varað við. Það er stórhættulegt að
láta þá vera án loka eða hlífa milli
notkunar.
Lítil börn geta hæg-
lega farið sér að voða
Á’T&A Þau 1 þá- ,,Því er
nauðsynlegt að setja
tryggilegt lok eða segl
yfir til að koma í veg
fyrir slys,“ - segir í til-
kynningu frá Slysavarna-
félaginu.
Borgarbörn í heyönnum
í heyskapnum eru nú orðið not-
aðar ótal vélar og verkfæri sem
geta verið hættuleg óvönum.
..Tryggið öryggi þeirra....“
Nú eru reyndar komnar
reglugcrðir um akstur
j dráttarvéla og líklega fara
flestir dráttarvélaeig-
endur eftir þeim. Heilræði til þeirra
frá Slysavarnafélagi íslands
hljóða á þessa leið:
„Dráttarvélaeigendur, - tryggið
öryggi þeirra, sem aka dráttarvél-
um ykkar. Dráttarvélar og stórvirk
vinnutæki eru hættuleg í meðför-
um, ef ekki er farið að öllu með
gát. Hugsið ykkur tvisvar um áður
en þið látið slík verkfæri í hendur
unglingum eða jafnvel börnum."
Hættur samfara
notkun útigrills
„Kjötið tilbúið á grillið" heyrist
oft í auglýsingum um þessar
ntundir. Það er skemmtilegt að
grilla góðan mat úti í sumarveðri
þegar allir hjálpast að við matseld-
ina. En það er ýmislegt að varast
við notkun útigrills, einkum þegar
viðvaningar eiga í hlut.
Það er um að gera að fara
vandlega eftir leiðbeiningum sem
fylgja grillinu og eins uppkveiki-
vökvanum. Hér koma nokkrar
reglur, sem nauðsynlegt cr að hafa
í huga.
1) Helliðallsckkiupp-
íyiVV* kveikivökvanum yfir
j grillið eftir að búið er að
kveikja upp i þvi.
Sprenging getur orðið,
eldurinn blossað upp og
getur hæglega læst sig í
brúsann.
2) Útigrillið verður að vera
stöðugt, svo ekki sé hætta á að það
velti. Ekki má það standa
nálægt húsvegg eða öðru því sem
eldhætta getur stafað af. Munið að
ef gróður er þurr getur kviknað í
honum og eldur breiðst fljótt út.
Það er ánægjulcgt að grilla á
góðum degi. Látið ekki óvarkárni
spilla þeirri gleði.
Sumarbústaðaeigendur
Sumarbústaðaeigendur, - Slysa-
varnafélag fslands vill minna ykkur
á að tryggja að fyllsta öryggis sé
- eftir Svanfríði Hagvaag
■v
Fiskur með púrru
Púrra á mjög vel við fisk. Hér er fiskurinn gufusoðinn ofan á púrrunni,
þannig að hann missi sem minnst af næringargildi sínu. Berið þennan rétt
fram á pönnunni ásamt kartöflum með saxaðri steinselju og smáum
gufusoðnum gulrótum.
3 meðalpúrrur
1/3 bolli mtarolía
600 gr. fiskflök
1/2 tsk. merian
Skerið rætumar og græna hlutann af púrrunum. Skerið þær síðan í tvennt
langsum, þvoið mjög vel og skerið í þunnar sneiðar. (Magnið ætti að vera
um það bil 1 1/2 bolli).Látið matarolíuna á stóra þykkbotna pönnu, bætið
við púrrunni og hrærið í þangað til hún er vel þakin með feitinni. Setjið
lok á pönnuna og sjóðið í feitinni við lítinn hita í um það bil 5 mínútur.
Athugið púrruna öðru hvoru til að sjá hvort hún festist við botninn. Bætið
við ögn af vatni ef þörf er á. Leggið fiskflökin ofan á púrruna og stráið
merian þar yfir. Það er ekki þörf á salti á fiskinn þegar hann er gufusoðinn
svona, en auðvitað fer það eftir smekk. Setjið þétt lok á pönnuna, aukið
aðeins hitann þangað til byrjar að krauma í púrrunni, minnkið þá hitann
aftur. Látið sjóða í um það bil 10 mínútur eða þangað til fiskurinn er
gegnsoðinn.
Haframjölsblanda
Það er mjög þægilegt að eiga til hálfblandað efni í kökur og muffins.
Þá þarf aðeins að blanda út í fáeinum efnum og muffins eða kökur eru
tilbúnar á skömmum tíma.
4 bollar haframjöl
2 bollar púðursykur
2 1/2 bolli púðursykur
4 tsk. lyftiduft
1 msk. salt
375 gr. smjörlíki
2 bollar rúsínur
Blandið sarnan öllum þurrefnunum. Skerið smjörlíkið saman við og
nuddið því milli fingranna þangað til blandan minnir á gróft rasp. Hrærið
síðan rúsínunum saman við. Geymið í þéttu íláti í allt að 1 mánuð við
herbergishita.
Haframjölsmuffins
3 bollar haframjölsblanda
1 léttþeytt egg
1/2 bolli mjólk
Blandið öllu saman og hrærið ekki meira saman en svo að það rétt bleyti
í þurrefnunum. Ausið yfir í velsmurð muffinsmót og fyllið þau um það
bil upp að 2/4. Bakið við 180°C í um það bil 25 mínútur eða þangað til
muffinsið er gegnbakað og ljósbrúnt.
Haframjölskökur
3 bollar haframjölsblanda
1 léttþeytt egg
1/4 bolli mjólk
1 tsk. vanilla
1 tsk. kanell
1/2 tsk. negull
1/4 tsk. allrahanda
Blandið öllu vel saman, látið með teskeið á vel smurða plötu. Bakið
við 170°C í um það bil 15 mínútur eða þangað til kökurnar eru fallega
brúnaðar.
Með nýjan matseðil
Duus við Fischersund er nú
smátt og smátt að reka af sér
bjórkráarorðið og leggur nú
áherslu á að bjóða upp á góðan
mat. M.a. eru nú á matseðli hússins
nýstárlegir réttir á borð við Bar-
beque svínarif og Fondue.
„Svínarifin, eða „Texasrif" eru
sérstaklega meðhönduð grilluð
svínarif. Matargerð þessi er upp-
runnin í Bandaríkjunum en er nú
að ná fótfestu í Evrópu.
Fondue kannast sjálfsagt ein-
hverjir við. í fonduepotti matreiða
gestir máltíðirnar sjálfir, en í pott-
inum er kryddsoðið vatn sem gestir
snöggsjóða þunnar kjötsneiðar í.
Með er borið sósur og krydd og á
eftir borða matargestir soðið sem
súpu.
í Duus er nú boðið upp á
smáréttaseðil í hádeginu á hóflegu
verði en á kvöldin þurfa matargest-
ir að borga meira fyrir máltíðar
enda er meira í þær lagt.
Fjórir eigendur eru að Duus,
þau Lára Lárusdóttir, Þórir
Jónsson, Jóhannes J. Jóhannesson
og Steinunn Björnsdóttir. Lára og
Þórir hafa átt staðinn frá upphafi,
eða frá nóv. 1984, en Jóhannes og
Steinunn keyptu sig inn í fyrirtækið
í maí sl.
Það er líf og fjör þegar heyið er flutt í hlöðu, en margs er að gæta þegar börn fá að sitja í tengivögnum.
Njótum sumarsins
í starfi og leik
- en forðumst slysin
Slysavarnafclag íslands bendir á atriði sem bændur og sumarbústaðaeig-
endur þurfa að hafa í huga.
Erna Antonsdóttir, erindreki
Slysavarnafélags íslands.
(Tímamynd: Gísli KríI)
gætt í bústöðum ykkar. 1 langflest-
um sumarbústöðum er ekki raf-
magn til eldunar og upphitunar.
Þess vegna er þar talsvert meiri
eldhætta á ferðinni, þar sem notuð
eru gastæki ogolíuofnar, sem þurfa
sérstaka aðgát í meðförum.
Reykskynjari er mjög mikilvægt
öryggistæki í sumarbústöðum, en
rafhlöður verða að vera í lagi
annars gera þeir ekkert gagn. Auk
þess er sjálfsagt að hafa slökkvitæki
í sumarbústaðnum. Kynnið ykkur
notkun þeirra og látið yfirfara
reglulega. Vel búinn sjúkrakassi
þarf að vera til staðar ef slys ber að
höndum.
Húsrád
Kartöflur í jafningi
Ef þú ert í tímaþröng og vilt búa
til kartöflur í jafningi er til mjög
fljótleg aðferð. Afhýðið kartöfl-
urnar, skerið í teninga og sjóðið
þær síðan í mjólk. Bætið út í
smjörbollu (smjöri eða smjörlíki
og hveiti til helminga) og jafnið.
Kryddið eftir smekk.
Kúlupennablek á barninu
Stundum hefur barnið náð í
kúlupenna og afleiðingin er oftast
sú að það er allt útatað í strikum.
Það er oft hægt að ná strikunum af
með þvf að bera tannkrem á stað-
inn og nudda svo með blautu stykki.