Tíminn - 02.07.1986, Síða 12
12 Tíminnf
Miðvikudagur 2. júlí 1986
FAHR stjörnumúgavél
KS-85DN.
Vinnslubreidd 3,0 m.
Meira en 25000 kr. lækkun
f= ARMULA 11 SIMI SB15DO
coopmr
Síur í
flestar vélar
á góðu verði
WÉPR&
IMOMiiJSmHF
Jámhálsi 2 Sími 83266 TIORvk.
Pósthólf 10180
ÞEGAR KOMIÐ
ER AF VEGUM
MEÐ BUNDNU
SLITLAGI. . .
=3 CZJ □
tekur það sinn
tíma að venjast
breyttum fillíW
FÖRUM VARLEGA!
||UMFERÐAR
£
Bílbeltin
hafa bjargað yar"'"
Okkur vantar
hjólhýsi og
tjaldvagna
á syningarsvædi okkar
Opið virka daga frá kl. 10-21
Sunnudaga frá 13-19
BÍLASALAN Vélarogvagnar
LANDSBYGGÐARÞJÓNUSTAN
Sími 99-1504-1506
Eyrarvegi 15 Selfossi
Bújörð til sölu
Til sölu er jörðin Skarð í Breiðdal. Upplýsingar
síma 97-5794 eftir kl. 20.00.
Ferð á Strandir
Ákveðið hefur verið að fara 4. daga
ferð á Strandir 9.-12. júlí næstkomandi á
vegum starfs aldraðra í Hallgrímskirkju.
Lagt verður af stað miðvikudagsmorg-
un 9. júlí kl. 10 f.h. og haldið að
Laugarhóli í Bjarnarfirði á Slröndum.
Kvöldmatur og gisting í rúmum.
Fimmtudaginn 10. júlí. Lagt af stað kl.
10. Borðað á Djúpuvík, farið í Árnes og
hlýtt þar á messu. Farið í Norðurfjörð.
Þaðan til Djúpuvíkur aftur. Borðaður
kvöidverður og gist þar.
Föstudaginn 11. júlí. Lagt verður af
stað kl. 13 farin sama leið til baka en nú
um Drangsnes og aftur í Laugarhól og
gist þar.
Laugardaginn 12. júlí. Lagt af stað kl.
10. Farið heim um Borgarfjarðardali.
Allir ellilífeyrisþegar eru velkomnir í
þessa ferð.
Nánari upplýsingar gefur Dómhildur
Jónsdóttir í síma 39965.
Vinningar í
Kosningahappdrætti
Kvennalistans
19. júní 1986 var dregið í kosningahapp-
drætti Kvennalistans eftirtalin númer
komu upp.
1. 5572,2. 1505,3. 1194,4. 3369,5.2542,
6. 3850, 7. 2072, 8. 2141, 9. 2905, 10.
0760, 11. 0523. 12. 2131, 13. 1762, 14.
4906, 15. 1922, 16. 0498, 17. 1497, 18.
5624, 19. 1245, 20. 4686, 21. 1234, 22.
4546, 23. 3561.
Vinninga ber að vitja á skrifstofu
Kvennalistans, Kvennahúsinu, Hótel
Vík, 107 Reykjavík, sími 13725 eða
21500 innan eins árs.
Ferðaáætlun
M.S. FAGRANES
sumarið 1986
Allar upplýsingar fást á skrifstofu Hf. Djúpbátsins,
Aðaistræti 1, s. (94-) 3155,4655,3558 og 3016.
Ali informatíon available at the office of Hf. Djúpbáturinn.
Aöalstræti 1, Isafjörður. Tei (94-) 3155,4655,3558, ancl
3016.
Ferðaáætlun m.s. Fagraness
sumarið 1986
Sumaráætlunin gildir
27. júní-25. ágúst
Ferðir um isafjarðardjúp verða á
þriðjudögum og föstudögum, brottför frá
Isafirði kl. 08.00. Á þriðjud. tekur hring-
ferðin um ísafjarðardjúp 9-11 klst. og er
stoppað á 6-8 stöðum. Á föstudaginn
tekur hringferðin um 5 tíma og stoppað
er á 4 stöðum. Margir láta flytja fólk og
bíl yfir Djúpið, en þar sem ekki er hægt
að taka nema 4 bifreiðar í hverja ferð er
nauðsynlegt að panta far fyrir bílinn í
tæka tíð.
Ferðir í Jökulfirði verða einu sinni í
viku, og stoppað annað hvort í Grunnavík
eða Hesteyri.
Ferðir á Hornstrandir verða tvisvar í
viku, aðal viðkomustaðir eru Aðalvík og
Hornvík.
Leiguferðir með hópa um ísafjarðar-
djúp, Jökulfirði eða sjóstangaveiði eru
mjög vinsælar.
Berjaferðir verða með haustinu og
verða auglýstar síðar. Upplýsingar: Djúp-
báturinn, Isf. s. 94-3155 og 4655.
Ný menntamál
2. tbl. 4. árg.
Á forsíðu þessa blaðs er mynd af
manni, sem virðist vera að stunda vafa-
sama iðju, en í fyrstu grein heftisins er
einmitt sagt frá þessari iðju. Greinin er
eftir Ingólf Á. Jóhannesson og nefnist:
Viltu ljósrita þetta fyrir mig? - þankar um
ljósritun í skólum.
Sigríður Haraldsdóttir skrifar: Neyt-
endafræðsla framtíðarinnar, Hannes
Ólafsson: Námskrá handa framhaldsskól-
um! Þriðja sjónarmiðið - um tölvur í
' kennslu, heitir grein eftir Ragnheiði
Briem. Skrifað er um einkunnagjöf og
áhrif einkunna á ráðningar í störf á
vinnumarkaði. Jón Hnefill Aðalsteinsson
á þarna grein um Frásagnalist fyrri alda -
nokkrar athugasemdir.
Bókafréttir og margt fleira er í þessu
blaði, sem gefið er út af Bandalagi
kennarafélaga. Ritstjóri er Hannes Ólafs-
Ný bóksðluskrá Bókavðrðunnar
BÓKAVARÐAN - Gamlar bækur og _
nýjar - Hverfisgötu 46 í Reykjavik hefur
nýlega gefið út Bóksöluskrá nr. 39. Skráin
er 40 bls. og er bókatitlum skipt eftir efni:
Norræn fræði og íslensk og héraðssaga og
ættfræði, þýddar skáldsögur af eldra tagi,
m.a. ýmsar frægustu skáldsögur allra
tíma eftir Dickens, Verne, Conan-Doyle,
Victor Hugo, Tolstoj o.m.fl., leikrit og
leikhúsefni, menningarsaga og íslands-
saga, hagnýt efni og blandaðar fagbók-
menntir og ýmsir fleiri flokkar bóka og
tímarita.
Af einstökum verkum má t.d. nefna
Aarböger for nordisk oldkyndighed frá
upphafi til kringum 1960, næstum 100
árgangar þessa merka undirstöðurits í
norrænum fræðum og sögu og fornleifa-
fræðilestrarbók Sigurðar Nordals með
hinum fræga formála um samhengið í
íslenskum bókmenntum, sem höfundur-
inn felldi síðan niður í síðari útgáfum,
Árferði á Islandi eftir Þorvald Thor-
oddsen, Orðabók Konráðs Gíslasonar
1869, hin fræga bók Adolfs Hitlers: Mein
Kampf, pr. í Þýskalandi 1932 og einnig
Nmálverkaprentanabók sama höfundar.
Bókaskrá Bókavörðunnar er ókeypis
send öllum sem þess óska utan Stór-
Reykjavikursvæðis og afhent í verslun-
inni að Hverfisgötu 46 nokkru eftir út-
komu.
Útivistarferðir
Miðvikudagsferð verður 2. júlí kl.
' 08.00. Tilvalið er að dvelja heila eða hálfa
viku í Þórsmörk. Sérstakt hús er fyrir
sumardvalargesti. Fullkomin snyrtiað-
staða með vatnssalernum og sturtum.
Verð á vikudvöl kr. 3.420.- (félagar) og
4.490,- (utanfélagar).
Sumarleyfisferðir á Hornstrandir
8.-17. júií Hornstrandir - Hornvik, tjald-
bækistöð.
8.-17. julí Hesteyri - Aðalvík - Hornvík,
bakpokaferð
16.-20. júli Hornvík - Reykjafjörður
18.-25. júlí Strandir - Reykjafjörður -
Hornstrandir
2. -6. júlí: Kjölur - Sprengisandur - Skagi.
Einnig siglt í Drangey. Upplýsingar og
farmiðar á skrifstofunni Grófinni 1,
símar: 14606 og 23732.
Minningarkort
Minningarsjóðs Samtaka
um kvennaathvarf
Samtök um kvennaathvarf hafa nýlega
látið gera minningarkort og mun það fé,
sem þannig kemur inn, renna óskert til,
reksturs Kvennaathvarfsins. Nokkrar
gjafir hafa þegar borist.
Kortin eru afgreidd á teimur stöðum,
Reykjavíkur Apóteki og á skrifstofu sam-
takanna í Hlaðvarpanum að Vesturgötu .
3, 2. hæð, sem er opin alla virka daga
árdegis kl. 10.00-12.00 (og stundum
lengur). Þeir sem þess óska geta hringt á
skrifstofuna og fengið senda gíróseðla
fyrir greiðslunni. Síminn er 23720
Félagið Norrænt mannkyn and-
mælir „innflutningi smábarna“
í tilkynningu frá félagi sem nefnist
„Norrænt mannkyn" segir svo:
„Fundur félagsins Norrænt mannkyn,
haldinn í Hveragerði 27. apríl 1986 ítrekar
fyrri samþykktir félagsins þess efnis, að
vara við innflutningi smábarna frá van-
þróunarlöndum til Islands.
Fundurinn vekúr athygli á því, að talin
hefur verið ástæða til að stöðva slíkan
innflutning að nokkru vegna þess að hann
tengist glæpsamlegri starfsemi í Hollandi
og víðar.
Fundarmenn telja, að undirrót þess
ófremdarástands, sem ríkir í ættleiðingar-
málum hér á landi, sé löggjöf sú um
fóstureyðingar af félagslegum ástæðum,
sem í gildi er, og hvetur fundurinn
íslendinga til að má það skammarmark af
sér, sem sú löggjöf er.“
SÁÁ Samtök áhugafólks um áfeng-
isvandamálið, Síðumúla 3-5, sími 82399
kl. 9.00-17.00 Sáluhjálp í viðlögum 81515 j
(símsvari). Kynningarfundir í Síðumúla
3-5 fimmtudaga kl. 20.00. Sjúkrast. Vog-
ur 81615/84443.
í nýjasta tbl. FREYS
er rætt um kjótsóluna
11. blað FREYS á þessu ári er nýkomið
út. Meðal efnis í blaðinu er, að tekin er
fyrir framleiðsla og sala kjöts hér á landi.
Ritstjórnargreinin heitir: Skipulögð eða
stjórnlaus kjötframleiðsla. Þá er viðtal
við Magnús G. Friðgeirsson, fram-
kvæmdastjóra Búvörudeildar Sambands-
ins: Bændur og kjötsalar leiti saman að
úrræðum. Dilkakjöt nefnist grein Sigur-
geirs Þorgeirssonar og Stefáns Scheving
Thorsteinssonar, Rannsóknastonfun
landbúnaðarins. Þar er mikið rætt um
hvernig brugðist skuli við því vandamáli
sem fitan er í kjötinu. Kjötkaupmenn
álíta að of mikil fita eigi þátt í sölutregð-
unni. Þá segir frá heimsókn til einyrkja í
Miðvestrinu. Þar er á ferð fulltrúi Freys í
heimsókn á bæ í Shawano-sýslu í Wisc-
onsin, Ólafur R. Dýrmundsson segir frá
rúningsnámskeiðum á Brekku í Norður-
árdal. Greinar eru um Æðarungauppeldi
á Melrakkaey, og um loðdýrarækt, Einar
Hannesson skrifar um laxveiðina 1985,
Óttar Geirsson um Framlög til jarðabóta
og aðra grein: Eru túnin í hættu? Ýmislegt
fleira er í blaðinu. Hundurinn Kátur er á
forsíðu, en myndina fok Gísli Ragnar
Gíslason.
FAXI5. tbl. 46. árgangs
Tímaritið Faxi er gefið út af Málfunda-
félaginu Faxa í Keflavík. Jón Tómasson
er ritstjóri. í þessu blaði segir frá Sjó-
mannadeginum í Keflavík og hátíðar-
höldum í sambandi við hann. Forsíða
blaðsins er með mörgum myndum frá
þessum degi. Þá segir frá samsýningu
myndlistardeildar Baðstofunnar, sem
stóð 14.-22. júní. Myndir og frásagnir eru
frá skólaslitum Fjölbrautaskóla Suður-
nesja í vor, og ávarp skólameistara,
Hjálmars Árnasonar er birt. Myndir eru
af brautskráðum nemendum skólans vor-
ið 1986. Kristján Ingibergsson skrifar:
Hvar er frelsi okkar fiskimanna? Tvítug
Grindavíkurstúlka meðal hertekinna
1916 og flutt til Englands, heitir frásögn
Marínar Magnúsdóttur.
Minnignargrein er um Svein Eiríksson,
slökkviliðsstjóra: Athafnamaður fellur
frá á besta aldri. Einnig er minningargrein
um Hrein Ásgrímsson skólastjóra.
Sjóslysaannáll Keflavíkur 15. hluti er í
þessu blaði með myndum, frásögn Matt-
híasar Hallmannssonar: Við Krisuvíkur-
bjarg 2. maí 1931. Sagt er frá Vinabæja-
móti í Keflavík, samsöng Karlakórs
Keflavíkur og margt fleira er í blaðinu.
Minningarkort Kvenfélags
r iixi-;—
> ninigiioMar
eru seld á eftirtöldunn stööum:
Bókin, Miklubraut 68
Kirkjuhúsið, Klapparstíg
Austurborg, Stórholti 16
Guðrún Þorsteinsdóttir, Stangarholti 32.
Opið er allan sólarhringinn, síminn er
21205. Húsaskjól ogaðstoð við konur sem
beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum
eða orðið fyirr nauðgun.