Tíminn - 02.07.1986, Blaðsíða 16
meðVISA
i—i
HVERGERÐINGAR undir for-
ystu Stefáns Halldórssonarfyrrum Víkings
tryggöu sérsæti í 16-liöa úrslitum Mjólkur-
bikarkeppni KSl í gærkvöldi meö 4-1 sigri
á Víkverja í Reykjavík. Þá komust einnig
í 16-liða úrslitin Víkingar, sem unnu Reyni
Sandgeröi 4-0 i Sandgeröi og Grindvíking-
arsem unnu ÍR í Grindavík2-0 í hörkuieik
án tilþrifa. Hvergeröingar hafa lagt m.a.
Selfyssinga á leiö sinni í 16-liða úrslitin.
Samtök Evrópuþjóða um
hátækni og rannsóknir:
fslandi var
veitt aðild
- nítjánda aðildarríki
samtakanna
íslandi hefur verið veitt formleg
aðild að EUREKA sem eru samtök
um samvinnu Evrópuþjóða á sviði
hátækni ogrannsókna. Aðild íslands
var samþykkt á ráðherrafundi aðild-
arríkja EUREKA sem haldinn var í
London á mánudag. A fundinum
var ísland boðið velkomið sem nítj-
ánda aðildarríki samtakanna. Full-
trúar íslands á fundinum voru Einar
Benediktsson, sendiherra og Sveinn
Björnsson sendifulltrúi
Auk Evrópubandalagsríkjanna
tólf eru Austurríki, Finnland, Nor-
egur, Sviss, Svíþjóð og Tyrkland
aðilar að EUREKA.
Meðal þeirra verkefna, sem unnið
er að innan EUREKA og íslenskir
aðilar hafa áhuga á þátttöku í , er
upplýsinga- og fjarskiptatækni, líf-
tækni og efnistækni.
Reglugerð um lánveitingar Byggingarsjóðs ríkisins:
Kostnaðar og greiðslu-
áætlun forsendur lána
Árbæjarsafni í Reykjavík bættist formlega nýtt hús í safnið í gærdag. Lokið hefur verið við endurbyggingu
prófessorsbústaðaríns frá Kleppi. Borgarstjóri Reykjavíkur, Davíð Oddsson opnaði húsið með pomp og prakt
í gær. Tímamynd Pélur.
- krafist er tekjuvottorðs frá skattstjóra eða endurskoðanda
Reglugerð um lánveitingar Bygg-
ingarsjóðs ríkisins var í gær gerð
opinber. Þar er nánar kveðið á um
atriði varðandi lánsrétt húskaup-
enda og hvernig afgreiðsla á lánum
fer fram, til þeirra.
Þar er að finna ný atriði sem
umsækjendur þurfa að huga að, t.d.
þarf nú vottorð frá lífeyrissjóði um
iðgjaldagreiðslur sl. 2 ár, yfirlýsingu
skattstjóra hvort umsækjandi eigi
eða hafi átt íbúð sl. 3 ár, kostnaðar-
og greiðsluáætlun umsækjanda
vegna áætlaðra kaupa, auk tekju-
vottorðs sl. árs frá skattstjóra eða
löggiltum endurskoðanda.
Þá þarf að fylgja teikningu íbúðar,
sundurliðuð kostnaðaráætlun vegna
byggingar hússins eða íbúðarinnar
sem unnin er af höfundi teikningar-
innar. Slík kostnaðaráætlun nemur
um 15% af verði fullrar teikningar
frá hendi arkitektsins, og hefur fólk
í flestum tilvikum sparað sér þennan
kostnaðarlið. Samkvæmt heimildum
Tímans mun ekki vera hægt að meta
kostnað fyrr en bæði svonefndum
byggingarnefndarteikningum og
verkteikningum hefur verið skilað
og er það nýjung að teikningar þurfi
að vera komnar á þetta stig áður en
hægt er að sækja um lán. Þá eru
arkitektar yfirleitt ekki sérhæfðir í,
né vanir, að gera slíkt kostnaðarmat,
og kann því að vera að þeir þurfi að
fara að fletta skólabókunum á nýjan
leik.
Þá hefur það oft gerst að verk-
fræðingar hafi séð um verkteikning-
ar hússins, og munu hin nýju hús-
næðislög væntanlega krefjast nánari
samvinnu þeirra við arkitekta en
hingað til hefur tíðkast.
phh
Umferðarslys
á Akureyri:
Lést af
áverkum
Björn Þórólfsson lést á fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri í
fyrradag, af völdum áverka sem
hann hlaut síðastliðinn föstudag,
þegar hann varð fyrir bifreið.
Ekið var á Björn þegar hann var
á leið yfir gangbraut á Hörgár-
braut. Slysið varð síðastliðinn
föstudag laust fyrir hádegi. Björn
var fæddur 1910.
-ES
Hlaðvarpanum
afhent afsal
- rekstur hússins
kominn ífullangang
Afsal Vesturgötu 3 var afhent
framkvæmdastjóra Hlaðvarpans í
gær og er þar með orðin lögleg eign
hlutafélagsins. Húsið var keypt á 9,5
milljónir af erfingjum Eiríks Orms-
sonar. Tæplega helmingur kaup-
verðsins hefur nú verið fjármagnað-
ur með hlutabréfasölu og hlutabréfa-
loforðum, eða um 4 milljónir.
Rekstur húsanna þriggja er nú að
komast í fullan gang og tekjur af
leigu standa undir rekstri hússins, en
getur ekki staðið straum af þeim
lánum sem nú hvíla á þeim. Þess
vegna verða fleiri hlutabréf að seljast
ef dæmið á að ganga upp.
Húsið er hugsað sem almenn fél-
ags og menningarmiðstöð fyrir kon-
ur sem vantar aðstöðu til að sinna
áhugamálum sínum. Herbergin eru
leigð til 3-6 mánaða í einu, auk þess
sem í húsinu er myndlistarsalur og
leikhúskjallari.
1 Kjallaraleikhúsinu mun verða
sýndur einþáttungur í sumar eftir
Strindberg sem heitir „Hin sterkari"
auk þess sem fleiri uppákomur verða
í boði. í myndlistarsalnum verða
sýningar í allt sumar. Eftir er að
innrétta risið, en þar gæti orðið
aðstaða fyrir funda- og ráðstefnu-
hald. Næsta skref í endurbótum á
húsunum er þó að mála þau að utan
og jafnvel að skipta um járn. Stjórn
Hlaðvarpans vonast til þess að borg-
in styrki þær framkvæmdir að ein-
hverju leyti nú á afmælisári sínu.
ABS
Frystihús í erfiðleikum:
Hraðf rystistöðin hættir frystingu
- verkalýðsfélög mótmæla fjöldauppsögnum
Hraðfrystistöðin í Reykjavík arinnar hefði verið áberandi slæm
hefur ákveðið að hætta frystingu
frá og með 1. október næstkom-
andi. f samræmi við það hefur öllu
starfsfólki frystihússins verið sagt
upp störfum, alls um 80 manns. Að
sögn Ágústs Einarssonar fram-
kvæmdastjóra Hraðfrystistöðvar-
innar var þessi erfiða ákvörðun
tekin vegna þess að tap hefur verið
á frystingunni undanfarin ár,
rekstrarskilyrði greinarinnar væru
og hefðu verið mjög slæm og ekki
útlit fyrir að þau bötnuðu á næst-
unni. Hann sagði að staða frysting-
á suð-vesturhorninu, þó ástandið
væri slæmt um allt land. Aðspurður
um hvort kvótanum mætti að ein-
hverju leyti kenna um þetta, taldi
Ágúst svo ekki vera, en benti á
óhagstæða þróun sem orðið hafi á
dollaramörkuðum, dollarinn hafi á
um átján mánuðum fallið um 40%
á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði.
Ágúst hafnaði hins vegar þeirri
hugmynd að gengisfelling myndi
leysa vanda frystingarinnar.
„Ég held að frystingin í landinu
standi nú á tímamótum og leita
verði að nýjum leiðum,“ sagði
Ágúst.
Aðspurður um hvort Hraðfrysti-
stöðin hafi leitað eftir aðstoð hjá
Byggðastofnun, viðskiptabönkum
og Fiskveiðasjóði, en þar er nú í
gangi átak til aðstoðar frystingunni
í landinu, kvað Ágúst svo ekki
vera þar sem þeir hafi talið til-
gangslítið að verða sér úti um
aukið lánsfé til þess eins að tapa
áfram.
Engar ákvarðanir hafa enn verið
teknar um hvort frystihúsið verður
selt. Vinnsla mun halda áfram eins
og verið hefur til hausts, en að sögn
Ágústs stendur ekki til að flytja
frystinguna yfir í togara fyrirtækis-
ins með því að breyta þeim í
frystiskip. „Við höfum íhugað
þann möguleika en honum fylgja
bæði kostir og gallar. Það vefður
að vona að enn verði til hús til að
vinna aflann þó svo fari að Hrað-
frystistöðin hætti,“ sagði Ágúst.
Verkalýðsfélögin Framsókn og
Dagsbrún í Reykjavík hafa sent
frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er
þungri ábyrgð á hendur stjómvöldunt
og atvinnurekendum „sem horft hafa .
aðgerðarlaus á fiskvinnsluna vesl-
ast upp.“ Verkalýðsfélögin viður-
kenna að ytri skilyrði frystingarinn-
ar hafi breyst, en hins vegar hafi
'innri skipulagning greinarinnar
verið vanrækt og húsin því ekki
orðið rekstrarhæfari með breyttum
tímum. Þessu sinnuleysi mótmæla
verkalýðsfélögin harðíega.
Ágúst Einarsson sagði í gær að
Hraðfrystistöðin myndi gera það
sem í hennar valdi stæði til þess að
hjálpa sínu fólki til að komast í ný
störf, hugsanlega með atvinnu-
miðlun svipaðri þeirri sem Grandi
rak í vetur. -BG