Tíminn - 04.07.1986, Side 5
Föstudagur 4. júlí 1986’
Tíminn 5
UTLÖND
lllillllil
Ifllllllilllli!
Noregur:
Hvalveiðibann!
Norska stjórnin laut fyrir alþjóðlegum þrýstingi og
peningaguðnum Mammon
Osló-Reuter
Það fór eins og Tíminn skýrði frá
í gær. Norska stjórnin hefur látið
undan alþjóðlegum þrýstingi og sett
bann á hvalveiðar í gróðraskyni.
Stjórnvöld tilkynntu um bannið í
gær sem taka mun gildi á næsta ári.
Knut Frydenlund utanríkisráð-
herra sagði á blaðamannafundi í gær
að Norðmenn myndu hætta hval-
veiðum þessum að loknu yfirstand-
andi veiðitímabili en myndu þó
halda áfram að veiða hvali í vísinda-
skyni.
Noregur var þar með síðasta þjóð-
in til að lúta banni Alþjóða hval-
veiðiráðsins um bann á hvalveiðar í
gróðraskyni. Islendingar. Sovét-
menn, Japanar og Suður-Kóreubúar
veiða enn hvali en hafa samþykkt
bannið í höfuðatriðum.
Norska stjórnin hefur ákveðið að
skipa óháða nefnd sem rannsaka
mun ástand hrefnustofnsins en
Norðmenn veiða 400 hrefnur á þessu
ári og er það eina hvalveiði þeirra.
Til samanburðar má nefna að á
fyrstu árum þessa áratugs veiddu
Norðmenn 2000 hrefnur á hverju
veiðitímabili.
Samkvæmt heimildum Reuters
fréttastofunnar hafði Bandaríkja-
stjórn haft uppi alvarlegar hótanir
um að stöðva allan innflutning á
norskum sjávarafurðum til Banda-
ríkjanna myndu Norðmenn ekki
samþykkja bann Alþjóða hvalveiði-
ráðsins. Norðmenn selja sjávaraf-
Hvalir fór hæð sína í loft upp í gær er Norðmenn ákváðu að hætta veiðum á
þeim nema í nafni vísindamennsku.
Marokkó:
Hassan gaf dóttur
markvarðar nafn
Rabat-Rcuter.
Hassan konungur Marokkó hef-
ur valið nafn handa nýfæddri dótt-
ur Badou Zakis en sá er frægur
fyrir að hafa varið mark landsliðs
þeirra Marokkóbúa í knattspyrnu
og keppti í heimsmeistaramótinu í
Mexíkó nú á dögunum. Dóttirin
fæddist á sama tíma og Zaki henti
sér hornanna á milli í mörkum
Mexíkóvalla.
Samkvæmt hefð í Marokkó mun
því konungurinn verða nokkurs
konar guðfaðir stúlkubarnsins.
Zaki er væntanlegur heim til
Marokkó í dag ásamt öðrum liðs-
mönnum knattspyrnulandsliðsins
sem stóð sig frábærlega í Mexíkó
og komst í milliriðla keppninnar
miklu.
Abdellatif Semlali æsku- og
íþróttamálaráðherra landsins sagði
Hassan konung hafa nefnt dóttur
markvarðarins eftir einni dóttur
sinni sem heitir Hasnaa.
urðir til Bandaríkjanna fyrir 160
milljónir dollara á ári hverju.
Talsmönnum grænfriðunga bar
ekki alveg saman í gær. Einn sagði
ákvörðun Norðmanna vera stóran
sigur fyrir umhverfisverndunar-
menn. I höfuðstöðvum samtakanna
á Suður-Englandi var hinsvegar sagt
að ákvörðunin væri svindl og Norð-
menn myndu halda áfrarn að veiða
hvali og selja í gróðraskyni.
Bandaríkin:
Offita er
arfgeng
Chicago-Reuter
Rannsókn sem gerð var á rúmlega
fjögur þúsund tvíburapörum hefur
sýnt að erfðir ráða mestu í sambandi
við offitu. Petta kom fram í niður-
stöðum rannsóknarskýrslu sem birtar
voru í gær.
Vísindamenn við háskólann í
Pennsylvaníu í Bandaríkjunum kom-
ust að þessari niðurstöðu með því að
bera saman eineggja tvíbura og þá
sem tvíeggja voru.
Þau tilvik þarsem báðirtvíburarn-
ir áttu við offituvandamál að stríða
voru tvisvar sinnum algengari hjá
eineggja tvíburum.
„Pessi rannsókn gefur í skyn að
erfðir ráði mjög miklu í sambandi
við offitu." stóð í skýrslunni sem er
að finna í tímariti bandaríska lækna-
félagsins.
V-Þýskaland:
Andúð á Pinochet
var sýnd í verki
Hamborg-Reuter.
Hópur flóttamanna frá Chile sem
lifir í útlegð í þýsku hafnarborginni
Hamborg tóku á sitt vald sendiráðs-
skrifstofu Chile þar í borg í gær til
að sýna andúð sfna á herforingja-
stjórn Pinochet.
Talsmaður lögreglunnar sagði
eina sautján Chilebúa hafa ruðst inn
í skrifstofuna og hentu þeir fljótlega
tveimur myndum af Pinochet út um
glugga hennar. Starfsmenn sendi-
ráðsskrifstofunnar komu þó í veg
fyrir að hópurinn gæti sent símskeyti
til innanríkisráðherra Chile.
Um hundrað manna hópur safn-
aðist saman fyrir utan sendiráðið til
að sýna samúð sína með flótta-
mönnunum.
f gær hélt herinn í Chile áfram að
brjóta niður mótmæli stjórnarand-
stæðinga með harðri hendi.
Sóhóhverfiö í Lundúnum:
Klámkóngar verða
að leita annað
Lundúnir-Reuter
Sóhóhverfið í Lundúnum hefur
síðustu 25 árin aðallega verið þekkt
fyrir blómlegan klámiðnað þar sem
kynlífsbúðir og erlent „pansýningar-
fólk“ hafa ráðið ríkjum.
Bæjarráð Westminster, sem Soho-
hverfið tilheyrir, hefur nú hinsvegar
ákveðið að flæma á burt flestalla
klámkónga Soho í eitt skipti fyrir öll.
í síðustu viku samþykkti bæjar-
ráðið nýjar leyfisreglur vegna opn-
unar klámbúlla og lýsti um leið yfir
þeirri stefnu sinni að loka um fimm-
tíu af þeim sextíu kynlífsfyrirtækjum
sem í hverfinu eru.
Peter Hartley formaður umhverf-
isnefndar bæjarráðsins sagðist vel
skilja að klámiðnaðarhverfi yrði að
vera í stórborg eins og Lundúnum.
Hann bætti því hinsvegar við að
margar klámbúllurnar væru vafa-
samar í meira lagi og hefðu gefið
Soho slæmt nafn, þeim yrði því
lokað.
Líklegt er talið að um næstu jól
verði farið að draga verulega úr
klámstarfseminni í Soho. Allir vita
þó að iðnaðurinn hverfur ekki en
hvar næsta hverfi klámsins í Lundún-
um verður er þó ekki alveg vitað.
laðbera
vantar
/ eftirtalin hverfi.
Lindarbraut,
Miðbraut,
Vallarbraut.
Til afleysinga
í1 mánuð
ríminn
SIÐUMULA 15
S686300
Utboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd
gatnamálastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboð-
um í lagningu holræsaífyllingar norðan Sætúns,
milli Kringlumýrarbrautar og Laugalækjar, hol-
ræsaífyllingar norðan Sætúns, milli Kringlumýr-
arbrautar og Laugalækjar, holræsa sunnan Sæ-
túns ásamt gerð yfirfallsbrunns við Kringlumýrar-
braut svo og tenginga við eldra holræsakerfi.
Verk þetta nefnist Sætúnsræsi, þriðji áfangi.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkju-
vegi 3, Reykjavík gegn kr. 10.000.- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn
15. júlí n.k. kl. 11 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVlKURBORGAR
Fríkirltjuvagí 3 — Simi 25800
Málningarvinna
Tilboð óskast í að mála að utan húseignina
Háaleitisbraut 68 (Austurver). Útboðsgögn verða
afhent á skrifstofu Landsvirkjunar Háaleitisbraut
68, til 9. júlí nk.
Stjórn húsfélagsins.
Orkubankinn
Nýtt á íslandi: Teygjunámskeið
Þann 7. júlí til 11. júlí hefjast í Orkubankanum
svokölluð teygjunámskeið. Námskeiðið er nýjung
hér á landi, og er jafnt fyrir íþróttafólk sem
almenning. Hinn vinsæli Kung-fu kennari Friðrik
Páll Ágústsson er leiðbeinandi. Frekari upplýsing-
ar í Orkubankanum í síma21720. Verð 1.000- kr.
Bifvélavirkja vantar
Kaupfélag Vopnfirðinga óskar eftir að ráða
bifvélavirkja eða menn vana bílaviðgerðum í 2 til
3 mánuði, mikil vinna. Upplýsingar gefur verk-
stæðisformaður eða kaupfélagsstjóri í síma 97-
3200.