Tíminn - 04.07.1986, Síða 6
6 Tíminn
Timinn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvaemdastjóri
Ritstjóri:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjóri:
Aðstoðarf réttastjóri:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
NíelsÁrni Lund
OddurÓlafsson
Guðmundur Hermannsson
EggertSkúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og
686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans.
Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.-
Taka verður á skattsvikum
Lengi hefur það verið vitað að skattsvik tíðkast hér á
landi í miklum mæli. Algengasta leið einstaklinga sem
stunda þessa iðju er að gefa ekki upp réttar tekjur sínar
sem þeir fela á einn eða annan hátt, oft með því að selja
vinnu sína án þess að það komi fram.
Þetta sama má segja um ýmiss iðn- og þjónustufyrir-
tæki ásamt verslunum þar sem nótulaus viðskipti eru
tíðkuð og ekki staðið skil á söluskatti.
Þessi mál bera ekki hvað síst á góma þegar skattskrár
eru lagðar fram og mönnum gefst tækifæri á að sjá hvað
hver einstaklingur borgar til hins opinbera og jafnframt
að bera uppgefnar tekjur hans við hans daglegu
umsýslan. Hún er oft í hróplegu ósamræmi við þau laun
sem viðkomandi gefur upp sem sínar tekjur til að lifa af.
Hversu furðulegt sem það svo er, þá eru það oft þessir
sömu einstaklingar sem hvað mest fjargviðrast um
lélega þjónustu hins opinbera, s.s. slæma vegi, lélega
skóla og vilja betri heilsugæslu svo eitthvað sé nefnt.
Það er eins og þeir átti sig ekki á því að tekjur sam-
félagsins koma frá þegnunum og þeir eru einir af þeim.
í grein sem Jón Kristjánsson, alþingismaður ritaði í
Tímann í síðustu viku fjallar hann um þessi mál og
nauðsyn þess að skattsvik verði með öllu upprætt.
Þingmaðurinn vitnar til skýrslu fjármálaráðherra Þor-
steins Pálssonar um störf nefndar sem kannað hefur
umfang skattsvika. Um þessa skýrslu varð mikil umræða
s.l. vor, sem ekki er undarlegt miðað við þær tölur sem
þar koma fram, og full ástæða til að vekja á þeim athygli
að nýju. í skýrslunni segir: „Niðurstaða starfshópsins
er sú að umfang dulinnar starfsemi hérlendis sé á bilinu
5-7% af vergri landsframleiðslu. Ef miðað er við 6%
sem meðaltal, nemur þetta um 6,5 milljörðum króna
árið 1985 miðað við áætlaða verga landsframleiðslu.
Tap hins opinbera vegna vangoldinna beinna skatta og
söluskatts má áætla um 2,5-3^) milljarða króna árið
1985.“
Svo vitnað sé til greinar Jóns Kristjánssonar alþingis-
manns segir hann eftirfarandi: „Þetta er hrikaleg
niðurstaða sem hlýtur að kalla á tafarlausar aðgerðir til
úrbóta. Mér rennur til rifja sem þingmanni að tala fyrir
niðurskurði á bráðnauðsynlegum framkvæmdum hins
opinbera, meðan menn komast upp með að greiða ekki
lögboðin gjöld til samfélagsins. Þegar þessi upphæð
nemur fjárlagahallanum sem er þó eitt mesta efnahags
vandamál þjóðarinnar um þessar mundir, þá er manni
meir en nóg boðið. Það verður að gera tafarlausar
ráðstafanir til úrbóta í þessum efnum.
Það má furðulegt heita hvað stór hópur manna í
þjóðfélaginu telur ekkert athugavert við að hafa fé af
ríkisvaldinu og samfélaginu.“.„Hinn almenni launa-
maður í landinu mun ekki líða það til lengdar að
nágrannar hans leiki sér með þrjá milljarða, skattsvikna,
meðan þeir borga fullt og fjármagn vantar til fram-
kvæmda, þjónustu og skuldagreiðslna hins opinbera.
Það mætti setja sér það markmið að ná helmingi
þessarar upphæðar inn þegar á næsta ári og það gæti
vissulega tekist ef verulega vel er tekið á málum.“
Þessi orð Jóns Kristjánssonar alþingismanns eru
vissulega þess virði, nú þegar erfitt reynist að koma
saman fjárlögum, að eftir þeim sé tekið.
Það var einnig þakkarvert að fjármálaráðherra Þor-
steinn Pálsson lét sérstaka nefnd kanna þessi mál.
Nú reynir á að unnið sé í samræmi við niðurstöður
hennar. Á það naunu framsóknarmenn leggja áherslu.
Föstudagur 4. júlí 1986
GARRI
Að græða á neyð annarra
Haraldur Blöndal, hæstaréttar-
lögmaöur, skrifar mjög athygl-
isverða grein í Mbl. 27. júní sl.
Gerir hann þar að umtalsefni grein
er Davíð Björnsson, deildarstjóri
verðbréfadeildar Kaupþings hf. rit-
aði í Mbl. um íslenska ávöxtunar-
sjóði.
Þessir sjóðir eru tveír og eru í
eigu hlutafélaga, Kaupþings hf. og
Fjárfestingarfélagsins hf. Sjóðir
þessir raka saman fé og skiluðu
54% ársávöxtun fyrsta árið og
svaraði það til 20% vaxta umfram
verðtryggingu. Til samanburðar
má geta þess, að verðtryggð ríkis-
skuldabréf bera 9% raunvexti.
Gífurleg afföll
Þessir tveir ávöxtunarsjóðir
fjárfesta aðallcga í verðtryggðum
og fasteignaveðtryggðum skuldab-
réfum og cru þessi bréf keypt með
gífurlegum afföllum. Sú er skýring-
in á miklum gróða ávöxt-
unarsjóðanna.
Haraldur Blöndai segir:
„ Verðtryggð reðskuldabréf eru
oftast gefín út af tveimur ástæðum.
Annars vegar eru þau gefin út fyrir
eftirstöðvum kaupverðs í fast-
eignaviðskiptum. Slík bréf eru til
nokkuð margra ára, enða hafa
fasteignasalar gert sér greín fyrir
því, að verðtryggð skuldabréf eru
hengingaról fyrir hvern mann,
nema að þau séu a.m.k. tilátta ára.
Eigendur þessara bréfa selja þau
gjarnan þegar þeir eru í fjárþröng,
en bankar taka tæpast svona bréf
af almúgamanni sem greiðslu eða
tryggingu, ncma viðkomandi sé
kominn í vandræðavanskil við
bankann. Afföll af þessum bréfum
eru mjög mikil.“
Okurbréfin
Ennfreinur scgir Haraldur:
„Hins vegar eru gefin út bréf,
sem lögmenn kalla sín á milli
okurbréf. Óheimilt er að kaupa
bréf með afföllum af skuldara, og
þess vegna er búinn til milliliður,
sem verður eigandi bréfsins og
selur bréfíð. Framkvæmdastjóri
fyrirtækis sem selja þarf þessi bréf,
er talinn kröfuliafí bréfsins eða
eigandi, og fyrirtækið skuldari.
Framkvæmdastjórinn selur síðan
Haraldur Blöndal, hæstaréttaríög-
maður.
bréfíð með afföllum eins og hann
ætti það. Allir vita, að hér er verið
að fara í kringum okurlögin ogþað
hefur gengið hæstaréttardómur
um, aðsvona viðskiptiséu okurvið-
skipti. Þessi bréf eru ekki gefín út
til langs tíma og afföllin eru mjög
mikil. Það er hægt að sýna fram á
það,að svona bréferu gefín útmeð
vitund og aðstoð starfsmanna fjár-
festingafélaganna tveggja.“
Hinn ,,opinberi“
verðbréfamarkaður
„Hér á landi hefur ekki verið
starfandi verðbréfamarkaður undir
opinberu el'tirliti. Nú mun slíkur
markaður tekinn til starfa og selur
rikisskuldabréf og nokkur önnur
opinher bréf, sem ekki eru seld
með afiöllum. Hins vegar eru önn-
ur skuldabréf ekki seld þar, heldur
ganga þau kaupum og sölum hjá
fjárfestingarfélögunum en bæði
eru þessi félög með prívatfjármála-
markaði fyrir sig og á vöxtunarsjóði
sína. Ég stórefast um, að framboð
og eftirspurn séu þar látin ráða,
heldur eru „kaupendur“ á þessum
mörkuðum sammála og samtaka
um að þvinga fram eins mikil afföll
af bréfum og mögulegt er. Davíð
Björnsson kallar þessi verðbréfa-
viðskipti bagstæða fjárfestingu, -
mér fínnst okur nákvæmara orða-
lag. “
Að kreista blóð
undan nöglum
Grein sinni lýkur Haraldur með
þessum orðum:
„Ég tók áðan dæmi af fram-
kvæmdastjóranum, sem þykist
vera að lána fyrírtækinu pening-
ana. Stundum er þetta öfugt.
Stundum ersonurað „lána“móður
sinni og setur eigin íbúð að veði
fyrir að móðirin borgisér, -stund-
um „lánar“ maður konu sinni.
Þessi bréf lenda svo í vanskilum,
enda eðlilegt, þegar afföllin eru
eins og þau eru, - þá eru þau
gjaldfelld, svo að afföll sem miðuð
voru við 4 ár koma með fullum
þunga strax á fyrsta ári. Þessi bréf
eru íslenskum innlieimtulög-
fræðingum vel kunn, svo og upp-
boðshöldurum. Almúgafólk hefur
glapist vegna fagurgala í blöðum
og útvarpi til þess að gefa út og
selja svona bréf, þegar bankarnir
geta ekki lánað því, og svo ræður
enginn við neitt. Það skiptir enda
máli, hvort verið eraðgreiða 4-5%
umfram verðbólgu eins og Seðl-
abankinn leyfír, eða hvort menn
verða að greiða 20% eins og
ávöxtunarsjóðirnir ná með því að
skipuleggja afföllin.
Ef bankarnir færu að kaupa og
selja almenn skuldabréf, myndu
afföllin stórminnka og komast í
eðlilegt horf. Hinn opinberi verð-
bréfamarkaður er kjörinn vett-
vangur til þess. En það er eins og
þeir ráði þar mestu um skipulagn-
ingu, sem hafa hagnað sinn af því
að kreista blóðið undan nöglunum
á þeim, sem minna mega sín.“
Fjárplógsstarfsemi
Hér eru orð í tíma töluð. Stað-
reyndin er sú, að eigendur ávöxt-
unarsjóðanna tveggja eru aðilar að
hinum „opinbera“ verðbréfamark-
aði.
Hin skuggalegu viöskipti þeirra
þola ekki „opinbert“ eftirlit. Þess
vegna er þcim haldið utan við hinn
„opinbera“ vcrðbréfamarkað,
enda ráða fulltrúar ávöxtunarsjóð-
anna þar ferðinni. Um hin gífur-
legu afföll hafa þeir svo samtök.
Með þessari fjárplógsstarfsemi
þarf strangt opinbert eftirlit. Hér
þarf að taka til hcndinni. Garri.
VÍTTOG BREITT
Aular eða okrarar
Skotar eru frægir fyrir að vera
fastheldnir á fé, og borga ekki
meira fyrir hlutina en þeir telja
sanngjarnt verð. Því mun erfitt að
hafa Skota að féþúfu. Öðru máli
gegnir með íslendinga. Þeir hafa
ekki hugmynd um sannvirði nokk-
urs hlutar og kaupa það sem þeim
sýnist hvað sem það kostar og hafa
aldrei hugmynd um hvort þeir eru
að gera vond eða góð kaup. Af
sjálfu leiðir að þeir gera alltaf vond
kaup.
Það var vel til fundið, hjá Verð-
lagsstofnun að bera niður í Glas-
gow í Skotlandi til að gera saman-
burð á verði vöru þar og hér. Þar
sem Skotar eru naumir á fjármuni
og eyðslusemin undir góðu meðal-
hófi er fróðlegt að sjá á hvaða verði
kaupmenn falbjóða þeim vöru
sína.
Niðurstaðan er sú að annað
hvort eru íslenskir innflytjendur
og kaupmenn óþokkar og okrarar,
eða aular sem ekki hafa hundsvit á
viðskiptum og láta prakka inn á sig
vöru á verði sem er utan og ofan
við allan þjófabálk.
En það gerir þeim ekkert til því
að þeim mun dýrari sem varan er í
innkaupi þeim mun hærri álagn-
ingu er smurt á hana, og endanlega
er það neytandinn sem borgar
brúsann.
Getuleysi
Á þeim matvælategundum sem
gerður var verðsamanburður á
kom í ljós að í Reykjavík er
smásöluverð 140-600% hærra en í
Glasgow. Það er skýrt tekið fram
að um sömu vöru er að ræða, sömu
vörumerki og sömu pakkningar.
Hér á landi gilda reglur um
heildsöluleyfi og þurfa innflytjend-
ur að fá opinberan stimpil upp á að
þeir hafi leyfi til að kaupa vöru
erlendis og selja hér á landi. Hvort
þeir kunna þetta eða geta þurfa
þeir aldrei að sanna.
Getu heildsala til að annast inn-
kaup hlýtur maður að draga í efa,
að minnsta kosti þeirra sem kaupa
inn þær vörutegundir sem könnun-
in um verðið í Skotlandi og á
íslandi náði til.
Heildsalagreyjunum tókst mörg-
um hverjum að kaupa varning af
framleiðendum eða heildsölufyrir-
tækjum í útlöndum á hærra verði
en smásöluverð er á sömu vöruteg-
undum í Glasgow.
Eyðsluseggir
Niðurstöður verðsamanburðar-
ins eru svo fáránlegar, að það dugir
ekki að láta segja sér tvisvar hvers
konar viðskipti eru hér á ferðinni.
Það er alveg sama þótt flutnings-
gjöld og tollar séu lagðir ofan á
verð innkeyptu vörunnar, að það
réttlætir ekki nema lítinn hluta
þess verðmunar sem er á verðinu í
Skotlandi og á íslandi.
Hér á landi starfa menn að öflun
gjaldeyris með súrum sveita.Út-
flutningsiðnaðurinn er á heljar-
þröm og stendur hvorki undir sjálf-
um sér né mannsæmandi launa-
greiðslum. Á sama tíma gumsast
heildsalar með gjaldeyri þjóðar-
innar, eyða honum eins og fávitar
og lifa góðu lífi á atvinnugrein sem
þeir hafa hvorki kunnáttu né sið-
ferðisþrek til að stunda.
Frekari athugun
Ef verðsamanburðurinn byggist
einvörðungu á tilviljunum og gefi
ekki rétta mynd af heildsalastétt-
inni, en sýni aðeins að þeir sem
flytja inn þær vörutegundir sem
þar eru tilgreindar þar sem okrið
eða fávísin kemur berlegast í ljós,
hljóta samtök innflytjenda að bera
af sér slyðruorðið og láta í ljós álit
á þeirri tegund kaupmennsku sem
tíðkast með tilgreind innflutt mat-
væli.
Að lokum hóflegasta orðalag
áratugarins:
„Verðlagsstofnun telur að niður-
stöður samanburðarins gefi tilefni
til frekari athugunar.“
OÓ