Tíminn - 04.07.1986, Blaðsíða 12
16 Tíminn
DAGBÓK
Sumarferð Framsóknar-
félaganna í Þórsmörk
Árleg sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykjavíkverð-
ur sunnudaginn 20. júlí nk.
Farin verður dagsferð í Þórsmörk.
Sætagjald fyrir fullorðna verður kr. 650 og kr. 450 fyrir 12
ára og yngri.
Upplýsingar og skráning er á skrifstofu Framsóknar-
flokksins að Rauðarárstíg 18, sími 24480.
Nánar auglýst síðar.
Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Reykjavík
Kennara vantar
að Stóru-Vogaskóla, Vogum, Vatnsleysustrandar-
hreppi. Meðal kennslugreina: Eðlisfræði, líffræði
og tungumálakennsla (enska, þýska). í sveitarfé-
laginu eru um 650 íbúar og þaðan eru um 35 km.
til Reykjavíkur. Upplýsingar veita: Hreiðar í síma
92-6520 og Einar í síma 92-6600.
SJ
LANDSVIRKJUN
Vinnubúðir til sölu
Landsvirkjun áformar að selja, ef viðunandi tilboð
fást, vinnubúðir við Búrfellsstöð.
Um er að ræða eftirtalin hús:
4 íbúðarhús stærð 100 m2
1 mötuneytishús stærð 260 m2
1 íbúðarhús stærð 50 m2
1 svefnskáli stærð 260 m2
Dagana 4.-5. þessa mánaðar munu starfsmenn
Landsvirkjunar sýna væntanlegum bjóðendum
húsin frá kl. 10-18.
Nánari upplýsingar veitir innkaupastjóri Lands-
virkjunar.
Tilboð þurfa að berast Landsvirkjun, innkaupa-
deild, Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavík, eigi síðar
en 8. þessa mánaðar.
Notum Ijós
í auknum mæli
— í ryki, regni.þoku
og sól.
UMFERDAR
RÁÐ
yUMFEROAR
rAd
Á mölinni mætums*
með bros á vör —
ef bensíngjöfin
er tempruð.
Ferðafélag íslands
Helgarferðir 4.-6. júlí
1) Hagavatn - Jarlshettur. Gist í sælu-
húsi F.í. við Hagavatn og tjöldum. Farar-
stjóri er Leifur Þorsteinsson.
2) Hluðuvellir - Brúarárskörð - göngu-
ferð Gist fyrstu nóttina við Hagavatn, en
þá seinni á Hlöðuvöllum. Gist í húsum.
Fararstjóri er Jón Viðar Sigurðsson.
3) Þórsmörk - Gist i Skagfjörðsskála.
Sumarleyfi í Þórsmörk svíkur engan.
Ath.: Af gefnu tilefni er ástæða til þess
að vekja athygli ferðamanna á því, að
ekki er fólksbílafært til Þórsmerkur, að-
eins að Markarfljótsbrú.
Ferðafélag íslands.
Sumarleyfisferðir
Ferðafélagsins
1) 8.-16. júlí (9 dagar): Aðalvík -
Hornvík. Gengið mcð viðleguútbúnað
frá Aðalvík til Hornvíkur á 3-4 dögum.
Skoðunarferðir í Hornvík. Fararstjóri er
Jón Gunnar Hilmarsson.
2) 8.-16. júlí (9 dagar): Hornvík -•
Hornbjargsviti - Látrabjarg. Gist í tjöld-
um í Hornvík og daglegar gönguferðir frá
tjaldstað.
3) 2.-9. júlí (ódagar): Landmannalaug-
ar - Þórsmörk. Gengið milli gönguhúsa
F.í. með svefnpoka og mat. Öruggara að
panta tímanlega.
4) 11.-19. júlí (Sdagar): Borgarfjörður
cystri - Loðmundarfjörður. Flogið til
Egilsstaða og ekið þaðan til Borgarfjarð-
ar. Gist í svefnpokaplássi. Fararstjóri er
Tryggvi Halldórsson.
5) 16.-20. júlí (5 dagar): Eldgjá -
Strútslaug - Álftavatn gönguferð með
viðleguútbúnað.
6) 18.-23. júlí (6 dagar): Landmanna-
laugar - Þórsmörk
7) 18.-24. júlí (7 dagar): Vestfirðir -
hringferð - ekið um Vestfirði, Djúp,
skoðunarferðir frá áningarstöðum. Til
baka er ekin Streingrímsfjarðarheiði.
Gengið frá Keldudal um Svalvoga, Lokin-
hamradal til Álftamýrar. Upplýsingablað
á skrifstofunni. Fararstjóri er Sigurður
Kristinsson. Hringið og fáið upplýsingar
umferðirnaráskrifstofu F.f. Öldugötu3.
Dagsferðir Ferðafélagsins
1) Laugardag 5. júlí kl. 13.00: Flóra
íslands (blómaskoðun) Fararstjóri verður
Þóra Ellen Þórhallsdóttir.
2) Sunnudagur 6. júlí kl. 09.00: Laxár-
gljúfur - Hrunakrókur. Ekið að Tungu-
felli og síðan Línuveginn. Gengið niður
Laxárgljúfur. Fararstjóri er Ólafur Sig-
urgeirsson.
3) Sunnudagur 6. júlí kl. 13.00: Kamba-
brúnir - Núpafjall. Gengið með brún
Núpafjalls og komið niður hjá Hjalla í
Ölfusi.
Brottför frá Umferðarmiðstöðinni,
austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir
börn í fylgd fullorðinna.
Helgarferðir 11.-13. júlí
1) Melar í Hrútafirði - Haukadalsskarð -
Haukadalur (gömul gönguleið) Gist í
svefnpokaplássi.
2) Þórsmörk - Gist í Skagfjörðsskála.
Gönguferðir við allra hæfi.
3) l.andmannalaugar Gist í sæluhúsi F.í.
Gönguferðir.
4) Hveravellir - Gist í sæluhúsi F.í.
Þjófadalir. Hvítárnes o.fl.
Útivistarferðir
Helgarferðir 4.-6. júlí
Þórsmörk Gist í skálum Útivistar í
Básum. Góð sumardvöl fyrir fjölskyld-
una. Einnig eru sunnudags- og miðviku-
dagsferðir.
Flatey - Breiðaljarðareyjar Dvöl í
Flatey og sigling um eyjarnar.
Skaftafell - Oræfi. Tjaldað í Skafta-
felli.
Skaftafell - Öræfajökull. Gengin Sand-
fellsleið á Hvannadalshnjúk. Tjaldað í
Skaftafelli. Upplýsingar og farmiðar á
skrifstofunni Grófinni 1. símar 14606 og
23732.
Viðeyjarferð á laugardaginn kl. 14.00
Þjóðleið mánaðarins: Njarðvíkurfitjar-
Skipsstígur á sunnudaginn kl. 13.00.
Þórsmörk einsdagsferð á sunnudaginn.
Útivist
Útivistarferðir
Dagsferðir:
Laugardagur 5. júlí kl. 14.00 - Viðeyjar-
ferð. Brottför frá kornhlöðunni í Sunda-
höfn. Gengið um eyjuna undir leiðsögn.
Kaffiveitingar í Viðeyjarnausti (ekki inni-
falið). Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna.
Kynnist Viðey á afmælisárinu.
Sunnudagur 6. júlí kl. 08.00 - Þórsmörk.
Gönguferðir við allra hæfi. Einnig góð
ferð fyrir sumardvalargesti.
Sunnud. kl. 13.00 - Þjóðleið mánaðarins:
Skipsstígur gamli Grindavíkurvegurinn.
Létt ganga. Kaffistopp við Bláa lónið.
Brottför frá BSl, bensínsölu.
Sog - Djúpavatn er kvöldganga á mið-
vikudag kl. 20.00 Þórsmerkurferð á mið-
vikudagsmorguninn kl. 08.00. Símar á
skrifstofu Útivistar: 14606 ogh 23732.
Föstudagur4. iúlí 1986
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Frístunda-
hópsins Hana nú í Kópavogi verður á
morgun, 5. júlí. lagt verður af stað frá
Digranesvegi 12 kl. 10.00.
Anægjuleg er vaxandi þátttaka fólks
með börn sín og barnabörn og ítrekað er
að bæjarrölt Hana nú á laugardögum er
fyrir alla Kópavogsbúa.
. Nú eru garðar bæjarins í fegursta
sumarskrúða og gróðurangan í bænum.
Markmiðið er: Samvera, súrefni, hreyf-
ing.
MÚLABÆR
Flóamarkaður í Múlabæ
- Þjónustumiðstöð aldraðra i
Ármúla 34 -
Starfsfólk í Múlabæ hyggst efna til
Flóamarkaðar laugardaginn 5. júlí kl.
14,00-17,00 í og við Múlabæ. Útimarkað-
ur verður í gangi ef vel viðrar. Fjölmargt
eigulegra muna, bæði fatnaður og innan-
stokksmunir, notaðir og nýir. Kaffi verð-
ur á könnunni.
Afrakstri verður varið til byggingar
skjólhýsis á svölum heimilisins, sem mun
gera heimilisfólki kleift að njóta útiveru í
ríkara mæli.
Dregið í tveimur happdrættum
hjá Ferðafélagi íslands
í fyrsta lagi var efnt til happdrættis á
göngudegi F.í. 25. maí sl. Vinninga
hlutu: Gunnar Tyrfingsson, Stórateig 7,
Mosfellssveit - helgarferð að eigin vali
fyrir tvo. Valdimar Helgason, Rauðalæk
23, R. - dagsferð að eigin vali fyrir tvo.
Þorvaldur Tryggvason, Hvassaleiti 121,
R - dagsferð að eigin vali fyrir tvo.
1 öðru lagi var efnt til happdrættis fyrir
þá sem tóku þátt í Esjugöngum Ferða-
félgsins f tilefni af 200 ára afmæli Reykja- ■
vtkur og vinningar voru helgarferðir fyrir
tvo að eigin vali. Þeir sem unnu voru
þessir: Hjalti Kristgeirsson, Njálsgötu 12,
R., Selma Hallgrímsdóttir, Bogahlíð 24,
R., Dóra E. Sigurjónsdóttir, Réttarholts-
vegi 69, Málfríður Konráðsdóttir, Leifs-
götu 24 og Jetta Kjærgárd, Grenimel 7.
Vinningshafar eru beðnir að gefa sig fram
á skrifstofu félagsins, Öldugötu 3 og velja
sér ferðir að eigin vali. - Ferðafélag
fslands.
Sumarferð fyrir aldraða
á Vestfjörðum
Rauða kross deildir á Vestfjörðum
efna til árlegrar sumarferðar með aldraða
þann 16. ágúst n.k.
Að þessu sinni verður farið að Þela-
mörk í Eyjafirði og dvalið þar 16.-22.
ágúst. Farið verður í ferðir þaðan. Nánari
upplýsingar gefa: Áslaug Ármannsdóttir,
Flateyri í síma 7798 og Sigrún G. Gísla-
dóttir, Flateyri, sími 7770.
Háls-, nef- og eyrnalæknir
á Norðurlandi eystra
og Austurlandi
Einar Sindrason háls-, nef- og eyrna-
læknir ásamt öðrum sérfræðingum
Heyrnar- og talmeinastöðvar íslands
verða á ferð á Norðurlandi eystra og
Austurlandi dagana 7.-13. júlí n.íc. Rann-
sökuð verður heyrn og tal og útvegið
heyrnartæki. Farið verður á eftirtalda
staði.
Kópasker...................... 7. júlí
Raufarhöfn ................... 8. júlí
Þórshöfn...................... 9. júlí
Vopnafjörður..................10. júlí
Egilsstaðir........... 11. og 12. júlí
Seyðisfjörður.................13. júlí
Tekið á móti tímapöntunum á viðkom-
andi heilsugæslustöð og er fólki bent á að
panta tíma sem fyrst.
Nýmenntamál
2. tbl. 4. árg.
Á forsíðu þessa blaðs er mynd af -
manni, sem virðist vera að stunda vafa-
sama iðju, en í fyrstu grein heftisins er
einmitt sagt frá þessari iðju. Greinin er
eftir Ingólf Á. Jóhannesson og nefnist:
Viltu ljósrita þetta fyrir mig? - þankar um
ljósritun í skólum.
Sigríður Haraldsdóttir skrifar: Neyt-
endafræðsla framtíðarinnar, Hannes
Ólafsson: Námskrá handa framhaldsskól-
um! Þriðja sjónarmiðið - um tölvur í
kennslu, heitir grein eftir Ragnheiði
Briem. Skrifað er um einkunnagjöf og
áhrif einkunna á ráðningar í störf á
vinnumarkaði. Jón Hnefill Aðalsteinsson
á þarna grein um Frásagnalist fyrri alda -
nokkrar athugasemdir.
Bókafréttir og margt fleira er í þessu
blaði, sem gefið er út af Bandalagi
kennarafélaga. Ritstjóri er Hannes Ólafs-
son.
Opið er allan sólarhringinn, síminn er
21205. Húsaskjól og aðstoð við konur sem
beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum
eða orðið fyirr nauðgun.
Orkubankinn
Nýtt teygjunámskeið
ORKUBANKINN, Vatnsstíg 11, er
nú með námskeið, sem er nýjung á
Islandi. Þann 7. júlí til 11. júlí hefjast í
Orkubankanum svoköluð teygjunámske-
ið. Námskeiðið er jafnt fyrir íþróttafólk
sem almenning. Hinn vinsæli Kung-fu
kennari Friðrik Páll Ágústsson er leið-
beinandi. Frekari upplýsingar í Orku-
bankanum í síma 21720. t
Fríðrík Páll Ágústsson, Kung-fu-kennarí.