Fréttablaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 1
HELGARÚTGÁFA
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI14. febrúar 2009 — 40. tölublað — 9. árgangur
Þróunarkenningin
í eina og hálfa öld
DARWINISMI 18
MATUR
Versta starfið var
að selja harðfisk
YFIRHEYRSLA 32
Söngleiknum í
Hlíðaskóla bjargað
af sjálfboðaliðum
Komdu ástinni
á óvart með
sælkeramat
SKÓLASTARF 22
VIÐTAL 24
HEILSAN ER EKKI ÓKEYPIS
Kolbrún grasalæknir
segir fólk viljugra en
áður til að gera róttæk-
ar breytingar á lífi sínu
matur
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]
febrúar 2009
Arabískt í aðalrétt
Sigríður Þóra Árdal sækir innblástur til
Mið-Austurlanda í matargerð. BLS. 6
Sænskt sælgæti
Á bolludag er tilvalið að bera fram
gerdeigsbollur með
rjóma og marsipani.
BLS. 2
Súkkulaði af ýmsu tagi og annað lost-æti hefur í seinni tíð
verið vinsælt að gefa á
Valentínusardag og ekki
þykir verra ef viðkom-
andi útbýr það sjálfur
til að undirstrika einurð-
ina sem að baki ástarjátn-
ingunni liggur. Þar sem dagur
elskenda er nú upp runninn og tím-
inn naumur fengum við bakarann
Stefán Hrafn Sigfússon og José
Garcia eiganda veitingastaðarins
Caruso til að gefa uppskriftir að
réttum sem eru einfaldir, góðir og
umfram allt ávísun á velheppnaða
og rómantíska kvöldstund.
Suðrænt sælgæti
Ítalskir og suðrænir réttir eru
hvað mest áberandi á matseðli
veitingastaðarins Caruso og hefur
meirihluti réttanna verið á boðstól-
um síðastliðin tíu ár. „Við brydd-
um þó reglulega upp á nýjung-
um en svo hafa sumir réttir farið
af matseðli og komið aftur eftir
áskoranir gesta,“ segir eigandinn
Luis Freyr José Garcia glaðlega og
nefnir þar djúpsteiktan camemb-
Kynt undir ástríðurnar
FRAMHALD Á BLS. 4
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
E L
M
Á Valentínusardag er tilvalið að
gleðja ástina sína með tilfinninga-
þrungnum kortum, blómum og
góðgæti sem er víst með að
hitta beint í hjartastað. Súkkulaði
og suðrænir ávextir henta fullkom-
lega til að leysa ástríðurnar úr læðingi.
heimili&hönnun
LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009
● Síðustu mánuði hefur
skapast nýr grundvöllur
fyrir sölu notaðra
hluta. Í Mörk-
inni 1 verður
verslunin Notað
og nýtt opnuð form-
lega í dag en þar
má koma ýmsum
vörum í umboðssölu.
Jón Halldór Bergs-
son, annar eigenda, segir verslunina góðan
vettvang fyrir þá sem vilja koma ýmsum
munum í verð.
V
ið tökum hvað sem er í umboðssölu,“ útskýrir
Jón Halldór Bergsson, annar eigenda versl-
unarinnar Notað og nýtt. „Fólk er með stút-
fullar geymslur heima og mörg fyrirtæki
eru að hætta rekstri með ákveðna vöruflokka sem
við getum þá tekið að okkur í umboðssölu. Við verð-
um því bæði með notað og nýtt.“
Eigendurnir hófu að taka við vörum í vikunni og
segir Jón Halldór að viðtökurnar hafi farið fram úr
vonum. Vörurnar séu í raun bornar út jafnharðan
og þær eru bornar inn. Hann segir nýju verslunina
ekki beinlínis byggjast á hugmyndinni um kompu-
eða skransölu en þarna geti fólk komið góðum hlut-
um í verð. Hlutirnir geta verið í sölu í átta vikur
til að tryggja endurnýjun á úrvali. „Við komumst að
samkomulagi um hvað varan á að kosta og tökum
Þetta er auðvitað ekki
skemmtilegt ástand
en þarna fær fólk tækifæri til að
breyta dóti í peninga.“
Notað og nýtt
FRAMHALD Á BLS. 2
Þetta skemmti-
lega loftljós er
á meðal þeirra
nýju húsmuna sem
verða seldir í bland við not-
aða hluti í versluninni Notað og
Jó H lldó k þ ð frá þýska
Kíkt í fjársjóðs-
kistuna
Loftljós frá
fyrirtækinu
Kari.
TVÖ SÉRBLÖÐ
FYLGJA Í DAG
Mín Borg ferðablað
Icelandair fylgir með
Fréttablaðinu í dag.
GEYMIÐ BLAÐIÐ
POPPHÆNSN
OG JAÐAR-
HUNDAR
TÓNLIST 26
EFNAHAGSLÍF Fyrstu niðurstöður
úr umfangsmikilli upplýsinga-
öflun Seðlabankans, um áhrif
kreppunnar á efnahag heimila og
fyrirtækja, ættu að koma í ljós
innan fárra vikna, að sögn Arnórs
Sighvatssonar, aðalhagfræðings
bankans. Í minnisblaði bankans,
frá því í desember, kom fram að
starfshópur bankans ætti að skila
bráðabirgðaniðurstöðum upp úr
gögnunum um miðjan febrúar,
eða fyrr.
Arnór segir verkefnið hafi tekið
lengri tíma en til stóð. Hingað til
hafi verið unnið að gagnaöflun, en
nú sé byrjað að skila gögnum inn:
„Menn ákváðu að fara þessa leið,
að afla leyfa hjá Persónuvernd og
fylgja mjög ítarlegum skilgrein-
ingum [hennar] á verkferlum.“
Starfshópurinn á að afla fjár-
hagsupplýsinga um lánþega frá
innlendum fjármálafyrirtækjum
svo sem viðskiptabönkum, Íbúða-
lánasjóði, lífeyrissjóðum, fjár-
mögnunarfyrirtækjum og spari-
sjóðum. Upplýsingarnar á að
tengja saman til að varpa betra
ljósi á stöðu lánþega. Í minnisblað-
inu segir að æskilegt sé að óska
eftir gögnum ríkisskattstjóra, til
að fá greinargóðar upplýsingar um
tekjur.
Starfshópnum er ætlað að meta
getu heimila og fyrirtækja til
að geta staðið undir stóraukinni
greiðslubyrði skulda þegar tekj-
ur minnka og atvinnuleysi eykst.
Því skal kanna hver sé til dæmis
fjöldi heimila með neikvæða eign
í húsnæði sínu og hvort skuldugt
fólk eigi fé í bönkum og séreigna-
sparnað. Þetta geti orðið grunn-
ur stefnumótunar hins opinbera.
Gögnin eigi að senda dulkóðuð í
miðlara Decode.
Spurður hvort ekki muni taka
mikinn tíma að fara yfir þessi
gögn, segir Arnór tölvukerfin
eiga að ráða við það. Þó sé spurs-
mál hvaða tæknilegir örðugleikar
komi í ljós þegar farið verður að
vinna með gögnin.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra, segir að greining
Seðlabankans myndi grunn undir
ýmsar aðgerðir stjórnvalda sem
séu í undirbúningi.
„Þess vegna hafa menn beðið
með óþreyju eftir að fá þessar
gríðarlega viðamiklu upplýsing-
ar,“ segir hann. - kóþ
Persónuvernd seinkar
greiningu Seðlabanka
Viðamikil greining Seðlabanka á fjárhag einstaklinga, heimila og fyrirtækja
frestast um nokkrar vikur. Beðið með óþreyju, segir fjármálaráðherra.
SAMFÉLAGSMÁL Hugrún Jóhannes-
dóttir, forstöðumaður Vinnumála-
stofnunar, segir 198 störf auglýst
laus hjá stofnuninni, fleiri störf en
voru á skrá í janúarlok í fyrra.
Telur hún skýringarnar felast
í því að vinnuveitendur auglýsi
nú frekar hjá Vinnumálastofnun
en öðrum vinnumiðlunum og að
margir telji að engin störf séu í
boði. - jse/ sjá síðu 16
Vinnumálastofnun:
Tvö hundruð
störf auglýst
HJÖRTU FYRIR ÞINGHEIM Vetrarhátíð í Reykjavík hófst í gær og var ýmislegt gert af því tilefni í höfuðborginni. Stundum er sagt að yfirvöld hugi ekki nógu vel að málefnum
barna en börnin gleyma ekki yfirvöldum sínum. Þessir hjartahlýju krakkar fóru með hjörtu til þingmanna, en Bergljót Arnalds barnabókahöfundur virðist vera að segja þeim
eitthvað sem er henni hjartans mál. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN