Fréttablaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 19
10:00 – 18:00
Ljóðalampar lýsa upp skammdegið.
Kaffi Loki, Lokastíg 28.
10:00 – 11:30
Laugardagsgangan með gönguhópunum
Hana-nú og Göngu-Hrólfar. Hressing,
harmonikkuleikur og línudans að göngu
lokinni. Félagsmiðstöðin, Hæðagarði 31.
10:00 – 17:00
Kvosin - vagga leiklistar. Sýning
Leikminjasafns Íslands um gömlu leikhúsin
í Kvosinni og þá sem þar komu mest við
sögu. Fógetastofa, Aðalstræti 10.
10.00 – 17.00
Ljósberar. Sesselja Tómasdóttir sýnir
málverk á striga. Karlmenn, Laugarvegi 7.
10:00 - 18:00
Innangarðs - ljóðasýningar. Hólavalla-
garði v/Suðurgötu.
11:00 – 03:00
Tangómaraþon. Dansinn dunar fram á nótt.
Gestir geta litið við hvenær sem er.
Sérstakur Kvöldverður að hætti Sigga Hall í
tilefni af Valentínusardegi. Pantanir í síma
585 1295. Leikhúskjallarinn, Hverfisgötu
19. Iceland Express styrkir Tangómaraþon.
11:00 – 16:00
Listakonur Listaselsins sýna verk sem
tengjast þema Vetrarhátíðar, ljósi og vatni.
Listaselið, Skólavörðustíg 17b.
12:00 – 18:00
Leikbrúðuhátíð í Ráðhúsinu. Leikminja-
safn Íslands sýnir nokkrar af leikbrúðum
Jóns E. Guðmundssonar.
Ráðhús Reykjavíkur.
12:00 – 17:00.
Íslensk hönnun í Kraumi. Starfsfólk
Kraums tekur vel á móti gestum með heitt
kaffi á könnunni. Jóel Pálsson spilar kl.
14:00. Kraum, Aðalstræti 10.
12:00 – 17:00.
Fiskur í steini og Persónur og leikendur.
Skúlptúrar og myndir úr bæjarlífi
Reykjavíkur í lok 19. aldar.
Handverk og Hönnun, Aðalstræti 10.
12:00 – 18:00
Frístundamálarar í Kaaber húsinu.
Sýningin veitir almenningi sýn inn í
gróskumikið starf frístundamálara. Kaaber
húsið við Sæbraut.
13:00 – 17:00
Heimsdagur barna í Gerðubergi. Vegleg
fjölskyldudagskrá með margs konar
listasmiðjum tengdum litríkri menningu
ýmissa þjóða. Origamismiðja, Maracas
hristusmiðja, sjóræningjasmiðja og margt
fl. Í lokin verður boðið upp á og fjörugt
salsaball. Gerðuberg 3 - 5.
13:00 – 17:00
Fagurt galaði fuglinn sá. Einstaklega
fallegar ljósmyndir af íslensku fuglalífi.
Heyra má fuglahljóð úr hinum skemmtilega
dagskrárlið RÚV, Fugli dagsins. Leiðsögn
um fuglalíf við Tjörnina kl. 14:00. Einar Ó.
Þorleifsson og Jakob Sigurðsson leiðsegja.
Safnaðarheimili Dómkirkjunnar við hliðina
á Iðnó.
13:00 – 17:00
Að skyggnast inn í líf listamannsins
- Opnar vinnustofur á Vetrarhátíð.
Kíktu við í spjall, forvitnastu um sköpunar-
ferlið og njóttu verkanna. Vinnustofur á
Korpúlfsstöðum og einkavinnustofur
víðsvegar um borgina verða opnar
almenningi í dag milli kl. 13:00 og 17:00.
Eftirfarandi vinnustofur verða opnar:
- Korpúlfsstaðir.
- Vinnustofa myndhöggvarans Brynhildar
Þorgeirsdóttur, Bakkastaðir 113.
- Vinnustofa Sigurborgar Stefánsdóttur
og Áslaugar Jónsdóttur, Grensásvegur 12 A.
- Vinnustofa Cinziu D’Ambrosi,
Ljósheimar 11.
- Vinnustofa Jóhönnu Þorkelsdóttur,
Flókagata 69.
13:00 – 15:00
Stafganga í Viðey. Guðný Aradóttir
stafgönguleiðbeinandi kennir áhugasömum
stafgöngu. Viðey.
13:00 – 17:00
Sögur úr kreppunni. Miðstöð munnlegrar
sögu býður gestum að líta við í garðhúsinu
og segja frá upplifun sinni af kreppum fyrr
og nú. Glasgowtorg við Fischersund.
13:00 – 18:30
Endurskilgreindar hafnarborgir II.
Alþjóðleg ráðstefna um lýsingu og borgir,
ljós og list, upplifun og rými. Norræna
húsið, Sturlugötu 5, aðalsalur.
13:00 – 23:30
Hiphop Bíódagar@Hitt Húsið.
TFA Viðburðir og Hiphop.is bjóða í bíó.
Sýndar verða nokkrar klassískar kvikmyndir
Hiphop menningarinnar í bland við nýrra
efni. Kjallari Hins hússins.
13:00 - 19:00
London þegar allt kemur í ljós.
Ljósmyndasýning. Gallerí Lost Horse,
Skólastræti 1.
13:30 – 18:00
Skammdegissöngur á Vetrarhátíð.
Fjöldasöngur, söngvar sem tilheyra
árstíðinni og röð einsöngstónleika.
Veitingar á þjóðlegum nótum. Snorrabúð –
Tónleikasalur Söngskólans í Reykjavík,
v/Snorrabraut.
14:00 -18:00
Freyja og Vatnið. Freyja Önundardóttir
málar með olíu á striga.
Kaffi Loki, Lokastíg 28.
14:00 & 16:00
Fortíðarflakk í Grjótaþorpinu
– Leiðsagnir. Gestum er boðið á fortíðar-
flakk með leiðsögn um Grjótaþorpið.
Lagt af stað frá Landnámssýningunni,
Aðalstræti 16.
14:30 – 17:00
Breiðhyltingar og vinir í Ráðhúsi
Reykjavíkur – Menningarhátíð eldri
borgara. Borgarstjóri, Hanna Birna
Kristjánsdóttir, setur hátíðina. Kynnir er
Raggi Bjarna, sem slær á létta strengi með
Þorgeiri Ástvaldssyni. Ráðhús Reykjavíkur.
15:00
Vetrarþytur verkalýðsins – barna- og
fjölskyldutónleikar. Lúðrasveit
Verkalýðsins heldur sína árlegu barnatón-
leika í samvinnu við Íslensku Óperuna.
Íslenska Óperan, Ingólfsstræti.
15:00 – 18:00
Á leið út í lönd - þrennir einsöngstónleikar
í Söngskóla Sigurðar Demetz. Einsöngs-
tónleikarnir hefjast á heila tímanum kl.
15:00, 16:00 og 17:00. Söngskóli Sigurðar
Demetz, Granagarði 11.
16:00
Frostrósir á skautum. Synchrohópurinn
Frostrósir frá Birninum, sýnir samhæfðan
skautadans og iðkendur frá Birninum sýna
listhlaup á skautum. Egilshöll, Fossaleyni 1.
16:00 – 18:00
Reykvíkingar og nágrannar. Stórskemmti-
legar mannlífsmyndir frá Reykjavík og
nágrenni eftir blaðamanninn Einar Jónsson.
Tröð á Háskólatorgi.
16:00
Smábílaklúbbur Íslands keppir í flokki
bensínknúinna off-road bíla. Ingólfstorg.
17:00 – 18:00
Johnny Stronghands spilar mjúkan
delta-blús eins og hann gerist bestur.
Kaffi Loki, Lokastíg 28.
17:30
Esjuljósaganga. Lagt verður af stað við
sólsetur og gengið inn í myrkrið. Toppfarar
vísa veginn. Allir mæti með nesti, góða skó
og höfuðljós eða vasaljós. Boðið uppá
Rútuferð frá malarbílastæði við Háskóla
Íslands kl. 17:30, frá Orkuveituhúsinu
17:45. Gangan hefst kl. 18:15.
Nánari upplýsingar um gönguna má finna á
toppfarar.is
18:00
Vatnsberinn upplýstur Í tilefni 100 ára
afmælis vatnsveitu í Reykjavík verður
Vatnsberinn, stytta Ásmundar Sveinssonar,
lýst upp. Litla Hlíð, Bústaðavegi.
18:00 –19:00
Kærleikar. Sameinumst öll um kærleikann.
Hist verður á Austurvelli þar sem ýmsir
þekktir einstaklingar leggja fram fallega
hugsun um kærleikann. Frábærir hljóðfæra-
leikarar leiða okkur hringinn í kringum
Tjörnina og leika þekkt ástarlög. Þá
sameinast kórar Reykjavíkur við
Reykjavíkurtjörn og taka lagið undir stjórn
Harðar Áskelssonar. Allir hvattir til að mæta
í einhverju Rauðu. Austurvöllur.
19:00
Norðurljósin á skautum. Listhlaupa-
deildir Skautafélags Reykjavíkur sýna dans
á ís ásamt einstaklingsskautadönsurum.
Skautahöll Reykjavíkur, Laugardal.
22:00
Sjóðheitt salsa á Hressó. Salsakvöld með
SalsaIceland og Tepokanum. SalsaIceland
sýnir suðræna salsatakta og býður uppá
kennslu fyrir reynda jafnt sem óreynda.
Hressó, Austurstræti 20.
Skoðaðu dagskrána á www.vetrarhatid.is
Fáðu dagskrána í farsímann þinn á ymir.is
Liima Inui
- lokaatriði vetrarhátíðar
Grænlenska reggae-popphljómsveitin Liima Inui slær lokatóninn á
hátíðinni. Hljómsveitin er mjög vinsæl á Grænlandi, enda þykir hún
sérlega áhrifamikil á tónleikum og nær að skapa einstaka stemn-
ingu. Nemendur við Myndlistaskólann í Reykjavík vinna með ljósa-
innsetningar sem öðlast líf í myrkrinu. Norræna húsið kl. 22:00,
aðalsalur.
Dagskráin í dag, laugardaginn 14. febrúar