Fréttablaðið - 14.02.2009, Side 24

Fréttablaðið - 14.02.2009, Side 24
24 14. febrúar 2009 LAUGARDAGUR J urtaapótekið á Laugavegi hefur átt töluverðum vinsældum að fagna en þar er að finna lyf Kolbrúnar Björnsdóttur grasalæknis. Sterk- ur og dásamlegur ilmur af jurtum tekur á móti fólki þegar það gengur inn í þennan ævintýralega heim af alls kyns töflum, teblöndum, smyrsl- um og vökvum sem er skapaður úr gnægtar- brunni náttúrunnar. „Þegar ég var í mennta- skóla var ég heilsufrík,“ útskýrir Kolbrún. „Ég var mikið í íþróttum og spáði mikið í mataræði. Ég las allt sem ég gat hendur á fest um þessi mál. Á þessum tíma var ekki mikið til um náttúrulækningar, en þá aðal- lega bækur og blöð frá Náttúrulækningafé- laginu. Ég réð mig í vinnu í Heilsuhúsinu og vann í eldhúsinu á heilsuhælinu í Hvera- gerði og fann að þetta var virkilega það sem ég hafði áhuga á að gera í lífinu. Ég ákvað að fara í einhvers konar nám tengt nátt- úrulækningum, fyrst ætlaði ég að fara út í hómópatíu í Þýskalandi en las svo viðtal við konu sem hafði lært grasalækningar í skóla í Bretlandi og ákvað að gera slíkt hið sama. Ég var tuttugu og sex ára þegar ég lauk námi í Bretlandi og þá var enga vinnu að finna í þessum geira nema að skapa hana sjálfur. Það var líka það sem ég gerði, ég opnaði stofu og var svo heppin að fá mikla kynningu um leið og ég byrjaði. Íslending- ar reyndust mjög opnir fyrir þessari tegund af lækningu.“ Að hjálpa líkamanum að hjálpa sér sjálfum Kolbrún segir þær grasalækningar sem hún lærði í Bretlandi vera mjög sérhæfð fræði sem byggja ekki á gamalli heimspeki eins og til dæmis Ayurveda-lækningar Ind- lands eða grasalækningar Kínverja. „Þetta eru í raun mjög læknisfræðilegar kenning- ar og ég lærði sömu sjúkdómsgreiningar og hefðbundnir læknar. Grasalækningar hafa færst nær læknisfræðinni að ákveðnu leyti þar sem reynt hefur verið að fá meiri viður- kenningu fyrir fagið sem slíkt, en Bretland er það land sem er lengst komið hvað varð- ar grasalækningar og hómópatíu. En hverjir eru kostirnir við grasalækningar? „Í mörg- um tilfellum er hægt að koma í veg fyrir að fólk þurfi að nota sterk lyf með því að nota jurtalyf. Því miður er því þó oft þannig hátt- að að fólk bíður svo lengi með að laga kvill- ana að þeir grassera og þá er erfiðara að not- ast við jurtalyf þar sem þau eru ekki nógu sterk.“ Kolbrún segir að grasalækningar hafi einstaklega góð áhrif á kvilla eins og til dæmis gigt og ofnæmi. „Það eru marg- ar jurtir sem eru bólgueyðandi, kvalastill- andi og auka blóðflæði og þetta hefur allt reynst afbragðsvel við gigt. Meltingarvanda- mál eru einnig oft auðleyst með jurtum.“ Það sem Kolbrún fæst hins vegar mest við í dag er hreinsun, eða eins og hún orðar það, „til- tekt“ í líkamanum. „Í okkar nútímasamfé- lagi neytum við einfaldlega allt of mikils af unnum vörum, aukaefnum, sykri, koffíni og öðrum efnum sem setjast að í líkamanum og gera hann þreyttan. Það verður mikið álag á lifrina og orkuflæðið minnkar. Ég er þá almennt að reyna að koma líkamanum í gang til þess að hann eigi auðveldara með að verja sig gegn sjúkdómum og kvillum.“ Megnið af jurtunum flytur Kolbrún inn óunnar og býr til úr þeim lyf auk þess sem hún tínir íslenskar jurtir. „Allt sem ég er með í Jurtaapótekinu eru lyf sem ég bý til sjálf.“ Á hillum er að sjá stærðarinnar krukkur fylltar exótískum ginseng-rótum og rauðum rósaknúppum auk kunnunglegra jurta eins og blóðbergs og kamillublóma. Aðspurð segist Kolbrún búa að fjölmörgum sögum af fólki sem nær góðum bata með grasalækningum. „Ég hef tekið um fimm þúsund manns í viðtalstíma og margir hafa náð mjög góðum árangri. En bati hefur fyrst og fremst með vilja fólks og ætlun þeirra að gera. Fólk þarf til dæmis að breyta um lífsstíl og mataræði auk þess að taka inn lyfin reglu- lega. Þegar fólk kemur til mín í viðtal fæ ég sjúkrasögu þess, lyfjasögu og matarsögu og spyr einnig spurninga um lífsstíl þeirra. Einnig er ég með lithimnulestur sem ég nota mikið sem stuðning við sjúkdómsgreining- ar, en þá les ég bæði hvítuna og lithimnuna. Þetta hljómar kannski órökrétt fræði en ég hef gert þetta í tólf ár og þau hafa ætíð stað- fest grun minn um sjúkdóma.“ Aukin ásókn í svefn- og þunglyndislyf Svefnleysi og þunglyndi eru því miður gjarn- an fylgifiskar þeirra krepputíma sem eru að skella á þjóðina og þeirra breytinga sem áttu sér stað við bankahrunið síðastliðið haust. „Ég hef orðið mjög vör við það að fólk hefur komið mikið í Jurtaapótekið til þess að leita ráða gegn svefnleysi,“ segir Kolbrún. „Við erum með tilbúna blöndu sem heitir Nótt og er dálítið sterk, og svo milda róandi blöndu sem heitir Heiðrún. Einnig mælum við með því að fólk taki inn malaða, óhitaða hafra í hylkjum, þar sem hafrar hafa mjög góð áhrif á svefn. Við erum líka með blöndu sem virk- ar vel við vægu þunglyndi, jurtablöndu sem örvar blóðflæði til heilans og gefur orku. Það er gott að auka virkni lifrarinnar til þess að sporna við þunglyndi því þegar starfsemi lifrarinnar er hæg verður fólk oft miklu þyngra.“ Kolbrún segist sjá áberandi mikla vakningu meðal fólks í þjóðfélaginu um að breyta lífsstílnum til batnaðar. „Mér finnst fullt af fólki vera að vakna til vitundar um að hugsa miklu betur um sjálft sig, bæði lík- amlega og andlega. Fólk er núna verulega tilbúið að láta til skarar skríða og breyta lífi sínu. Þetta er væntanlega bara endurspegl- un á því að svona miklar breytingar eru að eiga sér stað í þjóðfélaginu.“ En ef fólk hefur ekki efni á dýrari jurtameðferðum hvetur Kolbrún eindregið til þess að það prófi að tína og nota íslenskar jurtir sjálft, eins og fjallagrös, birki og blóðberg. „Mín ósk er sú að fólk læri á jurtir sjálft og noti þær meira heima hjá sér, en það dregur úr þörfinni fyrir sterk hefðbundin lyf síðar á ævinni. Það væri æskilegt að fólk kynni að bregðast við litlum kvillum áður en þeir verða stórir. Draumur minn væri sá að fræðin á bak við grasalækningar yrðu kennd í barnaskólum. Hefðbundin lyf virka líka þannig að það er ekki verið að takast á við vandann, heldur að bæla niður einkennin. Jurtir hjálpa lík- amanum til að komast í gang og hjálpa sér sjálfum.“ Kolbrún segir að margir komi með börn og ungbörn til sín enda sé gott að fyrir- byggja langvarandi penisillín og lyfjanotkun hjá þeim. Einnig hafa kvef- og flensublönd- ur fyrir börn og fullorðna mælst vel fyrir og gefið góðan árangur þegar ekkert annað dugar. „En maður þarf sannarlega að hafa fyrir því að halda góðri heilsu. Heilsan er ekki ókeypis.“ KOLBRÚN GRASALÆKNIR „Draumur minn væri sá að fræðin á bak við grasalækningar yrðu kennd í barnaskólum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Heilsan er ekki ókeypis Þegar breytingar eiga sér stað í þjóðfélaginu er fólk opnara fyrir því að gera breytingar á eigin lífi, segir Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir. Anna Margrét Björnsson fékk að skyggnast inn í heim jurtanna og heilnæm áhrif þeirra á mannfólkið. ➜ DEKRAÐU VIÐ LÍKAMA OG SÁL Kolbrún heldur fyrirlestur hjá Manni lifandi hinn 25. febrúar um náttúrulegt spa-dekur sem hægt er að búa til í eldhúsinu heima. „Í Jurtaapótekinu sel ég tals- vert af líkamsvörum eins og skrúbb og maska, krem og olíur. Mig langar til þess að kenna fólki hvernig það getur búið til heima-spa í eldhúsinu hjá sér með því að nota hversdags- lega hluti eins og gróft sjávarsalt, hunang, te, avókadó, gúrkur, mjólk, olíur og þara. Með því að gefa sjálfum þér tíma í slíkt dekur ertu um leið að gefa sjálfum þér gjöf sem er góð fyrir líkama og sál. Slíkar með- ferðir eru ekki einungis til að fegra líkamann að utan heldur fara öll virku efnin inn í gegn- um húðina og inn í blóðstreymið og veita aukna orku eða slök- un, og draga eiturefni úr líkamanum. Tíminn sem þú gefur þér í slíkt dekur færðu borgað margfalt til baka.“ Upplýsingar um fyrirlesturinn er að finna á www.madurlifandi.is Ég hef orðið mjög vör við það á þessum síðustu mánuð- um að fólk hef- ur komið mikið í Jurtaapótekið til þess að leita ráða gegn svefn- leysi. Á ÍSL ENSK RI FR AMLE IÐSL U 30% afsláttur af íslenskum rúmum allt að TILB OÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.