Fréttablaðið - 14.02.2009, Page 26
26 14. febrúar 2009 LAUGARDAGUR
FRAMHALD Á SÍÐU 33
Popphænsn og jaðarhundar
Þ
að er ekkert eitt æði
yfirstandandi núna.
Fólk er kannski meira
að pæla í hvernig það
á að fá sér að borða,“
segir einn viðmæl-
enda þegar hann er spurður um
íslenska tónlistarlandslagið í dag.
Þegar annar er spurður um helstu
hópana í þessum sama bransa
segir hann augljóst að klíkumynd-
un eigi sér stað. „En þegar þessar
klíkur eru skoðaðar ofan í kjölinn
fer að hrikta örlítið í kenninga-
kerfinu. Það má eiginlega segja
að allir séu tengdir öllum á ein-
hvern hátt.“
Fréttablaðið ákvað að hunsa
þessi orð og gerði tilraun til að
kortleggja helstu kreðsurnar í
tónlistarheimi Reykjavíkur í dag.
Eðlilega er áherslan á unga fólk-
ið, sem hvað ötulast er að hópa sig
saman, og býr tónlist fyrir sama
aldurshóp. Vart þarf að taka fram
að úttektin er fyrst og fremst hugs-
uð sem græskulaust gaman og eins
langt frá því að vera tæmandi og
hugsast getur. Hún byggist þó á
fjölradda kór fólks sem lifir, hrær-
ist og spáir linnulítið í tónlist.
Hópar myndast innan
allra stétta, og reyk-
vískir tónlistarmenn og
aðdáendur eru engin
undantekning. Kjartan
Guðmundsson ræddi
við valinkunna andans
menn og konur í því
augnamiði að kort-
leggja nokkrar af helstu
kreðsunum í dag.
Hvar er draumurinn?
„Þetta er einfalt, liðið sem var mest inni í sveitaballa-
grúppunum er komið út í eitthvað allt annað,“ segir
einn viðmælenda þegar hann er inntur eftir ástandinu
hjá „hreinræktuðum“ poppsveitum á borð við Írafár, Í
svörtum fötum og Á móti sól, sem seldu breiðskífur í
bílförum fyrir fáum árum.
Flestir virðast nokk sammála þessari greiningu.
Nokkrir nefna Ingó og Veðurguðina sem einu alvöru
kyndilbera geirans í dag, meðan aðrir vilja meina að
hljómsveitir eins og Hjaltalín, Sprengjuhöllin og jafnvel
Hjálmar hafi erft hlustendahópinn að nokkru leyti.
„Það vantar eitthvert stórt og leiðandi band í sveita-
ballapoppið síðan Skítamórall hætti. Það er engin sena í
gangi núna, ekki eins og þegar Buttercup og Írafár voru
hvað vinsælastar fyrir nokkrum árum og meðlimir allra
þessara hljómsveita voru vinir,“ segir einn. Annar skell-
ir skuldinni á uppgang Ædolsins. „Almenningsálitið á
þessari tónlist breyttist mjög til hins verra þegar teng-
ingin við Ædolið var svona sterk.“
„Fólk á auðvitað minni pening núna og er kannski
ekki alveg að kaupa þetta „skítt með allt og dettum í
það á sveitaballi“-dæmi lengur. Kannski vill almenning-
ur frekar eyða aurunum sínum í eitthvað sem endist,“
er niðurstaðan hjá einum.
Annar veltir því fyrir sér hvort sveitaballapoppið sé
staðbundnara í dag en áður var. Nóg sé að kíkja við í
pulsuvagninum á Selfossi til að sjá að nýjar og nýjar
sveitaballagrúppur auglýsi um hverja helgi, en annað
gildi um restina af landinu. „Það er mjög lýsandi fyrir
stemninguna að spútnikplata síðasta árs var safnkassi
með Páli Óskari. Það er greinilegt gat sem þarf að fylla
upp í á þessum markaði, og ég lýsi eftir nýjum Einari
Bárðarsyni til að redda málunum!“ segir einn álitsgjafi
ákveðinn.
Samheldinn harðkjarni
„Pönk- og þungarokkarar sem koma saman undir
ákveðnum harðkjarnahatti er alveg furðulega stór
hópur, miðað við að þetta er ekki vinsældavæn músík.
Vefsíðan taflan.org og Valdi í Geisladiskabúð Valda sjá
um að halda hópnum dálítið saman,“ segir einn við-
mælenda og bætir við að líklega sé samheldnari hópur
en harðkjarnaliðið vandfundinn. „Kannski er mesta
gróskan fyrir klíkumyndun einmitt lengst úti á jaðrin-
um. Þörfin fyrir samheldnina verður meiri.“
Annar bendir á að meðlimum þeirra fjölmörgu hljóm-
sveita sem tilheyra harðkjarnanum, eins og Morðingj-
anna, Sólstafa, Severed Crotch og margra annarra, sé
einkar umhugað um að vera hólfaðir í réttan undirflokk
senunnar. „Ef manni verður á að flokka hljómsveit sem
spilar black metal grunge death tónlist undir einfald-
an death metal hatt er maður nánast að fremja guðlast
í þeirra augum. Þetta virðist vera mjög viðkvæmt mál
hjá þeim mörgum.“
Nefndir eru til sögunnar nokkrir harðhausar sem
flestir eru sammála um að myndi nokkurs konar elítu
harðkjarnans, menn á borð við Birki í I adapt, Þóri og
Sigga Pönk. „En þeir haga sér samt alls ekki eins og ein-
hverjir hrokagikkir, langt því frá. Þetta eru menn með
reynslu og þekkingu, öðlingsdrengir.“
Álitsgjafar eru sammála um að harðkjarnafólk sé
upp til hópa hörkuduglegt og taki til að mynda hljóm-
leikaferðum engum vettlingatökum. „Þegar hardcore-
senan skipuleggur túra fá þeir inni hjá vinum sínum í
Englandi og Þýskalandi, spila á hverjum einasta degi,
keyra sveittir milli staða og vinna alla vinnuna sjálf-
ir. Þeir strita og uppskera eftir því,“ segir einn fullur
lotningar.
Annar rifjar upp hugtak sem Birkir í I Adapt notaði
um tónleikaferðir sveita úr öðrum geirum, til dæmis
Reykjavík og Singapore Sling: „gallabuxnaferðir“.
„Margar grúppur fá kannski styrk frá Önnu Hildi í
Útóni, fara út, spila fyrir 20 manns í tvo eða þrjá daga
og kaupa sér gallabuxur í leiðinni.“ Enn einn heldur
því fram að Mínus hafi verið harðkjarnasveit á sínum
tíma, en ekki nennt að sofa á hörðum gólfum og frek-
ar kosið téðar gallabuxnaferðir. „Þeir komu heim úr
harðkjarnaferð eftir þrjá daga og notuðu þá afsökun að
Þröstur bassaleikari hefði handleggsbrotnað. Þetta er
fræg saga,“ klykkir hann út með. Ósagt skal látið um
sannleiksgildið.
101 Reykjavík
Miðbærinn og nánasta nágrenni er höfuðvígi margra hljómsveita og tón-
listarmanna af ýmsum toga, og klíkurnar innan hans nánast óteljandi.
Artíliðið
Fyrst er það sem flestir viðmælend-
ur kjósa að kalla artí-liðið, hópur-
inn sem einhvern tíma hefði flokk-
ast undir krúttkynslóðina. „Margir
vilja ennþá kalla þetta krútttónlist,
en málið er að þeir sem eru flokk-
aðir undir þann hatt verða svo rosa-
lega sárir og fúlir yfir því, jafnvel
svo komið hefur til slagsmála. Svo
er líka spurning um hversu viðeig-
andi krútt-titillinn er í dag,“ veltir
álitsgjafi fyrir sér, og annar bætir við: „Krúttin héngu mörg í Klink og
Bank, sem er ekki lengur til, og fóru svo saman á Sirkus, sem er heldur
ekki til lengur. Krútt stóð líklega fyrir einhverja barnalega eiginleika í
músíkinni, en það hefur dreifst í miklu fleiri áttir. Ákveðin þróun hefur
átt sér stað.“
Útgáfufyrirtækið Kimi Records og vel nýtt æfingahúsnæði við hlið
Grand Rokks á Smiðjustígnum eru gjarnan nefnd sem einkennandi fyrir
artí-geirann. Hljómsveitir og listamenn á borð við Sigur Rós, FM Belf-
ast, Reykjavík, Borko, Sin Fang Bous, Ólöfu Arnalds, Skakkamanage og
„öll Benna Hemm Hemm klíkan,“ eins og einn viðmælandi orðaði það,
séu í raun einn stór vinahópur sem hjálpist að, djammi saman, láni hvert
öðru hljóðfæri og jafnvel hljómsveitarmeðlimi ef því er að skipta. Litið
sé upp til eldri og reyndari manna eins og Orra í Slowblow og Jóhanns G.
Jóhannssonar, „manna sem hafa sögu að segja og muna þegar Sykurmol-
arnir voru enn að spila í einhverjum skítaholum í Reykjavík“.
„Staðalímyndin er auðvitað sú að artí-liðið teikni sjálft myndir framan
á geisladiskana sína, noti torkennilegar myndlíkingar í textum og hendi
iðulega random bjöllu eða fiðlu í lögin sín,“ vill álitsgjafi meina. Annar
segir tengslin aðallega ímyndarlegs eðlis. „Hvernig er fjallað um þau,
hvernig þau koma fram á tónleikum, í viðtölum og þar fram eftir götun-
um. Þau deila svipaðri ímynd.“
Sveitaballaartí
Artí-sveitaballapoppararnir er önnur
kreðsa sem líka heldur sig kirfilega
innan 101-póstnúmersins. Nöfnin
sem helst eru nefnd í því sambandi
eru Sprengjuhöllin, Hjaltalín, Mot-
ion Boys og Retro Stefson. „Þetta
eru grúppur sem eru dálítið artí
og míga utan í indíið, en eru ólíkt
hressari. Grallaragrín Sprengju-
hallarinnar var til dæmis skemmti-
leg nýbreytni í viðtölum þegar þeir
komu fyrst fram. Það var ekkert feimnis-indí-kúl í gangi þar.“
Sprengjuhöllin er af nokkrum kölluð Stuðmenn okkar tíma, og þá
ekki í jákvæðri merkingu hjá öllum. „Það er gjarnan litið á þessi bönd
ROKK Í REYKJAVÍK „ …þegar þessar klíkur eru skoðaðar ofan í kjölinn fer að hrikta örlítið í kenningakerfinu. Það má eiginlega segja að allir séu tengdir öllum á einhvern hátt“.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
MORÐINGJARNIR
INGÓ OG
VEÐURGUÐIRNIR
SIGUR RÓS
HJALTALÍN