Fréttablaðið - 14.02.2009, Síða 35

Fréttablaðið - 14.02.2009, Síða 35
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 KÆRLEIKSHÁTÍÐ verður haldin í hjarta Reykjavíkurborgar í dag klukkan 18. Gengið verður frá Austurvelli að tjörninni og síðan í kringum hana í eins konar meðmælagöngu þar sem mælt er með hlýju, kærleika og ást. „Pacas er blóðheitur Suður-Amer- íkani sem finnst hann vera Val- entínus sjálfur, svo í dag má segja að Valentínus standi á fimmtugu,“ segir Guðbergur Garðarsson sem þjóðin þekkir betur sem Begga, betri helming Pacasar, en saman unnu þeir veruleika- og hönnunar- þáttinn Hæðina í fyrra. „Pacas velti því einu sinni fyrir sér að breyta nafni sínu í Valent- ínus, en það þótti mér einum of mikið af því góða,“ segir Beggi og skellihlær. „Mér finnst dásamlegt við Pacas hve ríkulega hann býr yfir jákvæðri hugsun. Honum er lífsnauðsynlegt að vera jákvæð- ur, glaður og hamingjusamur, og hann dvelur aldrei við fortíðina heldur lifir fyrir daginn í dag og líður eins og 25 ára þótt fimmtugs- afmælið blasi við sem veruleiki í dag.“ Beggi ætlar að halda sínum heittelskaða mikið afmælishóf. „Í öllu kreppuhjalinu ætlum við að elda með hjartanu handa vinum og vandamönnum og hlýja hvert öðru með söng, dansi og skemmtileg- heitum. Við erum svo ríkir að eiga mikið af góðum vinum sem vilja leggja hönd á plóg með skemmti- atriði og erum orðnir virkilega spenntir fyrir kvöldinu,“ segir Beggi, en þeir Pacas ætla að taka forskot á veisluhöldin með þjóð sinni yfir miðjan daginn. „Hús- bændur í Smáralind ætla að bjóða upp á dýrindis hjartalaga Valent- ínusartertu sem við Pacas skreyt- um af natni og skerum niður ofan í gesti og gangandi,“ segir Beggi fullur tilhlökkunar og segist hafa fundið rómantíska sál sína vaxa eftir að leiðir þeirra Pacasar lágu saman. „Við erum báðir ástarinn- ar menn og njótum þess að hafa fallegt og rómantískt í kringum okkur. Valentínusardag ber náttúr- lega upp á afmælisdag Pacasar, og hefur frá fyrsta degi veitt okkur ómælda gleði. Ég veit að margir setja upp snúð og kalla hann amer- ískan tökudag, en mér finnst við ættum öll að baða okkur í dulúð og ástríðu rauða litarins, sem og róm- antík dagsins, ef það á annað borð getur skapað okkur hamingju og gleðilegar stundir.“ thordis@frettabladid.is Valentínus er fimmtugur Rómantík, blóðhiti og lífsnautnir eru aðalsmerki dagsins, eins og mannsins sem fæddist undir funheitri sólu í Brasilíu fyrir hálfri öld, en lifir nú í ást og samlyndi á ísaköldu landi þar sem eldur kraumar undir. Ástarfuglarnir Beggi og Pacas kunna að lifa lífinu í gleði og þökk fyrir hvern dag sem Guð gefur. Hér eru þeir sælir saman á Kaffi Sólon þar sem málverk Pacasar eru sýnd um þessar mundir. Sýningin stendur fram í mars. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Landsins mesta úrval af íslenskum sófum Patti húsgögn Íslensk framleiðsla - Íslensk hönnun - Íslensk framtíð ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Kolaportið er opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 11-17 Tr y g g v a g ö t u 19 • 101 R e y k j a v í k S í m i 5 62 5 0 3 0 • w w w . k o l a p o r t i d . i s www.tskoli.is Steinsmíði – hoggið í stein Tækniskólinn býður upp á námskeið þar sem kennd eru undirstöðuatriði í almennri steinsmíði og höggverki. Þátttakendur hanna og smíða hlut úr steini. Námskeiðið er í samvinnu við Steinsmiðju S. Helgason. Tími: 23. feb. - 14. mars, alls 35 klst. Námskeiðsgjald: 36.900 kr. Nánari upplýsingar fást í s. 514 9601 og á ave@tskoli.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.