Fréttablaðið - 14.02.2009, Page 60

Fréttablaðið - 14.02.2009, Page 60
36 14. febrúar 2009 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is Á heimsdegi barna sem verður haldinn í fimmta sinn í dag fá íslensk og erlend börn að kynnast hinum ýmsu heimshorn- um með áþreifanlegum hætti. Dagurinn er haldinn hátíðleg- ur í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi þar sem boðið er upp á margs konar listasmiðjur tengdar litríkri menningu ýmissa þjóða. „Markmiðið með deginum er fyrst og fremst að kynna menningu okkar og annarra þjóða fyrir íslenskum og erlend- um börnum og er það gert með ýmsum hætti,“ segir Guðrún Dís Jónatansdóttir, verkefnisstjóri hjá Gerðubergi. „Að þessu sinni leggjum við ríka áherslu á að bjóða upp á smiðjur sem börnin geta tekið þátt í óháð tungumálakunnáttu. Þetta eru hinar ýmsu dans- og listasmiðjur þar sem engu máli skiptir hvort börnin tala íslensku eða annað tungumál enda tjáning- in ekki í gegnum tungumálið.“ Í smiðjunum gefst börnunum kostur á að kynnast ólíkum menningarheimum með áþreifan- legum hætti en þau geta gert japönsk origami-listaverk, dans- að afró, hiphop og salsa og búið til eigin suður-amerískar mar- acas-hristur svo dæmi séu tekin. Þá er boðið upp á ýmsa aðra skemmtun eins og sjóræningja-, sápukúlu- og brúðuleikhús- smiðju. „Við höfum farið ýmsar leiðir í að kynna ólíka menn- ingarheima fyrir börnunum og erum alltaf að prófa okkur áfram,“ segir Guðrún. Heimsdagur barna er ávallt haldinn í tengslum við vetrar- hátíð Reykjavíkurborgar og er hann að mati Guðrúnar búinn að festa sig í sessi. „Þetta er einn af okkar stærstu viðburð- um ætlaður börnum og erum við þónokkuð dugleg á því sviði,“ segir hún en um 1.000 manns hafa að jafnaði sótt viðburði dagsins. „Þá reynum við að bjóða upp á barnasýningar í tengsl- um við daginn. Að þessu sinni eru það sýningarnar Heyrðist eins og harpan væri að gráta, sem er brúðusýning unnin upp úr sögunni Prinsessan í hörpunni, og svo Þetta vilja börn- in sjá!, þar sem gefur að líta nýjar barnabækur og myndir úr þeim.“ Nánari upplýsingar um dagskrá heimsdagsins má finna á gerduberg.is. vera@frettabladid.is HEIMSDAGUR BARNA: Í FIMMTA SINN Kynnast heiminum ÝMISLEGT UM AÐ VERA Sýningin Heyrðist eins og harpan væri að gráta, sem er brúðusýning unnin upp úr sögunni Prinsessan í hörpunni, stendur sem hæst og geta börn sem koma á heimsdaginn virt hana fyrir sér. MYND/ANTON TILBOÐSDAGAR 30-50% afsláttur af völdum legsteinum á meðan birgðir endast Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Magnúsar Kristins Finnbogasonar Álfhólsvegi 151, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar Landspítala Landakoti og heimahjúkrun Karitas, fyrir einstaka umönnun og hlýju. Erlendur Magnússon Steinunn Hlín Guðbjartsdóttir Kristín Magnúsdóttir Lárus Pálmi Magnússon Sonja Lampa barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju vegna andláts og útfarar, Agnars Jörgenssonar Dalbraut 20, Reykjavík. Jensey Stefánsdóttir Edda Agnarsdóttir Birgir Guðmundsson Kolbeinn Agnarsson Ljósbrá Guðmundsdóttir Kjartan Agnarsson Hlín Agnarsdóttir Gyða Agnarsdóttir Guðjón Aðalsteinsson Ari Agnarsson Védís Guðjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Snæbjörn Ármann Björnsson fyrrverandi bóndi á Nolli, Grenilundi, Grenivík, lést á Grenilundi fimmtudaginn 12. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Björn Snæbjörnsson Magga Kristín Björnsdóttir Sigurbjörg Snæbjörnsdóttir Stefán Sigurður Snæbjörnsson Súsanna Poulsen Kristinn Snæbjörnsson Kristín Sigurbjörg Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. 65 ára afmæli Þórdís Garðarsdóttir Þessi myndarlega og sterka kona er 65 ára í dag. Til haming ju með daginn, Lúlli og Ella Hjartans þakkir til hinna fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og virðingu í veikind- um og við andlát og útför ástkærs eigin- manns, föður, tengdaföður, tengdasonar, afa og langafa, Bjarna B. Ásgeirssonar Efstaleiti 12, og heiðruðu þannig minningu hans. Guð blessi ykkur öll. Elín Guðmundsdóttir Anna Rósa Bjarnadóttir Kristinn Héðinsson Ásgeir G. Bjarnason Sigríður Hafberg Guðrún Helga Bjarnadóttir Kristján Björnsson Regína Bjarnadóttir Henry Alexander Henrysson Guðrún Helgadóttir afabörn og langafabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Bjarna Björnssonar Álfalandi 8, Reykjavík. Valgerður Gísladóttir Sólborg Bjarnadóttir Sigurður Júlíus Kristinsson Dagbjört Bjarnadóttir Páll Högnason Hjalti Bjarnason Kristín Kristjánsdóttir Sigríður Bjarnadóttir Jón Orri Magnússon barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, Laufey Guðmundsdóttir frá Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð. Síðast til heimilis að Austurbrún 6, Reykjavík, lést á Borgarspítalanum þann 12. febrúar sl. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, systkini hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar, mágkonu og frænku, Maríu Jóhannsdóttur frá Háagerði, Eyjafjarðarsveit. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Dvalarheimilinu Hlíð fyrir góða og hlýja umönnun. Benedikt Jóhannsson Aðalsteinn Jóhannsson Guðbjörg Stefánsdóttir Guðrún Jóhannsdóttir Freygerður Geirsdóttir Örn Hansen Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 MICHAEL BLOOMBERG ER 67 ÁRA „Hinn sanni ameríski andi kemur hvergi betur í ljós en í New York- borg.“ Bloomberg hefur verið borgarstjóri New York- borgar frá árinu 2001. Árið 2008 var hann í átt- unda sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn Banda- ríkjanna. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja var stofnað þennan dag árið 1942. BSRB eru samtök launafólks í opinbera geiranum eða þeirra sem starfa hjá ríki, sveitar-félögum eða fyrirtækjum í almannaþjón- ustu. Í dag standa 28 aðildarfé- lög að samtökunum og er saman- lagður fjöldi félaga um nítján þús- und. Þar af eru um sjötíu prósent konur. Samtökin hafa komið ýmsu til leiðar og ári eftir stofnunina voru fyrstu lögin um lífeyrissjóði sett. Af öðrum áföngum í baráttunni fyrir kjararéttindum má nefna setn- ingu laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna árið 1954 og samning um verkfallsrétt árið 1976 Fyrsti formaður samtakanna var Sigríður Thorlacius. Ögmund- ur Jónasson var síðasti formaður þess en hann óskaði nýlega eftir heimild stjórnar til að draga sig í hlé frá störfum fram yfir næstu al- þingiskosningar þar sem hann gegnir nú embætti heilbrigðisráð- herra. ÞETTA GERÐIST 14. FEBRÚAR 1942 BSRB sett á laggirnar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.