Tíminn - 08.07.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.07.1986, Blaðsíða 1
DRAGNÓTAVEIÐAR njóta aukinna vinsælda. Talsvert fleiri bátar frá suð-vestur horni landsins fengu leyfi hjá sjávarútvegsráðuneytinu til að stunda veiðarnar nú í sumar en fyrri ár. Ríflega áttatíu leyfi voru veitt í sumar, en frestur til umsókna rann út þann fimmtánda júní. MAÐUR braust inn í bílasöluna Blik í Skeifunni aðfaranótt laugardags. Stal hann þar Range Rover bifreið. Lögreglan í Reykjavík handtók manninn síðarsömu nótt, og er hann grunaður um ölvun við akstur. 76 ARA gömul kona hné niður í Árbæjarsafni á laugardag. Þegar sjúkra- bifreió kom á staðinn reyndist hún vera látin af völdum hjartaslags. Konan var stödd hér á landi sem ferðamaður frá Frakklandi. SEX FYRIRTÆKI hafa verið aualýst til gjaldþrotaskipta í Lögbirtingar- blaðinu. Fjögur þeirra eru staðsett í Reykjavík. Þau eru: Pólar-Cargo hf., West-End hf„ Myndver hf. (ísmynd),^ ísmat hf. og Pólarhús hf. Þá hefur fyrir- tækið Funaofnar hf. verið auglýst til gjaldþrotaskipta en það er til húsa í Hveragerði. Loks hefur fyrirtækið Afl hf. á Vopnafirði verið tekið til gjaldþrotaskipta. JÓN GUNNAR Stefánsson hefur I 'verið endurráðinn sem bæjarstjóri Grindavíkur. Hann hefur starfað sem bæjarstjóri Grindavíkur síðan 1982. RáÓning Jóns var tekin fyrir á fyrsta fundi bæjarstjórnar og var hún einróma samþykkt. NAUÐLENDING tókst giftusam- lega á Reykjavíkurflugvelli á laugardags- kvöld. Lítil einkaflugvél af gerðinni Cessna 170, sem var að koma frá Fljóta- vík á Ströndum, tilkynnti að hún hefði misst annað aðalhjólið í fluqtaki á Ströndum. Flugmaðurinn ákvað að freista þess ekki að lenda á ísafirði, heldur lenti á Reykjavíkurflugvelli, og sakaði engan, og er flugvélin lítt skemmd. TF-PQL er í eigu einstaklinga á ísafirði. FLUGVIRKJAFÉLAG ís lands hefur boðað vinnustöðvun flugvirkja og flugvélstjóra hjá Arnarflugi frá og með 10. júlí. Fundur hefur verið ákveðinn hjá sáttasemjara þann níunda. Deilan snýst um afturvirkar greiðslur launa. BANASLYS varð á Snæfellsnesi aðfaranótt föstudags. Ung stúlka lést, þegar bifreið sem hún var farþegi í, valt á veginum, skammt frá bænum Hofstöðum. Nafn stúlkunnar er Kristín Jónsdóttir, og var hún ættuð af Snæfellsnesi, fædd 1959. Við veltuna kastaðist Kristín út úr bílnum og beið þegar bana. Alls voru fjórir i bifreiðinni og állir í bílbeltum, utan Kristín, sem hafði nýlega losað það af sér. KRUMMI Niðurstöðu Kjaradóms um laun BHMR að vænta í vikunni Samningsrétturinn yrði endurskoðaður - ef Kjaradómur dæmir BHMR ekki markaðslaun, segir Birgir B. Sigurjónsson hagfræðingur að þurfa að taka tillit til þeirra. Samningsréttur okkar er mjög tak- markaður, en á móti kemur að löggjafinn lofar því að Kjaradómur tryggi okkur markaðslaun. Sem stendur höfum við ekki markaðs- laun og nægir að nefna sem dæmi að lektor við H.í. hefur 31.000.- krónur í laun. Niðurstaða Kjara- dóms nú hlýtur að hafa afgerandi áhrif á afstöðu BHMR um samn- ingsmál og samningaréttarmál í framtíðinni, því ef lítið kemur út úr Kjaradómi nú, verður að leita annarra og þá ekki vísindalegra leiða til að knýja á um launakjör,“ sagði Birgir. ABS Kjaradómur mun kveða upp úr- skurð nú í vikunni um laun þeirra starfsmanna ríkisins sem eru innan Bandalags háskólamanna. Til grundvaliar liggja niðurstöður nefndar sem skipuð var af fjár- málaráðuneytinu til að gera saman- burð á launakjörum háskóla- menntaðra starfsmanna hjá ríkinu og öðrum vinnuveitendum. f niðurstöðum þessum kemur m.a. fram að dagvinnulaun hjá ríkisstarfsmönnum innan BHMeru allt að 50-60% lægri en á einka- markaði. Aftur á móti hafa ríkis- starfsmenn 46% yfirvinnulaun á dagvinnugrunn á móti 23% hjá einkamarkaðnum, en þess ber að gæta að ríkisstarfsmenn eru skyldugir að vinna yfirvinnu ef vinnuveitandi óskar. Heildartekjur í verktækni- legum og viðskiptalegum starfs- greinum voru 10-25% hærri á einkamarkaði en innan ríkis- geirans, en þetta eru þær starfs- stéttir sem eiga flesta starfsmenn á öðrum vettvangi en hjá ríkinu. Sumar starfsgreinar innan ríkis- geirans hafa aftur á móti engar viðmiðunarstéttir á einkamarkaðn- um, t.d. starfsmenn mennta- og heilbrigðiskerfa. Kjarasamanburð- ur þessara hópa verður því ó- beinni. Lífeyrisréttindi starfs- manna ríkisins eru mun verðmæt- ari en lífeyrisréttindi einkamarkað- ar og mat nefndin þau sem 9% álag á laun ríkisstarfsmanna. „Ég á von á því að laun BMHR manna verði leiðrétt alveg í sam- ræmi við þær niðurstöður sem Kjaradómur hefur fengið í hendur," sagði hagfræðingur Bandalags háskólamanna, Birgir Björn Sigurjónsson, en hann sat í nefndinni af hálfu BHMR. „Við höfum beðið í 2 ár eftir að fá þessa leiðréttingu á meðan aðrir hafa þotið fram úr okkur í launum. Við höfum gert vísindalega rann- sókn á launakjörum starfsmanna BHM hjá ríkinu og nú þegar Kjaradómur hefur niðurstöður þessar í höndum, þá hlýtur hann Þeir eru íbyggnir yfir veiði dagsins, Hinrik prins og Davíð borgarstjóri. í sameiningu komu þeir laxinum fyrir kattarnef, enda vel búnir, prinsinn flaggar bitjárni og Davíð möðkunum. Sjá frétt um heimsóknina blaðsíðu 3. Jón L. stórmeistari - Jafntefli í sextán leikjum við Khalismann „Þetta var mjög óvænt. Þessi tvö mót, bæði hér í Búlgaríu og Helsinki gengu upp og þetta náðist allt á einu bretti. Egátti von á því að maður þyrfti að berjast fyrir þessu nokkur mót í viðbót," sagði nýbakaður stórmeistari í skák, Jón L. Arnason í samtali við Tímann í gærkvöldi. Jón gerði jafntefli við Khalis- mann frá Sovétríkjunum í síðustu skák sinni á mótinu og innsiglaði um leið eftirsóttustu nafnbótina í skákheiminum. Jón L. var með svart í viðureigninni og lauk skák- inni með jafntefli eftir aðeins sextán leiki. Jón sagði að sér hefði virst Khalismann hálf niðurdreginn eftir óvænt tap fyrir Búlgaranum Kurtenkov, í næst síðustu umferð en hann er ekki hátt skrifaður í skákheiminum. „Ég var heppinn og maður verð- ur víst að vera það til þess að ná þessu. Ég er ekki ánægður með mína taflmennsku á þessu móti, en hafði ákveðið að tefla djarft og þetta hafðist,“ sagði Jón. Georgev frá Búlgaríu varð í öðru sæti á mótinu, með sjö vinn- inga, hálfum á eftir Jóni. I þriðja sæti varð Khalismann með 6,5 vinninga. Um framtíðaráform sagði Jón að hann hefði í hyggju að fylgjast með heimsmeistaraeinvíginu í sumar. „Stærsta verkefnið verður olympíuskákmótið í nóvember. „Okkur hefur öllum farið fram síðan síðast,“ sagði Jón. - ES Nýbakaður stórmcistari, Jón L. Árnason. Sá fjórði sem íslendingar eignast á rúmu ári.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.