Tíminn - 08.07.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.07.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn SPEGILL Frægasta jómf rú í heimi BROOKE SHIELDS er orðin 21 árs - og þá....? ^JÚ, það er staðreynd, - leikkonan Brooke Shields er yfirlýst jómfrú, og' hún hefur meira að segja klausu um það í samningi sínum að hún ætli að varðveita meydóminnþartilhúner21 árs(a.m.k.)! Nú nýlega (31. maí) varð stúlkan 21 árs, svo úr þessu má fara að búast við öllu. Brooke var spurð í blaðaviðtali hvers vegan hún hefði verið með þessar yfirlýsingar um skírlífi sitt. Hún svaraði því til, að í fyrsta lagi gæti hún ekki hugsað sér „sex" án innilegrar ástar, og hún hefði enn ekki orðið svo ástfangin. - Ég get orðið hrifin af strákum og ég • fer út að skemmta mér, en svo segi ég „hingað og ekki lengra" og þeir vita að ég meina það sem ég segi. Blaðið sem viðtalið var í fékk tvo lækna til að segja álit sitt á skírlífsheiti leikkon- unnar. Annar þeirra sagði: „Fyrir eins og 30 árum hefði þetta ekki vakið athygli. Þá • var stúlkum kappsmál að varðveita mey- dóminn. Ef til vill kemur ungfrú Shields aftur af stað „skírlífshreyfingu" og það er Þriðjudagur 8. júli 1986 ¦II ÚTLÖND llllllllllll aldrei nema af hinu góða, nú á tímum kýnsjúkdóma og lausungar." Hinn doktorinn sagði: „Þegar stúlkan hefur svona staðfastlega haldið sig við jómfrúrdóminn, er hætt við að hún hafi haldið tilfinningum sínum svo í skefjum, að erfitt verði hjá henni - í fyrstu a.m.k. - að lifa eðlilegu ástalífi. Hún er eiginlega stödd í nokkurs konar „einskismanns- landi". Allt getur þetta auðvitað farið vel," bætti hann svo við. Brooke Shields hefur verið ljósmynda- fyrirsæta frá barnæsku og 11 ára lék hún barnunga gleðikonu í New Orleans myndinni „Pretty Baby". Svo hefur hún leikið hálfnakin í myndunum Bláa lónið (Blue Lagoon) og „Endless Love" og auglýsingamyndir af henni í níðþröngum gallabuxum vöktu upp mikla mótmæla- öldu í Bandaríkjunum hjá þeim siða- vöndnu. Þrátt fyrir þetta hefur Brooke Shields verið fyrirmyndin „gegn lauslæti, eiturlyfjum, reykingum og drykkjuskap, en hún mælir með að ungt fólk venji sig á að vinna mikið og að ákveðnu takmarki og stundi kirkjugöngur. Sálfræðingur bandarískur sem einnig sagði álit sitt á viðtalinu, lét í ljósi þá skoðun, að svona mikil fyrirmyndar- stúlka sem hefði skapað sér algjört „sið- prýðisálit" almennings væri svo hátt uppi í skýjunum, að venjulegir ungir menn þyrðu ekki að nálgast jómfrúna fögru. FRETTAYFIRLIT MOSKVA - Francois Mitt- errand Frakklandsforseti og Mikhail Gorbatsjov Sovétleið- togi hófu viðræður sem vonast er til að muni bæta sambúð austurs og vesturs og gefa afvopnunarviðræðum byr und- ir báða vængi. JÓHANNESARBORG — Stjórnvöld í Suður-Afríku sögðust hafa aflétt bönnum þeim sem baráttukonan Winn- ie Mandela hefur þurft að lúta að mestu síðustu 24 árin. Þá tilkynntu námuyfirvöld að 15 svártir gullnámuverkamenn hefðu látið lífið um helgina í því sem þau kölluðu ættflokka- bardaga. LUNDÚNIR - Sir Geoffrey Howe utanríkisráðherra Bret- lands frestaði för sinni til Suð- ur-Afríku en samkvæmt til- kynningu utanríkisráðuneytis breska áætlar Howe að fara síðar í ferð þessa. WELLINGTON - Stjórnir Frakklands og Nýja Sjálands hafa komist að samkomulagi um að tveir franskir leyniþjón- ustumenn verði fluttir til franskrar eyju í Kyrrahafinu. Leyniþjónustumennirnireru nú í fangelsi á Nýja Sjálandi vegna þátttöku sinnar í að sökkva skipi Grænfriðunga Rainbow Warrior. Það voru Sameinuðu þjóð- irnar sem komu fram með þessa málamiðlunartillögu. BEIRUT — Öryggissveitir frá bæði Sýrlandi og Líbanon hertu eftjrlit sitt í Vestur-Beirút. Enn jókst ósamkomulagið milli leiðtoga múslima og Amin Gemayel forseta Líbanon. BRÚSSEL - Fjármálaráð- herrar ríkja Evrópubandalags- ins (EC) hófu vikulangar við- ræður þar sem reynt verður að ná samkomulagi um útgjöld bandalagsins fyrir árið 1986 og afstýra fjárhagskreppu. JERÚSALEM - Alþjóða gyðingaráðið lagði fram ný- uppgötvaða nasistaskýrslu þar sem kemur fram að leyniþjón- ustudeild sú sem Kurt Wald- heim starfaði fyrir í stríðinu skipaði svo fyrir að 2500 grískir gyðingar yrðu fluttir til Ausc- hwitz útrýmingarbúðanna. LUNDÚNIR - Margrét Thatcher forsætisráðherra Bretlands sendi samúðar- kveðjur til fjölskyldna Ástral- íubúanna tveggja sem hengdir voru í Malajsíu fyrir heróín- smygl. Samkvæmt tilkynningu frá skrifstofu forsætisráðherr- ans vonast hún til að refsingin verði öð.rum til viðvörunar. Annar Ástralíubúanna var fæddur í Bretlandi. LEIMEN, V-Þýskaland — Mikill viðbúnaður var í bæ þessum og fánar dregnir að húni til að fagna heimkomu frægasta bæjarbúans Boris Beckers sem um helgina vann Wimbledon tennismófið annað skiptið í röð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.