Tíminn - 08.07.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.07.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn / Þriðjudagur 8. júli 1986 BROOKE SHIELDS er oröin 21 árs - og þá....? J, það er staðreynd, - leikkonan Brooke Shields er yfirlýst jómfrú, og' hún hefur meira að segja klausu um það í samningi sínum að hún ætli að varðveita meydóminn þartil húner21 árs(a.m.k.)! Nú nýlega (31. maí) varð stúlkan 21 árs, svo úr þessu má fara að búast við öllu. Brooke var spurð í blaðaviðtali hvers vegan hún hefði verið með þessar yfirlýsingar um skírlífi sitt. Hún svaraði því til, að í fyrsta lagi gæti hún ekki hugsað sér „sex“ án innilegrar ástar, og hún hefði enn ekki orðið svo ástfangin. - Eg get orðið hrifin af strákum og ég. fer út að skemmta mér, en svo segi ég „hingað og ekki lengra" og þeir vita að ég meina það sem ég segi. Blaðið sem viðtalið var í fékk tvo lækna til að segja álit sitt á skírlífsheiti leikkon- unnar. Annar þeirra sagði: „Fyrir eins og 30 árum hefði þetta ekki vakið athygli. Þá • var stúlkum kappsmál að varðveita mey- dóminn. Ef til vill kemur ungfrú Shields aftur af stað „skírlífshreyfingu“ og það er timum aldrei nema af hinu góða, nú kýnsjúkdóma og lausungar.“ Hinn doktorinn sagði: „Þegar stúlkan hefur svona staðfastlega haldið sig við jómfrúrdóminn, er hætt við að hún hafi haldið tilfinningum sínum svo í skefjum, að erfitt verði hjá henni - í fyrstu a.m.k. - að lifa eðlilegu ástalífi. Hún er eiginlega stödd í nokkurs konar „einskismanns- landi“. Allt getur þetta auðvitað farið vel,“ bætti hann svo við. Brooke Shields hefur verið ljósmynda- fyrirsæta frá barnæsku og 11 ára lék hún barnunga gleðikonu í New Orleans í myndinni „Pretty Baby“. Svo hefur hún leikið hálfnakin í myndunum Bláa lónið (Blue Lagoon) og „Endless Love“ og auglýsingamyndir af henni í níðþröngum gallabuxum vöktu upp mikla mótmæla- öldu í Bandaríkjunum hjá þeim siða- vöndnu. Þrátt fyrir þetta hefur Brooke Shields verið fyrirmyndin „gegn lauslæti, eiturlyfjum, reykingum og drykkjuskap, en hún mælir með að ungt fólk venji sig á að vinna mikið og að ákveðnu takmarki og stundi kirkjugöngur. Sálfræðingur bandarískur sem einnig sagði álit sitt á viðtalinu, lét í ljósi þá skoðun, að svona mikil fyrirmyndar- stúlka sem hefði skapað sér algjört „sið- prýðisálit" almennings væri svo hátt uppi í skýjunum, að venjulegir ungir menn þyrðu ekki að nálgast jómfrúna fögru. Frægasta jómfrú í heimi í gallabuxna-auglýs- ingunni þótti Bro- oke „óleyfilega sexr „Hingað og ekki lengra“ hefur verið viðkvæðið hjá Brooke, en nú er hún orðin 21 árs - og kannski bankar ástin bráðum uppá hjá henni. „Pretty Baby“ og hún Brooke var sannarlega „fallegt barn“ 11 ara ÚTLÖND llllllllilllllllllli FRETTAYFIRLIT MOSKVA — Francois Mitt- errand Frakklandsforseti og Mikhail Gorbatsjov Sovétleið- togi hófu viðræður sem vonast er til að muni bæta sambúð austurs og vesturs og gefa afvopnunarviðræðum byr und- ir báða vængi. JÓHANNESARBORG — Stjórnvöld í Suður-Afríku sögðust hafa aflétt bönnum þeim sem baráttukonan Winn- ie Mandela hefur þurft að lúta að mestu síðustu 24 árin. Þá tilkynntu námuyfirvöld að 15 svartir gullnámuverkamenn hefðu látið lífið um helgina í því sem þau kölluðu ættflokka- bardaga. LUNDÚNIR — Sir Geoffrey Howe utanríkisráðherra Bret- lands frestaði för sinni til Suð- ur-Afríku en samkvæmt til- kynningu utanríkisráðuneytis breska áætlar Howe að fara síðar í ferð þessa. WELLINGTON - Stjórnir Frakklands og Nýja Sjálands hafa komist að samkomulagi um að tveir franskir leyniþjón- ustumenn verði fluttir til franskrar eyju í Kyrrahafinu. Leyniþjónustumennirnireru nú í fangelsi á Nýja Sjálandi vegna þátttöku sinnar í að sökkva skipi Grænfriðunga Rainbow Warrior. Það voru Sameinuðu þjóð- irnar sem komu fram með þessa málamiðlunartillögu. BEIRÚT — Öryggissveitir frá bæði Sýrlandi og Líbanon hertu effirlit sitt í Vestur-Beirút. Enn jókst ósamkomulagið milli leiðtoga múslima og Amin Gemayel forseta Líbanon. BRÚSSEL — Fjármálaráð- herrar ríkja Evrópubandalags- ins (EC) hófu vikulangar við- ræður þar sem reynt verður að ná samkomulagi um útgjöld þandalagsins fyrir árið 1986 og afstýra fjárhagskreþpu. JERÚSALEM - Alþjóða gyðingaráðið lagði fram ný- uppgötvaða nasistaskýrslu þar sem kemur fram að leyniþjón- ustudeild sú sem Kurt Wald- heim starfaði fyrir í stríðinu skipaði svo fyrir að 2500 grískir gyðingar yrðu fluttir til Ausc- hwitz útrýmingarbúðanna. LUNDÚNIR - Margrét Thatcher forsætisráðherra Bretlands sendi samúðar- kveðjur til fjölskyldna Ástral- íubúanna tveggja sem hengdir voru í Malajsíu fyrir heróín- smygl. Samkvæmt tilkynningu frá skrifstofu forsætisráðherr- ans vonast hún til að refsingin verði öð.rum til viðvörunar. Annar Ástralíubúanna var fæddur í Bretlandi. LEIMEN. V-Þýskaland — Mikill viobúnaður var í bæ þessum og fánar dregnir að húni til að fagna heimkomu frægasta bæjarbúans Boris Beckers sem um helgina vann Wimbledon tennismótið annað skiptið í röð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.