Tíminn - 08.07.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.07.1986, Blaðsíða 12
,12 Tíminn' Sumarferð Framsóknar- félaganna í Þórsmörk Árleg sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykjavík verð- ur sunnudaginn 20. júlí nk. Farin verður dagsferð í Þórsmörk. Sætagjald fyrir fullorðna verður kr. 650 og kr. 450 fyrir 12 ára og yngri. Upplýsingar og skráning er á skrifstofu Framsóknar- flokksins að Rauðarárstíg 18, sími 24480. Nánar auglýst síðar. Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Reykjavík Barðaströnd - Jörð óskast Óskum eftir jörð á Barðaströnd. Þeir landeigendur sem áhuga hafa leggi vinsamlegast inn svör merkt „Jörð 100“ til auglýsingadeildarTímans Síðumúla 15 108, Reykjavík. Upplýsingar um stærð, land- kosti og verðhugmyndir mættu fylgja. Auglýsingadeild hannar auglýsingnna fyrir þig Okeypis þjónusta ríminn 18300 Timinn BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:.....91-31815/686915 AKUREYRI:........ 96-21715/23515 1 B0RGARNES:.............93-7618 ‘ BLÖNDUÓS:........ 95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: ....95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489 HÚSAVÍK:........96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ..........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: ... 97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303 interRent Á mölinni mætumst með Driföxlar, hlífar og hjöruliðir á góðu verði WÉ0Æ& mSmiusmhf Jámhálsi 2 Simi 83266 TKDFtvk Pósthólf 10180 DAGBÓK Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins 1) 8.-16. júlí (9 dagar): Aöalvík - liornvík. Gengið með viðleguútbúnað frá Aðalvík til Hornvíkur á 3-4 dögum. Skoðunarferðir í Hornvík. Fararstjóri er Jón Gunnar Hilmarsson. 2) 8.-16. júlí (9 dagar): Hornvík - Hornbjargsviti - Látrabjarg. Gist í tjöld- um í Hornvík og daglegar gönguferðir frá tjaldstað. 3) 2.-9. júlí (ödagar): Landmannalaug- ar - Þórsmörk. Gengið milli gönguhúsa F.í. með svefnpoka og mat. Öruggara að panta tímanlega. 4) 11.-19. júlí (Sdagar): Borgarfjöröur eystri - Loömundarfjöröur. Flogið til Egilsstaða og ekið þaðan til Borgarfjarð- ar. Gist í svefnpokaplássi. Fararstjóri er Tryggvi Halldórsson. 5) 16.-20. júlí (5 dagar): Eldgjá - Strútslaug - Álftavatn gönguferð með viðleguútbúnað. 6) 18.-23. júlí (6 dagar): Landmanna- laugar - Þörsmörk 7) I8.-24. júlí (7 dagar): Vestfirðir - hringferð - ekið um Vestfirði, Djúp. skoðunarferðir frá áningarstöðum. Til baka cr ekin Streingrímsfjarðarheiði. Gengið frá Keldudat um Svalvoga, Lokin- hamradal til Álftamýrar. Upplýsingablað á skrifstofunni. Fararstjóri er Sigurður Kristinsson. Hringið og fáið upplýsingar um ferðirnaráskrifstofu F.í. Öldugötu3. Minningarkort Landssamtaka hjartasjúklinga Minningarkort Landssamtaka hjarta- sjúklinga fást á eftirtöldum stöðum. Reykjavik - Skrifstofu Landssamtak- anna, Hafnarhúsinu, Bókabúð ísafoldar. Versl. Framtíðin, Reynisbúð, Bókabúð Vesturbæjar. Seltjarnarnes - Margréti Sigurðardóttur, Nesbala 7. Kópavogur - Bókaversl. Veda. Hafnarfiröi - Bókabúö,. Böðvars. Grindavik - Sigurði Ólafssyni, Hvassahrauni 2. Kellavík - Bókabúð Keflavíkur. Sandgerði - Pósthúsinu Sandgerði. Selfossi - Apótekinu. Hvols- velli - Stellu Ottósdóttur, Norðurgarði 5. Olafsvík - Ingibjörgu Pétuysdóttur, Hjarðartúni 36. Grundarfiröi - Halldór Finnsson, Hrannarstíg 5. ísafirði - Urði Ólafsd., Versl. Gullauga. Versl. leggurog Skel. Vestmannaeyjum - Skóbúð Axels Ó. Akureyri - Gisla J. Eyl. Víði,.8. Hlönduúsi - Helgu A. Ólafsd. Holtabr. 12 Sauðárkróki - IMargréti Sigurðard. Raftahlíð 14. Gamla ísland í Risinu í Risinu að Hverfisgötu 105 í Reykjavík voru sl. sumar haldin sérstök kvöld, sem báru yfirskriftinu „Old lceland". Þarna var ferðalöngum gert kleift að fá að smakka gamlan islenskan þjóðlegan mat og kynning var á íslenskum þjóðlögum frá ýmsum tíma. Ennfremur var boðið upp á tískusýningu. Þarna er í hnotskurn reynt að kynna lifnaðarhætti (slcndinga í 11 aldir, húsa- gerð (frá torfkofum til stórhýsa, íslenskan heimilisiðnað og íslenska tónlist. Vegna vinsælda þessara kvölda síðasta sumar hefur verið ákveðið að halda þeim áfram í ár á föstudögum og sunnudögum og hefst dagskráin kl. 19.00. Þeir sem hafa áhuga hafi samband í síma 29670 og 22781, en þar verður Pctur Sturluson fyrir svörum ef ferðaskrifstofur og aðrir, sem hafa með ferðamenn á íslandi að gera, vilja fá nánari upplýsingar um „Old Iceland" í Risinu. Sýning í Eden í Hveragerði „Leikur að laufum" Ingibjörg Ásgeirsdóttir sýnir myndir sínar í Eden í Hveragerði 1.-14. júlí. Myndir hennar eru þurrkuð og pressuð lauf, ýmist á silki, léreft eða karton og unnar á s.l. 2 árum. Ingibjörg er fædd og uppalin í Hafnar- firöi. Hún stundaði nám í ensku í Cam- bridge í Englandi og síðan leiklist við Central skólann (School of Speech and Drama) í London . Hún giftist breska leikaranum Barry Andrews og fór að stunda „leik að laufum" eftir að hún varð húsmóðir með 2 börn og sneri sér frá leiklistinni. Laufin í myndunum eru að mestu leyti frá konunglega trjágarðinum í Kew, þar sem eru að finna trjátegundir alls staðar að úr heiminum. Ingibjörg heldur sína fyrstu sýningu heima á Islandi. Sýningin stendur til 14. júlí. Reykjavík Myndabók með enskum textum Myndir eftir Pál Stefánsson - texti eftir Sólveigu K. Jónsdóttur. Myndabókin er um 100 bls. með Reykjavíkurmyndum frá öllum árstímum eftir Pál Stefánsson ljósmyndara. Textinn er eftir Sólveigu K. Jónsdóttur, en enska þýðingu annaðist Anna Yates. Bókin er gefin út á vegum Iceland Review og er framlag þess til 200 ára afmælis Reykja- víkurborgar. „Það er endalaust verk að gera Ijósmyndabók um Reykjavík. Ég tók að mér að skapa mynd af Reykjavík sem verður auðvitað aldrei annað en persónulegt álit mitt á borginni," segir Páll Stefánsson ljósmyndari í örstuttum eftirmála sínum að Reykjavík - A Fresh Portrait of Iceiand’s Capital. REYKJAVÍK A livt.lt H )itr.tit ot kcl.tr K)st.Ápilal ík Í'jÍÍSírlTiis'wxi Háls-, nef- og eyrnalæknir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Einar Sindrason háls-, nef- og eyrna- læknir ásamt öðrum sérfræðingum Heyrnar- og talmeinastöðvar íslands verða á ferð á Norðurlandi eystra og Austurlandi dagana 7.-13. júlí n.k. Rann- sökuð verður heyrn og tal og útveguð heyrnartæki. Farið verður á eftirtalda staði. Kópasker...................... 7. júlí Raufarhöfn ................... 8. júlí Þórshöfn...................... 9. júlí Vopnafjörður...................10. júlí Egilsstaðir........... 11. og 12. júlí Seyðisfjörður..................13. júlí Tekið á móti tímapöntunum á viðkom- andi heilsugæslustöð og er fólki bent á að panta tíma sem fyrst. Dregið í tveimur happdrættum hjá Ferðafélagi íslands í fyrsta lagi var efnt til happdrættis á göngudegi F.í. 25. maí sl. Vinninga hlutu: Gunnar Tyrfingsson, Stórateig 7, Mosfellssveit - helgarferð að eigin vali fyrir tvo. Valdimar Helgason, Rauðalæk 23, R. - dagsferð að eigin vali fyrir tvo. Þorvaldur Tryggvason, Hvassaleiti 121, R - dagsferð að eigin vali fyrir tvo. í öðru lagi var efnt til happdrættis fyrir þá sem tóku þátt í Esjugöngum Ferða- félgsins í tilefni af 200 ára afmæli Reykja- víkur og vinningar voru helgarferðir fyrir tvo að eigin vali. Þeir sem unnu voru þessir: Hjalti Kristgeirsson, Njálsgötu 12, R., Selma Hallgrímsdóttir, Bogahlíð 24, R., Dóra E. Sigurjónsdóttir, Réttarholts- vegi 69, Málfríður Konráðsdóttir, Leifs- götu 24 og Jetta Kjærgárd, Grenimel 7. Vinningshafar eru beðnir að gefa sig fram á skrifstofu félagsins, Öldugötu 3 og velja sér ferðir að eigin vali. - Ferðafélag Islands. Minningarkort Áskirkju Minningarkort Safnaðarfélags Áskirkju hafa eftirtaldir aðilar til sölu: Þuríður Ágústsdóttir, Austurbrún 37, sími 681742. Ragna Jónsdóttir, Kambsvegi 17, sími 82775. Þjónustuíbúðir aldraða, Dalbraut 27. Helena Halldórsdóttir, Norðurbrún 1. Guðrún Jónsdóttir, Kleifarvegi 5, sími 681984. Holtsapótek, Langholtsvegi 84. Verslunin Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27. Þá gefst þeim, sem ekki eiga heiman- gengt, kostur á að hringja í Áskirkju, sími 84035 milli kl. 17.00 og 19.00 á daginn og mun kirkjuvörður annast sendingu minn- ingarkorta fyrir þá sem þess óska. Nýr Smellur Að venju er í tónlistartímaritinu ým- iskonar fróðleikur um tónlist. M.a. er lauslegt yfirlit um ICY-tríóið og söngva- keppnina, grein um Söndru Kim, Bryan Adams, Marillion og Pet Shop Boys. Einnig viðtal við Eddu Heiðrúnu Backman, Rúnar Þór Pétursson og George Michael. Ýtarlegar greinar eru um David Bowie og Madonnu. Fjallað er um vinsældalistana, hvernig þeir eru unnir, aðalhástökkvarana á Rás 2, lög sem hafa verið lengst á lista Rásar 2, ( Smelli er einnig að finna „annál ársins 1985“ þar sem stiklað er á stóru í poppinu sl. ár. Krossgátan, dómsorðin oggetraun- in „hver er maðurinn" er allt á sínum stað. Þar að auki er glæsileg verðlauna- getraun, þar sem er í boði mjög vandað sambyggt stereo kasettu- og útvarpstæki. lextar viö login Gleðibankann og Eg elska lífið (Sandra Kim) eru í SMELLI og stórt plakat af ICY-tríóinu. Tónlistartímaritið SMELLUR er sent áskrifendum og til sölu í bókabúðum og blaðsölustöðum og kostar kr. 115. Áskrift kostar kr. 495 (5 blöð). Þriðjudagur 8. júli 1986 Hjúkrun Tímarit Hjúkrunarfélags íslands í 2. tölubl. Hjúkrunar 1986 er fyrst grein eftir ritstjóra, Ingibjörgu Árnadótt- ur, sem nefnist Brautryðjandi kvaddur, en það er minningarorð um Sigríði Eiríks- dóttur hjúkrunarkonu, sem lést 23. mars sl. á92. aldursári. Hjúkrunarfélag íslands var stofnað 1919 og var hún fyrsti formað- ur þess. Áf öðru efni í blaðinu má nefna: Fræðsla hjúkrunarfræðinga til foreldra og barna á sjúkrahúsum í Reykjavík. Grein- ina skrifar María Finnbogadóttir. hjúkr- unarfræðingur BA. Þá skrifa þrír hjúkr- unarkennarar: Þróun náms í barnahjúkr- un við Hjúkrunarskóla íslands og fjórir bjúkrunarnema: Fræðsluviðfangsefni á Barnadeild. Sigríður Snæbjörnsdóttir, hjúkrunarfræðingur M.Sc. birtir stuttan úrdrátt úr mastersritgerð: Sambandið á milli þátttöku í ákvarðanatöku og hollustu í garð stofnunar. Höfundurstarf- ar nú sem hjúkrunarframkvæmdastjóri á Landspítala. Lilja Þormar, hjúkrunarfræðingur ‘M.S.'N. og hjúkrunarframkvæmdastjóri á Landakoti og stundakennari við Háskóla íslands, skrifar: Huglægt mat á þjáning- um sjúklinga. Jóhanna Stefánsdóttir geð- hjtiLrunarfræSíngur sfcrifar langa grein: bjaltseyöandi ttegöun og geöhjukrun - Sá sem viðheldur voninni hjálpar sjálfum sér. Séra Sigfinnur Þorleifsson, sjúkra- húsprestur við Borgarspítalann, skrifar: Sálgæsla á sjúkrahúsum. Sigríður Jó- hannsdóttir skólastjóri skrifar um Hjúkr- unarskóla íslands - Litið yfir farinn veg. Þá eru minningargreinar um Sigríði Eir- íksdóttur, fyrrv. form Hjúkrunarfélags (slands og Aslaugu Johnsen hjúkrunar- konu. Einnig eru fréttir um félagsmál og auglýsingar um ráðstefnur um hjúkrun og lausar stöður. Á forsíðu er hjúkrunarfræðingur við störf á vökudeild Landspítalans. DAGSKRÁ FRA Þ-V: >.« : fomhjólp Samhjálp 3. tbl. 4. árg. af „Dagskrá frá Samhjálp" er komið út.Fyrsta greininer um L.P.stofnunina í Svíþjóð, sem rekin er á 28 stöðum í landinu til bjargar óreglu- fólki. Lewi Pethrus heitir sá sem stofnaði til þessarar hjálparstarfsemi í kristilegum anda. Anna Árnadóttir segir frá ferð í útlöndum, en frásögnin nefnist „Svartur engill". Þá er myndaopna frá því er Hvítasunnusöfnuðurinn í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð þáði boð Samhjálpar um að koma til Reykjavíkur og sjá um eina samkomu í Þríbúðum, félagsmiðstöð Samhjálpar. Það er vindurinn sem hreyfir trén heitir viðtal við Pétur Sigurgeirsson biskup, sem ritstjóri Samhjálpar, Óli Ágústsson, átti við hann. í blaðinu eru einnig kvæði félagsfréttir og fleira. Útgefandi blaðsins er Samhjálp Hvítasunnumanna. Á for- síðu er mynd af eplatré í blóma, eftir C.F. Hill (1849-1911). Opið er allan sólarhringinn, síminn er 21205. Húsaskjól ogaðstoð við konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyirr nauðgun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.