Tíminn - 08.07.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.07.1986, Blaðsíða 10
10 TíminnJ Þriðjudagur 8. júli 1986 IIIIIIHEniiiiií neytendasIðan IHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIilttlililillllllltltlilllliaMIIIÍÍI Odýrari matur Ef buddan er hálftóm og þaö þarf aö halda í viö aurana, þarf það ekki endilega að þýöa að minnka þurfi viö sig matinn. Það þarf aðeins að finna réttu matartegundirnar. Hér á eftir koma uppskriftir af ódýrum og næringarríkum réttum eins og Venetískri nautalifur og Austurlenskum fiskrétt, en fyrst koma nokkur sparnaðarráö. - Lærið að vera sveigjanleg í uppskriftum og nota grænmeti þegar það er ódýrt. - f mörgum uppskriftum er hægt að nota undanrennu í staðinn fyrir mjólk. - Geymið soð af soðnu grænmeti eða safa af ávöxtum í ísskápnum. Notiö soðið svo í súpur eða pottrétti og ávaxtasaf- ann í staðinn fyrir vatn í matarlímseftirrétti. - Kaupið heilar unghænur og skerið niður. Lærið að úrbeina bringurnar. Þær eru góðar í margar uppskriftir. - Forðist að borga fyrir fullkominn mat þegar þess þarf ekki með í uppskriftum. Það er til dæmis nóg að kaupa ódýr matarepli í eplaköku. Aðlagið gæði matvörunnar því til hvers á að nota hana. Venetísk nautalifur 750 gr. nautalifur 1 msk. hveiti 1 tsk. salt 1/4 tsk. pipar 1 tsk. paprika 1 msk. matarolía 2 meðallaukar í sneiðum 1 græn paprika í strimlum 1 tómatur í bátum 3/4 bolli vatn 1 tsk. kjötkraftur 1/4 tsk. basilikum Látið hveiti, salt, pipar og papriku í plastpoka. Skerið lifrina i strimla og þekið með hveiti með því að láta þá í pokann og hrista hann. Steikið lifrina í olíunni á stórri pönnu um það bil 3 mínútur á hvorri hlið. Látið á fat og haldið lifrinni heitri. Steikið laukinn og grænu paprikuna á pönnunni þangað til laukurinn er orðinn mjúkur og farinn að brúnast aöeins. Ef pannan er farin að verða þurr er hægt að láta dálítið vatn á hana. Bætið tómatinum út í og sjóðið í 2 mínútur í viðbót. Hellið öllu af pönnunni yfir lifrina á fatinu. Látið vatn og kjötkraft á pönnuna og látið suðuna koma upp, skrapið vel upp af pönnunni saman við vatnið. Látið malla án loks í 2 mínútur. Hellið yfir lifrina og berið strax fram. Austurlenskur fiskréttur 500 gr. ýsuflök í 4 bitum 1/4 bolli mysa 1/4 bolli sojasósa 1/4 bolli sítrónusafi ögn af engifer. Leggið hvern fiskskammt á bút af álpappír um það bil 30x30 cm stóran. Brjótið upp á brúnirnar svo að safinn renni ekki í burtu. Blandið sama mysu, sojasósu, sítrónusafa og engifer. Hellið 1/4 af vökvanum yfir hvern fiskpakka. Lokið álpökkun- um og leggið þá í eldfast mót. Bakið við 180°C í um það bil 20 mínútur. Þegar fiskurinn er borinn fram er 3/4 úr bolla af soðnum hrísgrjónum sett á disk, þar yfir settur fiskurinn og safanum sem er í pakkanum hellt yfir allt saman. Skreytið tmþ sítrónubát og einhverju litsterku grænmeti eins og Rulrótum eða grænum baunum. Akraborgin styltir mjög ferðatímann milli sjóveikum hann aldrei ætla að líða! Reykjavíkur og Akraness. En þó að siglingartíminn sé ekki langur finnst Ferðaveiki: BÍLVEIKI - SJÓ- VEIKI - FLUGVBKI íslendingar eru miklir ferðagarpar og virðast hafa ánægju af að ferðast. Stundum eru ferðalög að sjálfsögðu nauðsyn, en með aukinni velmegun undanfarinna ára færist það sífellt meira í vöxt að fólk fari í ferðalög sér til ánægju og yndisauka, enda auka ferðir til ókunnra slóða þroska og víðsýni. Og nú stendur ferðagleð- in sem hæst. Því miður eru þeir til sem ekki njóta ferðalaganna til fulls vegna óþægilegs fylgifisks. Ferðaveiki, bíl- veiki, flugveiki, sjóveiki er þessu fólki tryggur förunautur og gerir því í skásta falli lífið leitt. Sumir eru hins vegar svo illa haldnir af þessari leiðu veiki að þeir halda sig frekar heima en að leggja á sig þessi ósköp. Og sumir þurfa jafnvel að skipta um atvinnu. f>ó að lengi hafi verið skákað í því skjólinu að menn „sjóist" með tímanum, eru þeir til sem hafa ætlað að leggja fyrir sig sjómennsku, en orðið að lúta í lægra haldi fyrir bannsettri sjóveikinni. Af hverju stafar ferða- veiki? Upphaf ferðaveiki má rekja til þess að ruglingur kemst á jafnvægis- skynið. Að vísu má nokkurn veginn ganga að því vísu að þeir sem kvíða því að verða ferðaveikir eru auð- veldari fórnarlömb en þeir sem ekki leiða hugann að því að þeir geti orðið ferðaveikinni að bráð. En oftast er það sem sagt truflun á jafnvægisskyni sem veikinni veldur. í innsta eyra eru skynfrumur sem senda boð til heilans um afstöðu líkamans til umhverfisins. Vökvi í innsta eyranu gefur frumunum til kynna ef breyting verður á stöðunni og þegar sú breyting verður of snögg getur hún leitt til svima, ertingin á heilann hefur verið of mikil. Það sama á sér stað þegar ferðaveikin gerir vart við sig, ertingin á heilann er of mikil. En það er ýmislegt hægt að gera til að bægja frá sér óþægindum ferðaveikinnar og verður nokkuð tínt til hér á eftir. Óþægileg lyf Islendingar virðast nokkuð harðir við að harka af sér ferðaveikina, - eða sitja þá bara heima eins og áður er nefnt. Þó eru til ýmsir möguleikar til að halda veikinni í skefjum og verða hér nokkrir nefndir. I apótekum fást ýms sjóveikimeð- ul án lyfseðils. Þau eiga það sam- eiginlegt að valda sljóleika og syfju og eru merkt með þríhyrningi sem gefur til kynna að ekki sé óhætt að stjórna ökutæki á meðan áhrifa þeirra gætir. „Þetta er mjög óþægi- legt lyf, maðurverðuralveggrútsljór af þessu,“ sagði ein afgreiðslustúlka sem rætt var við. Vegna þessara óþægilegu aukaáhrifa vilja margir frekar slást við ferðaveikina upp á eigin spýtur en verða að sætta sig við það að missa meira og minna af því sem gerist vegna syfju og sljóleika. Algengastar eru 2 tegundir ís- ienskra sjóveikitaflna. Önnur þeirra inniheldur eitthvað smávegis af koffeíni og er ekki alveg eins óhress- andi fyrir bragðið. En áhrif tafln- anna eru mismunandi eftir einstakl- ingum. Þá eru tiltölulega nýkomnir á markað plástrar með sjóveikimeðali og er algengast að setja þá á húðina á bak við eyrun. Þeir veita vernd í 72 tíma og þykja hliðaráhrifin af þeim ekki eins óþægileg og af töflun- um. Þeir eru mun dýrari en töflurn- ar. Engifer, læknandi efni án hliðarverkana? Þessari spurningu svarar Örn Svavarsson í Heilsuhúsinu hiklaust játandi. Hann segir okkur að komið hafi í Ijós að engifer vinni mjög vel gegn ferðaveiki - og án allra hliðar- verkana. Hins vegar hafi fyrirtæki það sem framleiðir töflur úr engifer í þessu skyni sett það á markað sem lyf og það gerir það að verkum að of dýrt yrði að flytja það hingað til lands. Töflurnar eru of áhrifaríkar til að falla undir náttúrulækninga- vörur. En hvað þá með að neyta bara hreinlega engifers? „Ég myndi hik- laust gera það sjálfur," segir Örn, „og reyna bara annað hvort að tyggja hann eða mala.“ Þurrkaðan, hreinan engifer má fá í Heilsuhúsinu t.d., Kornmarkaðnumogstærrimat- vöruverslunum, og stöku sinnum er hægt að fá ferskan engifer þar sem mest úrval af grænmeti og ávöxtum er að fá. Gömul húsráð í þýsku blaði rákumst við á gömul húsráð gegn ferðaveiki. Þar er sagt frá því að lengi vel hafi tíðkast að taka inn edik, reyndar væri skást að 'væta brauð með því og neyta þess þannig. Eða þá í formi sýrðra gúrkna, lauka, maískólfa eða því um líks. Sjóliðar í hernum borða gjarnan marineraða síld í þessu skyni. Og sumir hafa tröllatrú á smávegis sinnepi eða sellerísalti. En vafalaust bragðast engifer bet- ur og það eru nýjustu rannsóknir sem sýna fram á ágæti hans gegn ferðaveikinni. Tíu atriði sem gera flugferðina þægilegri • Verið ekki á síðustu stundu að koma ykkur á flugvöllinn. Gefið ykkur nægan tíma. Annars verðið þið orðin uppgefin áður en þið leggið af stað í ferðalagið. • Ferðist ekki með meiri farangur en þið mögulega komist af með. Því meiri farangur sem þið rogist með þeim mun fyrr þreytist þið. • Klæðist léttum og lausum fatnaði í flugferðinni. Á lengri flugferð- um er gott að smeygja sér úr skónum og bregða sér í mjúka inniskó sem ekki þrengja að. • Þegar þið hafið komið ykkur fyrir í sætinu er þægilegt að loka aug- unum, og reynið umfram allt að slaka á. • Þó að alls kyns veitingar séu innifaldar í verði farseðilsins er engin skylda að neyta alls sem fram er borið. Áfengi í litlum mæli getur gert gott, en í óhófi eykur það álagá blóðrásina. Sama er að segja um nikótín. • Reynið að sofa á meðan flugferð- in stendur yfir. • Ef ekki reynist mögulegt að fá sér blund, styttir það a.m.k. stundirn- ar að hafa eitthvert létt lesefni við höndina. • Ómælt sódavatn er ágætt gegn þeim þorsta sem þurrt loftið í farþegarýminu hefur í för með sér. • Það er hressandi að koma við á snyrtingunni fyrir lendingu og bursta tennurnar, þvo sér í fram- an og um hendur o.s.frv. • Þegar flogið er „gegn tímanum" þ.e. til vesturs, þarf líkaminn lengri tíma til að aðlagast. Farið hægt í sakirnar til að byrja með og ekki líður á löngu þangað til þau óþægindi sem flugferðin kann að hafa haft í för með sér eru að baki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.