Tíminn - 08.07.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.07.1986, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 8. júli 1986 Tíminn 3 Símon ívarsson gítarlcikari Viktoría Spans söngkona „Kaffi konsertar" fyrir Norðlendinga - Viktoría Spans og Símon ívarsson Viktoría Spans, söngkona og Símon ívarsson gítarleikari fara bráðlega í söngferð um landið. Munu þau halda svokallaða „Kaffi konserta" víða um land. Fyrst koma þau fram í Urðarkettinum á Kópaskeri, miðvikudaginn 9. júlí klukkan 20.30. 10. júlí spila þau á Hótel Húsavík klukkan 21. 12. júlí spila þau í Zontahúsinu á Akurcyri klukkan 15.30. Sama daga gcfst Ólafsfirðingum tækifæri' á að hlýða á .„Kaffi konsert" Að affokn- um tónleikum á Ólafsfirði halda þau til Vestfjarða og leika fyrir ísfiröinga mánudaginn 14. júlí klukkan 20.30. Á efnisskrá cru íslensk og spænsk lög. Má nefna lög cftir Pál ísólfsson, Emil Thoroddsen. Man- ucl de Falla og flciri. Símon ívarsson ereinn af okkar ötulli tónlistarmönnum, en Viktor- ía Spans er hálf íslcnsk og hálf hollensk. Hún hefur sungið víða unt Evrópu, Kanada og víðar. Pá hefur hún lagt ntikla áherslu á að kynna íslensk þjóðlög erlendis. Margrét Danadrottning er broshýr kona, og lét það ekki mikið á sig fá þó veðrið væri ekki upp á hið besta mcðan hún dvaldi hér. Heimsókn Margrétar og Hinriks lokið Margrét Danadrottning og Hinrik prins ásamt fylgdarliði héldu heim- leiðis til Danmerkur í gær. Er þar með lokið fjögurra daga óopinberri heimsókn Danadrottningar, en síð- ast komu þau hjónin í opinbera heimsókn árið 1973. Á laugardaginn var haldið til Vest- mannaeyja þarsem Páll Zophanías- son bæjarstjóri, gerðist leiðsögu- maður þeirra um Heintaey. Frá Vestmannaeyjum var flogið til Fag- urhólsmýrar og tók þar Páll Björns- son sýslumaður á móti gestunum. Fremur kalt var í veðri þegar kontið var til Fagurhólsmýrar, en þaðan var haldið í þjóðgarðinn í Skaftafclli. Þar viðraði betur og tók Ragnar Stefánsson, þjóðgarðsvörður að sér leiðsögn upp að Svartafossi. Flugvél Landhelgisgæslunnar flutti síðan eðalfólkið til Egilsstaða, og var framreiddur konunglegur kvöldverður í Hótel Valaskjálf. Á sunnudagsmorgun viðraði ekki betur en svo að hætta varð við fyrirhugaða ferð til Borgarfjarðar eystri. enda rok og rigning og hita- stigið aðeins örfáum gráðum ofar frostmarki. Pess í stað var ekið til Hafnar í Hornafirði og gerður stans í Lindarbrckku og snæddur þar há- degisverður. Frá Höfn var síðan flogið til Héldu af landi brott í gær Reykjavíkur, og snæddur kvöldmat- ur á Hótel Holti þar sem Matthías Mathiesen utanríkisráðherra, var vert. í gærmorgun renndi Hinrik fyrir lax í Elliðaánum og náði þar tveimur á þurrt land. Á sama tíma fóru Margrét og Vigdís forseti hins vcgar í heimsókn í Þjóðminjasafnið. Bauð Davíð Oddsson, borgarstjóri þeim til hádegisverðar, en að honum lokn- urn fóru Margrét og Hinrik að huga að heimferð. Fór einkavél drottningar í loftið kl. 15.00 í gær og lauk þar tneð heimsókn þessara heiðurshjóna til íslands. PHH Fyrsta Rally cross keppnin í sumar: Steingrímur vann - eftir spennandi keppni Steingrímur Ingason barsigur úr býtum í Rally cross keppni sem haldin var á Kjóavöllum við Reykjavík fyrir helgi, á Nissan bifreið. Hann hafði þá háð harða baráttu við Eirík Sigurðsson og Jón Hólnt, en hafði betur að lokum. Eiríkur lenti í öðru sæti á Ford Escort bifreið. Þriðji varð Jón Sigurjónsson, einnig á Ford Escort. Keppnin var mjög spennandi og var Jón Hólm talinn sigurstrangleg- astur afþeimerhófukeppni. Hann gat þó ekki lokið keppni og varð að hætta, þegar komið var að úrslitariðlinum sem hann hafði tryggt sér sæti í. Bíll hans, sem gengur undir nafninu „Nasistap- até", gafst upp og varð Jón því að horfa á keppinautana reyna með sér til þrautar, og sigraði þá Stein- grímur Ingason eins og fram hefur komið. Keppt var á buggy bílum og motocrosshjólum við mikla lukku 1500 áhorfenda. Rúsínan í pylsu- endanum var að mati yngri áhorf- enda, þegar Jón Páll kraftajötunn og Ómar Ragnarsson stiklari háðu reiptog. Ómar sat í bíl sínum af NSU gerð, en það dugði ekki til því Jón dró bílinn rólega að sér, þó að Ómar gæfi hraustlega inn. Næsta keppni í Rally cross á Kjóavöllum verður haldin þann tíunda ágúst, en næsta keppni sem fram fer til íslandsmeistarakeppni verður haldin samhliða Húsavík- urrallinu þann tuttugasta júlí. - ES í kröppuni dansi. Eiríkur Sigurðs- son er hér rétt á undan sigurvegar- anum Steingrími Ingasyni. Nissan- inn reyndist drýgri á endasprettin- um og stóð Steingrímur eftir seni sigurvegari Tímamynd Árni Bjarna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.