Tíminn - 08.07.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.07.1986, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 8. júli 1986 Tíminn 11 AÐ UTAN VEIÐIHORNIÐ Umsjón: Eggé'rtSkúlásöri"I Aidsárið 1991 Spáð mannsköðum í Bandaríkjunum Ný tegund Aids-veiru komin upp í Afríku þar sem bæði kynin smitast jafnt Á ráðstefnu um Aids, sem haldin var í París í Frakklandi sátu nokkr- ir fulltrúar frá íslandi. Þar var nánast fjallað um allt sem lýtur að sjúkdómnum. veiruna sjálfa, um faraldsfræði, ónæmisfræði og með- fcrð sjúkdómsins. Einnig var fjall- að um tilraunir í sambandi við nýtt bóluefni sem hugsanlegt væri við sjúkdómnum, og auk þess var komið inn á félags- og sálfræðilega þætti sem tengjast sjúkdómnum. Erindin voru um 1000 talsins. Tíminn hafði samband við einn læknanna sem fór á ráðstcfnuna, Sigurð B. Þorsteinsson vcirusér- fræðing á Landsspítalanum og bað hann að skýra frá ráðstefnunni. Upplýsingar frá honum fara því hér á eftir. Veiran og afbrigði hennar Mjög mikið er þegar vitað um veiruna sem veldur sjúkdómnum Aids. Hún hefur hins vegar þann hæfileika að breyta sér mjög ört og margir stofnar cru til á veirunni sem eru örlítið frábrugðnir hverjir öðrum. í Senegal í Afríku er svo komin upp ný veira sem ekki hefur verið gcfið nafn, cn hún virðist valda svipaðri ónæmistæringu og gamla veiran. Hún hefur aðra sam- setningu og myndar annars konar mótcfni hcldur en Aids-veiran. Vegna þess hvcrsu veirurnar eru frábrugðnar cr vandkvæðum bund- ið að þróa bóluefni og lyf gcgn þeim. Útbreiðsla sjúkdómsins Því var spáð fyrír nokkrum árum, að um 20.000 sjúklingar í Bandaríkjunum yrðu komnir með vciruna á þcssum tíma. Þessi spá- dómur hefur ræst því miður og nýir spádómar gera ráð fyrir því að árið 1991 vcrði ný tilfelli lokastigs Aids í Bandart'kjunum 74.000 og heild- arfjöldi lokastigs því um 174.000. Sama ár muni um 54.000 Banda- ríkjamenn deyja. Þetta eru stórar tölur og því má bæta við að búist er við að þetta muni kosta banda- rískt heilbrigðiskerfi um 8 millj- arða dollara. Læknar eru ekki sammála um lífslíkur þeirra sjúkl- inga sem smitast. Sumir telja að 10% smitaðra fái lokastig sjúk- dómsins innan 5 ára, en aðrir telja að á 6 árum fái 20-25% smitaðra lokastigið. Talið er að heterosexual fólk muni fá sjúkdóminn í auknum mæli á komandi árum og bent er á afrísku reynsluna þar sem sjúk- dómurinn cr nær eingöngu hetero- sexual. Smitleiðin þar er hctero- sexual kynmök, en í Bandaríkjun- um og Evrópu cr þctta enn sem 'komið er sjúkdómur homma og eiturlyfjasjúklinga að stórum hluta. Jákvæðar hliðar sem komu fram, voru helstar þær að með skipulögð- um aðgerðum og fræðslu sé mögu- legt að hægja á útbreiðslu sjúk- dómsins. Stcrkari rök cru að koma fram þess efnis að þeir sem hafa smitast geti haft meiri áhrif á það sjálfir með líferni sínu hvort þeir fá lokastigið eða ekki. Fólk getur komið í veg fyrir ýmsar sýkingar, einkum kynsjúkdóma, lifrarbólgu og ýmsa veirusjúkdóma og lengt þannig lífslíkursínar. Á móti þessu kemur síðan, að það er stór hluti heimsins sem ekki hefur heyrt minnst á sjúkdóminn og á meðan svo er. getur fólk ckki passað sig. Meðferð Rannsóknir á ýmsum lyfjum hafa sýnt fram á, að hægt cr að hafa áhrif ;í fjölgun veirunnar í tilrauna- kringumstæðum. Hins vegar þegar lyfin eru prófuð á einstaklingum sem hafa fengið sjúkdóminn cr árangurinn sorglega lítill. Lífslíkur þeirra sem ná lokastigi virðast ekki breytast mikið þrátt fyrir þessa lyfjagjöf. Lyfin hafa einhver áhrif á vciruframleiðsluna, hafa áhrif á ýmsa efnahvata sem kannski draga úr skiptingu veirunnar, cn ekki nægilega mikið til þess að lcngja líf viðkomandi. Þau lyf scm helst hafa verið notuð hingað til eru Interfer- on, Ríbavirin, Azidothymidine, Hpa 23 og Fosfocamet. Nýtt bóluefni Ekki er fyrirsjáanlegt á næstunni neitt bóluefni sem getur komið í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins en á ráðstefnunni voru uppi hug- myndir um hvernig slíkt bóluefni ætti að verða. Það þyrfti að hafa þá hæfileika að vinna gcgn svokölluð- um viðtækjum sem binda veiruna upphaflcga við frumuyfirborðið, þannig að jafnvel þótt veiran kom- ist í snertingu við frumuyfirborðið, þá geti þær ekki bundist og þar af leiðandi ekki sýkst. Lyfið yrði notað til þess að bólusetja þá áhættuhópa sem taldir væru vera fyrir hendi. Ekkert er vitað um árangur þeirrar vinnu sem fram hefur farið til þróunar þessa bólu- efnis og þar af leiðandi ekki vitað hvenær sííkt bólucfni gæti komið á markað. Samtök homma í San Fransisco Á ráðstefnunni kom fram stað- festing á því sem áður var fyrirfram vitað að sjúkdómnum fylgir gífur- Icgt andlegt álag á sjúklinga, að- standendur og hjúkrunarfólk. Það verður því með öllum ráðum að styöja við bakiö á sjúklingum og öðram scm hafa með sjúklinginn að gera. Fulltrúar homma scm sátu ráðstefnuna gagnrýndu m.a. lækna fyrir það að vinna ekki markvissar að útrýmingu fordóma sem notaðir væru gegn hommum vegna þessa sjúkdóms. Margir af þeim cigi sér cnga stoð í raunverulcikanum. Hommar í San Fransisco hafa stofnað öflug samtök þar sem hald- ið er uppi prógrammi fyrir Aids- sjúklinga. Þetta er alls herjar með- ferð sem þeir eru með í gangi og m.a. reyna þcir að halda sjúkling- um mun lengur utan sjúkrahúsa hcldur en tíðkast annarsstaðar. Þeir hafa yfir að ráða íbúðum fyrir Aids sjúklinga þar sem þeir gcta verið í eðlilcgu umhverfi mun leng- ur en ella. Yfirvöld borgarinnar í San Fransisco og hcilbrigðisyfir- völd þar cru mjög skilningsrík málefnum Aids-sjúklinga og hefur það m.a. skapað visst vandamál, því sjúklingar víða að úr Banda- rfkjunum flykkjast þangað af þeim sökum. Fólk á að koma til mótefnamælingar „Það er full ástæða til þess að hvetja fólk scm tclur sig vcra í minnstu óvissu um það hvort það hefur smitast af sjúkdómnum eða ekki, að koma til mælingar. Á ráðstcfnunni fengust staðfest ýmis rök þess efnis að því fyrr sem sjúklingur kemur til meðferðar, þeim mun betur gengur að gefa honum gagnleg ráð varðandi mót- efnaástand hans. Þetta er í raufi eina vopnið nú til þess að minnka útbreiðsluhraðann. Vitað er um ákveðna tortryggni gagnvart kerf- inu og þeim sem eru meðferðar- aðilar. Við getum ekki annað cn reynt að vinna traust þeirra sem eru í áhættu og ég veit ekki til að nein áföll hafi verið á því trausti. Við getum ekki veitt fólki ncina allsherjar lausn, en ég held að við getum gcrt því eitthvað gagn og ráðstefnan gaf okkur frekari vonir í því efni," sagði Sigurður B. Þorsteinsson að lokum. -ABS Föstudaga: Átimabilinu 1. mai til 30. scpt. Á timabilinu 1. júnl til 31. ágúst Mánudaga: Frá Slykkisholmi kl 09.00 Frá Bnánslæk kl. 14.00 Til Stykkishólms kl. 18.00 lyrir brottlör rútu til Rvk. Fimmtudaga: Samatimataflaog mánudaga Frá Stykkishólmi kl. 14.00. ettir komu rútu. Viökoma i mneyjum. Frá Brjánslæk kl. 19.30 TilStykkishólmskl. 23.00 Pnö|udaga:" Frá Stykkisholmi kl 1400 eftir komu rútu Frá Br|ánslæk kl 18.00 Til Stykkishólms kl. 21.30 Laugardaga: Frá Stykkishólmi kl. 09 00 Sigling um suöureyjar. Frá Br|ánslæk kl. 15.00 Til Stykkishólms kl. 19.00 A timabilinu 1. juli til 31. aqust Miðvikudaga Frá Stykkishólmi kl. 09 00 Fra Brjánslæk kl 14.00 Til Stykkishólms kl 18 00. lyrir brottlör rútu Viökoma er ávalll i Flatey á báðum leiðum. Bílaflutninga er nauosynlegt ao panta með fyrirvara. — Fra Stykkisholmi: Hjá algreiðslu Baldurs Stykkisholtni, s.: 93-8120 Frá Brjánslæk: Hjá Ragnari Guðmundssyni Brjánslæk, s.: 94-2020. Hann er vænn þegar hann gefur sig hálendisurriðinn. SL0RUGUR UPP FYRIR HAUS „Þetta er eins og að vera á vertíð," sagði Runólfur veiðivörð- ur við Langá í samtali við Veiði- hornið í gær. Föstudag, laugardag og sunnudag veiddust 107 laxar á fimm stengur, í neðsta svæðinu í Langá. Það er því óhætt að trúa Runólfi, þegar hann segist vera slorugur upp fyrir haus þessa dag- ana. Fyrstu þrjá tímana í gærmorg- un veiddust tíu laxar. Mjög kröftug smálaxaganga gekk í ána á föstudag og þann dag veiddust 32 laxar. Daginn eftir fengust 35 laxar og fjörutíu lágu eftir sunnudaginn. Runólfur sagð- ist búast við áframhaldandi góðri veiði, þar sem stórstreymt verður á miðvikudag og sterkar göngur eru yfirleitt í kringum stórstreym- ið. Um tuttugu prósent af aflanum eru merktur fiskur, sem er að skila sér í ána, eftir að sleppt var tíu þúsund seiðum í fyrra. Sá fiskur var úr Þverá. Runólfur sagði að menn væru að vonum ánægðir með hversu stórt hlutfall skilaði sér í ána. Spánverjar veiða nú í Langá og sagði Runólfur að hálfgerður tryll- ingur hefði hlaupið í menn, þegar vart varð við fyrstu gönguna á föstudag. Sæmilegt í Veiðivötnum Margt hefur verið um manninn í Veiðivötnum síðustu daga. Veiði hefur verið ágæt síðustu daga, en um helgina setti hvöss norðan átt strik í reikninginn. Stóra-Fossvatn hefur gefið best nú í sumar og hafa veiðst þar tæplega tvö hundruð silungar og eru mjög vænir innan um. Síldar- planið og Bátseyrin hafa gefið hvað best, og er síld eins og nafnið gcfur til kynna vinsælust beita hjá vatnabúum. Stærsti fiskurinn í sumar hefur veiðst í Hraunvötnum, og vó hann tólf pund. Alls hafa veiðst um fjörutíu fiskar í Hraunvötnum og er meðalstærð um fjögur pund. Veiðileyfi í Veiðivötn kosta níu hundruð krónur fyrir daginn og fást veiðileyfi að Skarði í Land- sveit. Vissara er að panta veiðihús með fyrirvara. Sjávarútvegsráöuneytið: Grásleppuhrogn og greiðslumiðlun Samkvæmt lögum nr. 24 frá 7. maí 1986, um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegs- ins sem tóku gildi frá og með 15. maí 1986, féllu úr gildi lög nr. 43/1982 um útflutningsgjald af grásleppuafurðum, sem framleidd- ar hafa verið fyrir 15. maí 1986, en fluttar eru út eftir þann dag. Af grásleppuhrognum sem land- að eru eftir 14. maí 1986 skal kaupandi hrognanna (saltandi) greiða til greiðslumiðlunar innan sjávarútvegsins með eftirfarandi hætti: 1. Hafi grásleppuhrognum verið landað af báti undir 10 brl. skal kaupandi hrognanna greiða 10% af hráefnisverði hrognanna inn á sérstakan greiðslumiðlunarreikn- ing smábáta hjá Stofnfjársjóði fiskiskipa. Hráefnisverðið miðast við 97.00 kr. pr. kg. og skulu því greiðast kr. 1.350.- fyrir hverja gráslepputunnu. 2. Hafi grásleppuhrognum verið landað af bátum 10 brl. eða stærri skal kaupandi hrognanna greiða 15% af hráefnisverði hrognanna, sem skiptast þannig: a) 7% inn á stofnfjársjóðsreikning skipsins hjá Fiskveiðasjóði íslands. b) 6% inn á vátryggingareikning skipsins hjá Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna. c)2% inn á sérstakan greiðslumiðl- unarreikning fiskiskipa hjá Stofn- fjársjóði fiskiskipa. Heildargreiðsla fyrir hverja gráslepputunnu, sem aflað er af bátum lObrl.ogstærrierkr. 2.000. Greiðast því 1.200 kr. til Stofnfjár- sjóðs fiskiskipa og 800 kr. til Landssambands íslenskra útvegs- manna. Ofangreindar greiðslur skal inna af hendi innan fjórtán daga frá því er hrognin voru afhent og skal greiðslunni fylgja yfirlit yfir hversu mikið fékkst frá einstökum báti og hverjir eigendur þeirra fiskibáta Stunginn með skrúfjárni Karlmaður var fluttur á slysa- deild Borgarspítalans um helgina með sár á kviðarholi, eftir skrúfjárn. Lögregla var kvödd til og málið rannsakað og kom þá upp úr kafinu að nágrannaerjur höfðu leitt til stungunnar, sem við athug- un lækna reyndist ekki alvarleg. -ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.