Tíminn - 08.07.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.07.1986, Blaðsíða 16
Tíminn lllfært skipum vegna hafísa Tveir togarar brutust í gegn um landfastan ís í gærmorgun bárust þær fréttir að hafís væri enn að nálgast iandið að norðanverðu og að sæist til hans úr landi frá Hombjargsvita. Landhelgis- gæslan flaug þvf strax um morguninn í ískönnunarleiðangur til að kort- leggja hafísröndina umhverfis Vest- firði. Skyggni var slæmt fyrir vestan Vestfirði en það mátti greina á ratsjá að ísinn þakti stórhafsvæði. Þokunni létti er norðar dró, en þá varð ljóst að ísinn var gisinn og sléttur og við það að bráðna. Hann er þó illfær skipum og gæslumenn mæla ekki með skipaferðum frá Óðinsboða úti fyrir Geirólfsgnúp og austur að Gjögri, en þar á milli er landfastur ís varhugaverður og ekki fær nema kunnugum, beiti þeir lagni í sléttum sjó og góðu skyggni. Aðstæður í gær voru góðar til athugunar á hafísnum á þeim svæð- um sem hann nær að landi, skyggni ágætt og ládauður sjór. Tveir togar- ar, Björgúlfur frá Dalvík og Ólafur Bekkur frá Ólafsfirði, tókust þar á við ísinn og tókst að brjótast í gegn um hann undir leiðsögn flugvélar Landhelgisgæslunnar sem vísaði þeim til besta vegar í austurátt. Fleiri skip sáust og sum við veiðar í ísnum og við rönd hans en þau voru ekki stödd í hættu. Á Veðurstofunni er talið, að með suðvesturáttinni sem var í gær, muni ísinn hörfa og jafnvel berast með straumum fram hjá landi og bráðna með hlýindum. Ekki er talið líklegt að skipaleið austur fyrir Horn lokist til langframa. Þj Guðmundur til ríkiS' saksóknara Lokið er rannsókn fyrsta anga Hafskipsmálsins. Ríkissak- sóknara var í gær sent mál Guð- mundar J. Guðmundssonar, þar sem rannsókn var lokið. Hallvarður Einvarðsson ríkis- saksóknari sagði í samtali við Tímann í gær að ákvörðunartöku um málið yrði hraðað, en ekki var farið að skoða það sérstaklega í gærdag þegar haft var samband við Hallvarð. Guðmundur óskaði sérstak- lega eftir því á sínum tíma að rannsókn málsins yrði hraðað. - ES Sjö íslensk - fimm færeysk íslenskt og færeyskt sundfólk var ■ stuði á íslandsmótinu í sundi sem fram fór um helgina í Laugardalslauginni. Sjö íslandsmet voru sett á mótinu en fimm færeysk met. Systkinin úr Þorlákshöfn voru mjög áberandi en Eðvarð Þór Eðvarðsson vann þó besta afrek mótsins. Sjá íþróttir bls. 8-9 Tímamynd-Pétur Pólverjarnir fóru úr landi á fimmtudag: Fóru með Norrænu á laun - dveljast hjá skyldmennum utan Póllands Pólverjarnir tveir, sem struku af hafrannsóknarskipi sem lá í Reykja- víkurhöfn, fyrir viku síðan, eru komnir til ættingja annars þeirra sem búa utan Póllands. Mennirnir tveir gáfu sig fram við útlendingaeftirlitið fljótlega eftir að þeir fóru frá borði. Leituðu þeir eftir aðstoð lögreglunnar, við að komast til ættingja annars þeirra utan Póllands. Að sögn Böðvars Braga- sonar lögreglustjóra voru fullyrðing- ar mannanna kannaðar og reyndust á rökum reistar. „Þeir leituðu ekki eftir pólitísku hæli,“ sagði Böðvar. Þegar ljóst var orðið að mennirnir ættu ættingja utan Póllands, sem vildu taka við þeim, voru þeir sendir með Norrænu ferjunni frá Seyðis- firði síðastliðinn fimmtudag. Það var síðan í gærmorgun sem lögregl- unni bárust upplýsingar um að mennirnir hefðu komist heilu og höldnu á áfangastað, sem lögreglan heldur leyndum. Ástæða þess að upplýsingar um málið lágu ekki fyrir á föstudag, var að lögregla vildi fyrst fá vitneskju um hvort mennirnir kæmust heilu og höldnu. Báðir eru þeir giftir konum í Póllandi og eiga þar börn. Böðvar Bragason sagði í samtali við Tímann í gær að dómsmálaráðu- neytið hefði fallist á beiðni mann- anna um aðstoð. Hann tók jafnframt fram að ekki hefði heyrst til pólskra yfirvalda, vegna málsins. -ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.