Tíminn - 08.07.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.07.1986, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 8. júlí 1986 Tíminn 5 UTLÖND Japan: Sigurinn stór hjá stjórnarflokknum - úrslitin hafa aukið líkurnar á að Nakasone verði kjörinn leiðtogi flokks síns í þriðja sinn Tokyo-Reuter Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (FL) í Japan vann sinn stærsta kosningasigur í þingkosningunum þar í landi sem fram fóru um helgina. Samkvæmt opinberum tölum fékk flokkurinn 300 menn kjörna á þing, öruggan meirihluta. Kosið var bæði til neðri deildar þingsins þar sem 512 einstaklingar sitja svo og efri deildar sem hefur minni völd. Kosningasigur FL var ekki síður sigur fyrir leiðtoga flokksins, Yasuhiro Nakasone for- sætisráðherra. f kjölfar þessa stóra sigurs hafa líkurnar aukist verulega á því að Nakasone verðir kjörinn leiðtogi flokksins á þingi hans í október. Fari svo verður Nakasone leiðtogi FL þriðja tímabilið í röð en slíkt hefur verið óþekkt hingað til í japönskum stjórnmálum. Leiðtogi flokksins verður sjálf- krafa forsætisráðherra landsins. FL hefur stjórnað landinu síðan árið 1960 en aldrei áður hefur flokk- urinn unnið jafnstóran sigur í þing- kosningum. Auk þess að fá 300 menn kjörna fær flokkurinn einnig Bretland: Kirkjuþingið á móti konum Jórvik-Reuter Valdamesta ráð ensku biskupa- kirkjunnar samþykkti um helgina bann við að erlendir kvenprestar geti haldið guðsþjónustur í Bret- landi. Bann þetta þykir benda til að kirkjan muni ekki samþykkja að konur fái að vígjast til prests- embættis. Kirkjuþingið felldi beiðni frá Robert Runcie, erkibiskupnum af Kantaraborg, um að kvenprest- um er þjóna í söfnuðum biskupa- kirkjunnar utan Bretlands yrði leyft að sinna preststörfum sínum er þær heimsæktu landið. Bannið bendir til að kirkjan muni ekki samþykkja að konur fái að vígjast til prests í Bretlandi en mál þetta verður rætt í dag á kirkjuþingi ensku biskupa- kirkjunnar sem nú fer fram í Jórvík á Norður-Englandi. Erkibiskupinn af Kantaraborg, leiðtogi 64 milljóna meðlima biskupakirkjunnar um heim allan, hefur hvatt hina 600 meðlimi kirkjuþingsins til að samþykkja að konur geti gegnt prestsembætti í kirkjum safnaðarins á Bretlandi. Erkibiskupinn sagði „litla Eng- lendinga" ekki mega fá að eyði- leggja einingu biskupakirkjunnar um heim allan. Bankar framtíðarinnar: Nakasone hafði fulla ástæðu til að gleðjast þegar úrslit þingkosninganna urðu ljós. stuðning fjögurra óháðra þigmanna sem reyndar hafa gengið í flokk Nakasone í kjölfar kosninganna. „í sannleika sagt hafði ég aldrei búist við að vinna 304 sæti. Þessi sigur er ekki tilkominn af manna völdum, hér hefur fólkið talað, him- inninn og guð," sagði Nakasone á '. fréttamannafundi þegarúrslitin urðu ljós. Mikil uppsveifla varð á japönsk- um markaði í gær þegar ljóst var að Nakasone og flokkur hans höfðu gjörsigrað í kosningunum. Betra að hafa augun vel opin Genf-Reuter Svo gæti farið að í bönkum fram- tíðarinnar verði sjónhimna við- skiptavinanna notuð í stað hinna margvíslegustu pcrsónuskilríkja Filippseyjar: Misheppnað valdarán - Tolentino og hans menn urðu að láta sér hótel nægja í stað lands Manila-Reuter Juan Ponce Enrile varnarmálaráð- herra Filippseyja sagði síðdegis í gær að hermenn þeir sem studdu misheppnaða valdatilraun hins 75 ára gamla Arturo Tolentino hefðu fallist á að yfirgefa hótel það sem þeir höfðu tekið og fara aftur til hersveita sinna. Enrile sagði hina 180 hermenn ekki sæta refsingu svo lengi sem þeir snéru aftur til hersveita sinna ínnan tiltekins tíma. Það var Corazon Aq- uino sem ákvað að refsingar yrðu ekki hafðar í frammi og virðist hún ætla að gera sem minnst úr frum- hlaupi Tolentino. Samkvæmt heimildum hélt Tol- entinó, sem komið hafði sér fyrir á fimm stjörnu hóteli í Manila ásamt fámennum stuðningsmannahópi sínum, til viðræðna við fulltrúa stjórnvalda á veitingastað í grennd við hótelið. Valdaránstilraun Tolentino virtist því í gær hafa gjörsamlega mis- heppnast og var ástandið í Manilu- borg nokkuð kátlegt. Tolentino og nokkrir óánægðir hershöfðingjar höfðu ætlað að ná völdum yfir heilu landi en urðu þess í stað að láta sér nægja yfirráð yfir einu hóteli. Tolentino var varaforsetaefni Marcosar fyrrum forseta í hinum umdeildu febrúarkosningum og framkvæmdi valdaránstiíraunina í nafni leiðtogansfyrrverandi. Marcos sagði þó í gær í Honolulu að hann ætti engan þátt í valdaránstilraun- inni. Corazon Aquino forseti kallaði uppreisnarmennina „fólk sem ekki er alveg í jafnvægi" og reyndi að gera lítið úr valdaránstilrauninni. Bandaríkjastjórn lýsti í gær yfir fullum stuðningi við stjórn Aquino sem heimsækja mun Bandaríkin í haust. sem nú ráða ríkjum. Yrði fólk þá að hafa augun opin þegar það nálgaðist peningavélar bankanna ellegar not- færði sér aðra þjónustu þeirra. Þessi nýja öryggisleið gæti komið í stað hinna ótalmörgu bankakorta, undirskrifta og annars slíks sem núna cr notað til öryggis og hagræðingar fyrir viðskiptavinina. Sýningin „Tæknibankinn" stcndur nú yfir í Genf og þar kemur bcrlega í ljós að bankar út um allan heim eyða milljörðum króna í ýmis konar öryggiskerfi til að gera viðskiptavin- inn ánægðan. Talið er að um einn milljarður manna noti bankakort ýmiskonar og það vinsælasta á sýningunni er hið franska kort sem inniheldur litla tölvu, kallað „kortið sniðuga". Kortið virkar aðeins þcgar lykilnúm- erið hefur vcrið pikkað inn í tölvuna. En lykilnúmcr geta „týnst" og kort verið fölsuð og því er bandarísk vél sem tckur mynd af sjónhimnu manna, hclsta persónueinkenni hvers manns samkvæmt bandarískri rannsókn, sannarlega það athygl- isverðasta á sýningunni miklu. Sölugildi þcssarar véla er talið gífurlegt. Vélin ber saman sjón- himnu korthafa og þcss sem krefst þjónustu með kortið. Handhafinn getur því verið öruggur því einungis hann getur notað kortið. Sniðugt ekki satt? Kínverskt Playboy á markað í Hong Kong Hong Kong-Reuter Byrjað var að selja fyrstu kín- versku útgáfuna af tímaritinu heims- Corazon Aquino forseti Filippseyja gerði lítið úr valdaránstilraun Tolentinos. Utlönd Umsjón: HEIMIR BERGSSON fræga Playboy í Hong Kong í gær. Útgefendur tímaritsins sögðust von- ast til að það næði að lokum að festa rætur þangað sem því er ætlað að komast - til Kína. Albert Cheng, útgáfustjórinn í Hong Kong, sagði kínversku útgáf- una vera byggða upp á venjulegan „Playboy" hátt. Þar væru bæði myndir af fáklæddum stúlkum og viðtöl við skemmtikrafta. Á forsíðu fyrstu útgáfunnar, sem kom út í fimmtíu þúsund eintökum, er mynd af leikkonunni OIiviu Cheng frá Hong Kong sem er fræg kvikmyndastjarna þar um slóðir. Nektarmyndir eru þó bannaðar í ritinu samkvæmt lögum í Hong Kong. Albert útgáfustjóri gaf ekki mikið út á að tímaritið yrði selt í Kína á næstunni en sagðist vonast til að kínversk stjórnvöld myndu að end- ingu skilja það sem hann kallaði listrænt gildi tímaritsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.