Tíminn - 13.07.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.07.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Sunnudagur 13. júlí 1986 HOLLUSTU* HORNID Svanfríður Hagwaag Salatskálin Gott grænmetissalat er nauðsynleg byrjun á hverri máltíð. Þau eru létt, næringarrík og yfirleitt fljótlöguö. Þaö er hægt að nota næstum hvaða tegund af grænmeti sem er í salat. Þar sem fæst okkar búa svo vel aö hafa grænmetisgarð rétt viö dyrnar þá þarf að gera það að reglu að þvo allt grænmeti sem komið er með strax undir rennandi köldu vatni. Þurrkið síðan grænmetið eins vel og hægt er, látið það síðan í plastpoka og geymið í ísskápnum. Grunnsalat Notið eina eða fleiri tegundir af grænmetinu hér að neðan sem aðalefni í salatið: salathöfuð spínat silfurbeðju ung blöð af rótarávöxtum hvítkál gulrætur rófur Bætið við einni eða fleiri tegundum af grænmetinu hér að neðan til að auka litauðgi og hollustu salatsins. blómkál spergilkál (brokkál) sneiðar af rauðri eða grænni papriku saxaðir eða rifnir rótarávextir radísur sellerí rauðlaukur eða annar laukur gleymið ekki spírunum! Þegar grænmetið er vel kælt er salatið og flest græna græn- nretið rifið niður en ekki skorið. Skerið niður eða rífið afganginn af efnunum. Hellið strax yfir um það bil 1 tsk af olíu á mann og hrærið í með tveim göfflum til að þekja vel grænmetið. Olían þekur grænmetið og verndar næringarefnin í því fyrir áhrif- um andrúmslofts og vökva. Bætið út í tómötum, gúrkum ,eða rifnum osti ef vil. Rétt áður en salatið er borið fram notið þá krydd eftir smekk, til dæmis sítrónusafa, eplaedik, sjávarsalt eða þurrkaðan malaðan þara, pipar, kryddjurtir eða þá hand- fylli af sólblómafræjum eða sesamfræjum. Þar er mjög skemmtilegt að fóðra salatskálina með salat- blöðum eða hvítkálsblöðum. Að seinustu er svo hægt að bera fram með salatinu salat- sósu eða salatsósur eftir smekk. Fernando salatsósa 1 bolli júgúrt eða súrmjólk Vi bolli heimatilbúin majón- sósa Vi tsk sjávarsalt 1 tsk paprika 1 hvítlauksbátur, saxaður 1 msk sítrónusafi 1 tsk marin dillfræ 1 msk söxuð steinselja I msk saxaður graslaukur 1 msk saxaðar ólífur Blandið öllu vel saman. Kælið. 1 j tm - m íslenski kammerkórinn með Garðari Cortes, stjórnanda, við æfingu í Langholtskirkju á síðustu dögum fyrir brottför utan. (Tímamynd: Pétur) s Islenski kammerkórinn / rjri' »x • a Tivoiisviðinu Um þessar mundir er í tónleikaferðalagi í Danmörku íslenski kammerkórinn, sem var sérstaklega stofnaður fyrir þessa ferð. Hann mun flytja íslenskar tónsmíðar, bæði kirkjuleg verk og veraldleg, þar sem hann kemur fram í kirkjum og á Tívolí sviðinu, sem vissulcga er mikill heiður, því þar hafa margir frægustu tónlistarmenn heims iðkað sína íþrótt á undan kammerkórnum. í brottfararamstri kórstjórr' ans, Garðars Cortes. slógum við helgarblaðsmenn á þráðinn til hans til að forvitnast um hvernig á ferð þessari stæði. „Bíddu nú við, hvernig stend- ur á þessu, já! Við leggjum fyrst og fremst í þessa för til að syngja í Tívolí og út frá því spunnust aðrir tónleikar og okkur er boð- ið að syngja á alþjóðlegri sumar- tónlistarhátíð í Kaupmannahöfn og þá syngjum við í þremur kirkjum, sem hafa sjálfstæða tónlistardagskrá um sumartím- ann. Okkur bauðst að koma þar inn í þá dagskrá.“ Þegar þessi frétt birtist hefur íslenski kammerkórinn þegar sungið á sumartónlistarhátíðinni í Kaupmannahöfn og er kominn á Ilakk um sveitir Danmerkur þar sem hann syngur kirkjuleg verk í kirkjum. „Við syngjum í Ær0, sem er lítil eyja fyrir sunnan Fjón, þá syngjum við í Haderslev og svo í Vejle. Ferðinni ljúkum við með tónleikum á stóra sviðinu í Tívolí.“ Hvernig vill það til að Tívolí fer fram á það við þig að stofna kór til að halda tónleika þar? „Mikill vinur minn og æfinga- stjóri dönsku óperunnar, sem hefur stundum haldið námskeið hér á íslandi fyrir Landssam- band blandaðra kóra, sem ég er formaður fyrir, þekkir til þarna í Tívolí og í gegnum hann feng- um við þetta boð. í framhaldi af ferðinni mun ég taka þátt í Nordklang, sem er stórmót blandaðra kóra á Norðurlönd- um, sem haldið er á þriggja ára fresti, en í stað þess að nota þann kór, sem mun taka þátt í því móti, setti ég saman kamm- erkór með mjög góðum íslensk- um einsöngvurum. Já, kórinn er rnjög góður. Þarna er fólk sem af fórnfýsi hefur gefið sér tíma til að æfa og á heimangengt, en er samt sem áður í toppklassa. Og það hefur gengið mjög vel að æfa!“ Hvernig standið þið straum af kostnaði við Danmerkurferð- ina? „Okkur eru greidd laun fyrir sönginn erlendis, sem borgar talsverðan hluta kostnaðarins, og kórmeðlimir hafa verið óþreytandi við að finna leiðir til að fjármagna þessa ferð. Kórfé- lagar eru frá öllum bæjarfélög- um á Stór-Reykjavíkursvæðinu, en hver bæjarstjórn hefur stutt við bakið á sínum mönnum með fjárframlagi." Og á meðan íslenski kamm- erkórinn ber hróður íslands um héruð gömlu herraþjóðarinnar getum við ekki annað en beðið og vonað að allt gangi vel og sönglistin á íslandi eigi langa æviferð fyrir höndum. Þj A4 1-30 A4 2-30 A4 3-30 A4 4-30 Ódýrar bókahillur fyrir skrifstofur ogheimili- eik teak og fura HUSGÖGN OG INMRETTINGAR „SUÐIIRL ANDSBR AUT 18

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.