Tíminn - 13.07.1986, Side 17
Sunnudagur 13. júlí 1986
Tíminn 17
GULLIBETRI
Umsjón: Þórmundur Bergsson, Heimir Bergsson:
Varlega góði, sleggjan
getur verið varasöm
Spjótkastarinn Petranoff telur nauðsynlegt að
huga að öryggi í sleggjukasti
Tom Petranoff, bandaríski
spjótkastarinn sem í vikunni
setti nýtt met með nýju og
„öruggari" gerðinni af spjótinu,
er á því að endurskoða þurfi
allar öryggisreglur er gilda fyrir
sleggjukast.
Petranoff kastaði spjótinu
85,38 á frjálsíþróttamóti í Hels-
inki og er það besti árangurinn
sem náðst hefur með nýja spjót-
inu en á því er þyngdarpunktur-
inn framar en á því gamla.
Petranoff, sem er frá Illinois
og vinnur við að gefa öðrum
íþróttamönnum ráð um skófatn-
að, sagði spjótkastið nú ekkert
jafnast á við sleggjukastið varð-
andi hættu. „Ég held þeir ættu
að huga að því að flytja sleggju-
kastið út af vellinum á annað
svæði,“ sagði spjótkastarinn
frægi og beindi orðum sínum til
forráðamanna frjáisíþrótta-
móta.
Ekki var nema von að Petra-
noff hefði eitthvað til málanna
að leggja. Á móti þessu voru
nefnilega Sergei Litvinov, sov-
éska heimsmeistaranum í
sleggjukasti, mislagðar hendur
með sleggju sína. Reyndar
missti hann sleggjuna þrívegis
úr höndum sér í snúningunum
og fór hún út úr öryggishringn-
um, braut auglýsingaskilti. í eitt
skiptið en í hin skiptin lenti hún '
á hlaupabrautinni og skoppaði
inn á milli íþróttamanna er voru
Sedykh mun vera með á Evr-
ópumeistaramótinu í Stuttgart
þar sem hann ætlar að verða
Evrópumeistari í sleggjukasti í
þriðja sinn. Þeir eru fáir sem
veðja á móti þessum sovéska
íþróttamanni.
Pað er augljóst að sleggju-
kösturum getur mistekist eins
og öðrum og þegar heimsins
bestu kastararnir eru farnir að
láta hlutinn fljúga yfir 80 metra
er tími til kominn að forráða-
menn íþróttamóta fari að hug-
leiða nýjar og belri öryggisráð-
stafanir.
Eitt ráðið er að flytja keppnis-
greinina út frá íþróttavöllunum
sem að sjálfsögðu þýddi að
áhorfendur og saklausir íþrótta-
menn þyrftu ekki að hafa
áhyggjur af því að fá hlutinn í
hausinn þegar minnst varði.
Hinsvegar myndi slík ákvörðun
sjálfsagt hafa slæm áhrif á grein-
ina sem slíka, minni áhugi og
þar af leiðandi færri sem snéru
sér að sleggjukastinu.
Annað ráð er að fara að eins
og gert var með spjótið þ.e. að
breyta sleggjunni þannig að ekki
sé hætta aö hún fari jafn langt.
Hugsanlegt væri að þyngja hlut-
inn verulega eða stytta í taug
sleggjunnar.
Hvað sem gcrist þá er víst að
sleggjan er orðin vandamál hvað
varðar öryggi og við slíku þarf
að sjálfsögðu að bregðst.
að hita upp. Var heppni að
engin slys urðu á mönnum.
Pólskur starfsmaður á íþrótta-
móti var hinsvegar ekki heppinn
fyrir tveimur mánuðum. Þá fékk
hann sleggju í höfuðið og slasað-
ist illa.
Vandamálið á mótinu í Hels-
inki var það að öryggisnetið í
kringum sleggjukastshringinn
var ekki haft nógu nálægt
hringnum sem varð til þess að
sleggja Litvinovs flaug yfir ör-
yggishringinn.
Það var Ólympíumeistarinn
frá árunum 1976 og 1980, Sovét-
maðurinn Júrí Sedykh sem sigr-
aði þessa sleggjukastskeppni
með kasti upp á 84,14m. Sedykh
átti fjögur frábær köst og sýndi
geysilegan hraða í snúningnum,
sannarlega einn mesti sleggju-
kastari allra tíma.
Sleggjukastiö þyrfti jafnvel að
flytja annað segir spjótkastar-
inn Petranoff
Frjálsar íþróttir:
Slæmt er að fá
sleggju í hausinn
^^^RVITNILEG
skemmtileg sýning teiknaðra
skopmynda sem hafa birst í
tímaritinu The New Yorker,
sem er 60 ára gamalt, hefur
verið sett upp í sýningarsal
Menningarstofnunar Banda-
ríkjanna að Neshaga 16 í
Reykjavík.
Þar má líta skopskyn Banda-
ríkjamanna í hnotskurn, segir
í fréttatilkynningu, því að í
þau fimmtíu ár sem tímaritið
hefur komið út, hefur það
staðið í framvarðarsveit hvað
varðar áhugavert, skemmtilegt
og vandað efni. Skopteikning-
arnar hafa oftsinnis verið
endurprentaðar í sérstökum
safnbókum og greinum á
hverju ári.
Myndirnar eru á áttunda
tuginn eftir 23 listamenn. Þó
svo að sumar skopmyndirnar
fari fyrir ofan garð og neðan
hjá skopskyni Islendinga, læð-
ist oft fram bros við skoðun
myndanna og stundum skelli-
hlátur. Hér má líta nokkur
sýnishorn af sýningu Menning-
arstofnunarinnar.
ÞJ.
Ástæða langlífis míns er gott mataræði, hæfileg hvíld
og nógir peningar
Mig langar
að tilkynna
um fellibyl..
„Þetta er uppáhalds
myndin mín, sagði Hugh
J. Ivory, forstjóri Menn-
ingarstofnunarinnar, er
Tímamenn komu í heim-
sókn.
Ertu viss um að þetta sé eldur?