Tíminn - 13.07.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.07.1986, Blaðsíða 3
Sunnudagur 13. júlí 1986 Tíminn 3 Jón Gíslason: Hofsbær. Þegar austur fyrir Eystri Rangá kemur tekur við völlurinn frægi, er Ormur slétt- aði með þrælaslætti, sló þúfurn- arímúga. Þarereittfrjósamasta túnstæði á íslandi.og mesti fóð- uriðnaður í landinu. Neðar eru stórbýíin Móeiðarhvoll, en und- ir Hvolnum Stórólfshvoll og Efri- • hvoll og fagur og mikill kaup- staður, Hvolsvöllur. Vegagerð var erfið um Rang- árþing, en mikil stórvirki voru þar gerð með byggingu brúnna yfir Rangárnar, Pverá og Mark- arfljót. Áður fyrr rann Þverá vestur milli gróðursvæðanna og eyðilagði mikið nytjaland á hverju ári, því meginstraumur Markarfljóts rann í hana, En á fyrri helming þessarar aldar, var hafist handa með fyrirhleðslu í fljótið og gerðir miídir og vold- ugir varnargarðar, sem sjást vel þegar ekið er inn með Markar- fljóti að austan. Austur við Markarfljót eru Rauðskriður (Stóri Dímon) og fyrir austan það Litli Dímon, móbergsholt fagurlegt að gerð og sögufrægt af atburðum ald- anna. Fyrsti bærinn sem ekið er framhjá í Eyjafjallahreppi er Eyvindarholt, þar sem Tómas prófastur á Breiðabólsstað var fæddur. Sæmundur faðir hans bjó um skeið inn í Þórsmörk, og undi þar vel hag sínum. Landið inn af Eyvindarholti er fagurt. Þar eru Merkurbæirn- ir, fagurlega settir undir brekku Eyjafjallahálendisins. Fyrir inn- Jón Gíslason. an þá er gróðurland mikið og gott, og á mikla og sérkennilega sögu. Inn með Eyjafjallahálend- inu er mjög fagurt alla leið inn í Þórsmörk. Þar er sjón sögu ríkari. í Þórsmörk er eitthvert feg- ursta útivistarsvæði landsins. Þar verður stansað í minnsta kosti fimm klukkutima. Farið verður um Mörkina undir leiðsögn æfðra leiðsögumanna, og getur fólk valið um lengri eða skemmri gönguferðir eða kosið sér dvöl á fögrum stöðum. Hér er ótal margt að skoða kanna og at- huga, dást að og gleðjast yfir. Laugardaginn 19. júlí nk. fara Framsóknarfélögin í Reykjavík í skemmtiferð í Þórsmörk. Lagt verður af stað frá Rauðarárstíg 18 kl. 8.00 stundvíslega. Ekið verður aust- ur að Selfossi og stansað þar smástund. Síðan haldið austur Flóa og Holt. Við Ytri Rangá er komið á söguslóðir Njálu, og tekur þar við hver sögustaðurinn af öðrum allt inn í Þórsmörk. En jafnhliða frægum stöðum frá fyrri öldum er þarna einnig að sjá marga þekkta og merka staði, er koma við sögu á seinni öldum. Skammt fyrir austan Hellu á Rangárvöllum, er Gunnarsholt, stórbýli að fornu og nýju. Fyrir og eftir 1930 var sandfok orðið svo mikið á Rangárvöllum, að lítið var eftir af grónu landi kringum Gunnarsholt og jörðin fór í eyði. Nú er þarna stærsta tún á Islandi, allt grætt upp úr sandi. Þar eru aðalstöðvar Sand- græðslu ríkisins og mikil starf- semi í þágu landbúnaðarins. Oddi á Rangárvöllum blasir við af leiðinni austur Rangár- velli, og er frægt höfðingjasetur til forna. Úr Gammabrekku í Oddatúni sést í alla hreppa forna í Rangárþingi, og hafa fáir eða engir sögustaðir og höfuðból af slíku að státa. Upp á Rangárvöllum eru líka stórbýlin Kirkjubær og Þórsmörk. Sumarferð í Þórsmörk ÁVALLT FERSKT - ÁVALLT NÝTT í ALFARALEIÐ MIÐVANGI 41 Opið 8-18 virka daga og 9-16 um helgar HÓLSHRAUN 1b Opið 9-18 mánud. til fimmtud. og 9-22 föstud. LANGHOLTSVEGI 111 Opið 8-18 virka daga og 9-16 um helgar CAFÉ - TORG HAFNARSTRÆTI20 Opið 9-18 virka daga og 11-18 laugardaga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.