Tíminn - 13.07.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.07.1986, Blaðsíða 12
12 Tíminn Sunnudagur 13. júlí 1986 VERKHERI ÍÚRVALI ítalskir jarðfræðingar vinna baki brotnu í Pozzuoli 200,000 manns búa yfír Tangir og naglbítar. V-þýsk og örugg áhöld. Doltaklippur, topplyklasett, lausir lyklar, skiptilyklar, skrúfjárn, sporjárn o. fl. VIKING inborar. urinn Jtsölustaðir: Kaupfélögin um land allt. Sambandið byggingavörur, Suðurlands- braut 32. Bensínstöðvar Esso og víðar. Umboð: Verslunardeild Sambandsins Fólkið í Pozzuoli hefur orðið að þola 4000 jarðskjálfta á einu ári Óttast er að eldgos brjótist út og sérfræðingar úr öllum heimshornum þyrpast til Napólí. Bærinn er undir stöðugu eftirliti en enginn getur leyst vandræði óttasleginna íbúanna Aðeins nauðþurftir voru hafðar meðferðis, er íbúarnir flúðu til tjaldbúða utan við bæinn. Flestir reikna þó með að flytja aftur og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Fólkið í bænum Pozzuoli býr yfir cldgíg. Sú staðreynd hefur orðið þeim Ijós á seinustu árum því að jarðskjálftar hrella þá í sífellu, hús springa, múrar og svalir hrynja. Umnæturnar vaknar fólkið við drunur og sprengingar neðan- jarðar og flýr skelfingu lostið út úr húsunum. Þúsundir flýja burt, öðrum er komið fyrir til bráðabirgöa í tjöldum fyrir utan borgina. Sumir koma aftur til vinnu á daginn. Flestir lifa í voninni um aö martröðinni Ijúki og þeir geti komist heim til sín. Hræringarnar í Pozzuoli eru ekki venjulegir jarðskjálftar. Þessar hreyfingar orsakast vegna fyrirbrigðis sem kallast bradyismi. Petta þýðir að jörðin ýmist sígur eða lyftist vegna fljótandi hraunkviku í iörum jarðar. Á dögum Rómverja var hér blómleg hafnarborg Ekki cr nóg með að Pozzuoli liggi í dalverpi nálægt eldvirkni heldur stendur borgin svo til á eldgíg eða eldþró. Borgin stendur fyrir vestan Napolí á svæði sem kallast fleg- reisku engin. Flegreiskur þýðir glóandi eða brennandi enda er allt svæðið krökkt af eldvörpum, laugum og brennisteinshverum. Nú á dögum eru þarna á að giska 40 eldgígar og eldvörp. Frægast þeirra er Solfatara. Eldbrunnið landið er mjög fjölbreytt og gróður einkar vöxtulegur. Eld- fjallaaskan er ágætis áburður og land er þarna mjög frjósamt. Prátt fyrir hraunaland og eld- gang var hér ágætt land og borgarstæði þegar Grikkir námu hér landið 600 árum fyrir Kr. Að 300 árum liðnum komu Róm- verjar og tóku þessa blómlegu hafnarborg. Peir kölluðu borg- ina Puetoli sem nú hefur breyst í Pozzuoli. í nágrenninu hefur verið mikill eldgangur Borgin var miðstöð verslunar við Grikkland og Austurlönd. Búskapurinn stóð með miklum blóma í sveitunum umhverfis og höfðingjar Rómverja byggðu sér skrautlegar sumarhallir með út- sýni yfir Napólíflóann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.