Tíminn - 13.07.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.07.1986, Blaðsíða 10
10 Tíminn HHK LENNART NILSSON Sunnudagur 13. júlí 1986 Heilbrigð tunga manns er ekki reykir. ætti að stækka mynd á pappír." St'ðar keypti Nilsson kassa- myndavél fyrir peninga sem móðir hans gaf honum og með henni tók hann myndir sem hann svo seldi vinum sínum og kunningjum. Ágóðinn varð fimmtíu krónur og hann keypti fyrir þær myndavél með stillingu svo hann gæti skerpt myndina. Heillaður En hvað vaþti áhuga hans á mannslíkamanum? „Ég hef alla tíð verið heillaður af náttúrunni. Fyrir mörgum árum tók ég myndasyrpu af sáðkorni að vaxa úr jörð. Því næst gcrði ég bók um maura, þar sem ég blandaði saman venjulegum fréttamynd- um og svo mikið stækkuðum myndum af skorkvikindunum. Ég skreið um sænsku sveitirnar í runnum og skógum til að skrá hvernig lífsbarátta mauranna færi fram. Heima hafði ég komið Skemmd tunga mikils reykingamanns. mér upp einskonar maurabúri svo ég gæti myndað maura við fæðingu...“ Mauramyndaröðin vakti fá- dæma athygli víða um heim og myndirnar voru birtar meðal annars í tímaritinu Life. Pað var svo árið 1950 að Lennart Nilsson heimsótti Kar- olinska Institutet og leit þar í glerkrukkum mannsfóstur. „Þau höfðu verið þar í spritti í líklega tíu eða tuttugu ár, - ég veit það ekki. En þegar ég heyrði að fóstrið væri ekki nema fjögurra vikna gamalt stökk ég hæð mína í loft upp af undrun. Það var ekki nema fjögurra vikna gamalt og þegar sást móta fyrir höndum, augum og höfuðið var að taka á sig mynd. Ég hafði ímyndað mér að fóstur væri ekki nema ókennilegur sepi ein- hverskonar.“ Þá hófst önnur myndaröð um hvernig fóstur þroskast í móður- kviði. Stærstu tímaritin stukku öðru sinni til og keyptu af Nils- son myndirnar og enn birtust þær í Life og að þessu sinni á forsíðu. Upp frá þessum tilraunum Lennarts Nilssons hefur hann unnið sleitulaust að myndun starfsemi mannslíkamans. Seinasta bók hans er Sigur- stranglegur líkaminn. Að henni hefur hann unnið síðastliðin tíu ár. Hún verður gefin út á sænsku, ensku, þýsku og frönsku. Ljósmyndirnar í þeirri bók sýna varnarstarf líkamans gegn ýmsum sjúkdómum. Sú barátta er í augum Nilssons blóðug orrusta hins góða og hins illa, - bardagi upp á líf og dauða. Veirur kallar hann hryðjuverkamenn og honum dettur í hug að litningar líkist steinaldardýrum á yfirborði tunglsins. Hann líkirhvítu blóð- korni við kolkrabba á eftir bráð, en stærðin er eini mismunurinn. „Ég má til með að taka starfi mínu með góðu gamni. Ég hef ekki þrek til að taka öllu mjög alvarlega. Hlátur er mjög mikil- vægur, skilurðu. En ég tek vinn- una alvarlega og er ekki léttvæg- ur í starfi." En smáar einingar mannslík- amans er ekki hið eina sem Nils- son hefur rannsakað og fylgst með í gegnum ljósopið. Hann hefur miðað vél sinni á heildina einnig, þegar hann t.d. ferðaðist með Hjálpræðishernum um Sví- þjóð í þrjár vikur og myndaði ungan mann frelsast stig af stigi. 1947 tók Nilsson þátt í leiðangri um Spitsbergen að veiða hvíta- birni og skráði hann atburði í hryllilegum ljósmyndum. Full- orðnir birnir voru skotnir svo veiðimenn fengu gómað hvolp- ana til að selja fjölleikahúsum. Ein áhrifamesta myndin sýnir ÚTILEGAN heppnast betur með niðursuðuvörum frá Kjötiðnaðarstöð KEA. Matreiðslan gengur fljótar, innihaldið helst óskemmt þrátt fyrir hita og holótta vegi - en umfram allt er maturinn Wm. Við bjóðum þér tæpan tug mismunandi rétta - hvorki meira né minna. Sími: 96-21400 Sunnudagur 13. júlí 1986 Tíminn 11 Ljósmyndir Nilssons af mannsfóstri í móðurkviði vöktu fádæma athygli. Stækkað fimmtíu sinnum: Hár tannbursta skafa óhreinindi og matarleifar af tönn í mannsmunni. birnu í dauðastríðinu en hvolp- urinn heldur dauðahaldi með hrömmunum um háls hennar. Þar dó móðir í fangi barns síns. Enn fremur hefur hann gefið út bókina Sjávarlíf og þá hefur hann tekið myndir af kóngafjöl- skyldunni sænsku. Steingervingar í rannsóknum á steingerving- um hefur Nilsson einnig látið til sín taka, en hann myndar plönt- ur og jurtir sem aðeins eru 2 til 3 millimetrar á hæð og 78 milljón ára gamlar. Oft tókst að finna út með þessu móti hver upphafleg- ur litur jurtanna var. „Nýjasta bók mín er jafnt fyrir vísindamenn sem leika. Þar sjáum við hvað í raun gerist, þegar við nærumst, burstum tennurnar eða fáum okkur vindling. Hvað gerist þegar við göngum niður stræti eða hittum annað fólk? Þetta eru spurning- ar sem ég hamast við að svara. Við mennirnir, með því að líta á þessar ljósmyndir, getum kynnst því hvernig mannslíkam- inn starfar og þá kannski lært að bera meiri virðingu fyrir honum“ Að taka myndir af tannbursta hreinsa tennur reyndi mjög á þolrif Nilssons. Hann lagði dag við nótt á tannlæknastofum í Stokkhólmi við tökur á tönnum sem nýdregnar voru úr sjúkling- um tannlæknanna. „Ég veit ekki hvort hægt sé að hræða fólk til að halda tönnum sínum hreinum með þessum ægi- legu myndum, en þegar mynd- irnar voru sýndar í sjónvarpi varð fólk skelfingu lostið.“ Ljósmyndir hans af afleiðing- um reykinga eru ekki síður ógn- vekjandi. í Sigurstranglegum líkama má sjá Ijósmyndir af tvenns konar veirum brjótast inn í frumu manns með kvef. Vígtennur hvítabjarnarins voru honum engin vörn gegn byssukúlum veiðimannanna. Nilsson myndaði á Svalbarða. Lennart Niisson tekur ekki aðeins myndir af öreindum, heldur einnig af hinum miklu: Winston Churchill, breskur forsætis- ráðherra. Átta til tíu klukkustundum síðar höfðu þær fjölgað sér í nokkur þúsund og afl þeirra það mikið að fruman sprakk í frumeindir. „Það sem gerist í frumum okkar er lífið sjálft,“ segir Nilsson. Þegar Lennart Nilsson er ekki við myndatökur nýtur hann lífs- ins með bók í hönd, einkum les hann vísindarit. Hann á gífur- lega stórt bókasafn sem fer óðum stækkandi og alfræðirit og orðabækur skipa veglegan sess í bókahillum hans. En ávallt bcr liann með sér Ijósmyndavélina, því að hann vill ekki missa af neinu myndefni sem fyrirvaralaust gæti borið fyrir augu hans. En hvers vegna er það, sem Lennart Nilsson hefur tileinkað Ijósmyndum af smæstu eining- um líkamans ævi sína? Því svar- ar Lennart Nilsson: „Mig langar til að sýna fólki hve flókinn mannslíkaminn, er sem starfar dag og nótt við að halda okkur heilbrigðum. Ég vonast til að starf mitt verði til þess að fólk beri virðingu fyrir líkama sínunr og lífinu og þar að auki vil ég víkka sjóndeildar- hring manna og sýna þeim hul- iðsheim lífsins." PÖ fyrir Scanorama r Tilmæli til þeirra sem íyrirhuga að stofna eða stækka RAFORKUFREK . FYRIRTÆKI A SUÐURNESJUM Af gefnu tilefni förum við þess á leit við alla þá er fyrirhuga stofnun eða stækkun fyrirtækja á Suðurnesjum, sem krefjast mikillar raforkunotkunar (ca. 200 kw eða þar yfir) að senda Hitaveitu Suðurnesja skriflegar upplýsingar er greini frá helstu áætlunum, s.s. fyrirhugaðri staðsetningu, afl- og orkuþörf og tímasetningu. Ef um áfangauppbyggingu er að ræða, þá sömu upplýsingar fyrir hvern áfanga. Forsenda þessarar beiðni er sú að ljóst er að núverandi raforkukerfi er senn fullnýtt og til þess að mögulegt sé að taka tillit til óska einstakra stórnotenda, við umfangsmikla og kostnaðarsama uppbyggingu raforkukerfisins, sem fyrirhuguð er á næstu árum, er nauðsynlegt að þessar upplýsingar berist fyrir 1. ágúst 1986. HITAVEITA SUÐURNESJA BREKKUSTÍG 36, 260 NJARÐVÍK OHHBBBWMi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.