Tíminn - 13.07.1986, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.07.1986, Blaðsíða 14
14 Tíminn Sunnudagur 13. júlí 1986 n ATHYGLISYERÐAR NIÐURSTÖPUR RANNSÓKNÁ VEIÐIMÁLASTOFNUNAR Á URRIÐASTOFNI ÞÓRISYATNS: Góðar líkur á endurupp- byggingu urriðastofnsins - með seiðasleppingum, ef marka má niðurstöður frumrannsókna, eftir fyrstu sleppingar Yeiðimálastofnun hefur rannsakað urriðastofninn í Þórisvatni síðastliðin ár. Niðurstöður þeirra rannsókna verða raktar hér á eftir og hafa komið mörgum á óvart. Við stórfellda hækkun vatnsborðsins í vatninu tók að mestu fyrir hrygningu í vatninu og var svo komið um tíma að engin endurnýjun átti sér stað í urriðastofninum. Fiskurinn hætti að geta hrygnt og nýir árgangar komu ekki fram á sjónvarsviðið. En niðurstöður rannsóknarinnar eru ekki alslæmar, því seiðasleppingar leiddu í Ijós að Þórisvatn hefur alla burði til þess að vera áfrani hinn besti veiðistaður sé seiðum sleppt reglulega, og hefur það verið gert í nokkur ár og koma seiðin frá eldisstöð Landsvirkjunar í Fellsmúla. Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur og dr. Vigfús Jóhannsson vatnalíffræðingur unnu rannsóknir þessar fyrir hönd Veiðimálastofnunar að beiðni Landsvirkjunar. Hér sést vel hversu vatnsyfirborðið hefur hækkað. Kofinn lengst til vinstri á myndinni er umflotinn vatni, en stóð áður á þurru. ÞÓRISVATN Þórisvatn er í Rangárvalla- sýslu á Holtamannaafrétti innan Tungnaár en austan Köldukvísl- ar. Við eðlilegt vatnsborð er það annað stærsta stöðuvatn lands- ins að flatarmáli urn sjötíu fer- kílómetrar. Mesta lengd þcss er fjórtán kílómetrar, mesta breidd fimm kílómetrar, meðaldýpi er 41 metri og mesta mælda dýpi er 109 metrar. Rúmmál vatnsins er hið mesta allra stöðuvatna landsins. Eðlilegt vatnsborð var 571 metri yfir sjávarmáli, en Austurbotnavatn stóð nokkru hærra og rann lækur úr því yfir í aðalvatnið. Þar hefur verið aðalveiðisvæðið í vatninu og hafa menn svo til eingöngu veitt á stöng. Lengi var ekki vitað hvort fiskur væri í vatninu, en þó var kunnugt að Þóroddur Jónsson sleppti urriða í vatnið 15. júlí 1951 og var fiskurinn tekinn úr Stóra-Fossvatni. MIÐLUN 1971 - RANNSÓKNIR 1973 Miðlun úr Þórisvatni hófst í desember 1971, en þá var tilbúin stífla við Þórisós og Köldukvísl, sem er jökulkvísl, veitt inn í vatnið. Fiskirannsóknir í vatn- inu hófust ekki fyrr en tveim árum seinna, að Jón Kristjáns- son hóf tilraunaveiðar og fisk- talningu. Veiddist talsvert magn urriða í Austurbotni og Austur- botnavatni. Enginn fiskur veidd- ist við Þórisós. Þessar niðurstöð- ur þóttu benda til þess að annað- hvort hefði fiskurinn flúið undan jökulvatninu inn í Austurbotn, en vatnið þar er mun tærara vegna innstreymis frá upp- sprettulindum. Einnig flaug mönnum í hug að fiskurinn hefði hreinlega dáið út í vatninu. Niðurstöður tilraunaveiða úr vatninu frá 1976 hafa verið á sama veg. Það er mjög eðlilegt að mest af urriðanum skuli finn- ast í Austurbotni og í Austur- botnavatni, því þar hafa hrygn- ingarstöðvar verið. EINUNGIS ÖLDUNGAR VEIÐAST í niðurstöðum Veiðimála- stofnunnar gefa menn sér að 1973 endurspegli eðlilegt ástand stofnsins og þá veiðast flestir fiskar á aldrinum 5-7 ára. Og var lengd þeirra á bilinu 20-40 senti- metrar. Myndin er nokkuð svip- uð þegar komið er frant til 1976, því þá eru nýir árgangar að koma fram, sem urðu til fyrir miðlun... Síðari athuganir leiddu í ljós að lengdar og aldursdreifing færðist sífellt í þá átt að eingöngu veiðast mjög stórir og gamlir fiskar. Þannig hækkar meðalaldur urriðans úr 6,4 árum árið 1973 og upp í 10,1 ár 1982. Árið 1982 veiddust eingöngu 8-12 ára gamlir fiskar og 1984 voru flestir á bilinu 10-13 ára (1-2 kg). Þar með var fengin staðfesting á því að nýrri árgangar bættust ekki í stofninn og hrygning urriðans hafði því að mestu misfarist ár eftir ár. BREYTT LÍFRÍKI Fæðaurriðanshefurverið at- huguð til þess að fá á einfaldan hátt upplýsingar um hvaða dýr eru til staðar hverju sinni. Al- mennt má segja að fæða urrið- ans í Þórisvatni sé fyrst og fremst rykmýslirfur og púpur ásamt vatnaskeljum. „Ljóst er að vatnsborðsbreyt- ingar hafa haft mikil áhrif á lífríki vatnsins. Rannsóknir Veiðimálastofnunar hafa fyrst og fremst beinst að Austurbotn- inum og Austurbotnavatni. Sumarið 1985 var gerð allítarleg könnun á botndýralífríki þessa svæðis og gefa þær niðurstöður til kynna að botndýralífið, a.m.k. í Austurbotnavatni hefur að nokkru náð sér á strik eftir þau skakkaföll sem það varð fyrir við vátnsmiðlunina. Óhætt er að fullyrða að botndýralíf á strandsvæðum er lítið, enda áhrif vatnsmiðlunarinnar mest á því svæði. Þegar kemur niður fyrir ca. tíu metra dýpi og alveg niður á 25-30 metra dýpi er botndýralífið mikið hvað magn varðar, þótt fjölbreytni sé lítil. Aðallega er þarna um að ræða stórar rykmýslirfur, vatnaskeljar og ánar-liðormar. í tilraunaveið- unum 1985 veiddist fiskur fyrst og fremst á þeim svæðum þar sem rykmýslirfur voru í mestu magni" sagði Vigfús. GÓÐUR ÁRANGUR SLEPPINGA Eins og greint hefur verið frá, rekur Landsvirkjun eldisstöð að Fellsmúla, þar sem fiskur úr Þórisvatni er kreistur og seiðum klakið út til sleppingar. Fyrsta sleppingin var framkvæmd í vatnið fyrir þremur árum, Þá var sleppt um fimmtán þús- und seiðum í Austurbotn. Tæp- lega tólf þúsund seiðum var sleppt 1984. „I ferð sem við fórum í fyrra, kom í ljós að árangur hefur orðið af sleppingunum úr Fells- múlastöðinni. Þetta eru mjög ntikilvægar niðurstöður því þær gefa til kynna að ef rétt er haldið á málum, er að einhverju leyti hægt að nýta vötn eins og Þór- isvatn með því að sleppa í þau seiðurn. Það kom okkur á óvart hve stóran hluta veiðinnar mátti rekja til seiðasleppinga og verð- ur spennandi að fylgjast áfram með þróun mála næstu árin.“ Vigfús benti á, að menn væru langt frá því að vera sammála um gildi sleppinga og gagn það sem þær gerðu og víst væri að oft hefði kapp verið meira en forsjá í þeim efnum. Aðalatriðið væri að leita eftir ráðgjöf varðandi þessi atriði, nauðsynlegt væri að fram færi athugun á þeim vatns- kerfunt sem ætti að sle'ppa í áður en sleppingarnar yrðu fram- kvæmdar, þannig mætti fá nokkrar upplýsingar um það hvort yfirleitt hefði tilgang að sleppa eða ekki og þá í hve miklu magni. „Eftir að sleppt hefur verið, er nauðsynlegt að fylgst sé vel með árangri og áhrifum slepp- inganna. Það má segja að þetta hafi verið gert í Þórisvatni og er það nú að skila árangri.“ sagði Vigfús. UPPFULLIR AF GÖMLUM HROGNUM Fiskur í fjallavötnum á íslandi gerist ekki mikið feitari heldur en í Þórisvatni. Hrygnur þær sem veiðst hafa í vatninu nú seinni ár, hafa margar hverjar verið uppfullar af gömlum hrognum sem þær hafa ekki getað hrygnt, vegna breyttra lífsskilyrða í vatninu. Straumvatn er urriðan- um nauðsynlegt til hrygningar. Það var fyrir hendi þar sem Austurbotnavatn féll í Þórisvatn LENGD sm Hér sést vel lengdardreifingin úr tilraunaveiðum 1984. Þeir smáfiskar sem þá veiddust eru árangur hrygningar frá 1979, og komu úr hrognum 1980. Sjá línurit 1, þar sem vatnsyfirborðið og sveiflur í því sýna eðlilega yfirborðshæð 1979. VATNSHÆÐ ÞÓRISVATNS 1969 - 1984 SBO • •O ■ i*o* i»ro itn i«r2 iwrs ior< i «rs iore i«;r igro i9r« ioao iöbi i»n? ioa.i m84 Vatnshæð Þórisvatns og sveiflur í vatnsyfirborðinu sjást vel á þessari mynd. Það er athyglisvert að árið 1979 var vatnsyfirborðið mjög svipað því sem eðlilegt var fyrir miðlun, og þá tókst hrygning hjá urriðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.