Tíminn - 13.07.1986, Side 4

Tíminn - 13.07.1986, Side 4
4 Tíminn Sunnudagur 13. júlí 1986 kvikmyndinni Salvador Kvikmyndin Salvador hefur nú gengið í hálfan annan mánuð í Austurbæjarbíói, en hún fjallar um atburði í Mið-Ameríkurík- inu E1 Salvador sem gerðust fyrir nokkrum árum, og flestum sem fylgjast með alþjóðavið- burðum eru í fersku minni, þar á meðal morðin á Romero erki- biskupi og á hópi bandarískra nunna. Myndin er annars beisk ádeila á stefnu bandarískra stjórnvalda í málefnum þessara granna sinna, en höfuðpersónur eru bandarískur blaðamaður og stríðsfréttaritari og landi hans sem er ljósmyndari. Þeir fylgjast með átökunum í landinu og því hlutverki sem þeirra eigin stjórnvöld leika í þeim. í lokin reynir blaðamaðurinn að smygla unnustu sinni frá El Salvador úr landi en það mistekst og þau eru skilin að í myndarlok. Pað hefur hins vegar ekki verið á almannavitorði að ís- lensk stúlka kemur nokkuð við sögu í myndinni leikur eina af nunnunum bandarísku, sem myrtar eru og starfaði nokkuð viðgerðmyndarinnar. Hún heit- ir Sigríður Guðmundsdóttir og stundar leiklistarnám við há- skólann í Mexíkóborg. „Myndin var tekin fyrir einu ári hér í Mexíkó, í bænurn Acapulco á vesturströndinni og í nágrannafylki Mexíkóborgar, Morelos. Ég á vinkonu sem hefur verið að vinna í kvik- myndastúdíói í Mexíkó og það var í gegnum hana sem ég fékk þetta hlutverk, sem er nú reynd- ar afar smátt. Eins og kemur frant í mynd- inni þá styðst hún við sannsögu- lega atburði. Handritshöfundar eru tveir, Oliver Stone sem er jafnframt leikstjóri og Richard nokkur Boyle. Oliver Stone hafði ekki leikstýrt áður en hann stjórnaði Salvador, eri hann hef- Helgar-Tíminn hefur uppi á ís- lendingi í Mexíkó, sem leikið hefur með John Savage m.a. og undir leikstjórn handritshöfund- ar Scarface! Þessi Boyle er Bandaríkjamaður af írskum ættum og hefur dvalið víða. Hvarvetna þar sem hann hefur getað fundið stríð þar hefur hann verið; á írlandi, í Beirút og í Víetnam til dæmis. Hann hefur skrifað fræga bók um Víetnam - stríðið sem heitir The Flower and the dragon. Hann lýsir sjálfum sér ekki sér- staklega traustvekjandi í mynd- inni, hann er í rauninni dálítið blautur en þetta er ákaflega indæll og skemmtilegur maður. segja eftir því að Boyle hringdi í ekkju hans í Bandaríkjunum einu sinni þegar hann var stadd- ur heima hjá mér í Mexíkóborg. Hann hefur sjálfur upplifað þetta mestallt. ” Sigríður Guðmundsdóttir hef- ur dvalið í Mexíkó í fjögur ár og stundar leiklistarnám sitt við þjóðarháskólann j Mexíkóborg. Hún er annar íslendingurinn sem stundar reglulegt nám við þann skóla, hinn er Vífill Magn- ússon arkitekt, en allmargir ís- lendingar hafa numið við útlend- ingadeild þessa skóla.„Ég á ætt- ingja í Mexíkó,“ segir Sigríður, „frænka mín býr hér með fjöl- skyldu sinni. Ég kom hingað upphaflega til að hitta þessa ættingja mína og kynnast land- inu um leið og svo fannst mér eitt ár alls ekki nóg til þess og svo fór að ég ílentist. Ég á eftir að vera hér í nokkur ár í viðbót áður en ég lýk námi og eftir það er að ganga frá sínum pappírum, það tekur allt sinn tíma í Mex- íkó, allt er stórt og dálítið þung- lamalegt í'sniðunum." Þótt nú sé hásumar er Sigríður á kafi í námi sínu og sumarfríi hennar lokið, stúdentum var reyndar gefið frí meðan á heims- meistarakeppninni í knatt- spyrnu stóð. Fæstir hafa þó not- að fríið til að fylgjast með knatt- spyrnu, Sigríður segir það af og frá að háskólastúdentar hafi haft efni á því að kaupa sig inn á leik, það hefði ekki aðrir haft en betur stætt millistéttarfólk og fólk þaðan af hærra í þjóðfé- lagsstiganum. „Ég er í alhliða leiklistarnámi, þó aðallega sviðsleik en fékk þó þessa reynslu af kvikmyndum í fyrra og hef leikið svolítið í myndum sem hafa verið gerðar hér innan skólans. Heini til íslands, - guð má vita hvenær það verður, ég hef ekkert ákveð- ið um það og engar áætlanir.“ James Wood og John Savage í hlutverkum bandarískra blaðamanna fylgjast með stríðsátökum í myndinni Salvador. í aðalatriðum lýsir myndin sönnum atburðum og raunveru- legu fólki. Boyle var í E1 Salva- dor þegar nunnurnar voru drepnar og var vitni að því þegar Romero var myrtur. Stúlkan frá E1 Salvador, unnusta aðalsögu- hetjunnar var einnig til og það sama er um ljósmyndarann að segja, þann sem leikinn er af John Savage. Ég man meira að ur gert handrit að góðum kvik- myndum eins og t.d. Scarface og Midnight Express. Ég kynntist Richard Boyle ágætlega, en hann er fyrirmynd- in að söguhetju myndarinnar. Islensk leikkona í Einn af þeim atburðum sem vakti athygli umheimsins fyrir alvöru á ástandinu í El Saivador var Götubardagi í höfuðborginni San Salvador. sá atburður, þegar bandarískum nunnum var nauðgað og þær síðan myrtar af hermönnum stjórnarhersins. Þeim atburði eru gerð skil í myndinni Salvador.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.