Tíminn - 13.07.1986, Blaðsíða 13
Sunnudagur 13. júlí 1986
Tíminn 13
Á dögum Rómverja stóð
grunnurborgarinnarhátt. Mikill
hluti þessarar líflegu borgar ligg-
ur nú á mararbotni úti í Pozzu-
oliflóa. Engar sagnir hafa varð-
veist frá þeim tíma sem borgin
sökk.
Aftur á móti eru til lýsingar
Pliníusar yngra á stórgosinu í
Vesúvíusi árið 79 e.Kr., þegar
borgirnar Pompeji og Hercu-
laneum fóru undir eðju og
hraun. Pliníus segir þannig frá í
bréfi sínu til rómverska sagnarit-
arans Tacitusar: „Ég var 4 km.
fyrir sunnan Pozzuoli. Nú var
klukkan yfir sex en dagsbirtan
var dauf og virtist fara þverr-
andi. Húsin í nágrenninu voru
farin að springa og þó að við
stæðum úti var hættan samt
mikil af húsunum þar sem svo
þröngt var um. Loksins ákváð-
um við að flýja borgina. Borgar-
búar eltu okkur skelfingu
lostnir, og fór sem oftar þegar
múgæði grípur um sig, að þá vill
múgurinn láta aðra hugsa fyrir
sig og þegar við fórum tróðst
fólkið á eftir okkur og þrýsti
okkur áfram.
Pegar við vorum komnir burt
frá húsunum námum við staðar.
Pá urðum við vitni þeirra undra
að vagnarnir sem við höfðum
beðið um runnu fram og aftur
um torgið og var jafnvel ekki
hægt að stöðva þá þó að steinar
væru settir við hjólin. Þá sáum
við sjóinn sjatna og færast út
vegna titrings í jörðinni. Fjaran
breikkaði langt út í höfnina og
sjávardýr lágu á þurru .
Á bak við okkur sást í óhugn-
anlegt svart ský, með reiðarslög-
um og eldingum líkt og í eldofn
sæi.
Nú sló yfir bjarma og við
þóttumst vita að ekki væri dags-
birta heldur að eldurinn nálgað-
ist. Hann hélt þó kyrru fyrir og
þá dimmdi á ný, með öskufalli
og vikurregni. Við urðum sífellt
að standa á fætur og hrista af
okkur öskuna ella hefðum við
jafnvel grafist undan þunga vik-
urregnsins." Lýsingar Pliníusar
minna óhugnanlega á þá atburði
sem hafa átt sér stað í Pozzuoli
og þrengingar fólksins þar nú á
tímum.
Pliníus var á sínum tíma
staddur í nálægð örlögþrungn-
asta eldgoss sem vitað var um á
sögulegum tímum.
Sífelldur ótti við aðsteðj-
andi ógnir
Fimmtán aldir liðu þangað til
næst var skrifað um eldvirkni á
þessum slóðum. Þó geta forn-
leifafræðingar og jarðfræðingar
frætt um ýmislegt sem þarna
hefur gerst, til dæmis hækkun og
sig landsins. Síðan í fornöld
hefur öll ströndin þarna sigið.
Torgið gamla inni í borginni er
frá tímum Rómverja og liggur
núna undir vatni. Áður héldu
menn að torgið hefði verið must-
eri guðsins Serapis, goðs ham-
ingju og hreysti. En seinni upp-
gröftur hefur sýnt að þarna hefur
verið hið forna rómverska torg,
umkringt sölubúðum, súlna-
göngum, víxlarabúðum, krám
og börum, náðhúsum ogmuster-
um, þar sem meðal annars stóð
stytta goðsins Serapis.
Á miðju torginu stendur
hringlaga bygging með 16
súlum. Þessi bygging sést enn í
Pozzuoli vegna þess að súlurnar
standa upp úr vatninu sem núna
hylur mestan hluta torgsins. En
á síðastliðnum tveimur árum
hafa súlurnar risið um heilan
metra upp úr vatninu. Slíkt er
landrisið í borginni Pozzuoli.
I byrjun ársins 1970 hafði
landið risið um 1,7 metra á
þremur árum. Síðan stöðvaðist
landrisið. Vísindamenn halda að
þetta landris muni aukast. Mest-
um áhyggjum valda jarðskjálft-
arnir, 4000 á ári. Vísindamenn
óttast ný umbrot.
Síðasta stórgos varð árið 1538
í bænum Tripergole, í nágrenni
Pozzuoli. Á fáeinum árum
hækkaði land um sjö metra og
jarðskjálftar hræddu íbúana á
brott. Að lokum sprakk jörðin
og upp gaus eldur, aska og
reykur með miklum dynkjum
sem heyrðust allt til Napólí. Að
þrem dögum liðnum hafði risið
140 metra há eldkeila þar sem
bærinn Tripergole hafði staðið.
Henni var gefið nafnið Monte
Nuovo sem þýðir Nýjafjall.
Menn spyrja hvort nýtt fjall sé
í þann veginn að fæðast undir
borginni Pozzuoli.
Vísindamennirnir þora ekki
að spá neinu og skoðanir eru
skiptar um ástandið. Vatnið fyr-
ir utan borgina sýður á botninum
líkt og kynt sé undir að neðan.
Þarna brennur hraun undir jörð-
inni og sumir vísindamenn halda
að þessi bruni létti á spennunni
neðanjarðar, og með því minnki
hættan í Pozzuoli.
Meðan að á þessu gengur er
verið að endurbyggja hin hálf-
hrundu hús. Þó hefur verið rætt
um að yfirgefa borgina og byggja
nýja borg á öðrum stað.
Fólkið kemur alltaf aftur
Nú er þessi borg á fátæktar-
svæðum Suður-Ítalíu þar sem
fólk hefur ekki mjög mikla tiltrú
til loforða stjórnmálamann-
anna. Mörg fórnarlömb jarð-
skjálfta, til dæmis á Ischia búa
ennþá í bráðabirgðaskýlum sem
foreldrar þeirra byggðu á sínum
tíma. Þess vegna reyna menn að
taka á þolinmæðinni.
Enginn möguleiki verður til
að hýsa þær 200 þúsundir manns
sem byggja umhverfi Pozzuoli,
ef stórkostlegar náttúruhamfarir
yrðu.
Fólkið sættir sig við að flytja
aftur í eyðilagða borgina og láta
þar hverjum degi nægja sín
þjáning. Sama langlundargeð
býr með fólkinu sem á heima
kringum Vesúvíus. Það hefur
margsinnis orðið að flýja heimili
sín en kernur alltaf heim aftur til
frjósamra akra sinna og engja
og fer að byggja allt upp að
nýju.
LOGALÖND
Borgin Pozzuoli er í eld-
brunnu dalvcrpi sem er um 12
km að ummáli. Þessi cldadalur
myndaðist viö eldsumbrot á for-
sögulegum tíma. •
Fyrir á að giska 70.000 árum
reis þarna feiknamikil eldkeila.
Einn ítölsku jarðfræðinganna
kallaði fjallið Frumeldborg og
umhverfið er líka kallað Loga-
lönd. Þessi Frumeldborg sprakk
í miklum eldgosum og eyddist.
Mikil vikurlög er að finna sem
stafa frá þessum stóreldum og í
öskulögunum finnast leifar fíla,
vatnahesta og mannabein. Þá
hafa menn verið uppi sem urðu
vitni að þessum hamförum.
Við eldgos brýst upp kvika úr
iðrum jarðar. Vcnjulega kallast
þetta hraun en menn eru ekki á
eitt sáttir hvernig það myndast.
Kvikan stígur uppávið
í kvikunni eru gastegundir og
þessvega stígur hún uppá yfir-
borðið þangað til massafylling
umhverfisins er orðin minni en
kvikunnar. Þá stöðvast upp-
streymiö og myndast kvikuþró.
Ef gjá eða rifa myndast í jarö-
skorpuna minnkar þrýstingurinn
á kvikuhólfiö. Þá streymir kvik-
an uppávið og verður eldgos.
Það var þessu líkt scm átti sér
staðá Logalöndunum. Eftirgos-
ið mikla kom langt hlé. Síðan
hófust sprengingar. Afrakstur
þeirra sést enn í dag þar sem er
allt að því 200 m þykkt vikurlag.
Á þriðja gostímabilinu mynd-
aðist það landslag sem nú má sjá
í kringum Pozzuoli. Fyrst mynd-
uðust eidgígarnir Agnano,
Montagne, Speccata og Pisano.
Seinna myndaðist Solfatara.
Þessi stóri gígur er fyrir utan
borgina og þar stíga brcnni-
steinsgufur upp úr djúpinu. Allt
var kyrrt þarna frá því um Krists
burö og til ársins 1538. Þá mynd-
aðist eldgígurinn Monte Nuovo
rétt hjá Pozzuoli.
Solfatara-gígurinn virðist nú
nær útbrunninn. Samt mun
kvika vera undir honum því
sumstaðar sýður og rýkur í
brennisteinshverum. Þó virðist
kvikan undir Solfatara vera það
máttlítil að hún getur ekki brot-
ist upp á yfirborðið og myndað
eldgos.
Fyrrum héldu menn að Solfat-
ara væri í sambandi viö Vesúví-
us. Hann stendur sunnan við
Napólíflóann.Á miðöldum tóku
menn eftir því aö þegar Vesúví-
us gaus þá rauk sarita scrn ekkert
úr Solfatara. En þegar Vesúvíus
var kyrr þá fóraftur aö rjúka hjá
Solfatara, þó ekki nema í
brennisteinsleðju. Hitinn í Solf-
atara hefur verið stöðugur öld-
um saman, 150 stig á C.
Á seinni árum hcfur hitinn
þarna vcrið mjög breytilegur.
Eiturgufugígurinn
Þegar gengið er aö Solfatara-
gígnum þá eru þar blómlegir
skógar með akasfu og evka-
lyptustrjám. Skyndilega liggur
vegurinn út á svæði sem cr
gersamlega gróöurlaust. Gufur
og eitraðar gastcgundir stíga þar
upp á yfirborðiö og cf stappað cr
á jörðina viröist holt undir. Vís-
indamenn halda að gosið leysi
upp bcrgtegundirnar undir jörð-
inni og rnyndi þar fjölda af hol-
um. Bocca Grande þýðir Stóri
kjaftur. Þar gýs gufan fram með
ógnarafli, 160 stiga heit. Stund-
um hcfur orðið að girða af þetta
svæöi og sctja vörð til að fylgjast
með hvað á mundi ganga.
Solfataragígurinn er spor-
öskjulagaður, um 2 km. að um-
máli. Gígurinn er næstum á hæð
við umhverfið en þó eru dálitlar
hæðir með brúnununt. Þó að
ótrúlegt sé sækir fólk í að byggja
sér hús á börmum gígsins.
Pozzuoli er í eldbrunnu dalverpi yfir kvikuhólfi. I kvikunni
finnast lofttegundir, raki og gas. Þess vegna þrýstir hún
á til að komast upp á yfirborðið og veldur um leið
jarðhræringum. Sjórinn í voginum við borgina sýður
vegna hitans frá kvikuæð sem liggur til sjávar.
Þegar þrýstingurinn minnkar, sekkur kvikan aftur í
djúpið. Þá verður maður var titrings á yfirborðinu. í
þúsundir ára hefur jörðin lyfst upp og færst aftur niður.
Ibúar í Pozzuoli hafa líkt hreyfingum hennar við dans
ballettmeyjar, en eftir seinni ára hastarlegra jarðkippi
finnst þeim hún fram úr hófi ærslafull.