Tíminn - 06.08.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 06.08.1986, Blaðsíða 10
10 Tíminn Miðvikudagur 6. ágúst 1986 NEYTENDASÍÐAN Sumargleði við grillið Nú er sá árstími aö við getum notið þess að grilla úti. Smáir og stórir geta safnast saman í kringum grillið, steikt og brasað af hjartans lyst og farið í leiki og skemmt sér. Hér koma nokkrar uppskriftir af léttum grillmat, sem bæði börnum og fullorðnum þykir góður. Grillolíur Það er enginn vandi að búa til sína eigin kryddolíu til að pensla með grillstcikur. Hellið þeim yfir á flöskur og geymið í ísskáp. Hcr koma nokkrar tillögur: Leggið lauk í snciðum, hvítlauk, chiliduft, basilikum og rósmarin í olíu. Látið standa í minnst nokkra klukkutímu hclst nokkra daga. Blandið santun olíu. sojasósu og sítrónusafa. Sinnep hrært út í olíu er gott á svínakjöt. Látið lárviðar- lauf, salvíu og timian út í olíu. Marineruð lambarif l 'h kg lambarif 1 dl matarolía 4 msk sítrónusafi 2 tsk mulið rósmarín I tsk timian 1 búnt fínsöxuð steinselja Skerið rifin í sundui á milli beinanna. Hrærið saman afgangin- um af efnunum í kryddlöginn og hellið honum í sterkan plastpoka. Látið kjötið í og hristið vel saman þannig að allir kjötbitarnir séu þaktir kryddlög. Lokið pokanum og látið hann liggja í ísskáp í minnst 2 klukkutíma. Takið kjöt- ið úr og látið rcnna vcl af því. Grillið kjötbitana í 15 mínútur og snúið þeim oft á meðan. Lambakótelettur 12 kótelettur I hvítlauksbátur 'h tsk pipar timian og rósmarín matarolía Skerið hvítlauksbátinn í tvennt og nuddið kótcletturnar með honum. Stráið síðan pipar, rósmar- in og timian yfir. Penslið kótelett- urnar mcð matarolíunni og grillið þær í um það bil 10 mínútur. Litrík lambarúlla 1 kg beinlaus lambaslög 1 rauð paprika I lítil dós maiskjarnar 1 búnt steinselja salt og pipar Látið innri hlutann á lambaslag- inu snúa upp og stráið yfir salti og pipar. Skerið steinseljuna og papr- ikuna smátt. Leggið grænmetið á slagið og rúllið því upp. Stingið löngum ostapinnum í gegnum rúll- una til að halda henni saman. Það þarf að stinga þeim nokkuð þétt. Skerið rúlluna í 2 cm þykkar sneið- ar og passið að það sé ostapinni í hverri sncið. Pcnslið sneiðarnar með olíu oggrillið í um það bil 8-10 mínútur á hvorri hlið. Kryddborgarar 500 gr hakk 1 rauð paprika í litlum teningum 100 gr púrra, fínsöxuð 1 hvítlauksátur, fínsaxaður 2 msk fínsöxuð steinselja 1 tsk salt pipar og paprika Blandið öllu saman og látið fars- ið standa og jafna sig í ísskápnum í að minnsta kosti I klukkustund. Mótið 8 borgara og grillið þá í um það bil 3 mínútur á hvorri hlið. Penslið með grillolíu öðru hverju. 4 msk muldar kornflögur nokkrir dropar kryddsósa eftir smekk 1 tsk salt ögn af pipar. Blandið öllu saman og mótið 8 borgara. Leggið gjarnan 1 sneið af osti á borgarann þegar búið er að grilla aðra hliðina. Grillaðar kartöflusneiðar Sjóðið kartötlurnar með hýðinu í 5-10 mínútur. Afliýðið þær og skerið síðan í um það bil 1 cm þykkar sneiðar. Þræðið sneiðarnar upp á grillpinna og penslið með kryddolíu. Grillið þangað til þær eru farnar að brúnast og snúið oft. Ostaborgarar 500 gr hakk 100 gr rifinn ostur 1 fínsaxaður laukur Kryddsmjör Kryddsmjör er alveg nauðsyn- legt að hafa þegar verið er að grilla. Búið gjarnan til stóran skammt og geymið í ísskápnum eða í frystinum. Þá er það við hendina með litlum fyrirvara. Hrærið smjörið þangað til það er mjúkt og blandið bragðefnunum út í. Mótið rúllu úr smjörinu og pakkið því inn í álpappír. Kælið. Síðan er smjörið skorið í þunnar sneiðar rétt áður en það er borið fram. Piparsmjör 250 gr smjör 2 tsk fínsaxað estragon 2 msk fínsöxuð steinselja 1 lítill fínsaxaður laukur ca 2 msk græn piparkorn ögn af sítrónusafa Bleikt kryddsmjör 500 gr smjör !/: dl fínsöxuð steinselja !ó dl fínsaxað dill '/: dl fínsaxaður graslaukur !ó msk fínsaxaður grænn pipar h 3-4 pressaðir hvítlauksbátar 2 msk tómatkraftur 1 tsk salt Paprikusmjör 500 gr smjör 1 fínsöxuð rauð paprika 1-2 búnt fínsaxaður graslaukur 2 msk sítrónusafi, 1 tsk salt GÓDUR MATURI SUMARBÚSTADNUM Oft er það þannig í sumarbústaðnum að möguleikar til að búa til mat eru ekki miklir. Kannski er aðeins lítið gastæki til að matreiða á og þá þarf að hafa hugmyndaflugið í lagi til að geta búið til góðan mat. Einfaldast er að hafa mat sem er allur soðinn í sama pottinum. Hér á eftir koma nokkrar uppskriftir sem allar er hægt að nýta í sumarbústaðnum, húsvagninum eða tjaldútilegunni. Oregano kartöflupanna ögn af smjöri 1 kg kartöflur 1 lítil púrra (eða laukur) 150 gr reykt skinka í þunnum sneiðum 3 dl rifinn ostur 1 tsk oregano 1- 2 dl grænmetissoð 2- 3 tómatar steinselja Hreinsið kartöflurnar og púrr- una (laukinn) og skerið í sneiðar. Skerið skinkuna í fína strimla. Bræðið smjörið á pönnu, leggið ofan á í lögum kartöflusneiðar, púrru (lauk) og skinkustrimla. Stráið á milli rifnum osti og oreg- ano. Hellið varlega soðinu meðfram. Það er ekki nauðsynlegt að salta þar sem grænmetissoðið og osturinn innihalda salt. Látið lok á pönnuna og látið malla við lítinn hita í um það bil 25 mínútur. Takið af lokið, skerið tómatana í sneiðar og leggið ofaná, þekið með dálitlum rifnum osti og oreg- ano. Látið á aftur og látið malla í 5 mínútur í viðbót eða þangað til osturinn er bráðnaður. Stráið dá- lítilli steinselju yfir og berið fram með brauði. sneiddri. Hellið ananassafanum yfir og látið hann sjóða með í dálitla stund. Kryddið með cay- ennapipar og pipar. Setjið lok á og látið malla í um það bil 10 mínútur. Hrærið síðan út í sýrða rjómanum. Smakkið og saltið ef með þarf. Berið fram í pönnunni og hafið brauð og niðursneidda gúrku með. Makkarónupottur soðnar makkarónur fyrir fjóra 100 gr skinka (eða saltkjöt) 100 gr bjúga 100 gr salami 2-3 di rifinn ostur 1-2 dl rjómi 1 tsk ítalskt krydd ögn af steinselju inu. Hitið varlega upp og hrærið varlega í með gaffli. Bætið út í meiri rjóma ef með þarf. Stráið steinselju yfir. Berið fram með góðu salati og tómastsósu eða chil- isósu. Sólskinspanna með saltkjöti ögn af smjöri ca 300 gr saltkjöt 1 lítil dós ananasbitar í eigin safa 1 matarepli ca 15 cm púrrubiti 2 dósir bakaðar baunir 'h tsk cayennepipar ögn af pipar 1 dl sýrður rjómi kannski ögn af salti Bræðið smjörið á pönnu. Skerið saltkjötið í litla teninga og brúnið aðeins í smjörinu. Skerið ananas- inn í smábita og brúnið hann aðeins í smjörinu. Bætiðút í eplinu í smábitum og púrrunni niður- Skolið nýsoðnar makkarónurnar í köldu vatni og látið þær síðan aftur í pottinn. Skerið skinkuna, bjúga og salami í strimla. Blandið þessu varlega saman við makkar- ónurnar ásamt rifna ostinum, megninu af rjómanum og krydd- Fiskipakkar I kartöflupottinum ca 1 kg kartöflur 600 gr ýsa dill 1 matarepli, saxað smátt 50 gr smjör 1 msk sósuduft af bearnaisesósu 1 tsk jurtasalt 1 sítróna álpappír Burstið kartöflurnar vel og legg- ið þær í botninn á rúmgóðum potti. Hellið í eins litlu vatni og mögulegt er og saltið. Útbúið nú fiskpakkana. Skiptið fiskinum á fjóra álpappírsbúta. Leggið dill á fiskinn og síðan fínthakkað eplið. Blandið smjör- inu saman við sósuduftið og kreist- ið út í safa úr 1 sítrónu. Skiptið þessu yfir fiskinn. Lokið hverjum pakka og leggið ofan á kartöflurnar og sjóðið við lítinn hita í 20 mínútur. Kartöflurnarogfiskurinn eru tilbúin á um það bil sama tíma. Berið fram með brauði og sítrónu skorinni í báta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.