Tíminn - 06.08.1986, Blaðsíða 16
na
v'Ferðist
meðVISA
o
ÚLFAR JÓNSSON aöeins
17 ára táningur, kyssir hér
islandsbikarinn í golfi eftir
glæsilegan sigur á enn glæsi-
legra Landsmóti sem lauk á
laugardaginn. Úlfar sigraöi
meistaraflokk karla en Stein-
unn Sæmundsdóttir vann
meistaraflokk kvenna.
Miðvikudagur 6. ágúst 1986
Skákum við Könum-verð-
um mesta bílaþjóð heims?
Samband ungra
framsóknarmanna:
Búist við
miklu
Kotvöllur í Hvolhreppi:
Húsið alelda og
brann til kaldra kola
Einar Bjarnason um stuðning
BSRB við lögregluna
„Afskaplega hlý-
legt en breytir
varla miklu“
Rangæingar eru bílakóngar lands-
ins - en Snæfellingar og Dalamenn
fylgja þcim fast á eftir. I bílaeign eru
íbúar þessara sýslna hraöfara aö
nálgast Bandaríkjamenn í hlutfalli
bílafjölda á íbúa, þ.e. að verða
mestu bílaeigendur heimsins. í
Rangárvallasýslu voru um síðustu
áramót skráðir 889 bílar á hverja
1000 íbúa á bílprófsaldri, þ.e. 17 ára
fólk og eldra. í Dalasýslu er þessi
tala 886 á hverja KXK) íbúa og 881 bíll á
Snæfellsnesi. Bílaeign í landinu hafði á
miðju ári aukist um 6% frá áramót-
um þannig að ekki er ólíklegt að
markinu - bíll á hvern íbúa 17 ára
og eldri - verði náð fyrir næstu
áramót í framangreindum sýslum.
Framangreindar tölur um btla-
fjölda eru úr skýrslu Bifreiðaeltirlits
ríkisins fyrir 1985; Þar voru skráðir
bílar um síðustu áramót taldir
117.117 um síðustu áramót og vant-
aði því aðeins um 3.700-3.800 bíla til
þess að bt'll væri fyrir hverja tvo
landsmenn. Það takmark mun þegar
hafa náðst fyrir mitt þetta ár.
Bílaeign rniðað við íbúafjölda er
hinsvegar mjög misjöfn eftir svæðum
og héruðum. Lang minnst er bíla-
eign hlutfallslega í Vestmannaeyj-
um, 491 á hverja 1000 íbúa á bíl-
prófsaldri um síðustu áramót. Aðrir
staðir með þetta hlutfall innan við
600 á móti 1000 voru: Ólafsfjörður
508 bíla, Siglufjörður 541 og Nes-
kaupstaður og Akranes með 577
bíla. Athygli vekur og að ísafjarðar-
sýsla og Isafjörður fylgir þarna næst
á eftir í röð btlafæstu staða.
í höfuðborginni var skráð bílaeign
um áramót 44.368 bílar, sem er um
667 bílar á hverja 1000 á bílprófs-
á landi undanfarna mánuði virðist
sem við íslendingar gætum farið að
skáka þeim, þ.c. að ná af þeim
titlinum mesta bílaþjóð veraldar.
þingi
Samband ungra framsóknar-
manna efnir til ársþings dagana
29.-30. ágúst og verður þingið
haldið að Hrafnagili í Eyjafirði.
Á þinginu verða m.a. ræddar
megináherslur Framsóknar-
flokksins í íslenskum stjórnmál-
um á næstu árum og greint frá
niðurstöðum þjóðmálakönnunar
sem félagsvísindastofnun gerði
fyrir SUF.
Þá hefur Petru Kelly fyrrum
þingmanni Græningjaflokksins í
V-Þýskalandi verið boðið á þing-
ið til að halda fyrirlestur um
stefnu og störf flokks síns í
umhverfisverndarmálum, en
SUF hyggst í framtíðinni leggja
mikla áherslu í umhverfisvernd
og rétta landnýtingu í starfi sfnu.
Búist er við að framboðsmál
verði rædd á þinginu og sam-
kvæmt heimildum Tímans hyggj-
ast margir ungir framsóknar-
menn berjast fyrir breytingum á
efstu sætum framboðslista flokks-
ins við næstu Alþingiskosningar.
Þingmönnum Framsóknar-
flokksins hefur öllum verið boðið
á ársþingið. Á þinginu verður
kosin ný stjórn en Finnur Ingólfs-
son sem verið hefur formaður
SUF s.l. 4 ár hyggst láta af
störfum, enda hefur hann verið
kosinn gjaldkeri Framsóknar-
flokksins. ABS
aldri, eða alveg um bíl fyrir hverja
tvo íbúa borgarinnar. Hlutfallið í
nágrannasveitarfélögunum og á
Suðurnesjum var hcldur hærra.
Bandaríkin og Kanada rnunu vera
einu löndin þar sem bílaeign er meiri
en bíll fyrir hverja tvo íbúa. Miðað
við þau bílakaup sem verið hafa hér
Það var fátt heillegt eftir þegar slökkvistarfi var lokið í Kotvelli síðdegis á
sunnudag. Á myndinni má sjá hjónin Hermann Sveinsson og Guðrúnu
Jónsdóttur svipast um í stofunni. Á innfelldu myndinni má sjá hvernig húsið
lítur út að utan eftir brunann.
- vatnslaus slökkvibíll fyrstur á staðinn
Vond staða ef samningurinn
fer naumlega í gegn
Bærinn að Kotvelli í Hvolhreppi
brann til kaldra kola sl. sunnudagog
nær engu tókst að bjarga úr eldinum.
Slökkviliðin á Hvolsvelli og Hellu
Dauðaslys
í Dýrafirði
Ensk kona lést síðdegis á
sunnudag, þegar hún hrapaði um
eitt hundrað metra í Tófarfjalli í
Dýrafirði. Konan var að klífa
upp fj allið ásamt tveim vinkonum
sínum þegar henni skrikaði fótur
með fyrrgreindum afleiðingum.
Björgunarsveitin á Þingeyri,
læknir og þyrla Landhelgisgæsl-
unnar, voru kölluð á staðinn, en
konan var látin þegar að var
komið. -BG
komu á staöinn, en fengu ekki við
neitt ráðið, enda húsið nær alelda
þegar að var komið.
Eigendur hússins, Hermann
Sveinsson og Guörún Jónsdóttir,
sem búa á Kotvelli ásamt tveimur
uppkomnum börnum sínum voru úti
við þcgar þau urðu eldsins vör.
Hermann reyndi fyrst að komast inn
í húsið eldhúsmegin, en þar var allt
í björtu báli og síðan forstofumegin,
en varð frá að hverfa. Hann þurfti
því að fara á næsta bæ til að hringja
á slökkviliðið.
Slökkviliðið á Hvolsvelli fékk til-
kynningu kl. 15.05 og á svipuðum
tíma hringdi fólk á Rarigárvöllum í
slökkviliðið á Hellu, en það sá
reykinn tilsýndar. Aðeins einn mað-
ur var á vakt á Hvolsvelli, slökkvi-
liðsstjórinn Snorri Óskarsson, en
fyrsti slökkvibíllinn kom samt að
Kotvelli kl. 15.15. Á þeint bíl eru
geymar fyrir um 1000 lítra af vatni,
en þegar til átti að taka reyndust þeir 1
vera tómir og því ekki hægt að hefja
slökkvistarf fyrr cn dælubíll og stór
tankbíll komu frá Hellu nokkru
seinna. Slökkvistarfi var síðan lokið
upp úr kl. 16.00.
1 samtali við Tímann sagði Snorri
Óskarsson að litlu hefði breytt þó
svo að bíllinn sem fyrstur kom á
staðinn hefði verið fullur af vatni,
húsið hafi veriö nánast alelda þegar
að var komið. Aðspurður sagðist
Snorri enga skýringu hafa á því
hvers vegna bíllinn hafi verið vatns-
laus, sagðist helst halda að vatnið
hafi lekið af honum því nokkuð hafi
verið síðan tankurinn var fylltur.
Aðeins náðist í 7 af þeim 22 sem
skráðir eru í slökkvilið Hvolsvallar,
enda verslunarmannahelgi. Snorri
sagðist hafa lengi barist fyrir eflingu
slökkviliðsins, en að því standa átta
hreppar, en án árangurs.
Ekki er vitað um eldsupptök, en
Ijóst er að þau voru í eldhúsinu.
Húsið var skyldutryggt og innbú
tryggt að einhverju leyti.
„Þetta er náttúrlega afskaplega
hlýlegt hjá BSRB og það er ekki
hægt annað en að virða það við þá,
hins vegar er það mitt sjónarmið
að það sé aldeilis útilokað fyrir
lögreglumenn. jafnvel þó þeir
lentu eitthvað út úr starfi, að fara
að þiggja úr verkfallssjóði, því
aðrir hafa staðið í verkfalli en við
aldrei. Þannig að það þætti mér
hæpið," sagði Einar Bjarnason for-
maður Landssambands lögreglu-
manna, þegar Tíminn innti hann
álits á samþykkt BSRB að hópupp-
sagnir skyldu flokkaðar með verk-
fallsaðgerðum.
„Það yrði náttúrlega einstakl-
ingsbundið hvort lögreglumenn
þæðu fé úr verkfallssjóði BSRB, ef
til þess kæmi. Ég efast nú um að
þetta breyti mikiu.
Það sem við erum að velta fyrir
okkur núna er hvernig best er að
halda utan um þetta ef samningur-
inn fellur og svo eins þcirri vondu
stöðu ef hann fer naumt inn. Það
væri mjög vond staða því það er
alltaf vont ef menn eru að velkjast
í vafa. Þetta þarf annað hvort að
falla eða fara inn með drjúgum
meirihluta. annars er alltaf hætta á
slæmum starfsanda," sagði Einar
Bjarnason.
Þá kom fram að talning atkvæða
um sanrninginn fer væntanlega
ekki fram fyrr en í lok vikunnar og
bjóst hann jafnvel við að tölur
lægju fyrir eftir hádegi á föstudag-
inn.
phh