Tíminn - 08.08.1986, Blaðsíða 1
Island kemurtalsvertviö sögu í nýjustu
bók spennusagnahöfundarins Tom
Clancy, en hann skrifaði bókina The Hunt
for Red October sem er einhver mest selda
spennusaga síðustu ára. Bók Clancys
heitir Red Storm Rising og fjallar um 3.
heimsstyrjöldina, sem ekki er háð með
kjarnavopnum heldur nýtísku tölvustýrðum
^hefðbundnum" vopnum. í bókinni hefur
Island geýsimikla þýðingu í flotaátökum á
Atlantshafi og er raunar hernumið af Sovét-
ríkjunum. Þá er í bókinni lýst ferðum
fjögurra Ameríkumanna um ísland þar
sem þeir senda upplýsingar um umsvif
Sovétmanna gegnum labb-rabbtæki, og
hafa talsverða þýoingu fyrir úrslit stríðsins.
Þess má geta að fyrri bók Clancys, sem
fjallar um kafbátaeltingaleik á Atlantshafi,
þótti með ólíkindum trúverðug og raun-
veruleg.
Helmut Khol kanslari Vestur-
Þýskalands varaði landa sína við því í gær
að þeir ættu á hættu að missa ökuskírteini
sín í Austur-Þýskalandi ef þeir svo mikið
sem drykkju eitt glas af víni og keyrðu
síðan. Austur-Þjóðverjar ku víst taka hart á
ölvunarakstri. Nýlega hafa þeir tekið upp
á því að stöðva fólk á bílum sínum árla
morguns og athuga hvort vínmagn sé í
blóðinu frá kvöldinu áður. Sé svo missa
menn skírteinið á staðnum.
Verkalýðssamtök flutninga-
manna, fjögur hundruð að tölu, samþykktu
á ráðstefnu sinni í Lúxemborg í gær að
krefjast þess að efnahagslegum refsi-
aðgerðum verði beitt gegn Suður-Afríku
vegna stefnu stjórnar hvíta minnihlutans í
kynþáttamálum. Verkalýðssamtökin vör-
uðu við huasanlegum aogerðum af þeirra
hálfu s.s. fíutningabann á olíu og vopn til
landsins.
SlÖkkVÍIÍðÍð í Reykjavík var kvatt
að húsi við Háaleitisbraut í gær en þar hafði
pottur gleymst á eldavél og hlaust af því
mikill reykur. Slökkviliðið fór inn um glugga
á íbúðinni og tókst að kæla niður í pottinum
áður en mikill skaði hlaust af.
Ólafur Tómasson hefur verið
skipaður Póst- og símamálastjóri en hann
var áður framkvæmdastjóri tæknideildar.
Sjö sóttu um embættið. Guðmundur
Björnsson var um leið skipaður aðstoðar-
póst- og símamálastjóri en hann er jafn-
framt framkvæmdastjóri fjármáladeildar.
Herjólfur varðfyrirvélarbilun áleiðinni
frá Vestmannaeyjum í gærmorgun en
stimpilstöng brotnaði í vélinni. Af þessum
sökum var skipið rúma 10 tíma á leiðinni til
Þorlákshafnar en gert var við bilunina um
borð.
Halldor Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra var í gærmorgun kosinn
maður mánaðarins meðal hlustenda rásar
tvö. í hverjum mánuði er gerð létt könnun
meðal hlustenda rásar 2, um það hver
landsmanna hafi borið af öðrum undan-
genginn mánuð. Og það var sem sagt
Halldór sem hlaut heiðursnafnbótina þenn-
an mánuðinn.
KRUMMI
...spáir því að met-
sölubók næstu jóla'
heiti „Hundrað hval-
kjötsuppskriftir"...
Hvalamálið leyst - í bili:
íslendingar ætla að nýta
rúman helming afurðanna
- en veiða í staðinn 120 dýr á þessu ári
Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra gaf í gær út yfirlýs-
ingu íslensku ríkisstjórnarinnar
vegna hvalveiðideilunnar við
Bandaríkjamenn. f yfirlýsingunni
segir: „Til þess að tryggja að því
verði ekki haldið fram að ályktun
Alþjóða hvalveiðiráðsins sé ekki
fullnægt og til að koma í veg fyrir
frekari árekstra í máli þessu hefur
verið ákveðið að aðeins verður
fluttur út tæpur helmingur af kjöt-
inu og einnig tæpur helmingur
annarra hluta hvalanna og það sem
eftir er nýtt innanlands, enda mun
það tryggja framgang nauðsyn-
legra rannsókna og veiði á 80
langreyðum og 40 sandreyðum í
því skyni.“
Þessi yfirlýsing íslensku ríkis-
stjórnarinnar er í samræmi við
túlkun Bandaríkjastjórnar á álykt-
un Alþjóða hvalveiðiráðsins um að
afurða rannsóknarveiða skuli fyrst
og fremst neytt innanlands. Þessi
túlkun Bandaríkjamanna fólst í
því að hvalaafurðir skiptust í tvo
flokka, kjöt annars vegar og aðrar
afurðir hinsvegar. íslendingar túlk-
uðu þetta hins vegar þannig að
ekki bæri að skipta hvalaafurðum
upp með þessum hætti, og að
ályktunin hvetti einungis til sem
mestrar innanlandsneyslu á öllum
afurðum skepnunnar.
Halldór Ásgrímsson sagði í gær
að bandarískum stjórnvöldum
hefði verið kynnt yfirlýsing ís-
lensku ríkisstjórnarinnar og að
hann hefði fengið tryggingar fyrir
því hjá þeim, að ekki yrði gripið til
birtingar svokallaðrar staðfesting-
arákæru.
Aðspurður sagði Halldór að full-
reynt hafi verið, að samkomulag
næðist ekki milli landanna um
túlkun á ályktun Alþjóða hval-
veiðiráðsins og að óskynsamlegt
hafi verið að stefna rannsóknar-
áætluninni í voða. Hann sagði að
aðalatriðið væri, að unnt yrði að
halda rannsóknaráætluninni áfram
óbreyttri og það sem gefið hafi
verið eftir snerti eingöngu áætlanir
um hvernig afurðum yrði ráðstaf-
að.
Halldór sagði næsta skrefið að fá
skilgreiningu sérfræðinga á því
hvað teldist kjöt og hvað aðrar
afurðir.
Ljóst er að stórauka verður nýt-
ingu hvalaafurða hér innanlands,
en reiknað er með að um 2000 tonn
af hvalkjöti komi af þeim hvölum
sem veiddir verða í vísindaskyni í
ár, meðan innanlandsneyslan
undanfarin ár hefur ekki verið
nema um 200 tonn. Sjávarútvegs-
ráðherra taldi möguleika vera fyrir
hendi um aukna nýtingu afurðanna
hér heima og nefndi í því sambandi
aukna neyslu, dýrafóður og mjöl-
framleiðslu. Engu að síður sagði
hann Ijóst að það yrði verðminni
framleiðsla og ekki væri búið að
kanna hvernig því tekjutapi yrði
mætt. Taldi hann ekki óeðlilegt, að
ríkissjóður tæki a.m.k. einhvern
þátt í því þar sem hafrannsóknir
almennt væru kostaðar af ríkissjóði
og hvalarannsóknir væru hluti haf-
rannsókna.
Búist er við að hvalveiðar hefjist
að nýju þann 17. ágúst og hafa
sumarleyfi Hvals hf. þá staðið viku
lengur en gert var ráð fyrir í
upphafi.
Halldór Ásgrímsson taldi að
þrátt fyrir að viðræðurnar undan-
farna daga hafi verið vinsamlegar.
hefði þetta mál sýnt og sannað að
menn geta ekki treyst á skilning
Bandaríkjamanna á sjónarmiðum
okkar íslendinga og að við yrðum
að vera á verði í samskiptum okkar
ekki bara við Bandaríkjamenn
heldur allar þjóðir. Aðspurður
sagði hann að í sínunt huga hafi
það ekki komið til mála að beita
herstöðinni í þessu máli enda væri
hér um óskyld mál að ræða. Hins
vegar bætti hann við að þegar
samskiptin versna á einu sviði þá
hefði það jafnan áhrif á öðrum
sviðum líka. -BG
Ef einhverjum dettur í hug þegar þeir sjá þessa mynd, ekki að öllu leyti. Þessar stúlkur voru að kynna
að Reykvíkingar séu orðnir svo alteknir af komandi fslandsmót í hestaíþróttum sem verður haldið að
200 ára afmæli að þeir séu farnir að tileinka sér Víðivöllum um næstu helgi og fóru af því tilefni í
ferðamáta forfeðranna, þá er það ekki rétt, a.m.k. listireið um borgina. Tímamynd: Gísií.
Loðnan:
Tvær bræðslur
hafa vel við
40 tíma stím af miðunum
Af þeim fimm loðnubátum sem
verið hafa á veiðum síðustu daga
eru nú fjórir á landleið. Bátarnir
hafa verið óvenju norðarlega að
sögn Andrésar Finnbogasonar og
voru komnir norður fyrir Jan
Mayen, en það þýðir um 40 tfma
stím í land.
Tvær verksmiðjur taka nú á
móti loðnu, á Raufarhöfn og í
Krossanesi. Að sögn Andrésar
eru nú fjölmargir bátar tilbúnir á
veiðar, enda margir sem stíluðu
upp á að hefja veiðar upp úr
verslunarmannahelginni.
Hið háa loðnuverð hefur stillt
loðnuverksmiðjunum upp við
vegg, en þær telja sig alls ekki
geta rekið verksmiðjurnar þegar
hráefnið er þetta dýrt. Stjórn
Síldarverksmiðja ríkisins kom
saman til fundar í gær og sagði
Jón Reynir Magnússon í samtali
við Tímann að ekki hefðu verið
ákveðnar neinar breytingar enn,
og að verksmiðjan á Raufarhöfn
héldi áfram að taka við loðnu.
Aðspurður um hvort fyrirhugað
væri að opna á Siglufirði, sagði
JÓn að það yrði hugsanlega gert
síðar, ef meira færi að berast af
loðnu.
Geir Zoega framkvæmdastjóri
síldarverksmiðjunnar í Krossa-
nesi sagði, að þeir hefðu vel
undan, enda ekki það mörg skip
á veiðum. Geir sagði að þau skip
sem hefðu verið á veiðum gerðu
ekki meira en að anna Raufar-
höfn og Krossanesi, eins og veið-
in hefur verið.
Hann sagði að loðnuverðið
hefði verið ákveðið mjög hátt en
þeir yrðu að bíta í það súra epli
og kyngja því. „Það kostar líka
sitt að vera til og taka ekki á
móti,“ sagði hann ennfremur.
-BG
British Midland
í startholunum:
Leyfi innan
2ja vikna?
Frá l)avid Keys, fréttaritara Tímans í Bret-
landi:
Allar líkur benda nú til að bresk
flugmálayfirvöld veiti flugfélaginu
British Midland leyfi til að hefja
flug til íslands innan tveggja vikna.
Mun flug þá hefjast „eins fljótt og
mögulegt er“ eftir leyfisveitinguna.
Svo virðist sem British Airways
hafi gefið eftir réttindi sín á þessari
flugleið án nokkurra tilrauna til
þess að halda í þau. Sem kunnugt
er hefur flugfélagið ekki nýtt sér
þessi flugréttindi í ntörg ár. Bresk-
um flugmálayfirvöldum í London
hafa ekki borist nein mótmæli gegn
fyrirhuguðu flugi British Midland
til íslands, frá öðrum flugfélögunt
og sá tími sem gefinn var til að
leggja inn slík mótmæli er nú
runninn út.
British Midland mun fljúga á
leiðinni Heathrow-Glasgow-Kefla-
vík og nota til þess þotu af DC-9
gcrð, en þær vélar geta flutt milli
85 og 110 farþega. phh