Tíminn - 08.08.1986, Blaðsíða 15
Tíminn 19
Föstudagur 8. ágúst 1986
HELGIN FRAMUNDAN llllllllllllM
Sýningar í Nýlistasafninu:
Pétur Magnússon niðri
og Boekie Woekie uppi
Nú standa yfir tvær sýningar í
Nýlistasafninu aö Vatnsstíg 3b.
Niðri heldur Pétur Magnússon
einkasýningu á málverkum og teikn-
ingum. Hann hefur stundað nám við
Rijksakademie í Amsterdam undan-
farin þrjú ár, en þar áður eitt ár á
Ítalíu.
Uppi er sýning á vegum Boekie
Woekie, sem er búð í Amsterdam
(Gatshuismolensteeg 16). Þeir sem
standa að þessari búð eru Hettie van
Egten, Jan Voss, Kees Visser, Pétur
Magnússon, Rúna Þorkelsdóttir og
Saskia de Vriendt. Öll eru þau
starfandi myndlistarmenn og búsett
í Hollandi.
Sýningarnar standa til og með 10.
átúst. Þetta er síðasta sýningarhelgi.
Opiðerkl. 14.00-20.00 um helgarog
kl. 16.00-20.00 virka daga.
Söguleikirnir:
NJÁLS SAGA:
Söguleikarnir munu sýna Njáls sögu í allra síðasta sinn í sumar, laugardag
9. ágúst og sunnudag 10. ágúst, báða dagana kl. 17.00. Miðar verða seldir í
Rauðhólum fyrir sýningar, en það má einnig panta miða hjá Kynnisferðum
ferðaskrifstofanna í GIMLI við Lækjargötu og hjá Ferðaskrifstofunni
FARANDA, Vesturgötu 3. Sími Kynnisferða er 28025, en Farandi hefur
síma 17445.
Úr leikritinu „Hin sterkari“ eftir
Strindberg sem sýnt er í Myndlistar-
sal Hiaðvarpans.
Alþýöuleikhúsiö:
„Hin sterkari"
í Hlaövarpanum
Á sunnudag, 10 ágúst kl. 16.00
sýnir Alþýðuleikhúsið einþáttung-
inn „Hin sterkari“ eftir August
Strindberg í Þýðingu Einars Braga.
Sýning þessi hefur hlotið mjög góðar
undirtektir og aðsókn.
Myndlistarsal Hlaðvarpans hefur
verið breytt í lúxuskaffihús, og er
það umgjörð verksins, en það gerist
á kaffihúsi.
Leikendur eru Margrét Ákadótt-
ir, Anna Sigríður Einarsdóttir og
Elfa Gísladóttir. Leikstjóri er Inga
Bjarnason, en Vilhjálmur Vil-
hjálmsson sér um búninga og leik-
muni.
Tónlist fyri r sýningu
Fyrir sýninguna á „Hin sterkari,,
leikur Kolbeinn Bjarnason flautu-
leikari sígilda og nútímatónlist á
þverflautu. Upplýsingar um miða-
sölu eru í síma 19560 frá kl. 14.00.
Myndlist á
leiksýningu
Laugardag 2. ágúst opnaði Anna
Concetta Fungaro sýningu á collage-
myndum í myndlistarsal Hlaðvarp-
ans. Sýning hennar er opin alla daga
kl. 14-00-23.30. Aðsókn að sýning-
unni hefur verið góð. Sýning Önnu
stendur til 15. ágúst. Myndlistarsýn-
ing þessi myndar þá leikmynd sem
„Hin sterkari“ er flutt í.
Alda sýnir
í Ingólfsbrunni
Alda Sveinsdóttir sýnir vatnslita-
og akrylmyndir í Ingólfsbrunni,
Aðalstræti 9 dagana 9. ágúst til 12.
september kl. 09.00-18.00, en lokað
er um helgar.
Ný byggð í Hafnarfirði í Setbergslandi nálægt Kaplakrikavelli.
Fjölskylduhátíð í Hafnarfirði
Það stendur mikið til hjá FH.
Laugardaginn 9. ágúst verður haldin
stóreflis fjölskylduhátíð á Kapla-
krikavelli við Keflavíkurveginn. Þar
verður stöðugt fjör, leikir, þrautir
og alls konar keppnir auk stuttra
knattspyrnuleikja. Þess utan verður
boðið upp á alls konar skemmtiatr-
iði, trúðar verða á svæðinu og Tún-
fiskarnir troða upp með skemmti-
dagskrá. Dagskráin hefst kl. 14 og
stendur til kvölds. Ef veðurguðirnir
verða til mikilla vandræða verður
hátíðinni frestað til sunnudags en
vonandi þarf ekki að koma til þess.
Vcrði aðgöngumiða cr mjög í hóf
stillt.
Torfhleðslu-
námskeið
í Vatnsmýrinni
Nú um helgina verður haldið
námskeið í Vatnsmýrinni. Það er
orðinn árlegur viðburður og hefur
verið haldið á hverju sumri í 5 ár.
Fyrsta námskeiðið var haldið und-
ir Esju. Þar var byggður hofhringur
úr torfi og grjóti. Annað árið var
hlaðinn bær frumbýlingsins Tönisar
í Árbæjarsafni. Ennfremur var hlað-
inn hringveggur borgar á Hádegis-
holti upp á Mosfellsheiði, túngarður
í Árbæjarsafni og kálgarðsveggur
við barnaheimilið Sælukot.
í ár er unnið að torflistasýningu í
vatnsmýrinni. Þar verða byggð hús
og garðhús, veggir og torfskúlptúr
og í lok mánaðarins verður haldin
sýning á verkum þeim sem þarna
hafa verið unnin. Öll verkin erunnin
með aðferðum feðranna. Þar er rist
torf, bæði klambra og strengur og
kvíahnausar, þríhnausar og snidda.
Leiðbeinandi er Tryggvi Hansen,
en hann hefur numið af gömlum
mönnum, þeim fáu sem enn kunna
að fara rétt með torf og grjót.
Námskeiðið er opið öllum, sér-
staklega eru garðyrkjumönnum og
garðafólki ráðlagt að koma. Nám--
skeiðið hefst í mýrinni (nálægt gamla
tívolíinu) kl. 10.00 á Iaugardag.
• Sumardagur við Selsvör eftir Braga Ásgeirsson er meðal verka sem eru
| á Sumarsýningunni.
I
i Listasafn ASI:
I
Nú stendur yfir í Listasafni ASÍ
I „Sumarsýning" en þar eru sýnd 40
" verk í eigu safnsins.
I Sýningin er opin alla daga vikunn-
_ ar kl. 14.00-18.00 og henni lýkur
| sunnudaginn 24. ágúst.
Ný sýning í
Hlaðvarpanum
Laugardag 9. ágúst opnar Uffe
Balslev sýningu í kaffisal Hlaðvarp-
ans á 2. hæð í bakhúsi. Sýning hans
stendur til 22. ágúst.
j MÁLVERKASÝNING Á M0KKA
Málverkasýning Einars Edwins stendur ný yfir í Mokkakaffi á Skólavörðu-
■ stíg. Þar sýnir Baldur vatnslitamyndir frá Reykjavík. Sýningin er opin
| daglega kl. 09.30-23.30.