Tíminn - 08.08.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.08.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 8. ágúst 1986 Enn er Liz ástfangin Að undanförnu hefur það sést víða í blöðum að þau séu alltaf saman, Elizabet Taylor og leikar- inn George Hamilton. Sjálf hafa þau ekkcrt gefið út á það og svarað spurningum blaðamanna um sam- band sitt á þá leið „við erunt bara vinir“. Víst er það, að þau hafa verið vinir í langan tíma. Upp á síðkastið hefur Liz verið nokkuð einmana - þó það hljómi ótrúlega - og þá kom vinurinn George Hamilton til skjalanna og bauð henni út og var fylgdarmaður henn- ar og förunautur við mörg tækifæri. En George vissi hvað hann söng þegar hann kynnti þau Elizabeth og Sir Gordon White. Hamilton bauð þeim í samkvæmi heima hjá sér í Hollywood snemma í vor - og það fór svo vel á með þeim að síðan hafa þau varla skilið. Sir Gordon White er 62 ára enskur milljónamæringur. Hann er tvígiftur og skilinn, og hefur átt heima í Kaliforníu og stundað sín viðskipti þaðan. „Gordon er dásamlegur“, sagði Liz nýlega. „Hann er einmitt mað- urinn sem ég var að bíða eftir. Það virðist sem vinur minn George Hamilton þekki mig betur en ég sjálf geri, því hann segist hafa verið viss um að við Gordon yrðum góðir vinir ef við kynntumst. Það fyndna við þetta var, að blöðin kepptust um að gera kærustupar úr George og mér á meðan vinskapur okkar Gordons blómstraði upp!“ Þau Liz og George Hamilton eru gamlir vinir og hann vissi hvað vinkonunni kom best! Elizabeth Tayior með hinum nýja vini sínum, Sir Gordon White, sem er 10 árum eldri en leikkonan, - en hún segist alltaf hafa verið hrifin af sér eldri mönnum. FRÉTTAYFIRLIT GENF — Afgansstjórn hefur krafist í friðarviðræðunum sem Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir að um 115 þúsund so- véskir hermenn, sem eru f landinu, verði þar f næstum fjögur ár í viðbót. Þetta var haft eftir heimildum innan stjórn- málaheimsins. DYFLINNI — Einn helsti stjórnmálamaður Norður-(r- lands var handtekinn á írlandi er hernaðarsinnar úr hópi mótmælenda ruddust yfir landamærin til að sýna fram á slaka öryggisgæslu við þau. BAHREIN - Ali Al-Khalifa Al-Sabah olíumálaráðherra Kuwait sagði að Samtök olíu- framleiðsluríkja (OPEC) myndu jafnvel ákveða að auka framleiðslu sína upp í 18 til 19 milljónir tunna á dag eftir okt- óbermánuð. ALEXANDRÍA — Hussein Jórdaníukonungur og Hosni Mubarak forseti Egyptalands luku sólarhringsviðræoum sín- um um hugsanlegarfriðarleiðir fyrirbotni Miðjarðarhafs. Engar fréttir var hægt að fá af við- ræðunum. BAGHDAD — Stjórnvöld í írak sögðu flugher sinn hafa gert miklar loftárásir á olíu- stöðvar og orkuver f íran til að hefna fyrir árás á landa- mærabæ í írak þar sem 74 manns létu lífið. TEHERAN — Stjórnvöld í iran sögðu flugher sinn hafa skotið niður frakska herflugvél er gert hafði árás á borgina Isfahan þar sem nokkrir borg- arar létu lífið. ISLAMABAD - Najibullah leiðtogi Afganistan sagði til- raunir til að fá fleira ungt fólk í herinn hafa mistekistog margir hermenn hefðu hlaupið á bott frá herdeildum sínum. MOSKVA — Pravda, dag- blað sovéska kommúnista- flokksins, sagði friðartillögur þær, sem George Bush vara- forseti Bandaríkjanna kom fram með á nýlegri ferð sinni til Mið-Austurlanda, vera óað- gengilegar fyrir Arabarikin. NÝJA DELHI — Björgunar- menn á Norður-lndlandi náðu til þeirra síðustu sem komust af f járnbrautarslysinu í fyrra- dag þar sem 45 manns létu lifið. HELSINKI — Sovéskur her- maður sem bað hælis í Finn- landi mun mæta fyrir rétti vegna brota sem hann á að hafa framið í Finnlandi, þar meðtalin er ásökun um að hafa farið yfir landamærin á ólögleg- an hátt. Tennisstjarnan John McEnroe og leikkonana Tatum O’Neal giftu sig um sl. helgi Föstudaginn 1. ágúst gengu þau í hjónaband tennisstjarnan John McEnroe og hin unga leikkona Tatum O’Neal. Þau voru gefin saman á Long Island. New York að viðstöddum fjölskyldum þeirra og nánustu vinum. Þau John og Tatum höfðu fyrst hist í nóvember 1984, og voru saman sem kærustupar upp frá þvl. Þau eignuðust soninn Kevin í maímánuði sl.. McEnroe er 27 ára. Hann hefur verið nteð bestu tennisleikurum í heinti frá 1981. Hann hefur nýlega tekið sér nokkra hvíld frá tennisleik, en kemur aftur fram í tenniskeppni um þessar mundir í Stratton Mountain í Vermont eftir 7 mánaða frí. Hann hefur þrisvar unnið á Wimbledon og fjórum sinnum orðið Bandaríkjameistari í einliðaleik í tennis. Brúðurin, Tatum O’Neal er22ára, dóttir leikarans Ryan O’Neal og Joanna Moore. Hún vann til verðlauna fyrir leik sinn í „Pappfrstungl" þegar hún var lOára og hefur leikið í fjölmörgum myndum síðan. Þessi my nd af John McEnroe og Tatum O’Neal er frá því þau voru að byrja að vera saman fyrir um það bil tveimur árum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.