Tíminn - 08.08.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.08.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 8. ágúst 1986 Blaðberar óskast STRAX / eftirtalin hverfi. Melabraut, Skólabraut Ármúla, Síðumúla Kópavogsbraut, Meðalbraut, Hlíða- braut, Hraunbraut Meistaravelli, Kapla- skjólsveg, Karfavog, Skeiðarvog. Afleysingar í ágúst Grettisgötu, Njáls- götu, Granda og víðs- vegar íaustur og vest- urbæ og Garðabæ. Ttmmn SIÐUMÚLA 15 S 686300 A Deiliskipulag Kópavogi Samkvæmt skipulagsreglugerð auglýsist deili- skipulag á lóð Ríkisspítalanna í Kópavogi, nánar tiltekið á reit, sem afmarkast af Hafnarfjarðarvegi að austan, Kópavogsbraut að norðan, Urðarbraut að vestan og strandlengju Kópavogarins að sunnan. Breyting er frá áður samþykktu skipulagi vegna væntanlegrar byggingar verndaðra íbúða fyrir aldraða á lóð hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar. Skipulagsuppdráttur ásamt tillöguuppdráttum að II. áfanga Sunnuhlíðar liggur frammi á tæknideild Kópavogs í Félagsheimilinu Fannborg 2, 3. hæð frá 8. ágúst til 8. september 1986. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu hafa borist bæjarverkfærð- ingi Kópavogs skriflega fyrir hádegi mánudaginn 15. september nk. Bæjarverkfræðingur. m Ttvímælalaust HAGSTÆÐUSTU KAUPIN Besta verðið - Bestu kjörin Lang ódýrasta dráttarvélin á markaðnum Velaborg Bútækni hf. Sími 686655/686680 FJÓROUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Fóstrur og starfsfólk óskast að dagheimilinu Stekk við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Um er að ræða heilsdags og hálfsdags stöður. Upplýsingar gefur forstöðumaður Stekkjar í síma 96-22100 frá kl. 10.00-11.00 árdegis og 13.30- 14.30 síðdegis. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri UMSVIF BANDARÍSKA HERSINS Á MIÐ- NESHEIÐIERU MIKIL Endurnýjunarkostnaður mannvirkja, tæki og birgðir fyrir 1985 metin á um 109 milljarða króna Vegna þeirra deilna sem upp hafa risið milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um hvalveiðar íslend- inga, hafa ófáir orðið til þess að benda á að Bandaríkjamenn eigi ekki lítilla hagsmuna að gæta hér á landi þar sgm herstöðin á Keflavík- urflugvelli er. Síðasta dæmið um kröfur um að varnarsamstarfið verði tekið til endurskoðunar er ályktun Hvalfjarðarstrandarhrepps sem birt- ist í Tímanum. f>ví er ekki úr vegi að skoða ögn hversu mikil umsvif Bandaríkjahers eru hér á landi, þó þtð sé ekki nema í krónum talið. í skýrslu Matthíasar Á. Mathiesen, utanríkisráðherra til Alþingis eru gefnar upp nokkrar áhugaverðar tölur fyrir árið 1985. Þar segir að heildarkostnaður við mannvirki, sem nú eru í notkun hjá „varnarlið- inu“, nemi 285,8 millj. dollara eða um 11 milljörðum og 717 millj. króna. Endurnýjunarkostnaður þessara mannvirkja miðað við nú- virði er áætlaður 1,303 millj. dollara eða 53 milljaðar 428 milljónir króna. Tæki varnarliðsins, þar með taldar flugvélar þess, eru metin á 1.140 millj. dollara eða 46 milljarða og 740 milljónir króna og birgðir af elds- neyti og fleiru eru metnar á 215,5 milljónir dollara eða 8 milljarða 835 milljónir kr. Samtals nemur endurnýjunar- kostnaður mannvirkja, kostnaður vegna tækja, tóla og birgða því 2 milljörðum og 658 milljónum dollara eða 108 milljörðum 978 milljónum íslenskra króna. Þessi tala er fyrir árið 1985 en til samanburðar má geta þess að greidd gjöld A-hluta ríkis- sjóðs sama ár námu alls um 29 milljörð- um og 200 milljónum króna. Þá greiddi bandaríski herinn á árinu 1985 samtals um 3 milljarða og 180 milljónir króna til íslenskra fyrirtækja og einstaklinga vegna launa, verktöku, vörukaupa og þjónustu. í>að eru því ósmáir fjármunir f spilinu þar sem herinn á Miðnesheiði á í hlut. phh Halldóra Ragnarsdóttir, Tölvuritun, afhenti Erling ávísun að upphæð 150 þúsund kr. Aðrir á myndinni eru: Sólveig Jónsdóttir, Tölvuritun, Kjartan Ólafsson, Búvörudeild, Hörður Einarsson, Aðalbókhaldi og Helgi Pétursson, blaðafulltrúi. Sambandið styrkir Stúdentaleikhúsið Stjórn Menningarsjóðs Sam- bands íslenskra samvinnufélaga ákvað á fundi sínum fyrir skömmu að veita Stúdentaleikhúsinu styrk að fjárhæð eitt hundrað og fimmtíu þúsund krónur. Nokkrir starfs- menn Sambandsins í Reykjavík aflientu Erling Jóhannessyni, gjaldkera leikhússins styrkinn fyrir hönd sjóðsins. Erling sagði að styrkurinn yrði notaður til þess að grynna á skuld- um Stúdentaleikhússins og eins að styrkja leikhúsið til þátttöku í Norrænu menningarhátíðinni. iNorrænir þjóðfræðingar þinga á íslandi: FYRIRLESTUR UM NÚTÍMA ÞJÓDTRÚ I Þing Norrænna þjóðfræðinga verður haldið í Reykjavík dagana 10-16 ágúst nk. Verður það 24. þing þjóðfræðinganna og er búist við að urn 50 manns sæki þingið í allt, þar af um 30 erlendir fræðimenn. Á þinginu verður ekki tekið fyrir neitt ákveðið þema, en þess í stað verða haldnir fjölbreyttir fyrirlestrar um ýmis efni sem fyrirlesararnir hafa sjálfir vali. Alls verða flutt hátt á annan tug fyrirlestra og fjalla þeir um jafnmörg efni og má t.d. nefna erindi um sagnir í forníslenskum Bokmenntum, tröllasögur og nútíma þjóðtrú á íslandi, og hugmyndina um fiskinn í íslensku samfélagi. Þing norrænna þjóðfræðinga var skiplagt af undirbúningsnefnd sem í áttu sæti Ragnheiður Þórarinsdóttir borgarminjavörður f.h. Árbæjar- safns, Hallfreður Örn Eiríksson f.h. Árnastofnunar, Hallgerður Gísla- dóttir f.h. Þjóðminjasafns, og Jón Hnefill Aðalsteinsson f.h. Háskóla íslands. Árbæjarsafn hafði forgöngu um undirbúning og skipulagningu. Þjóðfræði er tiltölulega ung vís- indagrein hér á landi þó fræðimenn úr öðrum greinum hafi látið við- fangsefni þjóðfræðinnar til sín taka á umliðnum áratugum, og bera þar hæst nöfn þeirra Sigurðar Nordal og Einars O. Sveinssonar. Nú er svo komið að á allra síðustu árum hefur greinin verið kennd í Háskóla Islands, og að sögn Jóns Hnefils Aðalsteinssonar er ein megin hug- myndin bak við það að halda þing norrænna þjóðfræðinga hér á íslandi sú að hvetja til frekari rannsókna á þessu sviði hér á landi, en þeir þjóðfræðingar sem starfandi eru í dag eru dreifðir á hinar ýmsu stofn- anir, einkum þær sem fulltrúa áttu í undirbúningsnefndinni. Þjóðfræðin sem fræðigrein leggur stund á alhliða menningarrannsókn bæði í nútíð og fortíð, og skiptist í þrjú megin rannsóknarsvið, þjóð- sagnafræði, þjóðhætti og þjóðlíf. Ráðstefnan hefst sem fyrr segir mánudaginn 10. ágúst, en þá mun fulltrúi menntamálaráðherra setja hana kl. 10 á Hótel Esju. -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.