Tíminn - 08.08.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.08.1986, Blaðsíða 7
Föstudagur 8. ágúst 1986 Tíminn 7 Framkvæmda- stjóraskipti framundan og starfsemin blómstrar Eysteinn Helgason tekur við framkvæmdastjórastarfi 1. september. T mannaskipti eiga sér stað núna hinn 1. september. Eysteinn Helgason er fæddur 24. sept. 1948, útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla ís- lands 1973 og starfaði síðan hjá Sölustofnun lagmetis, fyrst sem sölustjóri og síðan annar tveggja framkvæmdastjóra. Hann varð framkvæmdastjóri Samvinnuferða hf. í október 1977 og Samvinnu- ferða-Landsýnar hf. í desember 1978. Árið 1984-85 starfaði hann í Bandaríkjunum við markaðs- athuganir á vegum Sambandsins og lceland Seafood Corporation, en í vetur leið hefur hann starfað í Sjávarafurðadeild, auk þess sem hann ferðaðist vítt og breitt um landið og kynnti sér starfsemi Sam- bandsfrystihúsanna. Eysteinn er kvæntur Kristínu Rútsdóttur, og eiga þau þrjú börn. Iceland Seafood Corp sér annars vegar um að selja á Bandaríkja- markaði flök og skelfisk sem fluttur er héðan til Bandaríkjanna full- unninn fyrir matarborð neytenda. Hins vegar kaupir fyrirtækið fisk- blokkir frá Sambandsfrystihúsun- um og fullvinnur þær í verksmiðju sinni í Camp Hill, útborg frá Harr- isburg sem er höfuðborg Pennsyl- vaníuríkis. í verksmiðjunni eru blokkirnar sagaðar niður í fiskbita, og síðan eru þar framleiddar úr þeim margvíslegir fiskréttir. Þeir eru síðan seldir vítt og breitt um landið. Fiskurinn héðan að heiman fer allur til Gloucester í Massachus- etts. Flökin eru að mestum hluta afgreidd þaðan beint, en blokkun- um er ekið í stórum flutningabílum til Camp Hill. -esig. lccland Seafood Corp.hefur fengið margvíslegar viðurkenningar frá ýmsum aðilum vestra. Þar á meðal eru þessir veggskildir sem hanga uppi í anddyrinu í skrifstofum fyrir- tækisins. Iceland Seafood Corporation, sölufyrirtæki Sambandsins og Sam- bandsfrystihúsanna í Bandaríkjun- um, er vel rekið fyrirtæki, sem hefur getið sér góðan orðstír innan fiskiðnaðarins þar vestra. Þar eru nú framundan framkvæmdastjóra- skipti, Guðjón B. Ólafsson er í þann veginn að hverfa þar frá störfum og taka við sem forstjóri Sambandsins, en við af honum tekur Eysteinn Helgason. Þessi Frosnir fiskréttir sem nýbúið er að saga niður og eru á leið út á færibandið til frekari vinnslu. Aðsetur Iceland Seafood Corporation í Camp Hill ICELAND SEAFOOD CORPORATION Séð inn í flutningabíl sem er ný- kominn til Camp Hill með 20 tonn af fiskblokk frá íslandi og bíður losunar. Það er Guðjón B. Ólafs- son sem stendur við bíldyrnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.