Tíminn - 08.08.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.08.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Tíminn MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefándi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjóri: Aðstoðarf réttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Guðmundur Hermannsson EggertSkúlason Steingrímur G islason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tasknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Enginn stóri bróðir í Morgunblaðinu á laugardag birtist frétt um það að Kaupfélaginu Þór á Hellu hafi verið breytt í hlutafélag. Um ástæður þess hefur blaðið eftirfarandi eftir kaupfé- lagsstjóranum: „Kaupfélagsformið er gengið sér til húðar. Það hentaði vel fyrir 50 árum, en nú eru horfur á að rekstri kaupfélaga víðast hvar verði breytt.“ Enn fremur segir kaupfélagsstjórinn: „Ástæður þess að reksturinn hér gekk illa eru sjálfsagt margar og er skortur á stjórnun undanfarin ár og of miklar fjárfestingar hluti þeirra. Sem dæmi má nefna að árið 1983 var tekið í notkun stórt og mikið verslunarhús, sem kaupfélagið réð ekki við á þeim tíma. Það er leitt að þurfa að leggja þetta kaupfélag niður, en við höfum engan stóra bróður til að styðja við bakið á okkur.“ Kaupfélagið Þór á Hellu hefur alla tíð haft þá sérstöðu að það hefur haldið sér utan við landssamtök kaupfélaganna hér á landi. Samvinnustarf byggist hins vegar á tveimur grundvall- arreglum. Annars vegar á því að félagsmennirnir í hverju kaupfélagi um sig vinni saman að því að halda félagi sínu gangandi, efla það og styrkja. Hins vegar á því að samvinnufélögin vinni saman að þeim málum sem snerta þau öll. Það þýðir m.a. að þau koma hvert öðru til hjálpar, eftir því sem tök eru á, þegar á bjátar hjá einhverju þeirra. Kaupfélagið Þór hefur aldrei tekið þátt í þessum hluta samvinnustarfsins. í því efni hefur það brotið gegn einni af grundvallarreglum samvinnuhreyfingarinnar. Þess vegna er það rangt hjá kaupfélagsstjóranum að kaupfé- lagsformið hafi gengið sér til húðar. Og þetta er líka skýringin á því að þeir á Hellu finna engan stóran bróður til að styðj ast við þegar þeir lenda í erfiðleikum. Fjölmiðlun Þær fréttir voru að berast að íslenska útvarpsfélagið, sem er í þann veginn að hefja starfsemi, hafi fengið í hóp eigenda sinna nokkur sterkustu einkafyrirtæki landsins. Meðal annars voru þar nefnd fyrirtæki eins og Eimskip, Flugleiðir og Hagkaup. Þetta vekur upp spurningar. Flestir munu geta fallist á að ekki sé athugavert þótt almanna- og launþegasam- tök, sem vinna beint að því að bæta kjör launafólks í landinu, taki þátt í því að reka fjölmiðlun hér á landi. Einkafyrirtæki starfa hins vegar eðli sínu samkvæmt að því markmiði að skapa peningalegan hagnað. Þau keppa leynt og ljóst að því að selja sem mest af vörum sínum og þjónustu. Er það eðlilegt að slík fyrirtæki séu jafnframt eigendur fjölmiðlunarfyrirtækja, og að þau hafi þar með bein ráð á stjórnun þeirra, stefnumótun og kannski skoðanamyndun í þjóðfélaginu almennt? Þetta er mál sem þarfnast nánari skoðunar og umræðu. Föstudagur 8. ágúst 1986 llllllllllll GARRI i'!rF;l ''"l':!I■ '■■fflli,.. 1 'T:,! Éru íaun kennara/ kvenna of há? Einstæðar mæður í efsta skattþrepi l— óréttlœti sem ekki verður við unað, segja þingmenn Kvennali1,1 r „Mngflokkur Kvennalistans bendir á að núverandi tekjuskattur cr í raun launamannaskattur og að nú er svo komið að einstæðar mæður á kcnnaralaunum eru komnar í efsta skattþrep. Við þetta óréttlæti verður ekki unað...“ segir m.a. í tilfinningaríkri ályktun frá Kvennalistanum nýlega. Þótt kvenkyns sé - og einstæð móðir á annan áratug - verð ég að lýsa yfir undrun minni og skilnings- leysi á því hverju Kvennalistinn er raunverulega að mótmæla. (Tekið skal fram að ég hef til þessa oftar en ekki hrifist af og fagnað þeirra málflutningi og baráttu fyrir mál- stað okkar kvenna). En hvað er hneykslunarefnið í framangrcindri tilvitnun? Ég hef til þessa haldið að Kvennalistinn fagnaði með hverri þcirri konu sem kæmist upp að hlið hins fremur litla karlahópssem hæstutekjurnar hefur í þjóðfélaginu. Ég hcf líka haldið að það gleddi kvennalista- konur en ekki hryggði ef kennara- starfið væri það vel iaunað að kennarar kæmust t hóp þess tíunda hluta launþega sem mest bæri úr býtum fyrir störf sín, og ekki síður þó slíkur kennari væri móðir. Kvennalistinn hefuroft ogmörg- um sinnum hamrað á launamisrétti karla og kvenna í þjóðfélaginu, þar sem „konur sitja alltaf eftir í lægstu launaflokkunum" eins og það hcfur svo oft verið orðað - og nýafstaðin skattaálagning er raun- ar glöggt til vitnis um. Sömuleiðis minnir mig að Kvennalistinn hafi stutt kennara í þeirra stöðugu launabaráttu - enda kennsla stöð- ugt að verða meira kvennastarf. Samkvæmt yfirliti fjármálaráðu- neytisins voru það tæplega 13% skattgreiðenda (innan við 23 þús. af alls rúmlega 175 þús. skattgreið- endum) sem að þessusinni komust í efsta skattþrepið. Hlutur kvenna var þar afar smár, sem staðfestir einmitt málflutning kvennalista- kvenna um að karlar sitji í tekju- hæstu stöðunum. Af um 50 þús. giftum konum í landinu voru það aðeins um 900 eða 1,8% sem komust í hæsta skattþrepið, en hins vega 34% karlanna þeirra. Ef við höfum hlutfail kvennanna tvö- falt hærra í hópi einhleypinga má ætla að konur séu aðeins um 1.400 af fyrrgreindum 22.665 skattgreið- endum f efsta skattþrepi - eða um 6% - en karlar 21.265, eða 96% þessa tekjuhæsta hóps. Til að komast í efsta skattþrep þurftu hreinar tekjur á síðasta ári að lágmarki að vera um 592 þús. hjá giftu fólki eða barnlausum einstaklingum og að lágmarki um 627 þús. hjá einstæðum foreldrum. Síðarnefnda talan ætti að jafngilda að lágmarki í kringum 68 þús. mánaðarlaunum að meðaltali um þessar mundir auk meðlags/með- laga og bamabóta, hjá einstæðum foreldrum. Pví vefst það fyrir mér? Er það andstætt stefnumiðum Kvennalistans að konur komist í hóp þeirra 13% skattgreiðenda sem hæstar tekjur telja fram í þjóðfélaginu? Stríðir það á móti stefnu þeirra að kennarar komist í hóp þeirra 13% launþega (samanber að tekju- skatturinn sé eingöngu launþega- skattur), sem hæstar tekjur hafa í landinu? Er það eitthvað sárgrætilegt að einstæð móðir skuii geta aflað heimili sfnu álíka tekna og launa- hærri helmingurinn í hópi karlfyrir- vinnanna? Eða getur það verið að launa- jafnréttishugmyndir Kvennalistans séu þær að kónur eigi að hafa eirts há laun og karlarnir - en bara karlamir einir að borga skattana til að standa undir okkar sameigin- legu þörfum? Samkvæmt ályktun Kvennalist- ans var það ekki minnsta ergilsisefn- ið að nokkuð af skatttekjunum skuli eiga að nota til að lækka verð á innlendum matvörum. Því er síðasta spurningin: Er það á móti stefnumiðum Kvennaiistans að hæst launaði hópurinn í þjóðfélag- inu (þau 13% sem borga 67% af tekjuskattinum) sé skattlagður nokkuð í því skyni að lækka matar- útgjöldin, sem mest munar um hjá láglaunuðum barnafjölskyldum - t.d. þeim allt of stóra hópi ein- stæðra mæðra sem eru að berjast við að sjá sér og börnum sfnum farborða af 20-25 þús. króna mán- aðarlaunum fyrir fullt starf? HEI Stórpólitísk matar- og drykkjuveisla I þeirri sælu tíð þegar kommar voru kommar, Sovétríkin fyrir- heitna landið og Æskulýðsfylking- in vaxtarbroddur heimsbyltingar- innar héldu ungliðarnir Jónsmess- una hátíðlega. Þegar nótt var björt- ust flykktist æskublóminn til Ping- valla eða í Hvalfjarðarbotn. Tvær fánastengur voru reistar og skart- aði önnur fána byltingarinnar og alþjóðahyggjunnar og á hinni blakti íslenski fáninn. Hafi eitt- hvað annað en rauði fáninn borið þess vitni hverjir stóðu að saman- smölun ungmennanna hefur það verið marklítið og er öllum löngu gleymt. Jónsmessumótin voru sótt af allra flokka kvikindum og datt engum í hug að eyða vornóttunum fjarri heimilisaga í að hnýsast í pólitískar skoðanir hverra annarra. Heimdellingar og fyikingarfélagar drukku af sama stút og lauslætið gerði sér ekki mannamun. Jónsmessublót Æskulýðsfylk- ingarinnar heyra nú sögunni til og minnist margt miðaldra fólk þeirra með tregablöndnum söknuði, og dettur síst af öllu pólitík í hug þegar rifjaðar eru upp ljúfar minningar horfinnar æsku. Aðskilnaðarstefna En nú þegar allir eru orðnir meira og minna frjálslyndir kratar er öldin önnur. Krakkar úr Æskulýðsfylkingu Alþýðubanda- lagsins og úr Félagi ungra jafnað- armanna hafa hóað sig saman og ætla að éta og drekka í hótelinu á Þingvöllum og flýta sér svo til Reykjavíkur í tæka tíð á meðan Jóhanna Svavar Fara saman í marklaust, pólitískt ferðalag. skemmtistaðir höfuðborgarinnar eru enn opnir svo að hópurinn tvístrist örugglega. Auglýst er að Svavar og Jóhanna verði með í för, væntanlega til að halda fjörinu uppi. Þetta uppátæki hefur valdið miklum taugatitringi ineðal Al- þýðuflokksmanna og flokksfor- maðurinn hefur gefið út afdráttar- lausa yfirlýsingu: „Pessi Pingvalla- ferð hefur enga pólitfska merk- ingu. Ég læt mér í léttu rúmi liggja þótt einhverjir krakkar fari í ferða- lag. Þarna myndast engin tengsl, hvorki tjaldatengsl, svefnpoka- tengsl né önnur.“ Mikil eru völd formannsins. Hann gefur út tilskipun um að enginn kratastrákur eða stelpa ruglist inn í tjald eða ofan í svefn- poka hjá pólitískum andstæðing- um. Aðskilnaðarstefnan skal verða virt. Þeir sem að ferðalaginu standa hafa líka vaðið fyrir neðan sig. Engin tjöld eða svefnpoka með í ferðalagið, takk. Öllu samneyti skal slitið í tæka tíð og skundað frá Þingvöllum til að ná skemmtana- haldi í höfuðborginni. Sjálfstæðismenn uggandi Formaður Alþýðubandalagsins og varaformaður Alþýðuflokksins verða væntanlega með í ferðinni upp á punt. Þau eru auglýst sér- staklega sem ferðafélagar unga fólksins en hvergi minnst á að þau muni ljúka upp munni eða hvaða hlutverki þau eiga yfirleitt að gegna. Varla fara þau að rausa um pólitík, því Jón Baldvin segir að Þingvallaferðin hafi enga pólitíska merkingu. Staksteinar Mogga eru á öðru máli. í gær birtust þar djúphugsað- ar hugrenningar um Þingvallaför- ina, þar sem hún er talin tákna samruna Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokks og sérstaklega á það bent að Jóhanna Sigurðardóttir sé lengst til vinstri í sínum flokki og málflutningur hennar yfirleitt hinn sami og Alþýðubandalagsins. Dað- ur komma og krata sé komið á það stig að alvarlega þenkjandi sjálf- stæðismenn telji útilokað að eiga þá að í stjórnarsamstarfi. Fyrirhuguð skemmtiferð ung- linganna í A-flokkunum er því orðin stórpólitískt mál og getur skipt sköpum í landsstjórninni. Hyggilegast væri að þau Svavar og Jóhanna drægju sig í hlé og færu hvergi, og létu unglingana í friði með sína Þingvallaför, og skiptu sér ekkert af því hver slær upp tjaldi yfir hvern. Þá gætu flokka- drættir orðið álíka marklaust hjal undir lok hundadaga á Þingvölium einsog Jónsmessumótin áðurfyrr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.