Tíminn - 16.08.1986, Blaðsíða 7
Laugardagur 16. ágúst 1986
Tíminn 7
VETTVANGUR
111
Hjörleifur Guttormsson, alþingismaöur:
Landbúnaðurinn og aldin-
garður Framsóknarflokksins
Á síðum Tímans hafa farið fram
alllíflégar umræður um landbúnað-
armál síðustu vikur. Ég leyfði mér
að blanda mér ögn í þann kór með
grein sem birtist 22. júlí sl. Þar
vakti ég athygli á þeirri röngu
stefnu sem fylgt hefur verið í
landbúnaðarmálum og því skipu-
lagsleysi sem enn er ráðandi, bæði
varðandi hefðbundinn búskap og
nýjar búgreinar. í sömu grein kom
ég með ábendingar um jákvæð
stefnumið, sem taka þyrfti upp í
lanbúnaðarmálum.
Þessi grein hefur raskað annars
djúpri ró manna í landbúnaðar-
ráðuneytinu nú á miðjum heyönn-
um, því að aðstoðarmaður land-
búnaðarráðherra, Bjarni Guð-
mundsson er tekinn frá reglugerð-
arsmíð og sendur fram á ritvöllinn
til að berja í brestina. Grein hans
birtist hér í Tímanum 29. júlí sl.
Þar reynir aðstoðarmaður ráð-
herrans að tína til sitthvað til
varnar í þeim ógöngum sem ís-
lenskur landbúnaður stendur nú
frammi fyrir eftir margra áratuga
leiðsögn Framsóknar- og Sjálf-
stæðisflokks.
Hvergi er þar þó komiö að
kjarna þess vanda sem blasir við
fjölmörgum bændum og byggðar-
lögum, þ.e. þeirri landbúnaðar-
stefnu sem gerir ráð fyrir að bænd-
um við hefðbundinn búskap fækki
um helming á fáuni árum. Á sama
tíma er skipulagsleysi og handahóf
einkennadi varðandi þá þætti, sem
koma ættu í staðinn sem ný verk-
efni fyrir sveitafólkið.
Plástrar Framleiðnisjóðs
Grein Bjarna aðstoðarmanns er
einmitt lýsandi um skammsýna for-
ystu sem áfram ræður ferðinni í
landbúnaði, þar sem reynt er að
plástra af handahófí yfir verstu
kaunin til að dylja sjúkdómsein-
kennin án þess nokkur lækning sé
í sjónmáli. Það eru þessir plástrar
sem Bjarni gerir að aðalatriði í
„upplýsingum" sínum ásamt land-
búnaðarlöggjöfinni frá 1985 sem
hann hjálpaði Jóni Helgasyni ráð-
herra til að móta og síðan að smíða
reglugerðir eftir.
Lítum aðeins á dæmi um plástr-
ana:
„Stuðningur til nýrra búgreina'1
24 millj. kr. 1985-86 og „um 20
millj. kr. varið til eflingar loðdýra-
ræktinni..." Ekki vil ég draga úr
þörfinni að hlaupa undir bagga
með loðdýrabændum í kröggum
svo og fóðurstöðvum. En ástæðan
fyrir þeim erfiðleikum er ekki að-
eins verðfall á -skinnum, heldur
vöntun á áætlun um uppbyggingu
og undirbúning vegna þessara nýju
búgreina. Það eru stjórnmálamenn
eins og Steingrímur Hermannsson
og nú Jón Helgason, sem vísað
hafa bændum á loðdýrarækt, ekki
síst refarækt sem helsta bjargræði,
en án mikillar fyrirhyggju. Þannig
liggur engin áætlun fyrir um það
hvar og hvernig þessar nýju bú-
greinar eigi að koma í staðinn fyrir
samdráttinn í hefðbundnum
búskap.
„Samningargerðirvið 160bænd-
ur um sölu á búmarki og þar með
minnkandi framleiðslu hjá þeim,
sem aukið getur olnbogarými ann-
arra bænda“, tíundar Bjarni í grein
sinni.
í mörgum tilvikum hefur hér
verið um að ræða kaup á búmarki,
sem enginn framleiðsluréttur er að
baki, en við þær aðstæður skapast
Framsóknarbúinu má sem kunnugt
ekkert svigrúm fyrir aðra. Bjarni
hefði ekki getað dregið fram
skýrara dæmi um handahófsvinnu-
brögðin hjá stjórn Framleiðnisjóðs
að undanförnu.
„Fé het'ur verið varið til sérstaks
markaðaátaks vegna dilka-
kjöts...“, stendur þar.
Mönnum erí fersku minni hvem-
ig staðið var að sölutilraunum á
dilkakjöti í Bandaríkjunum á síð-
asta ári og vöntun á stuðningi við
það átak, sem fjaraði út í miðjum
klíðum. - Auglýsingar í fjölmiðl-
um á ársgömlu „fjalialambi" koma
fyrir lítið á sama tíma og aðrar
kjöttegundir berast hömlulítið inn
á markaðinn og bætast við kjöt-
fjallið, að ekki sé minnst á hvalkjöt
úr búri sjávarútvegsráðherrans. Á
er aldrei taka heildstætt á málum,
aðeins plástra og krafsa yfir vanda-
málin.
„Aukning niðurgreiðslna“ sem
Bjarni gumar af og tengist sölu á
dilkakjöti ofan í frystikistur
landsmanna segir lítið ofan í gífur-
legan samdrátt í niðurgreiðslum á
starfstíma þessarar ríkisstjórnar.
Þorsteinn Pálsson fjármálaráð-
herra upplýsti það vorið 1985 í
svari við fyrirspurn frá mér á
Alþingi, að vegna samdráttar í
niðurgreiðslum var dilkakjötið
rösklega 30% dýrara 1985 en á
árinu 1982, mjólkin yfir40% dýrari
og smjörið 50% dýrara af sömu
ástæðu.
Framleiðsluráðslögin og
iðrun Páls Péturssonar
Og þá eru það framleiðsluráðs-
lögin frá 1985, en samkvæmt „upp-
lýsingum" Bjarna hefur „af kappi
verið unnið að því að koma hinni
nýju skipan til framkvæmda". -
Bjarni leyfir sér gegn betri vitund
að gera stjórnarandstöðuna sam-
„Mönnum er í fersku
minni hvernig staöiö
var aö sölutilraunum á
dilkakjöti í Bandaríkj-
unum á síöasta ári og
vöntun á stuðningi við
það átak sem fjaraði út
í miðjum klíðurn".
„Sömu örlög hlutu við-
varanirfrá bændafund-
um og forysta Stéttar-
sambandsins lagði
blessun sína yfir boð-
skap Jóns Helgasonar
á einum degi, þótt full-
trúar þar hefðu varla
haft ráðrúm til að lesa
plaggið yfir einu sinni
hvað þá oftar“.
seka um þessa löggjöf, sem stjórn-
arliðið hespaði í gegn á Alþingi á
sauðburðinum 1985.
Alþýðubandalagiö gagnrýndi
þau vinnubrögð hvað harðast þing-
tlokka á Alþingi og lýsti allri ábyrgð
á hendur stjómarflokkunum
vegna málsmeðferðar. M.a. lagði
Steingrímur J. Sigfússon, fulltrúi
Alþýðubandalagsins í landbúnað-
arnefnd Neðri deildar, sig fram um
að konta vitinu fyrir stjórnarliða í
nefndinni og Bjarna Guömunds-
son sem ráðgjafa þeirra, en með
takmörkuðum árangri. -Sömu ör-
lög hlutu viðvaranir frá bænda-
fundum og forysta Stéttarsam-
bandsins lagði blessun sína yfir
boðskap Jóns Helgasonar á einum
degi, þótt fulltrúar þar hcfðu varla
haft ráðrúm til að lesa plaggið yfir
einu sinni hvað þá oftar.
En það eru fleiri en við Bjarni
Guðmundsson sem ræðum land-
búnaðarmálin þessa dagana. Páll
Pétursson alþingismaöur og for-
maður þingflokks Framsóknar-
flokksins hefur skrifað tvær greinar
í Tímann nú með stuttu millibili.
Vart er unnt að kveða upp harðari
dóma yfir landbúnaðarstefnu síð-
ustu ára en Páll á Höllustöðum
gerir í grein sinni 6. ágúst sl. Þar
vandar hann ekki samflokksmönn-
um sínum kveðjurnar, eins og
lesendur Tímans geta staðreynt.
Sjálfur er hann fullur iðrunar yfir
„að bera minn hluta ábyrgðar af
mistökum í stefnumörkun."
Um framleiðsluráðslögin segir
Páll m.a.:
„Mislukkað frumvarp var undir-
búið, ég gerði það sem ég gat til
þess að lagfæra það í þingflokknum
og félagar mínir endurbættu það
verulega í þingnefndinni, þannig
að þeir treystu sér til þess að ljá því
atkvæði sín. Ég lagði - af mislukk-
aðri tillitssemi - ekki í það að
berjast gegn frumvarpinu opinber-
lega af þeim þrótti sem dugað hefði
til þess að stöðva þessa óheillalaga-
setningu."
Ja. bragð er að þá barnið finnur.
Og enn segir Páll:
„Ég gerði það sem ég gat til að
lagfæra frumvarpið í þinginu. Samt
varö það ekki nógu gott þrátt fyrir
jákvæða þætti og framkvæmdin
mislukkaðist."
„Framkvæmdin
mislukkaðist“
Þá vita menn það, einnig Bjarni
Guðmundsson sem ásamt Hákoni
Sigurgrímssyni framkvæmdastjóra
Stéttarsambandsins o.fl. blandaði
þann görótta drykk, scm Jón
Hclgason hcfur síðan boðið bænd-
um upp á, og er þetta þó aöeins
forsmckkurinn!
Páll Pétursson biður nú bændur
landsins opinberlega fyrirgefningar
á þessuni veigum ráðherrans og
stjórnarliðsins og að því er vissu-
lega mannsbragur. í lciðinni kveð-
ur formaður þingflokks Framsókn-
arflokksins upp dóm um fram-
kvæmdina í höndum Jóns Helga-
sonar: Hún „mislukkaðist". Nú á
Jón í Scglbúðum orðiö fáa að sem
stuðningsmenn landbúnaðarstefnu
sinnar utan sanntrúaða eins og Egil
Jónsson aiþingismann á Selja-
völlum.
Rammvilltir í
aldingarðinum
Bjarna Guðmundssyni virðist
einhverntíma hafa orðið hált á
fjallvegum ef marka má líkingamál
í grein hans um menn sem gleyma
veginum og háfna í „aldingarði“ í
röngu plássi. Af skrifum alþingis-
manna eins og Páls Péturssonar og
Ingvars Gíslasonar og trúnaðar-
manna úr innsta búri flokksins eins
og Bjarna Guðmundssonar og
Hákonar Sigurgrímssonar er Ijóst,
að það kcnnir orðið margra grasa
í aldingarði Framsóknarflokksins,
þegar landbúnaðarmál eru annars
vegar. - Á sama tíma og neyðará-
stand er að skella á víða í sveitum
vegna rangrar landbúnaðarstefnu
eru forsprakkarnir orðnir ramm-
villtir og vegalausir í þeim garði,
sem flokkurinn fól Jóni Helgasyni
að yrkja sem ráðherra og hans
dyggum aðstoðarmanni Bjarna
Guðmundssyni.
Er að furða þótt Ingvar Gíslason
alþingismaður andvarpi í síðustu
Tíma-grein sinni 30. júlí: „Ræðunt
vaxtarmöguleikana en minna um
samdráttinn.“ Strúturinn sú fótfráa
skepna á sér víðar heimkynni en á
gresjum Afríku.
Neskaupstað, 8. ágúst 1986
Hjörleifur Guttormsson.